Tíminn - 01.05.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 1. maí 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin I Reykjavlk
Framkvæmdastjóri: j Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Glslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
SkrffstofurLyngháls 9,110 Reykjavik. Sfml: 686300.
Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
1. maí
I ávarpi því sem fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í
Reykjavík, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og
Iðnnemasamband Islands hafa sent frá sér, segir
svo í upphafsorðum:
„Á baráttudegi launafólks 1. maí höfum við
ástæðu til að fagna því að þau markmið sem sett
voru við gerð kjarasamninganna í febrúar 1990
hafa staðist í öllum meginatriðum. Verðbólga er
nú með því lægsta sem þekkist. Það tókst að
stöðva kaupmáttarhrapið. Kaupmáttur vex hægt
og sígandi. Fjöldaatvinnuleysi blasir ekki lengur
við. Jafnvægi hefur komist á í efnahagsmálum.
Grundvöllur hefur verið lagður að nýju hagvaxt-
arskeiði og betri kjörum launafólks.“
Þessi orð lýsa á skýran hátt þeirri endurreisn
efnahagslegra framfara sem orðið hefur á íslandi
sfðustu ár og batnandi hag vinnandi fólks, bæði
hvað varðar kaupmátt og atvinnuöryggi. í ávarp-
inu speglast sú sannfæring launþega að hagur
launamanna sé fólginn í því að verðbólga sé sem
minnst, sem aftur segir, að gamalkunna óðaverð-
bólgan hafi verið bölvun launafólksins. Hagur al-
mennings er undir því kominn að jafnvægi ríki í
efnahagsmálum.
Sá andi sem fram kemur í 1. maí ávarpinu ber
því vitni, sem einnig birtist í 1. maí ávarpinu í
íyrra, að launþegastéttin stóð heilshugar að þjóð-
arsáttinni og viðurkennir þann árangur sem af
henni hefur orðið.
í ávarpinu má eigi að síður finna viðvörun til
ráðamanna þjóðfélagsins og áhrifaafla viðskipta
og milliliða að standa við sinn hlut að þjóðarsátt-
inni. Þar er skotið föstum skotum að „gróða-
hyggjumönnum“, sem standa fyrir vaxta- og
gjaldahækkunum og hækkandi milliliðakostnaði
yfirleitt. Þar er einnig sagt að gremju valdi þegar
„launahópar sem hafa tíföld lægstu laun reyna að
skara eld að sinni köku“.
í framhaldi af þeim orðum er bent á að komið sé
að því að tryggja að láglaunafólk hafi forgang um
kjarabætur, sem grundvallist á efnahagsbatan-
um. Jafnframt er lögð áhersla á að halda í þann
stöðugleika sem náðst hefur í efnahagsmálum,
sem er undirstrikun á því að samtök hinna al-
mennu launamanna gera sér fulla grein fyrir að
viðunandi heildarkjör eru komin undir efnahags-
legum stöðugleika og góðri rekstrarafkomu at-
vinnulífsins.
í fyrsta maí ávarpinu er sérstaklega tekið fram
hversu vel bændastéttin hefur staðið við skyldur
sínar í þjóðarsáttinni. Vinnandi fólk í sveitum og
bæjum ber uppi þjóðarsáttina. Þótt bændur séu
ekki í launþegastétt og búi ekki við sömu aðstæð-
ur og hún í venjulegum skilningi má eigi að síð-
ur hugsa sér að bændastéttin tengist baráttudegi
alþýðunnar með einum eða öðrum hætti.
