Tíminn - 01.05.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.05.1991, Blaðsíða 11
lOTÍminn Miðvikudagur 1. maí 1991 Miðvikudagur 1. maí 1991 Tíminri 11 Ríkisstjórnarskipti í gær. Viðeyjarviðreisn tekin viö: Stjórnarsáttmáli undirritaður sófaborði Skúla landfógeta Ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks undir forsæti Davíðs Oddssonar hefur tekið við stjórnartaumum af ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Ríkisstjórnar- skiptin fóru fram á Bessastöðum í gær. Klukkan 11 hélt forseti fslands ríkisráðsfund með ráðuneyti Steingríms Hermannssonar, en eftir hádegi tók ráðuneyti Davíðs Odds- sonar við völdum. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar var undirrituð í Viðey fyrr um daginn. Hana undirrituðu Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Bald- vin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks- ins. Ráðherrar í nýju stjórninni verða tíu, fimm frá hvorum flokki. Ellefu voru ráðherrar í fráfarandi ríkisstjórn, en þeir voru níu áður en Borgaraflokkurinn gekk til liðs við ríkis- stjórnina. Fjórir ráðherranna hafa ekki gegnt ráðherraembætti áður. Ein kona er ráðherra í nýju stjórninni, líkt og í síðustu stjórn. Meðalaldur ráðherra er 49 ár. Nýir ráðherrar taka völdin Davíð Oddsson er forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar og hann er einnig ráðherra Hagstofu íslands. Davíð er 43 ára gamall og yngstur ráðherranna í stjórninni. Hann er lögfræðingur að mennt. Hann hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík síðan 1974 og borgarstjóri síðan 1982. Davíð hefur ekki gegnt ráðherraembætti áður og hefur auk þess þá sérstöðu að hafa ekki setið á Alþingi áður. Friðrik Sophusson er fjármálaráðherra. Friðrik er 47 ára, lögfræðingur að mennt. Hann hefur verið alþingismaður Reykvík- inga síðan 1978 og hefur verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins með hléi síðan 1981. Hann var iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar 1987-1988. Þorsteinn Pálsson fer með sjávarútvegs- mál og dóms- og kirkjumál í ríkisstjórninni. Þorsteinn er 43 ára, lögfræðingur að mennt. Hann hefur verið alþingismaður Sunnlend- inga síðan 1983. Sama ár var hann kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, en var felldur úr því embætti fyrr á þessu ári. Þorsteinn var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1985-1987 og forsætisráð- herra 1987-1988. Ólafur G. Einarsson er nýr menntamála- ráðherra. Ólafur er 58 ára, lögfræðingur að mennt. Hann hefur verið alþingismaður Reyknesinga síðan 1971. Ólafur er formaður þingflokks sjálfstæðismanna og situr í for- sætisnefnd Norðurlandaráðs. Ólafur hefur ekki gegnt ráðherraembætti áður. Halldór Blöndal verður landbúnaðar- og samgönguráðherra. Halldór er 52 ára, stúd- ent frá M.A. og stundaði nám í lögfræði einn vetur. Hann hefur verið alþingismaður fyrir Norðurlandskjördæmi eystra síðan 1979 og varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna síðan 1983. Halldór hefur ekki gegnt ráð- herraembætti áður. Jón Baldvin Hannibalsson verður áfram utanríkisráðherra. Jón Baldvin er 52 ára, hagfræðingur að mennt. Hann hefur verið alþingismaður Reykvíkinga síðan 1982, en var áður varaþingmaður fyrir Vestfirðinga. Hann hefur verið formaður Alþýðuflokksins síðan 1984. Jón Baldvin var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar 1987-1988 og utanríkisráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sem