Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur3. maí 1991 Tíminn 5 Fundi í Verðlagsráði, þar sem taka átti ákvörðun um olíuverð, frestað fram yfir mánaðamót: Olíuverðið að lækka og breyting á hlutaskiptum Olíufélögin sendu um síðustu helgi beiðni til Verðlagsráðs um að fá að lækka gasolíu og svartolíu á biiinu frá tæpum 12% upp í rúm 16%. Þrátt fyrir þá vinnureglu að verðbreytingar á þessari olíu mið- ist við mánaðamót, hefur Verðlagsráð ekíd tekið þessa beiðni fyrir enn og fyrirhuguðum fundi í ráðinu sl. þriðjudag var frestað þar til í dag, föstudag. Georg Ólafsson verðlagsstjóri taldi líklegt að Iækk- unarbeiðni olíufélaganna yrði tekin fyrir á fundi ráðsins í dag. Ekki náðist í Atla Frey Guðmundsson, deildarstjóra í viðskiptaráðuneyt- inu og formann Verðlagsráðs, í gær til að fá upplýsingar um hvers vegna ráðuneytið óskaði eftir að fresta ákvörðun um olíulækkun. Að sögn Kristjáns Ragnarssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ, hefur mik- ið verið lagt upp úr því að verð- breytingar á svartolíu og gasolíu séu ákveðnar um mánaðamót, og enda séu hlutaskipti ákveðin um mánaðamót. Miðað við þá breyt- ingu, sem olíufélögin hafa lagt til nú, verður breyting á hlutaskiptum og sérstök kostnaðarhlutdeild út- gerðar minnkar vegna lægra olíu- verðs. Eftir þessa breytingu munu 71% aflverðmætis koma til skipta í stað 70% áður, þannig að hækkun- in nemur einu prósenti. Kristján Ragnarsson sagði að út- gerðarmenn fögnuðu vitaskuld þessum tillögum olíufélaganna, þó hækkun dollars að undanförnu hafi gert lækkunina minni en ella hefði orðið. Aðspurður kvaðst Kristján ekki kunna skýringu á því að verð- ákvörðuninni var frestað, en taldi að e.t.v. hafi ríkisstjórnarskiptin átt þar hlut að máli. Hann taldi þó að ekki yrðu vandkvæði með útreikn- inga og útfærslu á hlutaskiptum, þar sem birgðastaða lægi fyrir og aðeins væri beðið ákvörðunar Verð- lagsráðs, sem hann vonaði að kæmi saman í dag, föstudag, og gæfi sam- þykki sitt fyrir lækkuninni. Að sögn Gunnars Karls Guð- mundssonar hjá Skeljungi felur beiðni olíufélaganna til Verðlags- ráðs í sér lækkun á gasolíu um 11,8% eða úr 24,60 kr lítrinn í 21,70. Lækkunin á svartolíu er hins vegar meiri, eða 16,1%, og á að lækka úr 14.000 kr t. í 11.750 kr. t. Ástæðan fyrir Iækkuninni er fyrst og fremst sú að nýrri og ódýrari birgðir af olíu hafa verið að berast til landsins á undanförnum vikum og mánuðum. Einnig skiptir það máli að íslensku olíufélögin hafa verið að missa viðskipti til útlanda vegna þess hve olíuverðið hefur verið hátt. Þannig hafa erlend fiski- skip, t.d. frá Grænlandi, ekki tekið hér olíu, eins og þau gerðu á síðasta ári, og íslensk fiskiskip hafa eftir því sem við hefur verið komið keypt olíu erlendis á mun lægra verði en hægt er að fá hana á hér heima. í samtölum við Bjarna Bjarnason hjá Esso og Gunnar Karl Guð- mundsson hjá Skeljungi í gær kom fram að félögin munu nokkuð halda að sér höndum varðandi verðákvarðanir á bensíni, en farm- ur mun væntanlegur til landsins síðar í þessum mánuði og mun verðið á honum ráða um hvort verðbreytingar verða á bensíni. Borgarstjómarfundur í gær: Kostnaður eykst við kuldabóluna Lions-, Lionessu- og Leofélagar munu nk. laugardag halda sinn árlega vímuvamardag. Þetta er 16. sinn sem slíkur