111111
GARRI
■ .........;.............. ' ' ' ■ ; ■■ ■ ; ■
Fólk sem gengur fyrir vtrðingar-
heitum lifir glaiða ðaga um þessar
mundir. Sj<> nýjar ráðherrafrúr eru
komnar í bæinn. og nú verður mik-
ið um dýröir Í næstunni. Mesti til-
búningur sögunnar, Yolco Ono,
sýnír „list*4 sína um þessar mundir
á Kjarvalsstöðum. Jafnvel þessi
Hstamaður, sem tekið hefur við
friðarverðlaunum úr hendi Óiafs
stðrum yfirdrætti á íjárlögum,
verður að láta í minni pokann fyrir
tíu ráðberrum og sjö nýjum ráð-
herrafrúm. Söng þó John Lennon
fyrir Yoko og þreytti langlegur með
henni í rúminu til að undirstrika að
þar mættí efia friðinn. Sjálft val
ráðhcmuina kemur ekki á óvart Þó
vaiið alvcg eins og áiitið var að þeir
myndu gcra. Bjöm Bjaraason vant-
ar á ráðherralista Sjálfstæðis-
flokksins og Kari Steinar Guðna-
Milli aldamóta og
fomminja
Reynt hefur verið að tengja mynd-
un þessarar ríkisstjómar við Vtðey,
það gamla höfðing}asetur og
kiaustur á tfmum Snorra Sturiu-
sonar
JDregnir hafa verið fram munlr
Stcphensena til að nota fyrir set-
gögn foringjanna. Þá hafa þeir
fengið að shinda kraftlyftíngar á
ríkiskassa Skúla Magnússpnar
landfógeta og virðist hann sýnu
Allt er þetta gert til að afla sjón-
vöjpum noldrurs baksviðs fyrir
dramað. Má segja að Davíðsstjórain
hafi veriö mynduð f sjónvarpi. svo
vel hafa stöðvamar tvær fyigst með
hveiju fótmáH Davíðs og Jóns
Baldvins. Þeir félagar hafa svo not-
að tældfærið og bætt foraminjum
ekkert vlö. Er ekki annað vitað en
Davíð hafi verið fenginn til þess á
sínum tíma að flytja landsfundi
Sjálfstæðisflokksins aidamótaboð-
skap. Fór hann létt með það, og
hefur slðan verið talinn aldamóta-
skáid fiokksins. Ekld er vitað hvort
bann er kominn enn úr aldamóta-
Kannski foraminj-
verði vinnufær án þehrar andagift-
ar, sem fæst úr trébekk Magnúsar
Stephensen og kemur upp um
rassínn, eða kassa Skúla fógeta,
sem;
Nú gildnar alit og
Nú er ÖHu lofað. Nú gOdna sjóðir
og gróðavænlegir tímar eru tíl sjós
og lands. Nú á að veita sanngjöra
um ’þann þátt á reikningstfroa, þeg-
ar munar sex milljörðum á milli
húsa. Gera á uppskurð á ríldsfiár-
inni
Bíósýningar bannaðar
Enn hefur Davíðsstjórnin ekkert
leitt í Ijós nema sviðsetningar. Það
maí, sem er frfáagur allra nema
togarasjómanna uti I BallarhafL
Varðar sektum ef út af er brugðið.
Getur ferið svo að Davíðsstjornin
kerfið, sem nú býr viö 20% afföll, á
að festa í sessi ekki sfður en Jó-
hönnu, sem enn sltur í FélagsmáJa-
ráðuneytinu. Henni tíl sfyrktar á að
velfe aðstpð til að drtga úr húsnæö-
ingalaga til að auka áhrif kjósenda i
hverjir vefjast til þingsetu. Sam-
vinnubannl loksins þegar bún er
komin uodir árar. Að minnste kosö
bannar þjóðkirkjan bíósýningar á
dögum þegar vinnubann gildir
samkvæmt þjóðtrúnni. Þá má bú-
ast við, þótt vel gefi á sjó, að eldd
hafi unnist túni tíl að flytja hús-
gögn Stephensena og ríkisgögn
Skúla fógefe tíl iands úr Viðey. Gætí
það tefið fyrir sljóraarstörfum, því
heste eo ekki Alþýðufiokksmenn.
U'nnncln A Knvn A hnnnn i-ij
um í Norðuriandi eystra að fella
mann fyrir krötum í Norðuriandi
vestra. Hvað sem því líður þá er
þetta gagnmerk stefnuyfirlýsing,
þótt enn sé ektó viteð hvort heldur
hún á rætur að rekja f næstu alda-
mótum eða í foraminjum.
: VÍTT OG BREITT i WE3S3k W
Svartir dagar og bjartir
Svarta mánudaginn kallar Davíð
Viðeyjarkappi daginn sem hann
setti nýja stjóm á koppinn og Ríkis-
endurskoðun og embættismenn
fjármálaráðuneytisins fengu gjör-
ólíkar tölur út úr sama dæminu og
enn aðrar en þær sem fráfarandi
fjármálaráðherra var búinn að
reikna og matbúa ofan í þing og
þjóð.
Leikur að tölum og teygjur og tog
bókhaldsgagna er mikil íþrótt þeirra
sem galdra þurfa niðurstöður eftir
sínu höfði. Fyrir þá sem hafa smekk
fyrir slíkt er aðferðin yfirleitt sú að
byrja á að ákveða hver niðurstaðan á
að verða og reikna sig svo að gefmni
upphæð eða tölu.
