Tíminn - 24.04.1991, Side 8

Tíminn - 24.04.1991, Side 8
8 Tíminn Miðvikudagur 24. apríl 1991 Miðvikudagur 24. apríl 1991 Tíminn 9 ingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt: Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra baðst í gærmorgun lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Áður hafði hann rætt við Jón Baldvin Hannibals- son, formann Alþýðuflokks, og Ólaf Ragnar Grímsson, formann Alþýðu- bandalags. Jón Baldvin tilkynnti for- sætisráðherra að hann liti svo á að ekki væri grundvöllur fyrir því að þessi ríkisstjórn héldi áfram störfum og lagði til að hún segði af sér. Eftir að hafa rætt við Ólaf Ragnar gekk for- sætisráðherra á fund forseta íslands og baðst lausnar. Forseti óskaði eftir að ríkisstjórnin sæti áfram þar til ný ríkisstjórn hefði verið mynduð og féllst hann á það. Jón Baldvin og Ólafur Ragnar vilja að forseti gefi flokksformönnum nokkra daga til að ræða saman áður en einhverjum verður falin stjórnar- myndun. Steingrímur segist ekki leggjast gegn því, en telur mikilvægt að hraða stjórnarmyndunarviðræð- um. Davíð segir mikilvægast að menn ræði saman og hefur látið í ljós að hann hafi mestan áhuga á að ræða ít- arlega við formann Alþýðuflokksins. Hvaða ákvörðun sem forseti mun taka er ljóst að á næstu dögum verður gerð alvarleg tilraun til að mynda nýja Viðreisnarstjórn. Þar með er ekki sagt að aðrir flokkar séu dæmdir úr leik. Margt getur gerst í stjórnmálum. Vit- að er að Alþýðuflokkurinn er í aðstöðu til að gera miklar kröfur í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Sætti sjálf- stæðismenn sig ekki við kröfur þeirra geta þeir alltaf snúið sér til Alþýðu- bandalagsins. Sjálfstæðismenn vita líka að innan Alþýðuflokksins er stór hópur manna sem kjósa frekar að end- urnýja núverandi stjórn en nýja Við- reisn. Engu að síður verður að telja líklegt að Alþýðuflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn nái saman. Tekist verður á um sjávar- útvegs- og landbúnaðarmál Þó að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur eigi margt sameiginlegt fer því fjarri að flokkarnir séu sammála um alla hluti. Mestur ágreiningur er í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Alþýðuflokkurinn vill taka upp veiði- leyfasölu, eða það sem sumir kalla auðlindaskatt. Stefna Sjálfstæðis- flokksins í sjávarútvegsmálum er óskýr og þar eru uppi mismunandi viðhorf. Fylgismenn auðlindaskatts eru í miklum minnihluta í flokknum. Flestir vilja byggja á núverandi kvóta- kerfi og gera á því breytingar í frjáls- ræðisátt. Þetta er t.d. skoðun Þor- steins Pálssonar, en ýmsir telja líklegt að hann verði sjávarútvegsráðherra ef Viðreisn verður mynduð. Alþýðuflokkurinn er andsnúinn ný- gerðum búvörusamningi og vill draga úr útgjöldum til landbúnaðar. Flokk- urinn hefur einnig hvatt til þess að opnað verði á innflutning á landbún- aðarvörum. Sumir sjálfstæðismenn eru sammála Alþýðuflokknum í þess- um málaflokki, en í Sjálfstæðis- flokknum eru einnig margir sem styðja þá landbúnaðarstefnu sem rík- isstjórnin sem nú er að fara frá mót- aði. Formaður flokksins hefur hins vegar lýst yfir andstöðu við nýgerðan búvörusamning og sagt að í honum sé hagur bænda þrengdur of mikið. Hann sagði í kosningabaráttunni að skynsamlegast hefði verið að fram- lengja gamla samninginn um þrjú ár. Fylgismenn frjáls innflutnings á land- búnaðarvörum eru fáir í Sjálfstæðis- flokknum. Hætt er við að Alþýðuflokknum gangi illa að ná fram stefnumiðum sínum í þessum tveimur málaflokk- um. Þó má ekki gleyma því að Davíð Oddsson vill mikið til vinna til að Eftir 1 Egil í Ólafsson komast í stjórn. Hann má ekki hugsa þá hugsun til enda að vera í stjórnar- andstöðu á þessu kjörtímabili. Davíð er ekki vanur því að vera á vara- mannabekknum. Jón Baldvin er því í aðstöðu til að gera sig breiðan. Það má ekki heldur gleyma því að Alþýðu- flokknum gekk illa að ná fram stefnu- miðum sínum í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum í ríkisstjórninni sem nú er að fara frá völdum. Á þetta benti Davíð Oddsson á í gær og gaf í skyn að Jóni Baldvini myndi ganga betur að hnika sér