Tíminn - 27.04.1991, Qupperneq 4
4 Tímirm
Laugardagur 27. áþ'ríí '199"í
UTLOND
Andlát móður Bakers stöðvar friðarviðræðurnar:
Astæða til bjart-
sýni segir Bush
James Baker utanríkisráðherra
Bandaríkjanna þurfti skyndilega að
fara til Bandaríkjanna í gær vegna
andiáts móður sinnar, sem var 96
ára gömul. Viðræður hans og Yits-
haks Shamirs, forsætisráðherra
ísraels, voru rofnar og hélt Baker
strax til Bandaríkjanna. Baker átti
að ræða við Moshe Arens vamar-
málaráðherra ísraels og leiðtoga
Palestínumanna síðar um daginn en
þeim viðræðum þurfti að fresta.
Baker náði að klára viðræður við
David Levy utanríkisráðherra ísraels
í gærmorgun og að sögn ísraelska ut-
anríkisráðuneytisins komust þeir að
samkomulagi um fimm atriði við-
víkjandi þeirri friðarráðstefnu sem
stefnt er á að halda. George Bush
Bandarfkjaforseti sagðist hafa talað
við Baker í gærmorgun og taldi
ástæðu vera til bjartsýni.
Ekkert samkomulag var gert á milli
Bakers og Shamirs vegna skyndilegs
fráfalls móður Bakers. Hins vegar
náðu Baker og Levy samkomulagi
um fimm atriði í viðræðum sínum
um morguninn. Meðal þeirra atriða
var að Sovétmenn mundu ásamt
Bandaríkjamönnum leiða friðarráð-
stefnuna en með því skilyrði að Sov-
“etmenn tækju upp fullt stjórnmála-
samband við ísrael sem þeir slitu ár-
ið 1967. Einnig komust þeir að sam-
komulagi um að Evrópubandalagið
tæki þátt í ráðstefnunni og mun end-
anlegt hlutverk þess verða ákveðið í
"maí þegar Levy fer til Briissel til að
jæða við leiðtoga þess. Hins vegar
náðist ekki samkomulag um hlut-
verk Sameinuðu þjóðanna né heldur
hverjir ættu að vera fulltrúar Palest-
ínumanna á ráðstefnunni.
Baker var nýkominn frá Sovétríkj-
unum þar sem hann ræddi við Alex-
Griðasvæðin í Norður-írak: 1
íraskir her-
menn farnir
frá Zakho
Baker var að ræða við Shamir þegar hríngt var í hann ffá Bandarikjun-
um og honum tilkynnt andlát móður sinnar.
ander Bessmertnykh, utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna. Þeir komust að
samkomulagi um að Bandaríkin og
Sovétríkin mundu í sameiningu hafa
forystu fyrir friðarráðstefnunni.
Bessmertnykh mun bráðum fara til
Miðausturlanda. Menn hafa verið að
tala um að hann muni fara til ísraels
en hann hefur ekki viljað staðfesta
það.
Nokkur arabaríki, eins og t.d. Sýr-
land, setja það sem skilyrði fyrir frið-
arráðstefnunni að Sameinuðu þjóð-
irnar taki fullan þátt í henni en ísra-
elsmenn eru harðir á móti því. Þá
vilja Palestínumenn að Frelsissam-
tök Palestínu (PLO) fái fulltrúa á ráð-
stefnunni en því hafna ísraelsmenn.
Allt að þúsund íraskir leynilögreglu-
og hermenn, sem komu til íraska
landamærabæjaríns Zakho á sunnu-
dag og mánudag, yfirgáfu bæinn í
gær eftir að bandarísk, bresk og
frönsk stjómvöld höfðu hótað að
fiytja þá frá bænum með valdi.
írösku hermennimir fældu kúr-
disku fióttamennina frá gríðasvæð-
unum en þau em skammt frá Zak-
ho. Um fimmtíu íraskir lögreglu-
menn eru eftir í bænum en það er
eðlilegur fjöldi. Þeir munu eingöngu
bera skammbyssur en ekki Kalas-
hnikovriffia eins og hermennimir
voru með. George Bush Bandaríkja-
forseti sagðist ánægður með þróun
mála í Norður-írak og taldi ekld lík-
ur á að í odda skæríst milli íraskra
og bandarískra hermanna.
Irösku leynilögreglu- og hermenn-
irnir hafa staðið í vegi fyrir áætlun-
um bandamanna um að koma u.þ.b.