dagur er haldinn hér á landi á vegum Lions. f ár verður kjörorðið „Byrgjum brunninn". Lions- fólk mun ganga í hús og selja sérræktaða íslenska túlípana, en allur ágóði af sölunni fer í að styrkja ung- lingastarfsemi í landinu. Visa fsland er styrktaraðili vímuvamardagsins að þessu sinni og á myndinni má sjá Gunnar Sigurjónsson og Einar S. Einarsson frá Visa Island, en á milli þeirra er Lionsmaðurinn Jón Bjami Þorsteinsson. Tímamynd: Pjetur Aðild að vísindaáætlunum EB getur verið hagstætt fyrir (slendinga: FJÁRVEITINGAR GÆTU ORÐIÐ MARGFALT HÆRRI EN FRAMLAG Eitt af síðustu verkum fráfarandi rík- isstjómar var að samþykkja, að tillögu menntamálaráðherra, að ísiand gerð- ist aðili að þeim samningi sem fyrir liggur um þátttöku í STEP/EPOCH vísindaáætlunum Evrópubandalags- ins. Framlag íslendinga til þessara áætlana gætu orðið brotabrot af því sem síðan yrði úthlutað til íslenskra aðila og gæti því verið eftir miklu að slægjast Á sl. ári fóru ftam viðræður milli fulltrúa EFTA-ríkjanna og fulltrúa EB um hugsanlega aðild EFTA-ríkj- anna að STEP og EPOCH. Á þessum vettvangi hafa verið, með þátttöku fulltrúa ráðuneyta menntamála og ut- anríkis, unnin drög að samningi um aðild íslands að framangreindum vís- indaáætlunum. Þessi samningsdrög eru hliðstæð þeim samningsdrögum sem Hggja fyrir um aðild annarra EFTA ríkja. STEP-áætlunin er rannsóknaráætlun EB á sviði umhverfisvemdar og nær yfir tímabilið 1989-1993. Fjárveiting EB til STEP er 5.680 milljónir ís- lenskra króna. Þessi upphæð skiptist á níu svið: umhverfi og heilbrigði, áhættumat við notkun efna, andrúms- loft og loftgæði, vatnsgæði, vemdun jarðvegs og grunnvatns, rannsóknir á vistkerfum, vemdun og varðveisla evr- ópskra menningarverðmæta, um- hverfisvemdartækni og meiri háttar tæknihættur og eldvamir. Hvert svið fær úthlutað 5-20% af ráðstöfunarfé. EPOCH-áætlunin er rannsóknar- áætlun EB á sviði veðurfars og nátt- úruhamfara og gildir fyrir sömu ár og STEP. Fjárveiting, sem EB hefur út- hlutað til EPOCH, er 3.030 milljónir króna sem skiptist á Ijögur svið: veður- far fyrrum og veðurfarsbreytingar, veðurfarsferli og líkön, áhrif veðurfars og hættur samfara veðri og jarð- skjálftahættur og eldvirknihættur. Beinn kostnaður við aðild íslands að EPOCH- áætluninni er um 2,9 millj- ónir króna. Á vegum Norrænu eldfjallastöðvar- innar er þegar farið að skipuleggja að- ild að samstarfsverkefnum um um- fangsmiklar eldfjallarannsóknir innan EPOCH, en styrkveitingar til þeirra verkefna gætu numið margfalt hærri fjárhæðum en nemur framlagi íslands til áætlunarinnar. Að sögn Guðmundar Emis Sigvalda- sonar, forstöðumanns Norrænu eld- fjallastöðvarinnar, hefur þetta mikla þýðingu fyrir íslenskar vísindarann- sóknir. „Með þessari aðild megum við íslenskir ríkisborgarar sækja um fram- lag úr sjóðunum. Frumskilyrði er að við séum í samstarfi við þjóðir í EB, minnsta kosti eina og helst fleiri." Guðmundur sagði að hann hefði ásamt nokkrum eldfjallafræðingum í Evrópu verið að leggja á ráðin um það hvemig þeir gætu aukið fjárráðin til rannsókna í eldfjallafræði á vegum vís- indaráðs Evrópu. Ráðið vísaði því síð- an til EB og bandalagið hefur gert ráð fyrir rúmum milljarði króna til eld- fjallarannsókna í Evrópu. Evrópuþing- ið væri að vísu ekki búið að samþykkja