fór frá í gær. þingflokknum eftir að formaður flokksins hafði rætt í einrúmi við alla þingmenn flokksins. Jón Baldvin lagði til við þingflokk sinn að Karl Steinar yrði félagsmálaráðherra og Jó- hanna færi yfir í heilbrigðisráðuneytið. Þessu hafnaði Jóhanna. Eiður reyndist síðan sterkari í þingflokknum og þess vegna varð hann ráðherra en ekki Karl Steinar. Suður- nesjamenn og verkalýðsarmur Alþýðuflokks- ins eru ekki ánægðir með að Karl Steinar skuli ekki hafa orðið ráðherra og endur- speglaðist það m.a. á flokksstjórnarfundin- um. Það kom nokkuð á óvart að Halldór Blön- dal skyldi verða ráðherra, en lengi ríkti nokkur óvissa um hver myndi verða fimmti ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Ljóst þótti vera að hann yrði að koma af landsbyggð- inni. Matthías Bjarnason hafnaði því að verða ráðherra og þá komu Halldór og Pálmi Jónsson helst til greina. Pálmi hafði það á móti sér að hafa gengið í lið með félags- hyggjuflokkunum 1980 þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens var mynduð. Auk þess munu forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa óttast hörð átök um landbúnaðarmál í ríkisstjórninni ef Pálmi kæmist í landbúnað- arráðuneytið. Þá skipti máli að Halldór Blöndal leiðir lista sjálfstæðismanna í stærsta landsbyggð- arkjördæminu. Nokkur óánægja er í þing- flokki sjálfstæðismanna með ráðherralista flokksins. Einn greiddi atkvæði á móti tillögu for- manns flokksins og tveir sátu hjá. Pálmi Jónsson mun á þingflokksfundi í gær hafa lýst yfir óánægju sinni með tillögu Davíðs. Þá er sagt að Matthías Bjarnason sé ekki fullkomlega sáttur við að Þorsteinn hafi orðið sjávarútvegsráðherra, en Þorsteinn styður núverandi kvótakerfi. Eftir Egil Ólafsson Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Baldvin Hannlbalsson, formaður Alþýðuflokksins, undirrita stefnuyfirtýsingu nýju ríkisstjómarinnar. Undirrítunin fór ffam i Viðey. Foríngjamir sátu í sófa sem er úr búi Magnúsar Stephensens konferensráðs. Borð- ið, sem notað var við undirskriftina, var í eigu Skúla Magnússonar landfógeta. Borðið er geymt í Árbæjarsafni og var flutt sérstaklega út í Viðey vegna athafnarinnar í gær. Jón Sigurðsson verður áfram iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Jón er fimmtugur, hag- fræðingur að mennt. Hann var kjörinn al- þingismaður Reykvíkinga 1987 og er nýkjör- inn þingmaður Reyknesinga. Jón var dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra og ráð- herra Hagstofu íslands í ráðuneyti Þorsteins Pálssonar og iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórninni sem var að fara frá völdum. Jóhanna Sigurðardóttir verður áfram fé- lagsmálaráðherra. Jóhanna er 48 ára. Hún lauk prófi frá Verslunarskóla íslands. Jó- hanna hefur verið alþingismaður Reykvík- inga síðan 1978 og varaformaður Alþýðu- flokksins síðan 1984. Hún hefur verið félags- málaráðherra síðan 1987. Sighvatur Björgvinsson er nýr heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Sighatur er 49 ára, stúdent frá M.A. og stundaði um tíma nám í viðskiptafræði við H.í. Hann var fyrst kjör- inn á þing fyrir Vestfirðinga árið 1974 og er nú formaður fjárveitinganefndar Alþingis. Sighvatur var fjármálaráðherra í fjóra mán- uði í starfsstjórn Benedikts Gröndals sem sat um áramót 1979-1980. Eiður Guðnason verður umhverfisráð- herra. Eiður er 51 árs og lauk BA-prófi frá H.