Tíminn - 01.05.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.05.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. maí 1991 Tíminn 7 ________________1. maí ávörp__________ Launajöfnun - Aukinn kaupmáttur Á baráttudegi launafólks 1. maí höfum við ástæðu til að fagna því að þau markmið, sem sett voru við gerð kjarasamninganna í febrúar 1990, hafa staðist í öllum meginat- riðum. Verðbólga er nú með því lægsta sem þekkist. Það tókst að stöðva kaupmáttarhrapið. Kaup- máttur vex hægt og sígandi. Fjöldaatvinnuleysi blasir ekki lengur við. Jafnvægi hefur komist á í efnahagsmálum. Grundvöllur hefur verið lagður að nýju vaxtar- skeiði og betri kjörum launafólks. Árangurinn getum við þakkað launafólki. Það var hinn breiði fjöldi launafólks sem í ársbyrjun 1990 mótaði nýja sameiginlega stefnu í efnahags- og kjaramálum fyrir þorra launamanna. Það var samstaða fólksins í samtökum launafólks sem bjó til forsendur stöðugleika í efnahagsmálum, sem ekki hefur þekkst hér um áratuga- skeið. Það var vegna þess að al- mennt launafólk sætti sig við að búa áfram um tíma við lakan kaup- mátt að unnt var að treysta at- vinnulíf og leggja grunn að aukn- um kaupmætti. Almennt launafólk hefur í einu og öllu staðið við kjarasamningana frá 1. febrúar 1990. Ýmsir aðrir að- ilar að samningsgerðinni hafa einnig verið vel á verði. Bændur hafa staðið við sinn hluta sam- komulagsins. Sáralítil verðhækk- un búvöruverðs í rúmt ár er til vitnis um það. Tekist hefur með virku verðlagsaðhaldi m.a. Verð- lagseftirlits verkalýðsfélaganna í Reykjavík og samstarfi við verslan- ir að halda verðlagi í skefjum. En því miður hafa ekki allir aðilar staðið við sitt. Á meðan almennt launafólk hefur búið við lágan kaupmátt hafa áhrifamiklir aðilar í þjóðfélaginu látið sem kjarasamn- ingarnir komi þeim ekki við. Þannig sýndu pólitískir forystu- menn margra stærstu og öflug- ustu sveitarfélaganna í landinu launafólki hug sinn í verki um sl. áramót þegar þeir hækkuðu fast- eignagjöld langt umfram hækkun launa. Þannig sýndu tryggingafé- lög einnig hug sinn til launafólks þegar þau hækkuðu bifreiðatrygg- ingar og húsatryggingar umfram eðlilegar breytingar milli ára. Þannig sýndu bankar og fjár- magnsstofnanir hug sinn til launa- fólks þegar þeir hækkuðu vexti í stað þess að lækka þá þegar á reyndi. Ef sátt á að takast um víð- tæka kjarasamninga á ný þarf ekki síst að huga að því hvernig megi tryggja að misvitrir stjórnmála- menn og gróðahyggjumenn í stór- fyrirtækjum og bankakerfi fari eft- ir þeim forsendum sem settar eru. Það var samstaða launafólks sem lagði grunninn að síðustu kjara- samningum. Það sama fólk hefur fylgt samningunum eftir. Andstaða við launastefnu verkalýðshreyfing- arinnar hefur verið lítil. Það er ekki fólkið, sem býr við lægstu launataxtana, sem hefur barist gegn samningunum. Það er ekki fólkið í undirstöðuatvinnuvegun- um sem hefur lagt stein í götu þeirra. Það fólk hefur staðið sem órofa heild á bak við samninginn. Það hlýtur að vekja gremju og reiði þegar launahópar, sem hafa tíföld lægstu laun, reyna að skara eld að sinni köku. Nú er komið að því að bæta kjör- in. f síðustu samningum tókst að ná fram kaupmáttartryggingum sem reynst hafa vel á samnings- tímanum. Sú krafa þarf að vera ein af samningsforsendum. Næstu kjarasamningar verða að hafa það sem meginmarkmið að bæta kjör launafólks og tryggja réttlátari skattlagningu en nú er. Láglauna- fólkið verður að hafa forgang. Ekki verður heldur komist hjá því að Ieiðrétta laun ýmissa hópa í þjóðfé- laginu. Engu að síður teljum við að hægt sé að halda í þann stöðug- leika í efnahagsmálum sem náðst hefur. Eitt brýnasta verkefni hreyfingar launamanna um þessar mundir er að leggja drög að nýrri atvinnu- stefnu, þar sem undirstaðan er trú á landið, íslenskt hugvit og