Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur3. maí 1991 Ríkisstjórnin boðar breytingar á vinnslu- og dreifikerfi landbúnaðarvara: Stórslátrun á afurðasölunni? Forseti Italíu gerður heiðurs- doktor Háskólans Francesco Cossiga, forseti Ítalíu, verður sæmdur heið- ursdoktorsnafnbót við laga- deild Háskóla íslands. At- hðfnln fer fram í Háskóla- bíói, sal 2, laugardaginn 4. maí. Hún hefst fel. 16:45. Með þessu viH Hásfeólí ís- lands sýna virðingu sína fyrir ítölskum menntum, fornum og nýjum, og staðfesta þann vilja sinn að efla menningar- samband íslands og Ítalíu. Francesco Cossiga lauk Jaga- prófí við háskólann í Sassari árið 1948. Vitnisburður hans er ein- stakur. Síðar stundaði hann rannsóknir og framhaidsnám við Rómarháskóla. Að því ioknu sneri hann aftur til Sassari. Þar var hann prófessor í stjórnskip- unarrétti um árabil. Hann hefur sfcrifað mörg rit. Meðal annars um stjómskipunarrétt, stjómar- farsrétt, refsirétt og réttarfar. Á stúdentsárum sínum gefck Cosslga í Kristilega demófcrata- flofcfcinn. Hlaut hann þar sfcjótan frama. Var fcosinn á þing 1958. Næstu ár sat hann í ýmsum áhrifamestu nefndum þess. Var aðstoðarráöherra í ríkisstjdrn Aldos Moro. Þeir voru nánir samstarfsmenn. Árið 1974 hvarf Cossiga úr prófessorsembætti. Varð ráðherra stjómsýslumáta í ríkísstjóm Ítalíu. Innanrífcisráð- herra árin 1976-1978. Á árun- um 1979-1980 var Cossiga for- sætisráðherra og um sfceið for- seti Evrópubandalagsins. Árið 1983 var hann kosinn forseti öldungadeildar ítalska þingsins. Árið 1985 varð Cossiga forseti -aá. Hólastifti: Sr. Bolli í Laufási kjörinn vígslubiskup f stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar segir að gera þuríi breyt- ingar á vinnslu- og dreifingarkerfí landbúnaðarvara. Jón Baidvin Hannibalsson og fleiri ráðherrar í ríkisstjórninni hafa sagt að þar liggi meinsemdin í íslensfcum landbúnaði og þar verði að gera upp- skurð. Tíminn leitaði til forsvarsmanna samtaka afurðastöðva og spurði þá álits á hugmyndum stjórnarínnar. Hreiðar Karlsson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, sagðist ekki vita nákvæmlega hvað ný stjórnvöld ættu við og hverju af- urðastöðvar ættu von á. „Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn hafa talað um að það eigi að ná fram aukinni hag- ræðingu og lækka kostnað og jafn- framt að auka samkeppni. Ég held að það sé hægt að hagræða og lækka kostnað, en ég held að það náist ekki endilega fram með auk- inni samkeppni," sagði Hreiðar. „Við höfum undanfarin ár unnið að því að hagræða og lækka kostnað og höfum náð þar nokkrum árangri. Sá árangur hefur látið minna yfir sér en ella vegna þess hvað sauðfé hefur fækkað mikið í landinu. Það er hins vegar víða hægt að gera bet- ur og við erum stöðugt að vinna að því. Sjömannanefnd gerði okkur grein fyrir því í vetur að það væri ætlast til þess að vinnslustöðvar næðu fram sparnaði í sínum rekstri og við höfum fullan hug á að gera það eftir föngum." Óttast þú að framundan séu erfiðir tímar hjá afurðastöðvum? „Sé tekið mið af sumum yfirlýsing- um ráðherra ætti maður ekki að reikna með mikið lengri lífdögum. Ég vona hins vegar að nýr landbún- aðarráðherra sé sæmilega jarð- bundinn í þessu efni. Ég treysti því einnig að menn muni talast við með rökum, en mér hefur stundum fundist nokkuð skorta á það,“ sagði Hreiðar. Óskar H. Cunnarsson, formaður stjórnar Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sagðist ekki vita hvaða breytingar nýja ríkisstjórnin hugsaði sér að gera á vinnslu- og Kristján Ragnarsson um aflamiðlun: Jón breytir þessu varla í fyrra horf Jón Baldvin Hannibalsson Íýsti því yfir í sjónvarpsþætti si. þriðju- dagskvöld að nú sé tíml til fcominn að tafca aflamiðlun úr höndum Kristjáns Ragnarssonar, enda sé hún úrelt Framsóknarfyridbæri. „Ég á nú ekki sætl í aflamiðlun- innl. LÍÚ á þar að vísu tvo fulltrúa af fimm. Þá skipar 15 manna stjóm LÍÚ. f henni sit ég og á efcfci annan hlut í aflamiðluninni. Mér finnst Jón Baldvin gera títið úr samtökum