Tíminn - 01.05.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.05.1991, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 1. maí 1991 Tíminn 9 1. maí ávarp Alþjóðasambands frjálsra verkalýðs- félaga árið Brauð — Friður — Frelsi Milljónir karla og kvenna halda 1. maí hátíðlegan til þess að, í samein- ingu, minna á hugsjónir verkalýðs- hreyfingarinnar. Alþjóðlegur baráttu- dagur launafólks er tákn fyrir baráttu gegn efnahagslegu og félagslegu ranglæti og sýna staðfasta trú á Iýð- ræði, frelsi og virðingu fyrir mann- réttindum. Þessar óaðskiljanlegu hugsjónir um lýðræði, frelsi og mannréttindi öllum til handa voru kveikjan að stofnun Al- þjóðasambands frjálsra verkalýðsfé- laga árið 1949. Kjörorð þess — brauð, friður, frelsi — er jafn brýnt baráttu- mál verkalýðshreyfingarinnar 1991 eins og það var þá. Burt með ójöfnuð inn- an ríkja eða milli ríkja! Langvarandi og djúpstæður ójöfhuð- ur ríkir enn innan ríkja og í samskipt- um milli ríkja. Mannréttindi eru fót- um troðin, réttur stéttarfélaga að engu hafður og íbúum þróunarríkj- anna hefúr verið sýnt fullkomið tóm- Iæti. Á síðasta ári setti þetta mannrétt- indum og félagslegum réttindum þröngar skorður. Stríð, hungursneyð, fátækt og undirokun hafa enn einu sinni orðið örlög milljóna launafólks. Hvorki stéttarfélög né þær milljónir karla og kvenna um allan heim, sem eiga aðild að stéttarfélögum, munu sætta sig við þvílík örlög. Hvarvetna taka þau áskoruninni sem verkalýður- inn stendur frammi fyrir. Barátta íyrir lýðræði Barátta verkalýðshreyfingarinnar er fyrst og fremst barátta fyrir auknu lýð- ræði. Verkalýðshreyfingin á í stríði þar sem hún talar máli launafólks. Hún berst fyrir því að framlag þess sé met- ið að verðleikum með réttlátri skipt- ingu þjóðarauðs. Þegar verkalýðshreyfingin er hindr- uð í að gegna hlutverki sínu, þegar rétturinn til þess að bindast samtök- um er hundsaður kemur það niður á lýðræði, framþróun, friði og öryggi í heiminum. Nútímasaga er vitnis- burður þess að verka- lýðshreyfíngin er hvati að framþróun og vexti auk þess sem hún er máttarstólpi lýðræðis Félagsmenn frjálsra verkalýðsfélaga lögðu sitt af mörkum til þess að steypa kommúnísku einræði í Mið- og Aust- ur-Evrópu. Nú taka þeir virkan þátt í endurreisnarstarfi sem stefnir að því að tryggja mikilvæga félagslega sátt um efnahagsþróun. Félagsmenn ffjálsra verkalýðsfélaga blökkumanna eru í fararbroddi í baráttunni gegn að- skilnaðarstefhunni í Suður-Afríku. Eftir margra ára harða viðureign og óteljandi fómir hafa þeir loksins séð árangur af baráttu sinni. Verkalýðs- hreyfingin í Suður-Affíku undirbýr þjóðfélag án aðskilnaðarstefnu og tal- ar fyrir félagslegu réttlæti í því. Verka- lýðshreyfingin í Rómönsku Ameríku, sem barðist árangursríkri baráttu gegn hemaðarlegu einræði, gegnir nú mikilvægu hlutverki til þess að styrkja brothætta lýðræðislega starfsemi. Sjálfstæð verkalýðshreyfing ýtir á eftir breytingum og heldur á lofti voninni um betra líf milljónum Afríkumanna til handa, þar sem valdafrekir pólitísk- ir leiðtogar hafa misst allt traust og eru hindrun í vegi þróunar og alþjóð- legrar samstöðu. Alþjóðleg samstaða Með hverjum degi sem líður verður alþjóðleg samstaða verkalýðsfélaga mikilvægara tæki til þess að minna á þá sæmd sem verkafólki ber, virðingu fyrir rétti þess og réttlátri þjóðfélags- legri stöðu þess. Alþjóðleg samstaða er með launa- fólki, sem enn er haft að féþúfú af minnihlutahópum sem hafa kastað eign sinni á allan auð heilla þjóða. Samstaðan er einnig með körlum og konum sem enn er íþyngt með lánum sem það ber enga ábyrgð á og hefur ekki haft hag af. Þessi virka samstaða er