sókn til nýrra möguleika í atvinnuupp- byggingu. Ekkert má til spara til að vinna dýrari og fjölbreyttari vörur úr sjávarafla okkar og hætta um leið að flytja út atvinnu í stór- um stíl. Aukin stóriðja verður að koma til sem einn þáttur í að treysta atvinnuna í landinu. Ork- una í fallvötnum landsins og auð- lindir okkar til lands og sjávár eig- um við að nýta til að útrýma stað- bundnu og árstíðabundnu at- vinnuleysi. Islenskt launafólk mun ekki sætta sig við að ungt og kraft- mikið fólk flytji utan til starfa vegna þess að hér bjóðast ekki störf eða kjör við hæfi. íslendingar mega ekki einangrast í markaðsmálum og félagsmálum þegar ein öflugasta markaösheild heimsins er að verða til í Evrópu. Þess vegna eru samningaviðræður um evrópskt efnahagssvæði rök- réttar. Við eigum þó að standa fast á fyrirvörum okkar varðandi sjálf- stæði þjóðarinnar, þ.e. landhelg- ina, eignarhald á auðlindum og sérstöðu íslensks vinnumarkaðar. í samningunum um evrópska efna- hagssvæðið má ekki líta eingöngu til hagsmuna atvinnurekstrar og stjórnvalda. Það er grundvallar- krafa íslenskrar verkalýðshreyfing- ar að aðild að svæðinu, ef til kæmi, grafi ekki á nokkurn hátt undan þeim réttindum og ávinningum sem íslenskt launafólk hefur náð fram á undanförnum árum og ára- tugum. íslenskt launafólk krefst þess að félagslega íbúðakerfið verði eflt svo að lágtekjufólk þurfi ekki að bíða árum saman eftir að komast í húsnæði við hæfi. Við eigum að mynda hér launa- stefnu þar sem skilgreind eru markmið um aukna atvinnu og aukinn kaupmátt launa í áföngum. Til þess höfiim við alla möguleika. Jafnframt er það krafa að samn- ings- og verkfallsréttur iðnnema verði viðurkenndur. Á baráttudegi launafólks lítum við til þeirra milljóna manna, kvenna og barna sem búa við hörmungar hernaðarofbeldis og kúgunar. Hvarvetna í heiminum eru frjáls verkalýðsfélög í farar- broddi mannréttinda. I Austur- Evrópu hafa verkalýðsfélög og stéttasambönd barist fýrir auknum lýðréttindum. í S-Afríku sér nú loks fram á árangur í baráttu þel- dökkra íbúa landsins gegn harð- stjórum hvíta minnihlutans. Á síð- ustu vikum höfum við fylgst með þeim hörmungum sem dunið hafa á Kúrdum. íslenskt launafólk skor- ar á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að of- sóknum á hendur Kúrdum linni og þeim verði tryggt sjálfsforræði. Með samstöðu launafólks og fyrir frumkvæði verkalýðshreyfingar- innar tókst að koma efnahagsmál- um þjóðarinnar í það horf að þau standast samjöfnuð við nálæg lönd. Með sama hætti eigum við að nota samtakamáttinn til að auka kaupmáttinn og koma launamál- um í það horf að sómi verði að. Með þetta í huga horfum við björtum augum til framtíðarinnar. LAUNAJÖFNUN — AUKINN KAUPMÁTTUR FJt. Fulltrúaráds verkalýösfélag- anna í Reykjavík Lilja Halldórsdóttir Guðný J. Guðmundsdóttir Grétar Hannesson Sigurður Pálsson Gunnr Hansson Vignir Eyþórsson F.h. Bandalags starfsmanna ríkis og bœja Guðmundur Þorkelsson Margrét Tómasdóttir F.h. Ibnnemasambands íslands Kristinn R. Einarsson Konur eru fyrirvinnur 1. maí ávarp Samtaka kvenna á vinnumarkaði Konur á vinnumarkaði eru fyrir- vinnur. Konur á vinnumarkaði eru giftar. Konur á vinnumarkaði eru marg- víslegar, við búum við misjöfn kjör, erum á öllum aldri og af ólíkum kynþáttum. Samtök kvenna á vinnumarkaði krefjast þess að allar konur á vinnu- markaði geti með reisn gengið til vinnu sinnar fyrir mannsæmandi laun er nægja til framfærslu. Það verður ekki á meðan taxta- kaupið er langt fyrir neðan öll fram- færslumörk. Það verður ekki á meðan stórir hópar launafólks vinna á töxtum á meðan aðrir fá ómældar sporslur. Það verður ekki á meðan laun eru leyndarmál og launaseðlar jafnvel sendir heim í ábyrgðarpósti einsog sumstaðar tíðkast. Því á töxtunum sitja konur, ekki allar en neðstar eru ætíð