en Halldóri As- grímssyni og Steingrími Hermanns- syni. Jón Baldvin er því ekki að fórna miklu þó að hann gangi í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki sem hefur það á stefnuskrá sinni að fylgja sömu land- búnaðarstefnu og fyrri stjórn og lítt breyttri sjávarútvegsstefnu. Áhugi á að tengjast EB nánum böndum í þeim tveimur málaflokkum sem verða mjög fyrirferðamiklir á næstu mánuðum og árum, álmálinu og samningum um evrópskt efnahags- svæði, eru flokkarnir nánast sam- stíga. Það verður fljótlegt að semja stjórnarsáttmála um þau atriði. Víst er að þeir sem eru andvígir nán- Steingrímur Hermannsson kemur af fundi forseta eftir að hafa beðist lausnar fýrir sig og ráðuneyti sitt um tengslum íslands við Evrópu- bandalagið hafa ástæðu til að vera kvíðnir. í báðum flokkunum eru for- ystumenn sem vilja að ísland taki upp náið samband við Evrópubandalagið. Nægir þar að nefna Jón Sigurðsson og Björn Bjarnason. Mjög líklegt er að Björn verði utanríkisráðherra og að í hans hlut komi að ganga frá samning- um um evrópskt efnahagssvæði. Á næstu vikum og mánuðum verður sjávarútvegskaflinn í þessum samn- ingi skrifaður. Þá verður íslenska rík- isstjórnin spurð: Hversu miklu eru ís- lendingar tilbúnir að fórna til að af EES-samningum verði? Enn verður að spyrja hvort ríkisstjórn Davíðs Oddssonar gefi sama svar og ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar. Vextir á námslán? Eitt meginmál Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni var að lækka skatta. Alþýðuflokkurinn var með sömu stefnu þannig að búast má við að skattalækkanir verði meðal helstu stefnumiða nýrrar ríkisstjórnar. Þeirri spurningu var hins vegar aldrei skýrt svarað í kosningabaráttunni hvernig fara ætti að því. Allir vita að það er miklu áhættuminna að svara slíkri spurningu eftir kosningar en fyrir. Búast má við að Lánasjóður ís- lenskra námsmanna verði meðal þeirra liða sem fyrst lenda undir nið- urskurðarhnífnum. Báðir flokkar hafa sagt að fjármál sjóðsins verði að taka föstum tökum. Jón Baldvin og Jón Sigurðsson hafa lýst því yfir að greiða eigi vexti af námslánum. Lík- legt er að þetta verði gert og að út- hlutunarreglum verði breytt. Tekst Jóhönnu að verja húsbréfakerfið? Búast má við að sjálfstæðismenn vilji skera niður í húsnæðismálum, en þar munu þeir mæta harðri and- stöðu alþýðuflokksmanna undir for- ystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Vitað er að Jón Baldvin hefur ekki alltaf veitt Jóhönnu mikinn stuðning í bar- áttu hennar fyrir auknum fjármunum til húsnæðismála og því er hætt við að Jóhanna verði að berjast áfram ef hún fer með húsnæðismál í nýrri rík- isstjórn. Sjálfstæðismenn sögðu í kosningabaráttunni að leggja ætti áherslu á að fólk ætti sjálft sína íbúð og draga ætti úr fjármunum til félags- lega íbúðakerfisins. Stærstu útgjaldaliðir fjárlaga eru heilbrigðis- og tryggingamál. Guð- mundur Bjarnason hefur haft forystu um að leggja nýjar áherslur í þeim málaflokki. Þrátt fyrir að sjálfstæðis- menn hafi gagnrýnt sparnaðarað- gerðir Guðmundur er líklegast að þeir haldi þeim áfram. Búast má við að þeir geri tilraunir með meiri einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu og taki undir með læknum sem segja að þeir geti boðið upp á ódýrari þjón- ustu en stóru sjúkrahúsin. Á sínum tíma setti Matthías Bjarnason, þáver- andi heilbrigðisráðherra, fram hug- myndir um fast gjald sem sjúklingar skyldu greiða fyrir læknisþjónustu. Þessum hugmyndum var mótmælt og gjaldið kallað sjúklingaskattur. Ekki er ólíklegt að þessar hugmyndir verði nú endurvaktar. Samræmist þjóðarsátt frjálsu markaðskerfi? Eitt stærsta mál næstu ríkisstjórn- ar, sama hver hún verður, verður að viðhalda lágri verðbólgu og stöðug- leika í efnahagsmálum. Ný ríkis- stjórn tekur við góðu búi. Verðbólga hefur verið 4-7% í eitt og hálft ár. Af- gangur er á vöruskiptum við útlönd. Fyrirtækin eru rekin með hagnaði og hagvöxtur er að aukast. í haust eru kjarasamningar lausir og þá mun reyna á ríkisstjórnina. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lýst yfir áhuga sínum að semja um nýja þjóð- arsátt. Davíð Oddsson hefur kallað þjóðarsáttina gamaldags, miðstýrða launastefnu og fleiri munu vera þeirrar skoðunar að hún sé andstæð frjálsu markaðskerfi. Samningalip- urð stjórnvalda getur ráðið úrslitum um hvort samningar takast í haust án verkfalla. Mjög harkalegur niður- skurður ríkisútgjalda er t.d. ekki lík- legur til að greiða fyrir samningum. Menn eins og Guðmundur J. Guð- mundsson hafa bent á að ef ekki tekst að semja í haust án verkfalla mun það óhjákvæmilega leiða til þess að hér hefjist nýtt verðbólgu- skeið. Því spyrja menn nú: Mun næsta ríkisstjórn stuðla að viðreisn verðbólgunnar? Tfmamynd; Pjetur Vérður Nýsköpunarstjóm niðurstaðan? Þó að á þessari stundu virðist allt benda til að hér verði mynduð ný Viðreisn er ekki útilokað að niður- staðan verði Nýsköpunarstjórn. Tím- inn hefur heimildir fyrir því að sá möguleiki hafi verið ræddur. Ólafur Ragnar hefur lært mikið í pólitík síð- an hann hóf sinn pólitíska feril í Framsóknarflokknum fyrir 25 árum. Sú hætta vofir yfir nýrri Viðreisnar- stjórn að verkalýðshreyfingin snúist gegn mikilvægum stefnumálum hennar. Þó að úr áhrifum Alþýðu- bandalagsins í verkalýðshreyfing- unni hafi dregið á síðustu árum má ekki vanmeta stöðu flokksins gagn- vart henni. Alþýðuflokksmenn gera sér grein fyrir að með því að vera með Alþýðubandalagið í ríkisstjórn eru þeir að draga úr áhættunni sem þeir tóku þegar þeir yfirgáfu núver- andi rfkisstjórn. Hverjir verða ráðherrar? Vangaveltur um ráðherra í hugsan- legri Viðreisnarstjórn eru þegar hafn- ar þó að stjórnarmyndunarviðræður séu varla byrjaðar. Líklegast er að ráð- herrar í ríkisstjórninni verði níu, en þeir eru ellefu í núverandi stjórn. Davíð Oddsson hefur lýst því yfir að það beri að fækka ráðherrum. Líkleg- ast er að í stjórninni verði fimm sjálf- stæðismenn og fjórir alþýðuflokks- menn. Forsætisráðuneytið og utan- ríkisráðuneytið mun nær örugglega koma í hlut Sjálfstæðisflokks. Al- þýðuflokkurinn myndi þá fá fjármála- ráðuneytið, en þetta eru þrjú mikil- vægustu ráðherraembættin. Hugsan- legt er að Alþýðuflokkurinn kjósi að fá utanríkisráðuneytið og láti Sjálf- stæðisflokknum fjármálaráðuneytið eftir. Búast má við að harðast verði tekist á um sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytin. Það verður mjög erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að láta Al- þýðuflokkinn fá þessi embætti. Það myndi kalla á hörð viðbrögð valda- mikilla manna í Sjálfstæðisflokknum. Líklegt er að Alþýðuflokkurinn fái heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið. Um önnur ráðuneyti er erfítt að spá. Ráðherraefni Sjálfstæðisflokks eru: Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Bjöm Bjarnason, utanríkisráðherra. Önnur ráðherraefni flokksins eru: Þor- steinn Pálsson og Friðrik Sophusson. Búast má við að gerð verði mjög ákveð- in krafa um að fimmti ráðherrann verði kona. Líklegt er að Salome Þor- kelsdóttir verði gerð að forseta Sam- einaðs þings. Aðrar konur í þingflokkn- um eru Sólveig Pétursdóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir og Sigríður A. Þórðardóttir. Erfitt er að spá í hver þeirra er sterkust, en benda má á að Sigríður A. Þórðardóttir er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og þótti koma vel til greina sem varafor- maður flokksins á síðasta landsfundi. Ólafur G. Einarsson, formaður þing- flokksins, hefur ekki verið nefndur, en litlu munaði að hann yrði ráðherra 1988. Ef hann verður gerður ráðherra mun það annaðhvort verða gert á kostnað kvennanna eða að ráðherrum í ríkisstjórninni verður fjölgað. Fái Alþýðuflokkurinn fjóra ráðherra má telja víst að núverandi ráðherrar flokksins haldi áfram. Landsbyggðar- menn munu gera mjög ákveðna kröfu um að fjórði ráðherrann komi úr þeirra röðum. Þingmenn flokks- ins af landsbyggðinni eru fjórir, þar af tveir nýliðar. Það er því líklegast að Sighvatur Björgvinsson, formað- ur fjárveitinganefndar, og Eiður Guðnason, formaður þingflokksins, bítist um embættið. Sighvatur hefur áður verið ráðherra og verður að teljast eiga góða möguleika á að verða ráðherra.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.