verfcamanna, sjómanna og fiskvinnslunnar, sem eiga hina þijá fulhrúana. Annars hvarflar ekki að mér að Jón Baldvin breytí þessu og færi vaid aflamiðlunar aftur tíl ráðu- neytisins. Á sínum táma varð góð samstaöa um þessa lausn. Hún hefur Ufca borið árangur. Útflutn- ingur á óunnum físfci hefur dregist saman, fiskmarkaðir hafa eflst, og minni munur er nú á flsfcverði tím- anlandt og utan. Það hvarflar efcfci »ð mér að Jón Baidvin vilji breyta því,“ segir Kristján Ragnarsson. -aá. dreifmgarkerfi landbúnaðarvara og því ætti hann erfitt með að segja álit sitt á þeim. Hann sagðist hins vegar gera. fáö fyrir að á bak við þetta stefnumið nýju stjórnarinnar lægju hugmyndir og tillögur og vonaði að hann fengi fljótlega tækifæri til að kynna sér þær. Hann sagði jafnframt að ekki væri búið að vinna sambærilega skipu- lagsvinnu í mjólkurframleiðslu og í sauðfjárframleiðslu, eins og berlega kæmi fram í búvörusamningnum. Þá gætu hugmyndir um innflutning á búvörum, ef þær yrðu fram- kvæmdar, breytt mikiu fyrir mjólk- uriðnaðinn. Óskar minnti á að á síðustu árum hafa verið skoðaðar ýmsar leiðir til að koma á aukinni hagræðingu í mjólkuriðnaði. Nýlega kom t.d. út skýrsla um hagræðingu af fækkun mjólkurbúa. „Það er Ijóst að mjólk- uriðnaðurinn þarf að skoða sín innri mál. Það hefur dregið úr mjólkurframleiðslu, en mjólkurbú- um hefur ekki fækkað að sama skapi. Fækkun mjólkurbúa er hins vegar mjög viðkvæmt byggðamál og erfitt að ná um það sátt. Menn sjá auðvitað eftir hverju starfi og víða á landsbyggðinni eru mjólkurbúin burðarás í atvinnulífi. Utanríkisráðherra hefur sagt að það verði meiriháttar sláturtíð í haust og hann ætli sér að vera við- staddur þegar Halldór Blöndal slátri. Það á síðan eftir að koma í ljós hversu góður slátrari Halldór er,“ sagði Óskar. Jón Baldvin Hannibalsson var spurður hvað hann ætti við þegar hann segði að auka þyrfti sam- keppni í dreifingu og vinnslu bú- Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra lagöi í gær fram skýrsiu á ríkisstjómarfundi um stööuna í samningunum um Evrópskt efna- hagssvæði og skýrði út fyrir sam- ráðherrum sínum af hveiju samn- ingamenn íslands hefðu gengið út af samningafundi um sjávarútvegs- mál. Samningamenn íslands munu að öllum líkindum ekki taka þátt í samningafundum á ný, nema sem áheymarfulltrúar, fyrr en EB hefur lagt fram formlegt tiiboð í sjávarút- vegsmáium. Hannes Hafstein, aðai- samningamaður íslands í viöræð- unum, er kominn tii íslands til skrafs og ráöagerða við íslensk stjóravöld. „Með því að ganga af fundi erum við að gefa til kynna með sýnilegum hætti að okkur sé farið að leiðast þófið. Við viijum að samningsaðili okkar, framkvæmdastjórn EB, hraði efndum á því loforði að koma með vara, hvort hann vildi fjölga slátur- húsum og mjólkurbúum. Hann svaraði því til að bændur væru bundnir í einokunarkerfi. Þeir mættu ekki óska eftir tilboðum í slátrun. Kostnaður við slátrun væri fast ákveðinn, þrátt fyrir að vitað væri að hann væri mismunandi milli sláturhúsa. Markaðurinn veiti þessu kerfi ekkert aðhald. Kostnað- inum af kerfinu sé velt yfir á neyt- endur eða ríkið. Afleiðingar þessa kerfis birtist m.a. í þeirri staðreynd að á síðasta hausti kostaði 2300 krónur að slátra einum dilk á ís- landi, en 300 krónur í Skotlandi. „Það skilar ekki árangri að moka peningum í þetta kerfi. Þrátt fyrir 34 milljarða útgjöld á seinasta kjör- tímabili og þrátt fyrir 5,5 milljarða í niðurgreiðslur hefur ástandið hald- ið áfram að versna. Bilið milli fram- leiðslugetu og neyslu hefur haldið áfram að breikka. Niðurstaðan er sú að útför þessa kerfis fer fram við há- tíölega viðhöfn í haust.