850 þúsund kúrdiskum flóttamönn-
um til hjálpar. Föstudaginn 19. mars
var ákveðið á fundi með íröskum
hershöfðingjum að íraksher héldi sig
a.m.k. 30 km suður af Zakho en á
sunnudeginum komu 200 vopnaðir
íraskir leynilögreglumenn til Zakho
og á mánudeginum allt að 700 til við-
bótar. Það var síðan á fimmtudegin-
um í þessari viku sem íraski fulltrú-
inn hjá Sameinuðu þjóðunum til-
kynnti að írösku hermennirnir ætl-
uðu að hörfa eftir að bandamenn
höfðu hótað að beita þá valdi.
Um 2.300 bandarískir, franskir og
breskir hermenn eru nú í Norður- ír-
ak. Þeir munu sjá til þess að íraksher
haldi sig sunnan 30 km línunnar og
einnig halda uppi gæslu í Zakho og
fylgjast með þeim 50 lögreglumönn-
um sem eru þar.
Kúrdisku flóttamennirnir eru enn
dálítið hikandi við að koma til griða-
svæðanna að sögn bandarísks emb-
ættismanns en þeir óttast mjög
írösku hermennina.
Stjórnvöld í Saudi-Arabíu eru að
reisa flóttamannabúðir fyrir íraska
flóttamenn í norðurhluta Saudi- Ar-
abíu. Þau eru tilbúin að veita allt að
50.000 íröskum stríðsföngum og
flóttamönnum pólitískt hæli en mjög
margir hafa ekki áhuga á að snúa aft-
ur til föðurlandsins.
Fréttir bárust af því í gær að allt að
2.000 íraskir flóttamenn við landa-
mæri írans og íraks létu lífið á hverj-
um degi en írönsk stjórnvöld hafa
kvartað yfir því að lítið sé gert til að
koma þeim til hjálpar. Þetta virðist
nú hins vegar vera að breytast til
batnaðar. í gær lagði af stað frá París
lest með 600 tonn af matvælum og
fatnaði til írans og á laugardag mun
bandarísk flugvél full af fatnaöi lenda
í íran. Von er á meiru frá Bandaríkj-
unum. Reuter-SÞJ
Finnland:
NY RIKIS*
STJÓRN TÓK
VIÐ í GÆR
Mauno Koivisto, forseti Finnlands,
skipaði í gær nýja ríkisstjóm undir
forystu formanns Miðfiokksins,
Esko Aho. Fjórir flokkar taka þátt í
ríkisstjórainni. Auk Miöfiokksins
eru það Hægri fiokkurínn, Sænski
þjóðarfiokkurínn og Krístilegi
flokkurinn.
Esko Aho er yngsti maðurinn sem
gengt hefur embætti forsætisráð-
herra í Finnlandi. Flokkur hans,
Miðflokkurinn vann stórsigur í
þingkosningunum sem fram fóru
17. mars síðastliðinn, fékk 55 sæti af
200. Hægri flokkurinn tapaði og
fékk 40 og Jafnaðarmannaflokkur-
inn sem hefur verið í ríkisstjórn síð-
asta aldarfjórðunginn fékk aðeins 48
sæti en hafði 56. Sænski þjóðar-
flokkurinn og Kristilegi flokkurinn
eru smáflokkar og fengu nokkur
sæti en þau nægja til að tryggja rík-
isstjórninni meirihluta.
Miðflokkurinn, sem er íhaldssamur
bændaflokkur, hefur átta af sautján
ráðuneytum, Hægri flokkurinn hef-
ur sex, Sænski þjóðarflokkurinn tvö
og Kristilegi flokkurinn eitt.
I yfirlýsingu stjórnarinnar er aðal-
lega lögð áhersla á að bjarga landinu
úr þeirri efnahagskreppu sem nú
blasir við. Stefnt er á að draga mikið
úr útgjöldum ríkissjóðs. Þá gerir
stjórnarsáttmálinn ráð fyrir frjálsari
utanríkisstefnu en líklegt þykir að
það muni koma í hlut þessarar ríkis-
stjórnar að taka afstöðu til frekara
samstarfs Finna við Evrópubanda-
lagið. Hins vegar er tekið fram að
halda beri áfram góðu og traustu
sambandi við Sovétríkin.
Búist er við að meiri harka færist
nú í finnsk stjórnmál. Vinstri flokk-
arnir eru nú í fyrsta sinn í mörg ár
sameinaðir í stjórnarandstöðunni
gegn borgaraflokkunum og fulltrúar
verkalýðssamtaka hafa lýst sig van-
trúaða á ríkisstjórnina. Reuter-SÞJ
Fréttayfirlit
Nikósía - frösk yfirvöld hafa
kallað hundruð fraskra leynilög-
reglu- og hermanna frá íraska
landamærabænum Zakho en
hann er rétt hjá griöasvæðun-
um. Líklegt þykir að þessir
menn hafi hrætt kúrdisku flótta-
mennina frá þvi að koma niður
úr fjöllunum. Starfsmenn Sam-
einuðu þjóðanna á landamær-
um (rans og (raks sögðu i gær
að allt að 2.000 flóttamenn lét-
ust þar á degi hverjum.