einnig með þeim körlum og kon- um sem á hverjum degi hætta lífi sínu 1991 og frelsi þegar þau gæta réttar og hagsmuna launafólks. Alþjóðleg samstaða táknar einnig að fylgst er með því að jafnvægi ríki í samskiptum iðnvæddra þjóða og þró- unarríkja, sem allt of oft eru fómar- lömb ágirndar. Fylgjandi þróunarað- stoð en andvíg ölmusum Thí stefnumiðum sínum mun al- þjóðleg hreyfing verkalýðsfélaga vinna áfram með launafólki þróunarríkj- anna og stéttarfélögum þeirra með það að markmiði: - að eyða auðmýkjandi fátækt sem iðnvæddar þjóðir bera mikla ábyrgð á; - að auka þróunaraðstoð og fjárfest- ingu í félagslegum auði eins og menntun, þjálfun, húsnæði og al- mannatryggingum; - að laða fjölmennan hóp launa- manna, sem enn standa utan stéttar- félaga, til félaganna, svo þeir fái notið hagsbótanna sem felast í samstöðu hreyfingarinnar. Starfsemi alþjóðasam- takanna verði styrkt Starfsemi alþjóðahreyfingar frjálsra verkalýðsfélaga á að haldast í hendur við vaxandi styrk Sameinuðu þjóð- anna. Alþjóðahreyfingin verður að hafa þau tæki sem þarf til að koma í veg fýrir að þeir ógnaratburðir, sem áttu sér stað í byrjun ársins 1991, end- urtaki sig. Að mati frjálsrar verkalýðshreyfingar eru afskipti af innanríkismálum þjóða réttlætanleg þegar stjómvöld virða grundvallarmannréttindi að vettugi og stofna lífi karla og kvenna í hættu. Milljónir verkafólks í heimsálfunum fimm binda vonir sínar við lýðræðis- lega verkalýðshreyfingu. Alþjóðasam- band frjálsra verkalýðsfélaga vill halda þessari von vakandi. í þessu skyni mun sambandið stórefla allt starf sitt fyrir lýðræði, félagslegu réttlæti, efna- hagslegu réttlæti, virðingu fyrir mannréttindum, friði og öryggi um allan heim. Iffi sem teknjr vom fastir 1989. „Þeir sem áttu að fá frelsi hafa fengið frelsi, og þeir sem átti að skjóta hafa verið skotnir," sagði Qian Qichen, utanrík- isráðherra, fyrir skemmstu, stuttur í spuna. Þetta er maðurinn sem tók á móti Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, þegar hann kom til Kína í 6 daga heimsókn fyrir skemmstu, fyrsti vestræni háttsetti embættis- maðurinn eftir atburðina á Torgi hins himneska friðar. Hurd var vel kunnugt um þessa skuggahlið á kínverskum yfirvöldum nú. Honum höfðu verið gefnar skýrslur um mannréttindabrot og féllst á að ræða um mannréttindi í Kínaferðinni. Hann sagði fyrir brott- förina að „Torg hins himneska friðar væri komið inn í enskan orðaforða sem tákn um von sem lögð væri í rúst með hemaðarmætti. Kína á langa sögu þar sem réttur einstak- lingsins er beygður undir vilja ríkis- ins.“ En breski utanríkisráðherrann vissi fúllvel að erfitt yrði að finna bestu lausnina á því hvemig aðstoða mætti Hong Kong. Það er því sem næst óleysanlegt vandamál: hvemig má koma Hong Kong til varnar án þess að ögra Kínverjum til að ganga enn lengra í mannréttindabrotunum, og hvernig má koma til móts við Kín- verja án þess að sýna þeim undir- Iægjuhátt. Samkomulag Breta og Kínverja um framtíð Hong Kong kemur mjög lík- lega til með að yfirskyggja allt annað í utanríkismálum Breta á næstu ár- um, þar til Hong Kong verður aftur sameinað Kína 1997, en sameiningin var efst á blaði í umræðum Hurds og kínverskra ráðamanna. Sambúð Breta og Kínverja — og Hong Kong Ein skoðun sem nýtur fylgis hjá breskum stjórnvöldum er að láta atburðina á Torgi hins himneska friðar heyra sögunni til og láta sem áframhaldandi mannréttinda- brot í Kína annað hvort eigi sér ekki stað eða skipti ekki máli fyrir Bretland og tengsl Hong Kong við Kína. Undirlægjukosturinn þýðir berum orðum, að Bretar hafi þeg- ar gert nóg fyrir Hong Kong og verði nú að taka upp viðskipti við Kína og