“ Mega bændur þá eiga von á betri tímum með nýrri rfkisstjórn? „Ég vil segja við bændur: Með vini eins og þá, sem þeir hafa átt á und- anförnum árum, þurfa þeir enga óvini. Minn flokkur er ekki þeirra óvinur. Við höfum gagnrýnt þetta kerfi. Reynslan hefur sýnt að það hefur ekki reynst bændum vel og það hefur ekki reynst neytendum vel. Það er oft svo í pólitík að menn hafa tilhneigingu til að hengja boð- bera válegra tíðinda, en úr því sem komið er gera menn best í því að læra af óförunum. Búvörusamningsdrögin gera bara kröfu um aukna framleiðni á hend- ur bændum, sem þýðir að lokum að það er stefnt að því að lækka verð til bænda. Ef ekkert verður gert með vinnslu- og dreifingarkerfið mun árangurinn bara verða étinn upp af milliliðakerfinu og verðlækkun mun ekki skila sér til neytenda," sagði Jón Baldvin. Séra Bolli Gústavsson í Laufási hefur verið kjörinn vígslubiskup Hólastiftis. Þetta kom í ljós þegar atfcvæði í kosningu til þessa emb- ættis voru talin á biskupsstofu í gær. Atkvæði féllu þannig að sr. Bolli hlaut 8 atkvæði, sr. Þórhallur Höskuldsson á Akureyri 10,- sr. Kristján Valur Ingólfsson á Gren- jaðarstað 6, og sr. Sigurður Sig- urðarson á Seifossi 1 atkvæði. Sr. Bolli hlaut því lögmæta kosningu, þ.e. hreinan meirihluta. Hann verður vígður til embættisins í Hóiadómkirkju 23. júní næstkom- andi af herra Ólafi Skúlasyni, bisk- upi íslands. Bolli Gústavsson er fæddur árið 1935 og lauk guðfræðiprófi árið 1963. Hann var fyrst sóknarprestur í Hrísey, en hefur verið prestur í Laufási síðan 1966. Hann hefur Séra Bolli Gústavsson. fengist við margskonar fræðistörf og dvelst nú við rannsóknir í Kaup- mannahöfn. -sbs. Samningamenn Islands gengu út af fundi með samningamönnum EB. Utanríkisráðherra segir þetta vera: Skilaboð um að okkur er að leiðast þófið formlegt tilboð í sjávarútvegsmál- um, en því var lofað að það kæmi fram í febrúar. Við erum að minna á að tíminn er að hlaupa frá okkur. Ef ekki verður komið fram með lausn í þessum mánuði verður EES-samn- ingur ekki undirskrifaður 24. júní, eins og ráðgert er. Menn verða því að koma upp úr skotgröfunum og finna lausn á málinu. Með þessari ákvörð- un erum við jafnframt að sýna fram á alvöru málsins og að við munum aldrei fallast á veiðiheimildir í stað- inn fyrir aðgang að markaði," sagði Jón Baldvin um þessa ákvörðun. „Fyrstu viðbrögð við þessari ákvörðun okkar eru auðvitað nei- kvæð. EFTA-ríkin kvarta yfir því að við séum harðhausar og óbilgjarnir. Við erum það og hljótum að vera það. Það er hins vegar komið að því að þeir forystumenn EB, sem hafa sagst skilja og viðurkenna sérstöðu íslands, standi við orð sín.“ Jón Baldvin sagði að þrátt fyrir aukinn þrýsting af hálfu íslendinga væri ólíklegt að EB næði að koma sér saman um tilboð í sjávarútvegs- málum fyrir ráðherrafund EB og EFTA, sem verður haldinn 13. maí næstkomandi. Hann sagði að ef hægt yrði að leysa á þeim fundi ágreiningsmál önnur en sjávarút- vegsmál, spurninguna um greiðari aðgang fyrir landbúnaðarvörur að mörkuðum EFTA- landa og deiluna um þróunarsjóðinn, væru það ekki stærri mál en svo að hægt væri að leysa þau á pólitískum grunni á til- tölulega stuttum tíma. Ailmikið hefur verið rætt um það á síðustu misserum að brostinn sé flótti í lið EFTA og að meirihluti EFTA-þjóðanna sé á leið inn í EB. Jón Baldvin sagði það taka mörg ár fyrir EFTA-þjóðirnar að semja um aðild að EB. EFTA-þjóðirnar, ekki síst Austurríkismenn og Svíar, geti hins vegar ekki beðið eftir lausn í mörg ár og því leggi EFTA áherslu á að ná samningum um EES. Jón Baldvin sagði að í ljósi þeirrar umræðu, sem nú fer fram í öðrum EFTA-ríkjum um aðild að EB, sé ekkert nema gott um það að segja ef svipuð umræða fer af stað hér á landi. „Auðvitað verður þetta mál mjög til umræðu á kjörtímabilinu. Það sögðum við líka í kosningabar- áttunni. Við útilokuðum ekki fyrir- fram aðild einhvern tímann eftir aldámót, en vildum að fram færi vandað mat á kostum og göllum. Hingað til hafa allir flokkar hafnað aðild og því hefur ekkert alvöru mat farið fram. Ef samningar um EES takast og íslendingar fá frjálsan markaðsaðgang að EES án þess að þurfa að kaupa það því verði að hleypa EB-flota hér inn, er, að mínu mati, alls ekkert sem knýr á um að ísland stígi eitthvert skref í átt til að- ildar að EB,“ sagði Jón Baldvin. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.