Tíminn - 01.05.1991, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.05.1991, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 1. maí 1991 Tíminn 17 OG dælur BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIb ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mfn Ingvar Helgason hff. Sævarhöfða 2 Slml 91-674000 Leggjum ekki af stað í ferðalag í lélegum bíl eða illa útbúnum. Nýsmurður bíll með hreinni olíu og yfirfarinn t.d. á smurstöð er lík- legur til þess aö komast heill á leiðarenda. UMFERÐAR Ð . " Sumar hjólbarðar Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU Á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarða- skiptingar. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844. LÖGTÖK Að kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, fyrir 1-3 greiðslutímabil með eindögum 15. hvers mánaðarfrá febrúar 1991 til apríl 1991. Reykjavík 29. apríl 1991, Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Notaðar ■ ' dráttarvélar og tæki Case IH 685 XL árg. 1987 Case 1594 ca. m/ýtutönn árg. 1986 Case 1394 m/ámoksturst. árg. 1985 Case IH 785 XLA árg. 1989 Krone KR 125 rúlluvél árg. 1989 Auto-Roll pökkunarvél árg. 1989 Pöttinger Profi II heyvagn árg. 1989 Maragon heyvagn árg. 1984 Class heyvagn árg. 1976 Deutz Fahr heyvagn árg. 1985 Deutz Fahr baggabindivél árg. 1987 New Holland baggabindivél árg. 1985 Vélar og þjónusta hf., Járnhálsi 2. Sími 91-83266 Fjölskylda Sophiu Loren mætti öll við afhendingu heiðursverðlaunanna sem hún var sæmd á Óskarshátíðinni. Sophia Loren: r STOLT MOÐIR VIÐ VERÐ- LAUNAAFHENDINGU Sophia Loren var sæmd sérstök- um heiðursverðlaunum á Ósk- arshátíðinni í Los Angeles í vor og þótti fara vel á því. Sophia er alltaf jafnglæsileg og sístarfandi og þykir afskaplega vel að þessum heiðri komin. Það var ekki bara glæsibragur Sophiu sjálfrar sem vakti athygli. Allra augu beindust að henni — og fjölskyldu hennar, sem hún er ákaflega stolt af, eins og hún seg- ir að sé ítalskra mæðra siður. Carlo Ponti, eiginmann hennar, könnuðust allir við. Og synirnir Carlo og Eduardo reyndust vera orðnir fullvaxta, glæsilegir ungir menn, 22ja og 18 ára. En hver var unga stúlkan sem var í fylgd með þeim? Fyrir nokkrum vikum hafði Sop- hia sagt í viðtali við ítalskt blað að eldri sonur hennar, Carlo, ætti unnustu. Þá var hún ekki reiðu- búin að segja meira en að unga stúlkan væri ljóshærð, spænsk, nemi í líffræði og héti Odile. Og Sophia bætti við að Carlo væri mjög ástfanginn og þetta væri fyrsta ást þeirra beggja. Það var sem sagt ekki fyrr en á Óskarshátíðinni sem umheimur- inn fékk nánari upplýsingar um stúlkuna Odile Rodriguez de la Fuente, sem er dóttir frægs og dáðs spænsks sérfræðings í villtu lífi í náttúrunni. Hann fórst í flugslysi fyrir ellefu árum þegar hann var í vísindaleiðangri. Þetta var sem sagt mikið hátíð- arkvöld hjá Sophiu Loren og til- valið tækifæri að taka fjölskyldu- mynd af heiðursverðlaunahafan- um þar sem hún stendur mitt á milli unga parsins, en til annarr- ar hliðar stendur Carlo eldri Ponti og hinnar yngri sonurinn Eduardo. laus Elton, með Linley greifa, systursyni Elísabetar drottningar. Ofurstjarnan Elton John hélt upp á 44 ára afmælið sitt um daginn í fínustu veislusölum Lundúnaborgar. Hann bauð 300 gestum í kampavínsveislu og kvöldverð sem toppkokkurinn Alison Price útbjó þar sem m.a. var á boðstólum humar, fram borinn í risastórum skeljum, fjörutiu og fjögurra ára formuðum úr ís. En afmælisbarnið dreypti ekki á öðru en sódavatni og appels- ínusafa, enda hefur hann farið í áfengismeðferð í Bandaríkjun- um og er iðinn að sækja AA- fundi. Hann lét slíka smámuni þó ekki á sig fá og hélt sínu striki með íburðarmikið veisluhaldið, þar sem gestum var m.a. vísað til vegar með logandi kyndlum. Það er líka áreiðanlegt að gest- irnir komu ekki til að sitja í myrkrinu, heldur til að sjá hver annan. Þar var nefnilega saman komið margt stórmennið og úr flestum stéttum þjóðfélagsins. Rod Stewart og nýja konan hans, Rachel Hunter, voru meðal gesta í afmælisveisl- unni. Dolph Lundgren gnæfir yfir afmælisbarniö, sem nú hef- ur sett upp gleraugun. Og hatturinn er ekkert slor, þó að hann sé ekki í sömu tísku og íslenskir ráðherrahattar. Elton John

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.