Tíminn - 24.04.1991, Side 2

Tíminn - 24.04.1991, Side 2
2Tímlrln 'J/j':f. .í'G u?sfci:>:i7ðlK<i Miðvikudagur 24. apríl 1991 Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, baðst lausnar í gær fyrir sig og ráðuneyti sitt: „GEF RÍKISSTJÓRNINNI MJÖG GÓD EFTIRMÆLI" Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra telur að grundvöllur sé fyrir áframhaldandi samstarfi Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks þrátt fyrír að ríídsstjórn þessara flokka hafi beð- ist lausnar. Hann sagði að Jón Baldvin Hannibalsson utanrfldsráð- herra hefði í samtölum við sig ekki útilokað að flokkamir gætu kom- ið sér saman um stjóraarsáttmála á nýjum grunni. Nýkjörinn þingflokkur Framsókn- arflokksins kom saman í fyrsta skipti í gær. Steingrímur sagði að á fundin- um hefði komið fram mjög einlægur vilji til áframhaldandi stjómarsam- starfs þeirra þriggja flokka sem mynduðu kjarnann í ríkisstjóminni sem nú hefur beðist lausnar. Þing- flokkurinn veitti forystu flokksins umboð til að vinna því. Steingrímur var spurður hvaða eft- irmæli hann gæfi þessari ríkisstjóm. „Ég gef þessari ríkisstjórn mjög góð eftirmæli. Ég tel að hún hafi náð ein- stæðum árangri, sérstaklega í efna- hagsmálum. Henni tókst að ná verð- bólgu niður í 5-6%. Henni tókst að rétta við vöruskiptajöfnuðinn. Henni tókst að skapa gmndvöll fyrir þjóðarsátt. Tekist hefur að minnka erlendar skuldir, lækka vexti og þannig gæti ég lengi talið. Ég tel einnig mikilvægt að þessari ríkis- stjóm tókst að sýna fram á að þessir flokkar geta vel unnið saman. Þar með er svokölluð glundroðakenning Sjálfstæðisflokksins ekki lengur til staðar. Ég tel að það sé svo margt sem þessir flokkar eigi sameiginlegt að þeir eigi að vinna saman. Ég tel að samstarfið í þessari ríkis- stjórn hafi almennt séð verið mjög gott. Ég neita því ekki að einstöku sinnum hefur hvesst á milli manna, en deilumál hafa alltaf verið leyst. Þetta hefur verið starfsöm stjórn. Ráðherrar hafa unnið mikið, ekki síst ég. Ég hef orðið að sitja marga langa fundi til að finna lausnir á erf- iðum málum. Sú vinna hefur borgað sig sem sést best á góðum árangri hennar í efnahagsmálum." Þú hefur setið í fimm ríkisstjórnum og haft forystu í tveimur þeirra. Tel- ur þú að þetta sé besta ríkisstjórnin sem þú hefur tekið þátt í? „Já, tvímælalaust. Þessi ríkisstjóm tók við afar erfiðri stöðu. Það gerði að vísu líka ríkisstjórnin sem sat að völdum 1983-1987. Báðum ríkis- L LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingar 220 kV Búrfellslínu 3 (um 24 km frá Sand- skeiði að Hamranesi) í samræmi við útboðsgögn BFL- 14. Útboðsgögn verða afhent frá og með föstudeginum 26. apríl 1991 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3000,-. Framkvæma skal jarðvinnu í 64 turnstæðum, sem teng- ist niðursetningu á undirstöðum og stagfestum og koma fyrir bergboltum. Heildarverklok eru 15. september 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleit- isbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en föstudaginn 17. maí 1991 kl. 12:00, en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 13:30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Rnnur Ingólfsson LÉTT SPJALL fimmtudaginn 25. apríl kl. 10,30 á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20. Finnur Ingólfsson innleiðir spjall um stjómmálaviöhorfið að loknum kosningum. Framkvæmdastjórnarfundur SUF J verður haldinn 24. apríl kl. 20.00 að Hafnarstræti 20. Formaður SUF Forsætisráðherra býður nýja þingmenn velkomna á fyrsta þingflokksfund framsóknarmanna eftir kosningar. F.v. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Steingrímur Hermannsson og Finnur Ingólfsson. Tlmamynd; Pjetur stjórnunum tókst að ná verðbólgu niður. Þessi ríkisstjórn náði hins vegar miklu betra samstarfi við vinnuveitendur, launþega og bænd- ur. Þar greinir á milli. Þessi ríkis- stjórn skilur við betri stöðu, en við gerðum 1987. Þá var þensla byrjuð og ekki var samstaða milli stjómar- flokkanna um hvemig ætti að ráðast gegn henni og þess vegna var það ekki gert.“ Telur þú að með þeim ákvörðunum sem manni virðist að Alþýðuflokk- urinn sé að taka verði þáttaskil í ís- lenskum stjórnmálum? „Ég tel að ef Alþýðuflokkurinn tek- ur þá ákvörðun að mynda nýja Við- reisn verði hér engin umskipti held- ur verði hjakkað í sama farinu. Ef hins vegar þeir flokkar sem mynda kjarnann í þessari ríkisstjórn halda áfram að starfa saman verði hér vatnaskil. Ég vil koma á framfæri í Tímanum sérstöku þakklæti til allra stuðn- ingsmanna Framsóknarflokksins um land allt sem lögðu hönd á plóg- inn og náðu þeim árangri sem kosn- ingaúrslitin sýna.“ Hrafnavinafélag íslands stofnað. Hrafn Harðarson: ÆTLUM AÐ FRIÐA VITRASTA FUGLINN „Þetta félag á eftir að valda straum- hvörfum og ég vona að það verði gert grín að því - þá er tilgangnum náð.“ Þetta segir Hrafn Harðarson en hann hefur, ásamt þremur nöfn- um sfnum, stofnað Hrafnavinafélag íslands. Það hefur á stefnuskrá sinni vemdun hrafnsins og nátt- úruvemd almennt. Það eru þeir Hrafn Harðarson, bókavörður, Hrafn Pálsson deildar- stjóri og Hrafn Sæmundsson at- vinnumálafulltrúi sem helst hafa staðið að stofnun félagsins, en því var ýtt af stað nú í vor. „Við ætlum að reyna að friða hrafninn sem við telj- um vera vitrasta fuglinn. Það er mannskepnunni mikilvægt að fylgj- ast með honum til að vita hvað hún eigi að gera,“ sagði Hrafn Harðar- son. „Þessu höfum við gleymt og þess vegna er staða mála í þjóðfélag- inu orðin eins og raun ber vitni — allt er á hverfanda hveli. Til dæmis lentu landnámsmenn ekki skipum sínum fyrr en þeir væru vissir um að hrafninn væri búinn að velja þeim góðan stað. Og í dag held ég að stjórnmálamenn ættu að fylgjast með hvað hrafninn gerir og hvert hann fer.“ Krummi krunkar úti. Hrafnavinafélagið ætlar að halda uppi öflugum málsvörnum fyrir hrafninn með skrifum í blöð og bækur og með gerð sjónvarpsþátta og jafnvel gevihnattasjónvarpi. „Við sem heitum Hrafn höfum allir meiri skilning en aðrir á málstað þessa fugls. Þess vegna erum við í verki að sína vott um viðleitni til að bjarga því sem bjargað verður," sagði Hrafn Harðarson. Hann sagði meininguna vera að á sumarsólstöðum nú í sum- ar kæmu hrafnavinir saman og krunkuðu í kór. Með þátttöku í þeirri athöfn væru þeir komnir í fé- lagið. -sbs. Dráttarvélanámskeið fyrir unglinga Nú eru að fara af stað námskeið fyrir unglinga í meðferð og akstri dráttarvéla. Þau eru ætluð ung- lingum sem ætla að fara í sveit í sumar og á þessum námskeiðum er bent á ýmsar hættur sem fylgja dráttarvélum og hvernig er best að umgangast þær af öryggi. Fyrsta námskeiðið verður haldið í Reykjavik dagana 30. apríl til 3. maí. Það er tvískipt: annars vegar fornámskeið fyrir unglinga fædda árin 1976 til 1978 og hins vegar réttindanámskeið fyrir 16 ára og eldri. Það veitir réttindi til aksturs dráttarvéla úti á þjóðvegum. Auk námskeiðsins í Reykjavík verða haldin námskeið á Akureyri 10. og 11. maí og á Selfossi 21. og 22. maí. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Umferðarráði, Bún-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.