endanlega fjárveitingu til þessara Á fundi borgarstjómar í gær spunnust miklar umræður um út- sýnishús Hitaveitunnar. Upplýst var aö ráðgerður kostnaður við það á þessu ári hefur hækkað um 50 milljónir frá því í febrúar. Það munu vera um 25 milljónir á mán- uði. Tólf sinnum 25 eru 300. Ef fram heldur sem horfir, verður út- sýnishúsið enginn verrungur ráð- hússins. Það stefnir hraöbyri að milljarði fram úr áætlun. Við samþykkt fjárhagsáætlunar í febrúar gerði borgarstjórn ráð fyrir að eyða í útsýnishúsið 230 milljón- um á þessu ári. Nú hefur verið upp- lýst, við eftirgrennslanir Sigrúnar Magnúsdóttur, að hann er ráðgerð- ur 280 milljónir. Það stendur varla lengi. í hvert skipti sem spurt er um kostnaðinn eykst hann um tugi milljóna. Nú hefur veriö birt skýrsla Hita- veitunnar um bilanirnar í vetur. sjóða. „Þessi rannsóknaráætlun er miðuð við sex evrópsk eldfjöll og Krafla er eitt þeirra. Við erum núna að safna saman tillögum um rannsóknir við Kröflu og Norræna eldfjallastöðin þjónar þama sem einskonar skipu- lagsaðili. Við komum til með að senda inn mjög stóra sameiginlega umsókn í samvinnu við mjög mörg Evrópulönd og ef allt fer sem horfir þá getum við, þessir evrópsku eldfjallafræðingar, vænst þess að fá 1,2 milljarða út úr þessum sjóði og okkar hlutur héma heima gæti oröið býsna álitlegur," sagði Guðmundur. Aðspurður sagði Guðmundur að margar og vel gerðar tillögur hefðu komið frá íslenskum sérfræðingum, m.a. frá Orkustofnun, Veðurstofunni og Raunvísindastofnun háskólans. „Þetta samstarf skiptir ekki bara máli fyrir okkur, heldur getur öll vísinda- starfssemi á íslandi fengið aðgang að peningum sem hún hefur aldrei áður látið sig dreyma um,“ sagði Guð- mundur Emir Sigvaldason. —SE Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi hefur fengið því framgengt að hún verður rædd í borgarráði í næstu viku. Jafnframt hefur Sigrún lagt til að Hitaveitan bæti skaða þeirra sem verst urðu úti í bilununum. Hann er mikill. Hleypur á hundruðum þús- unda. Hitaveitunni ætti ekki að verða skotaskuld úr því. Enn hefur það ekki valdið henni vandræðum þó útsýnishúsið hækki í verði ef að- eins það er nefnt á nafn. -aá. Var einn ekki nóg? Annar svartur dagur nálgast í sögu þjóðarinnan Nína verður í neðsta sæti Annar svartur dagur í sögu ís- lensku þjóðarinnar er í augsýn. Fyrst var það skýrsla Ríkisend- urskoðunar og nú er upplýst að mangaramir frægu SSP á Bret- landi, veðja á að Nína verði í neðsta sæti i Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu. Það segir vitaskuld ekkert um ágæti lagsins. En í spádómum hinna spakvitru veðmangara birtist í raun hið sanna eðli sam- einaðrar Evrópu, Þeir segja nefnilega að annar útkjálki, Nor- egur, verði næstneðstur. Sví- þjóð, sem þegar hefur ákveðið að sækja um aððd að Evrópubanda- laginu, verði í öðru sæti. Og Lúxemborg, sjálft hjarta Evr- ópu, vinni. -aá. Beðið fyrir stríðshrjáðum Bænadagur íslensku þjóðkirkjunn- ar er á sunnudaginn, fimmta sunnu- degi eftir páska. „Það er von mín að íslenska þjóðin, sem býr við frið og öryggi, muni sameinast í bæn á bænadegi fyrir fórnarlömbum stríðsátaka og að við hugleiðum sér- staklega hlutskipti Kúrdanna," segir hr. Ólafur Skúlason í tilkynningu vegna bænadagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.