Tíminn - 01.05.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.05.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 1. maí 1991 Meðan augu allra á Vesturlöndum beindust að atburðunum við Persaflóa voru Kínverjar önnum kafnir við að handtaka andófsmenn. Það boðar ekki gott fyrir framtíð Hong Kong. Hún er klædd gráum síðbuxum og jakka sem hæfa menntuðum opin- berum starfsmanni í Peking. Af svip hennar er ekki að ráða þá angist sem hún hefur búið við eftir að maður hennar var tekinn höndum fyrir meira en einu ári. Hann var í fremstu röð andófs- manna í kínversku lýðræðishreyfing- unni sem troðin var undir af herliði og skriðdrekum í júní 1989. Þær að- gerðir vöktu almennan viðbjóð um heim allan. Hjá honum tók við eitt ár í felum og á flótta, en þá var hann gripinn. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem hann var dreginn fyrir rétt, ákærður fyrir að hafa staðið að samsæri gegn ríkinu og dæmdur til langrar fangavistar. Síðast fréttist af honum í strangri fangavörslu í Qinc- heng-fangelsinu í Peking, en af því fara ljótar sögur. En kona hans óttast að hann verði innan tíðar fluttur til fangelsis á landsbyggðinni þar sem hann kann að sæta enn verri með- ferð. Orðin uppgefin á pólit- ík og pólitísku fólki Hún er orðin uppgefin á pólitík og „pólitísku fólki". í staðinn hefur hún í rólegheitum en jafnt og þétt verið að reyna að vernda lagalegan rétt manns síns. Það sama hafa líka ætt- ingjar annarra fanga gert, en þeir bera ekki saman ráð sín af ótta við að vera sakaðir um samsæri. „Þetta skiptir mig engu máli leng- ur,“ segir hún við vini sína þegar þeir vilja votta henni samúð. Þeir trúa henni ekki. Hún virðist að vísu, rétt eins og konur margra annarra fang- elsaðra andófsmanna, vera búin að sætta sig við að búa við stöðugt eftir- lit og ofsóknir, en hún elskar mann- inn sinn og sársaukinn sem fylgir að- skilnaði og tilhlökkun — þrátt fyrir að mörg ár kunni að líða þar til hún fær aftur að sjá hann — gengur nærri henni. Reyndar á hún sjálf nóg með að komast af gegn opinberri andstöðu yfirvalda í Peking. Og þar sem hún hefur sjálf orðið að sæta fangavist er henni fullljóst hvernig kínversk fangelsi eru að innan. Hún er farin að nálgast þrítugt, bamlaus, og er stöðugt þreytt. Afleiðingarnar af hennar eigin fangavist eru þær að henni finnst ósýnilegur fangelsis- veggur þrengja æ meira að sér. Hún er í veikindaleyfi, þjáist af hjartasjúk- dómi og finnst sjálfri hún líta út fyr- ir að vera orðin ákaflega gömul. Þegar hún losnaði úr fangelsinu fór hún beina leið heim til tengdamóður sinnar, sem var orðin hvíthærð af áhyggjum. Til að draga úr álaginu á fjölskyldu manns síns fluttist hún til vinafólks. Én það losaði sig við hana — vegna hræðslu. Hún er nú búin að búa á fjórum mismunandi stöðum á jafnmörgum mánuðum, og hefur enga hugmynd um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég geri ráð fyrir að einhver mein- ing sé með þessu öllu saman, en ég skil ekki um hvað málið snýst. Kannski fæ ég aldrei að vita það,“ sagði hún við vini sína fyrir nokkrum dögum. Kona kínversks fangelsaðs andófs- manns lifir við slíkar ofsóknir og ör- væntingu, að því er hún lýsti fyrir vinum sínum í Peking fyrir skömmu. Augu almannaöryggisstofnunarinn- ar fylgjast með öllu og konan krefst þess að nafn hennar sé ekki nefnt. Hún hefur aðeins einu sinni séð mann sinn síðan hann var handtek- inn. Þá var hann þegar búinn að vera í einangrunarvist í meira en ár í ör- litlum fangaklefa, þar sem eini glugginn var uppi undir lofti með rimlum fyrir. Kínverjar ekki lengur alþjóðlegt úrhrak — vegna stuðnings við fjölþjóðaliðið Þetta er ömurleg frásögn, en því miður hefur mátt heyra hana alltof oft í Kína á mánuðunum