kon- ur. Á meðan svo er þurfum við sér- stök baráttusamtök kvenna innan verkalýðshreyfingarinnar. Við verðum að ræða opinskátt inn- an verkalýðshreyfingarinnar hvaða Iaunastefnu við viljum hafa, annars ráða atvinnurekendur og þar með ríkisvaldið launastefnunni eins og reyndin er nú. Við verðum að ræða opinskátt hvort við viljum launa- mun og ef svo er eftir hverju hann skuli fara: Hvernig metum við erf- iði, líkamlegt/andlegt, ábyrgð á bömum/peningum, umsjón með fólki/vopnum? Réttindi færir enginn okkur, rétt- indi okkar sköpum við sjálfar — krefjumst — skilgreinum og tök- um. Samtök kvenna á vinnumarkaði hafna verkalýðshreyfingu sem orð- in er stofnun — stofnun sem virðist til lítils fær utan að viðhalda sjálfri sér og skapa forystumönnum at- vinnu. Við þekkjum dæmi um öðruvísi verkalýðshreyfingu, við þekkjum dæmi um uppreisn innan verkalýðshreyfingarinnar. Takist ekki að breyta verkalýðshreyfing- unni í okkar þágu verðum við að skapa nýja. Samtök kvenna á vinnumarkaði vilja lifandi og virka verkalýðshreyf- ingu sem tekur mið af þörfum fé- laga sinna en ekki hversdagsþörf- um pólitískra aðila. Þjóðarsáttin hefur verið sátt þeirra sem mega sín á kostnað taxtafólks- ins. Áróðurinn glymur frá atvinnu- rekendum, ríkisvaldi og verkalýðs- forystu um að ekki megi hækka launin, því þá geysist verðbólgan af stað. En hvað með þau sem ekki taka laun heldur aðeins fé útúr fyr- irtækjum? Aldrei valda þau verð- bólgunni voðalegu, heldur aðeins við, einkum og sérílagi konur á lægstu launum ef launin lúsast að- eins upp á við. En okkar sök er sögð stærri. Okk- ar sök er að eignast börn sem eng- inn tekur við nema gatan í Reykja- vík. Börn skaffa ekkert nema vand- ræði þartil þau verða háttvirtir kjósendur! En börn eiga heimtingu á sínum rétti í þjóðfélaginu — rétti til að eiga ánægða foreldra, öruggt umhverfi — öruggan aðbúnað — að vera ekki stöðugt fyrir — að vera metin að verðleikum sem mann- eskjur. Konur á vinnumarkaði þurfa margar hverjar að þola ómögulega sambúð, vegna þess að þær hafa ekki efnahagslegt bolmagn til að sjá sér og börnum sínum farborða. Húsnæði er ekki fáanlegt og ekki hafa húsbréfin bætt möguleikana. Venjulegar launakonur geta fengið tvær til þrjár milljónir á húsbréfa- markaðnum. Okkar er að búa þak- lausar innan þriggja veggja. Samtök kvenna á vinnumarkaði fordæma allar árásir á frjálsan samningsrétt verkalýðshreyfingar- innar sem áratugi tók að berjast fyr- ir með blóði, svita og tárum. Sam- tök kvenna á vinnumarkaði harma léttúðarfullar yfirlýsingar sem heyrst hafa úr röðum verkalýðs- hreyfingarinnar um samningsrétt einstakra félaga. Samtök kvenna á vinnumarkaði lýsa eindreginni andstöðu við sam- runa íslands við Evrópska efna- hagssvæðið, sem er ekkert annað en fyrsta skrefið inn í Evrópubanda- lagið. Fjórfrelsi Evrópubandalags- ins er fyrst og fremst frelsi auðfýrir- tækja en ekki frelsi vinnandi fólks. Áhrif verkalýðshreyfingarinnar í Evrópubandalagslöndunum hafa minnkað undanfarin ár og er hlut- ur kvenna sýnu verstur. Konur eru meirihluti þeirra 50 milljóna Evr- ópubandalagsíbúa sem lifa undir fá- tækramörkum. í vetur sat þjóðin heilu nætumar og fýlgdist með tækniundrum í styrjaldarrekstri sem ísland átti í með aðild sinni að Nató. Nú eru skuggahliðarnar að koma í ljós. Fólk deyr tugþúsundum saman úr kulda, hungri og vosbúð. Fjölskyld- ur tvístrast og flóttamenn hrekjast úr einum stað í annan. Harðast bitnar skelfingin á bömum. Ábyrgðin er okkar sem annarra jarðarbúa. Ábyrgðin er okkar að hafna því að vopnin hafi síðasta orð- ið. Á fyrsta maí undirstrika Samtök kvenna á vinnumarkaði, að það skín engin maístjama sem ekki skín konum á vinnumarkaði. Við- eyjarstjarnan er valdastjarna sem ekki mun gagnast konum á vinnu- markaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.