í. í ensku og enskum bókmenntum. Hann hefur verið alþingismaður Vestlendinga síð- an 1978 og er nú formaður þingflokks AI- þýðuflokksins. Eiður hefur ekki gegnt ráð- herraembætti áður. Af öðrum valdamiklum embættum má nefna að Salome Þorkelsdóttir verður að öll- um líkindum forseti Alþingis, en það emb- ætti verður ígildi ráðherraembættis eftir að nýtt þing hefur samþykkt lög sem gera Al- þingi að einni málstofu. Karl Steinar Guðna- son verður formaður fjárveitinganefndar. Líklegt er talið að Björn Bjarnason verði for- maður utanríkismálanefndar. Ekki er þó úti- lokað að Eyjólfur Konráð Jónsson, núver- andi varaformaður nefndarinnar, verði for- maður. Ekki var full eining um ráðherralistann Flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti stefnuyfirlýsingu nýrrar stjórnar í fyrrakvöld á stuttum fundi. Það sama gerði flokksstjórn Alþýðuflokksins með 69 atkvæðum gegn fjórum og ráðherralistann með 64 atkvæð- um gegn 14. Um 200 manns hafa atkvæðis- rétt í flokksstjórn Alþýðuflokksins. Ráð- herralisti sjálfstæðismanna var samþykktur í Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með eftirfarandi aðgerðum: 1. Með sáttargjörð um sanngjöm kjör, þannig að áuknar þjóðartekjur skill sér í bættum lífskjörum m.a. með aðgerðum f skatta- og féiagsmálum, sem koma hlnum tekjulægstu og bamafjölskyldum að gagni. 2. Með mótun sjávarútvegsstefnu, sem nær jafnt til veiða og vinnslu, hamlar gegn ofvciði, eflir fiskmarkaði, treystir byggð og stuðlar að hagræðingu. Og þar sem stjóm- skipuleg staða sameignarákvæðis laga um stjóm flskveiða er tryggð. 3. Með mótun landbúnaðarstefnu, er hafl að leiðarljósi lægra verð til neytenda, bætta samkeppnisstöðu bænda, lœgri ríkisútgjöld og gróðurvernd. Þetta felur m.a. i sér breyt- ingar á vinnslu- og dreifingarkerfi landbún- aðarvara í framhaldl af endurskoöun bú- vörusamnings. 4« Með þvf að Ijúka samningum um álver á Keilisnesi og áæflun um frekari nýtingu orkulinda landsins. 5« Með þvi að kanna vandlega hvemig stuðla megi að auknum stöðugleika í eína- hagshfinu með tengingu íslensku krónunn- ar við evrópska myntkerfið. 6. Með uppskurði á ríkisflármálum í því skyni að stöðva hallarekstur, skuldasöfnun og útþcnslu og stuðia þannig að Íækkun raunvaxta. Eitt meginverkefni ríkisstjóm- arinnar á kjörtímabilinu verður að lækka rfkisútgjöld, breyta rikisfyrirtækjum í hfutafélög, hefja sölu þeirra, þar sem sam- keppn) verður vfð komið, breyda þjónustu- stofnunum í sjálfstæðar stofnanir, sem tald í auknum mæli gjöld fyrir veltta þjónustu. Verkefni í ríkisrekstri verðl boðin út 7« Með lækkun ríkisútgjalda verði búið í án hækkunar skatthyrðar. Stefnt skal að lækkun skatta, þegar teldst hefur að hemja vöxt ríidsútgjalda umfram vöxt þjóðar- tekna. Skattlagning fyrirtækja og neyslu verði samnemd því sem gerist með sam- keppnisþjóðunum. Samræmd verði skatt- lagning eigna- og eignatekna. 8. Með því að treysta hvort tveggja í senn, sjáifseignarstefnu í húsnæöismálum og uppbyggingu félagslegra íbúða. Húsbréfa- kerflð verði fest í sessi og jafnvægi kotnið á hú8bréfamarkaðl með því að draga úr óhóf- legri lánsfjárþörf rfkisins. Fjárhagsstaða opinberu byggingasjóðanna verði styrkL Húsaleigulög verði endurskoðuð, og fram- boð aukiö á leiguhúsnæði og aðstoð veitt til að draga úr húsnæðiskostnaði leigjenda. Bankakerfið verði nýtt tii að færa þjónustu við íbúðaricaupendur nær þeim í heima- byggð. Fylgt verði eftir áætlun um bætta húsnæðisaðstöðu og þjónustu við aidraða og fatlaða. 