finna landinu stað í nýrri heimsskipan meðal stórveldanna. Sumir embættismenn í breska utanríkisráðuneytinu lýsa því einkaáliti sínu að nú sé hagstæður tími til að taka upp ný samskipti við Kína, þar sem miklu færri Hong Kong-búar en búist hafði verið við, hafa notfært sér „trygg- ingastefnuna", þ.e. að verða sér úti um bresk vegabréf. Bretar geti verið ánægðir með að þeir hafi gert eins mikið og í þeirra valdi stendur fyrir nýlenduna. En í Hong Kong er fólk sem lítur á and- stæðurnar í annars vegar djarfri vörn fyrir Kúveit og hins vegar að því er virðist afneitun þess að bregðast á nokkurn hátt til varnar Hong Kong gegn óbilgirni Kín- verja. Álit breskra stjórnvalda hef- ur ætíð verið það að ögrun gegn yfirvöldum í Peking vegna Hong Kong væri andstætt hagsmunum bæði Hong Kong og Bretlands. Bíða Kínverjar ekki til 1997? Að mörgu leyti virðist samning- urinn, sem Margaret Thatcher og Zhao Ziyang, þáverandi forsætis- ráðherra Kína, gerðu 1984 vera að liðast í sundur. Margt bendir til að Kínverjar séu ekki reiðubúnir að bíða til 1997 eftir að taka Hong Kong í sínar hendur. Kínversk yf- irvöld gera kröfur um að hafa lokaorðið varðandi öll mikilvæg málefni sem varða nýlenduna. Sérfræðingur um málefni Kína segir að í reyndinni verði Hong Kong afhent Kínverjum nokkru fyrr en búist hafði verið við. Eftir atburðina á Torgi hins him- neska friðar, þegar ein milljón manna í Hong Kong greip til að- gerða til stuðnings lýðræðissinn- uðu baráttumönnunum og lét í Ijós skelfingu við tilhugsunina um að verða að lúta yfirráðum þeirra sem ábyrgð bera á blóðbaðinu, hafa kínversk yfirvöld orðið heimtufrekari til að sýna styrk- leika sinn, og þau hafa lýst Hong Kong sem aðalstöðvum andkín- verskra byltingarafla. Kínverski leiðtoginn Ddng Xiaoping, sem orðinn er 86 ára, jók á ótta Hong Kong-búa á þessu ári með því að lýsa yfir að kínversku herliði yrði beitt til að kæfa allan óróa í Hong Kong eftir 1997. Að vísu lýtur Hong Kong ennþá breskri stjórn, en ný- lega hefur kínverska ríkis- stjórnin krafist þess að „ein- ungis yfirvöld í Peking geta talað fyrir munn fólks í Hong Kong á meðan umskiptin fara fram“. Kínverjar hafa líka ráðist gegn þeirri ósk margra lýðræðissinna í Hong Kong að mannréttindalöggjöf verði innifalin í grunnlögunum, stjórnarskrárbrotunum sem eiga að gilda í Hong Kong eft- ir 1997. Nýlega fullvissaði William Ehrman, stjórnmálaráðgjafi yfirvalda í Hong Kong, Kín- verja um að stjórnin þar myndu ekki líða að þaðan yrði reynt að kollvarpa kín- verskum stjórnvöldum. Kínversk kreddu- trú og miskunnar- leysi gildi í Hong Kong Jafnvel á sama tíma og handtökur og réttarmorð á andófsmönnum í Kína hafa haldið áfram, hafa yfir- völd í Peking krafist þess að yfir- völd í Hong Kong kæfðu alla and- stöðu í Hong Kong líka. Það hefur oft verið gengið að því sem gefnu að kínversku leiðtog- arnir væru nógu klókir til að vilja ekki drepa gullgæsina Hong Kong, og að þeir myndu leyfa íbúunum að halda áfram sinni frjálsu einka- framtaksstefnu til að hún héldi áfram að verpa gulleggjunum. En tveim árum eftir fjöldamorðið á Torgi hins himneska friðar má greina merki þess að kínverska forystuliðið verði sífellt kreddu- bundnara og óbilgjarnari gagnvart mismunandi skoðunum og um- ræðum. Yfirvöld í Peking virðast ákveðin í því að ná meiri stjórn yfir Hong Kong, jafnvel fyrir 1997. Það getur hið einstæða einkaframtak, sem þróast hefur í Hong Kong, ekki staðist og það hlýtur fyrr eða síðar að leiða til átaka milli Bretlands og Kína. Ferð Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, til Kína bar ekki árangur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.