Tíminn - 18.04.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.04.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 18. apríl 1991 Biskupinn á faraldsfæti Ólafur Skúlason biskup og Ebba Siguröardóttir kona hans veröa viö- stödd þegar George Caret veröur settur inn í embætti erkibiskups í Kantaraborg á föstudaginn. Á sum- ardaginn fyrsta vísiterar biskup ís- lenska söfnuðinn í London. Mikill fjöldi biskupa, víöa að úr heiminum verður viðstaddur þegar hinn nýi biskup anglíkönsku kirkj- unnar í Kantaraborg verður settur í embætti. Hr. Ólafur Skúlason mun síðan sitja fund með nýja erkibiskupnum sem höfuðbiskupum Norðurlanda hefur verið boðið til. Kirkjur á Norðurlöndum og enska bikupa- kirkjan eiga um þessar mundir við- ræður um trúmál, skipulag og aukið samstarf. Á sumardaginn fyrsta vísiterar hr. Ólafur íslenska söftiuðinn í London og predikar við guðsþjónustu hans. Selkórinn úr Reykjavík, sem nú er á ferðalagi í Englandi, syngur við guðsþjónustuna. Séra Valgeir Astráðsson þjónar fyrir altari ásamt Jón A. Baldvinssyni sendiráðspresti. Frá London halda biskupshjónin til Þrándheims í Noregi þar sem Finn Wagle verður vígður Niðarósabisk- up. Guömundur Bjamason og hans fólk kynnir niöurstöður heilbrígðisdag- anna. Tímamynd: Ámi Bjama. meirí háttar osm T1LB0Ð stendur tíl 19. apiíl á 1 kg stykkjum af brauðostinum góða. Verð áður: kr. 794/kílóið Tilboðsverð: O o 1U1U1U 200 kr. afsláttur pr. kg. Q O o * D < C O o d X(—1 F\ C 0 Q 1 O O I o o \/ l Q Afrakstur heilbrigðisdaga í skólum landsins: Nemendur meö- vitaðri um nauðsyn hollrar næringar „Þetta virðist hafa haft töluverð áhrif á nemendur á breytni til holl- ari lífsvenja. Þeir hafa meiri áhuga á að borða hollan mat og á að hreyfa sig og gera meira af hvoru tveggja.“ Þetta sagði Þórólfur Þórlindsson hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála um fyrstu niðurstöður úr könnun sem var gerð vegna svo- kallaðra heilbrigðisdaga í fimm skólum í landinu. Fyrr í vetur sagði Tíminn frá þessum dögum. Þeir eru þáttur í þeirri manneldis- og neyslu- stefnu sem unnið hefur verið að í heilbrigðisráðuneytinu í tíð Guð- mundar Bjarnasonar. í vikunni var farið yfir útkomuna úr helstu þátt- um þessara daga með skóiastjórum skólanna sem tóku þátt í verkefn- inu. Allir skólastjórarnir sögðu að nemendurnir hefðu verið spenntir fyrir verkefninu. Skólarnir fimm sem tóku þátt í heilbrigðisdögunum eru Öldusels- skóli í Reykjavík, Lækjarskóli í Hafnarfirði, Grunnskólinn í Borgar- nesi og Barnaskólinn og Gagnfræða- skólinn á Selfossi. Meðan dagarnir stóðu yfir var í starfi þeirra lögð áhersla á nauðsyn þess að borða kjarngóðan morgunmat og á hreyf- ingu og útiveru. „Ég held að við ger- um marga hluti í þjóðfélaginu sem eru ekki nándar nærri eins nauðsyn- legir eins og þetta. Vegna þess að heilsan er ekki einkamál hvers og eins,“ sagði Guðmundur Sigurðs- son, skólastjóri í Borgarnesi. Þórólfur Þórlindsson segir að ekki sé hægt að segja til um hvort heil- brigðisdagarnir hafi varanleg áhrif. „Það hafa verið hugmyndir um að fylgja þessu eftir með könnun eftir nokkra mánuði. Þá til þess að vita hvort áhrifin séu horfm. Það fer mikið eftir því hverjar aðstæður krakkanna heima fyrir eru." -sbs. Akureyri: Gunnlaugur Garðars- son kjörinn prestur í Glerárprestakalli Séra Gunnlaugur Garðarsson, aö- stoðarprestur í Garðabæ, var á sunnudag kjörinn prestur í Glerár- prestakalli á Akureyri. Átján kjör- menn tóku þátt í atkvæðagreiðsl- unni og þurfti réttkjörinn prestur að fá a.m.k. 50% atkvæða. Aðrir umsækjendur voru séra Flosi Magnússon, prófastur á Bíldu- dal, og séra Svayar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Ólafsfirði. Að sögn Inga Þórs Jóhannssonar, formanns sóknarnefndar, hlaut séra Gunnlaugur Garðarsson lögmæta kosningu, og mun hann væntanlega taka við starfi sóknarprests í Glerár- prestakalli 1. júní nk. Séra Gunnlaugur Garðarsson lauk stúdentsprófi frá MR 1977. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla ís- lands árið 1984, og stundaði jafn- framt nám í sálarfræði og heim- speki. Hann var vígður í september 1984, og þjónaði sem sóknarprestur í Þingeyrarprestakalli til ársins 1986. Séra Gunnlaugur stundaði framhaldsnám í guðfræði við Vancouver School of Theology 1986- 88, og hefur síðan þjónað sem aðstoðarprestur í Garðaprestakalli. Eiginkona hans er Sigríður Hall- dórsdóttir, lektor í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. hiá-akureyri. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.