9. Með aðgerðum í atvinnu- og samgöngu- málum verði þjónustu- og vaxtarsvæði á landsbyggðinni styrkt. Dregið verði úr mið- stýringu og forræði eigin mála flutt í heimabyggð. Unnið verður að sameiningu sveitarfélaga í samstarfi við þau. Lífskjör verði jöfnuð m.a. með lækkun húsnæðis- kostnaöar þar sem hann er hæstur. 10 ■ Með því að styðja einstaklinga og fé- Iög f baráttu gegn landeyðingu og fyrir gróðurvernd. Lög verða sett um eignarhald á orkulindum og almenningum og um af- notarétt almennings. Ríldsstjómin mun taka virkan þátt í alþjóðasamstarf) um mengunarvamir og vemdun lífríkis sjávar. 11« Með því að alilr Iandsmenn njóti sam- bærikgra lífeyrisréttinda og valfrelsis f líf- eyrismálum, og iðgjaldagreiðslur hvetji til cinstaklingsbundins spamaðar. 12. Með þvi að tryggja ölium tækifæri tii menntunar viö sitt hæfi til þess að búa æsku landsins undir fjölbreytt framtíðar- störf. Dreglð verði úr mlðstýringu í skóia- kerfinu og áhersla lögð á starfs- og endur- menntun. Ríklsstjómin mun efla rann- sóknir og vísindastarfsemi og greinar, sem byggjast á hugviti og hátækni. 13. Með því að styrkja forvama- og fræðslustarf í hellbrigðlsmálum, sem og vamir gegn vímuefnum og umferðarslys- ura. Rikisstjómin mun vínna að endur- skipulagningu á starfsemi sjúkrahúsa og lyfjadreifingu og auka sjálfstæði hellsu* gæslu- og sjúkrastofnana. 14 ■ Með því að endurskoða núgildandi kosningalög t þeim tilgangi að tryggja jafn- tæði með kjósendum og auka áhrif þeirra á það, hvetjir veljast til þingsetu. 15 . Með því að semja um þátttöku íslend- Inga í Evrópska efnahagssvæðinu (EES), tll þess að ttyggja hindrunarlausan aðgang sjávarafuróa að EvrópumÖrkuðum. Ekld kemur til greina að gefa eftir forræði yfir ís- lenskri fiskveiðilögsögu í skiptum iyrir að- gang að mörkuðum. 16. Með því að ísiendingar verði á for- dómalausan hátt þátttakendur f hinni miklu umsköpun í átt til frclsis, sem nú setur svip sinn á þróun stjóramála í Evrópu. Öryggi íslands verður áifram best borgið með þátt- töku íslendinga í vamarsamtökum vest- rænna lýöræðisríkja og vamarsamstarfi við Bandariki Norður-Ameríku. Jafnframt iegg- ur ríkisstjómin áherslu á þátttöku íslands í norrænu samstarfi og f staríi Sameinuðu þjóðanna og Ráðstefnunnar um öryggl og samvinnu Evrópuþjóða. í framhaldi af þessari stefnuyfirlýsingu mun ríkisstjóm Sjálfstæðisfiokks og Al- þýöuflokks láta undirbúa starfsáætlun þar sem ítarleg grein verður gerð fyrir þeim verkum sem ríkisstjómin ættar að jjúka á kjörtímabilinu. Starfsáætlunin verðut lögð fyrir Alþingi í haust Wmm.! Stefnuyfirlýsing ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks Ríkisstjórnin hyggst rjúfa kyrrstöðu og auka verðmætasköpun í atvinnulífinu, sem skili sér í bættum lífskjörum. Ríkisstjórnin vill tryggja stöðugleika í efna- hagslífinu og sáttargjörð um sanngjörn kjör, m.a. með aðgerðum í skatta- og félagsmál- um. Ríkisstjórnin stefnir að opnun og eflingu íslensks samfélags m.a. með afnámi einok- unar og hafta í atvinnulífi og viðskiptum, með. aukinni samkeppni á markaði í þágu neytenda og löggjöf gegn einokun og hringamyndun. Besta leiðin til að varðveita sjálfstæði þjóð- arinnar er að örva efnahagslegar framfarir, án verðbólgu og án ofnýtingar náttúruauð- linda. Setja þarf almennar leikreglur um samskipti fólks og fyrirtækja og ryðja mis- munun úr vegi. - '. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.