eftir blóð- baðið á Torgi hins himneska friðar, Tiananmen. Það má taka undir með einum ættingja sem segir: „Torg hins himneska friðar er eins og lömunar- sjúkdómur hjá okkur. Vinir eru hræddir við að hafa samband við okkur. Atvinnuveitendur geta ekki tekið okkur í vinnu. í augum flestra í Kína tilheyra atburðirnir á Torgi hins himneska friðar fortíöinni. Hvað mig snertir er 4. júní í dag og á morgun og á hinn daginn. Allir dagar eru 4. júní hvað mig varðar." Það er fráleitt að þessi kona og margar milljónir annarra Kínverja muni nokkum tíma gleyma fjölda- morðunum á Torgi hins himneska friðar. En forystumenn landsins vinna stöðugt að því að afmá þau úr hugum og fyrirætlunum vestræna heimsins, en halda á sama tíma áfram að bæla niður allt andóf heima fyrir. Á þessu ári hefur kínverskum yfir- völdum í rauninni tekist að losa sig við ímynd hins alþjóðlega úrhraks — að miklu leyti vegna þess að þau studdu málstað fjölþjóðaliðsins í Persaflóastríðinu. í þakklætisskyni virðast Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra mun líklegri til að horfa í gegnum fingur sér með áframhald- andi mannréttindabrot þeirra. Samt sem áður tóku Kínverjar þegj- andi og hljóðalaust fasta 30 eða fleiri áberandi og lýðræðissinnaða náms- menn og menntamenn á fyrstu mán- uðum þessa árs, meðan umheimur- inn einblíndi á ástandið við Persa- flóa. Ströngustu 13 ára fangelsis- dómana fyrir uppreisn fengu tveir menn sem voru aðalstyrkur og stoð lýðræðishreyfingarinnar 1989, þeir Wang Jungtao, 32 ára djarfur dag- blaðsritstjóri, sem hafði áður átt í útistöðum við yfirvöldin fyrir að berjast fyrir meira frelsi, og Chen Ziming, 38 ára, stofnandi einkarann- sóknarstofnunar. Undir skrásetningunni „svartar hendur" hjá ríkissaksóknara voru þeir ákærðir fyrir að hafa skipulagt það sem enn er opinberlega vitnað til sem „gagnbyltingaruppreisnin" 1989. ! Enn meira óróavekjandi er hvarf andófsmanna úr iðnaðarmannastétt. Álitið er að margir þeirra hafi lent í nauðungarvinnubúðum. Á sama tíma hefur undirokun verið haldið áfram í Tíbet. Dalai Lama er nýbúinn að vera í Bretlandi og lýsti ástandinu í heimalandi sínu. Breska ríkisstjómin vildi ekkert hafa með hann að gera af tillitssemi við tilfinn- ingar Kínverja, þrátt fyrir þá stað- reynd að yfir ein milljón Tíbeta hefur látið lífið undir fjörutíu ára stjórn Kínverja. Réttarhöldin yfir lýðræðissinnuðu andófsmönnunum eru réttlætinu til háðungar. Þau voru rekin um dóm- Tæp tvö ár eru liðin frá atburðunum á Torgi hins himneska friðar, en enn halda refsiaðgerðir yfirvalda áfram. „Þeir sem átti að skjóta hafa verið skotnir," segir kínverski utanríkisráðherrann. Kínverjar halda óáreittir áfram mannréttindabrotum: Hvað verður um framtíð Hong Kong? stólana með hraði. Málin voru ekki reifuð með neinum kenningum eða hugmyndum, og hvorki leyfð áfrýjun né vörn. Gengið var út frá því sem gefhu að hver og einn þeirra ákærðu sem færðir voru fyrir rétt væri sekur. Ættingjum hinna ákærðu var ekki hleypt inn í dómssalinn. Og engum erlendum fréttariturum var leyft að vera viðstaddir. Það er augljóst mál að kínverska ríkisstjómin finnur ekki til neins samviskubits vegna mannréttinda- brotanna sem hún fremur. Að sögn mannréttindasamtaka voru yfir 1000 manns teknir af lífi í Kína í fyrra með hefðbundnu byssuskoti í hnakka- grófina. Glæpimir sem þeir voru dæmdir fyrir voru m.a. klám, vændi og eiturlyfjadreifing. Nýru og önnur líffæri hinna líflátnu voru í mörgum tilfellum seld til ígræðslu. „Með því að drepa einn menntum við 100," er spakmæli Kínverja. Heimsókn breska ut- anríkisráðherrans Nú hafa Kínverjar tilkynnt að loks hafi þeir lokiö við að taka alla þá af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.