Bagdad - írösk stjórnvöld til-
kynntu í gær að þau hefðu
ákveðið að leysa upp Alþýðu-
herinn. f Alþýðuhernum, sem
stofnaður var áður en stríöiö við
Irani hófst árlð 1980, eru mest
16 og 17 ára unglingar sem eru
undir eiginlegum herskyldualdri
og karlmenn eldri en 45 ára.
Eitthvað er um konur í þessum
her. Samtals eru þetta um millj-
ón hermenn. Hermenn í þess-
um her hafa gegnt öörum störf-
um með hermennskunni.
Genf - Saudi-Arabar eru að
reisa flóttamannabúðir fyrir
fraska flóttamenn I norðurhluta
Saudi- Arabíu. Yfirvöld í Saudi-
Arabiu hafa samþykkt að veita
allt að 50.000 íröskum flótta-
mönnum og stríðsföngum pólit-
ískt hæli í landinu, að sögn tals-
manns Sameinuðu þjóðanna,
en fjölmargir írakar vilja ekki
snúa tii föðurlandsins.
Jerúsalem - James Baker, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
batt enda á þriðju friðarferö sína
um Miöausturlönd í gær þegar
móðir hans lést í Bandarikjun-
um. Baker var að ræða við Yits-
hak Shamir, forsætisráðherra
fsraels, þegar hann frétti andlát
móður sinnar. Talsmaður Sham-
irs sagði að Baker mundi haida
friðarviðræðonum áfram þrátt
fyrir þessa óvenjulegu truflun.
Moskva - Verkamenn í Rúss-
landi mótmæltu í gær slæmum
lífskjörum og verðhækkunum
með þvi að leggja niður vinnu í
stuttan tíma.
Moskva - Sprengja sprakk við
höfuðstöðvar sovéska kommún-
istaflokksins I Tallin i Lettlandi í
gær að sögn opinberu fréttastof-
unnar Tass. Nokkrar rúður
brotnuðu og ein hurð eyðilagð-
ist. Enginn mun hafa slasast.
Jerúsalem - Til átaka kom á
Vesturbakkanum i gær milli
ísraelskra hermanna og Palest-
ínumanna. Einn israelskur her-
maður og tveir Palestínumenn
særðust.
Nýja Delhí, Indlandi - Öflug
sprengja sprakk í stóru verslun-
arhverfi í Nýju Delhí i gær og
a.m.k. einn maður lét lífiö. Eng-
inn hafði lýst yfir ábyrgð sinni á
verknaðinum.
Cotabato, Filippseyjar -
Mannræningjar franska róm-
versk- kaþólska prestsins, Yves
Caroff, slepptu honum í gær eft-
ir að hafa haldið honum í um 30
daga í frumskógum Suður-Fil-
ippseyja.
Peureulak, Indónesía -
Mikill kólerufaraldur geysar nú i
Sumatran, sem er hérað í norð-
urhluta indónesíu. A.m.k. 55
hafa látist og um 6.000 hafa
þurft að leggjast inn á sjúkra-
hús, að sögn indónesískra heil-
brigðlsyfirvalda.
Jóhannesarborg - Nelson
Mandela einn af leiðtogum Afr-
íska þjóðarráðsins (ANC) sagð-
ist í gær vera ákveðinn í því að
slíta samningaviðræðunum við
stjórnvöld iandsins fyrir 9. maí ef
stjórnin mundi ekki fyrir þann
tima reyna aö binda enda á átök
blökkumanna. F.W. de Klerk for-
seti Suður-Afriku vinnur nú
smátt og smátt að því að leggja
niður aðskiinaðarstefnuna í
samráði við blökkumenn.
Jóhannesarborg - Nelson
Mandela einn af leiðtogum Afr-
íska þjóðarráðsins (ANC) sagð-
ist í gær vera ákveðinn i því að
slfta samningaviöræðunum við
stjómvöld landsins fyrir 9. maí
ef stjómin mundi ekki fyrir þann
tíma reyna að binda enda á átök
biökkumanna. F.W. de Klerk for-
seti Suður-Afríku vinnur nú
smátt og smátt að því að leggja
niður aðskilnaðarstefnuna i
samráði við blökkumenn.
Reuter-SÞJ