Hvað er blekking og hvað er heið-
arleg og vísindaleg aðferð er aldrei
látið uppi, því að ef fleiri keppa um
að fá mismunandi útkomur úr sama
dæminu vinnur sá sem beitir trú-
legustu aðferðinni, sem alls ekki
þarf að tryggja rétta niðurstöðu.
Því er það einfalt áróðurs- og hag-
kvæmnisatriði hvort fjárlagahallinn
á yfirstandandi ári verður fjórir, sex,
átta eða tólf milljarðar króna.
Þetta er spuming um áróðurs-
stöðu fremur en „rétta" niðurstöðu.
Velmegun eða
gjaldþrot
Enginn dregur ráðvendni og hæfni
Ríkisendurskoðunar í efa, fremur
en starfsmanna fjármálaráðuneytis-
ins. En framhjá því verður ekki
gengið að fjárlagahallinn hjá fyrr-
nefndu stofnuninni er helmingi
hærri en hjá ráðuneytinu og munar
um minna, hvort sem maður skilur
það eða ekki.
Fleira er tornæmum almúga hulið
af þeim reiknikúnstum sem iðkaðar
em meðal útvalinna.
Með nokkurri fyrirhöfn er hægt að
öðlast skilning á að Byggingasjóður
ríkisins sé gjaldþrota og setji ríkis-
sjóð á hausinn innan tíðar ef niður-
greiðslu lána verða ekki takmörk
sett.
Hins vegar er torveldara að ná ut-
anum þann boðskap Ríkisendur-
skoðunar að Lánasjóður ísl. náms-
manna standi öðrum opinberum
sjóðum betur. Þegar er búið að veita
25 milljörðum í sjóðinn þann,
vaxtagreiðslur em engar og aðeins
þriðjungur af lánsfénu er endur-
greitt. En Ríkisendurskoðun leikur
sér að því að sýna að eftir 40 ár verði
stórgróði af sjóði þeim. Þurfa skatt-
greiðendur því engar áhyggjur að
hafa af útgjöldum í sjóðinn. I hann á
bara að leggja nokkra milljarða ár-
lega og hókus-pókus: eftir 40 ár án
endurgreiðslna stendur sjóðurinn
öllum sjóðum betur.
Hveiju skal trúað?
Sérstakur ráðgjafi Ólafs Ragnars,
fyrmm fjármálaráðherra, um mál-
efni LÍN, segir hins vegar að náms-
lánin séu styrkir en ekki lán og allt
það kerfi sé vitagagnsiaust,
heimskulegt og gjaldþrota og þoli
enga bið að leggja allt það móverk
niður áður en menntakerfið og rík-
issjóður molna í rúst af þeirri van-
hugsun allri.
Hvort Ríkisendurskoðun eða Guð-
mundur Ólafsson, hagfræðingur og
háskólakennari, eru handhafar
sannleikans um Lánasjóð skal ekki
dæmt um hér, enda ríkir fullkomið
skilningsleysi á þeim aðferðum sem
beitt er til að fá svo misvísandi nið-
urstöður.
Hvort svarti mánudagurinn hans
Davíðs var svona þungbúinn vegna
útreikninga Ríkisendurskoðunar á
hallarekstri ríkissjóðs eða vegna
óveðursskýja, sem hrönnuðust upp
af öðmm orsökum, er óútreiknan-
legt, eins og svo mörg önnur dæmi.
Hitt liggur ljóst fyrir að ríkis-
stjórnin sem við tók í gær hefur
starfsferil sinn við betri aðstæður en
nokkur önnur stjóm í manna
minnum.
Verðbólgan er yfirunnin, friður
ríkir á vinnumarkaði, stórfelldar
framkvæmdir eru framundan og
markaður fyrir útflutningsvörur ís-
lendinga eru betri en nokkru sinni
fyrr.
Það þarf mikinn aulaskap til að
misstíga sig á þeirri braut sem vörð-
uð hefur verið. í stað þess að mikla
fyrir sér sortann, sem Ríkisendur-
skoðun hefur reiknað út, er betur
við hæfi að taka undir með Stein-
grími Hermannssyni, fráfarandi for-
sætisráðherra, að vonandi tekst
nýju stjóminni að varðveita það
sem áunnist hefur og byggja á þeim
góða gmnni sem lagður er.
Lánist það ekki verður dagurinn í
gær í minnum hafður sem svarti
þriðjudagurinn. OÓ