Tíminn - 01.05.1991, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.05.1991, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÉMAR: 080001 & RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnarhusinu v Tryggvagotu. 3 28822 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga POSTFAX 91-68-76-91 HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum varahlutir M. lamarsbofða I - s. 67-57-44 H niinu MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ1991 1. maí--- baráttudagur verkalýösins, er í dag: Baráttusamkomur launa- fólks í tilefni dagsins Um allan heim verða samkomur vegna hins alþjóðlega baráttu- dags verkalýðsins, 1. maí. Tíminn athugaði hvað væri helst um að vera á hátíðarsamkomum hér heima í dag. I Reykjavík standa Fulitrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og Iðnnemasamband ís- lands sameiginlega að hátíðahöld- um. Kröfuganga fer frá Hlemmi kl. 14.00 og þaðan verður gengið niður Laugaveg og á Lækjartorg þar sem verður útifundur. Aðal- ræðumenn verða þeir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Sig- urður Rúnar Magnússon hafnar- verkamaður. Samtök kvenna á vinnumarkaði gangast fyrir sérstökum hátíða- höldum á þessum baráttudegi. Konurnar ganga aftan við göngu Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík sem fer frá Hlemmi. Á Hallærisplaninu verður síðan efnt til útifundar þar sem konur flytja ávörp. Öllum herstöðvaandstæðingum er síðan boðið í morgunkaffi í Hlaðvarpanum að Vesturgötu 3b í Reykjavík og opnar húsið klukkan 10:30. „Gefst þar ágætt tækifæri fyrir alla þá sem vilja leggja lið baráttunni fyrir herlausu Islandi að hittast og samstilla kraftana...,“ segir í tilkynningu. í Keflavík verður hátíðar- og bar- áttufundur í Stapa og hefst hann klukkan 14. Þar verður Iúðrablást- ur og skemmtiatriði, en aðalræðu- maður dagsins er Lára V. Júlíus- dóttir, framkvæmdastjóri ASÍ. Meðal skemmtiatriða má nefna lúðrablástur og fjöldasöng. Eldri baráttumenn í verkalýðshreyfing- unni verða heiðraðir. í Borgamesi eru hátíðahöldin í Hótel Borgarnesi og hefjast klukk- an 13:30. Ræðumaður dagsins er Hansína Stefánsdóttir, formaður Verslunarmannafélags Árnessýslu, en einnig flytja fulltrúar stéttarfé- laganna í Borgarnesi ávörp. Fjöl- breytt skemmtiatriði verða á dag- skrá. Á Akureyri er nú haldið uppá 60 ára afmæli 1. maí kröfugangna þar í bæ. Klukkan 14 verður lagt upp í göngu frá Alþýðuhúsinu, en að henni lokinni er komið aftur sam- an í húsinu þar sem verður sam- koma. Aðalræðumaður dagsins er Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, Landssambands iðnverka- fólks. Fleiri ávörp verða flutt og fjöldi skemmtiatriða á boðstólum. Á Selfossi verður hátíðarsam- koma í Hótel Selfossi á vegum verkalýðsfélaganna þar og hefst hún klukkan 14. Ræðumaður dagsins verður Þór Vigfússon, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meðal annarra skemmtiatriða er kórsöngur og leikur bjöllukórs. Ókeypis kaffi- veitingar verða á boðstólum. -sbs. Steingrímur Hermannsson, fýrrverandi forsætisráðherra, afhendir Davíð Oddssyni, núver- andi fbrsætisráðherra, lyklavöldin að forsætisráðuneytinu í gær. Tímamynd: Pjetur Hækkun Bandaríkjadollars þýðir meiri útflutning SH á fiski vestur yfir haf. Friðrik Pálsson forstjóri: AUKNINGIN ER VERULEG „Ég get ekki sagt til um hversu mikil aukningin til Bandaríkjanna hefur orðið, en hún er veruleg," sagði Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, aðspurður í samtali við Tímann í gær um hvort söluaukning hefði ekki orðið á fiskafurðum vestanhafs vegna hækkunar dollarans að und- anforau. Síðan í febrúar hefur Bandaríkja- dalur hækkað um 20%. „Ég get ekki sagt til um að hve miklu leyti þessi breyting er komin til vegna hækk- unar dollarans. En það hefur orðið veruleg breyting á samsetningu framleiðslunnar yfir á Bandaríkja- markað. Núna er þetta í líkingu við það sem var áður en dollarinn fór að lækka fyrir nokkrum misserum," sagði Friðrik. Hann sagði að þessi gengishækkun hefði verið að gerast á tiltölulega fáum vikum, þannig að engar tölur væru fyrirliggjandi um hver söluaukningin væri. „Einnig höfum við verið með töluverðan áróður í gangi vestanhafs, því við vildum ekki missa niður markaðs- hlutdeildina í Bandaríkjunum meira en orðið var. En síðan kærum við okkur ekki um að þessi uppsveifla til Bandaríkjanna verði alltof mikil. Stöðugleiki er mikilvægur, því í Evr- ópu og víðar væru mikilvægir mark- aðir sem hafa gripið inní þegar Bandaríkjamarkaðurinn hefur verið óhagstæður,“ sagði Friðrik Pálsson. -sbs. Kaupfélag Þingeyinga: Góð afkoma á síðasta ári Mikiö tjón í bruna á Akranesi: Grunur um íkveikju Eldur kviknaði í fokheldu húsi í Jörundarholti á Akranesi um hádegisbilið sl. mánudag. Húsið er talið ónýtt og er tjónið því mildð. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og talið er að um íkveikju sé að ræða. —SE Rúmlega 59 milijón króna hagnað- ur varð af rekstri Kaupfélags Þing- eyinga á síðasta ári. Fjármuna- myndun var 62,4 milljónir. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var si. laugardag. í máli þeirra Egiis Olgeirssonar stjórnarformanns og Hreiðars Karissonar kaupfélagsstjóra kom fram að áframhald varð á batnandi afkomu félagsins eftir verulegar breytingar á rekstri síðari hluta árs 1989. Þannig varð hagnaðurinn 59,1 millj. á síðasta ári, en var tæp- lega 11 millj. á árinu 1989. Þeir Egill og Hreiðar sögðu hins vegar að starfsemin á síðasta ári hefði einkennst af varnarbaráttu og þannig hefðu allar fjárfestingar ver- ið í lágmarki og fyllsta sparnaðar gætt. Einnig hefði stöðugleiki í efna- hagslífinu haft mikið að segja. Samþykkt var að veita 500 þús. króna úr Menningarsjóði K.Þ., þar af 250 þús. til viðbyggingar Safna- húss Húsavíkur. Það framlag er tengt minningu Hjördísar Tryggva- dóttur Kvaran. Ari Teitsson, Hrísum, og Baldvin Baldursson, Rangá, áttu að ganga úr stjórn. Ari var endurkjörinn, en Baldvin gaf ekki kost á sér á nýjan leik. Halldóra Jónsdóttir, Grímshús- um, var kjörin í hans stað. -sbs. Árekstur Árekstur varð á Klettaborgar- vegi á Akureyri, skammt sunn- an við gömlu brúna yflr Glerá um hádegisbilið í gær. Tveir bflar voru að mætast á veginum. Annar náði að stoppa, en bfllinn sem á móti kom rakst utan í hann og fór síðan út af veglnum og valt eina veltu. Sá bfll skemmdist mikið, en engin slys urðu á fófld, sem hiýtur að teljast mikil mildi. —SE Akureyri:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.