Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnarhusmu v Tryggvogotu, « 28822 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga POSTFAX 91-68-76-91 , högg- DEYFAR DEYFAR 'Verslió hjá fagmönnum m UJvarahlutir H, Hanarsböfða l - s. 67-6744 1 T Iíminn FÖSTUDAGUR 3. MAl 1991 Hrikalegt umferðarslys nærri Exeter í Englandi: TVEIR LANDAR LATNIR FJORIRILLA SLASAÐIR Tveir íslendingar létust í umferöarslysi nærri borg- inni Exeter í Englandi í fyrrinótt þegar smárúta, sem þeir voru í, lenti í árekstri við sendibfl. Sex aðrir ís- lendingar voru í rútunni og slösuðust fjórir þeirra al- varlega, en tveir minna. Bflstjóri sendibflsins, Breti á fimmtugsaldri, lést. Tálsmaður lögreglunnar í Exeter sagði í samtali við Tímann í gær að slysið hefði orðið um klukkan þrjú í fyrrinótt. Ökumaður rútunnar hefði ekið á hraðbraut, en síðan beygt inn á afleggjara nærri Exet- er. A afleggjaranum er ein akrein í hvora átt, sem ekki er skilið á milli. Rútan fór inn á öfugan veg- arhelming og þegar sendibíllinn kom aðvífandi lentu hann og rút- an saman með fyrrgreindum af- leiðingum. íslendingarnir sem lét- ust voru bílstjóri rútunnar og far- þegi í framsæti. Tálið er að þeir, sem og ökumaður sendibílsins, hafi látist samstundis. Báðir bíl- arnir eru taldir gjörónýtir. Samkvæmt upplýsingum utan- ríkisráðuneytisins og lögreglunn- ar í Exeter hlutu þeir Islending- anna, sem lifðu slysið af, mismun- andi alvarleg meiðsl. Einn meidd- ist alvarlega á höfði og var enn meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í gærkvöldi. Þá hlutu tveir aðrir höfuðmeiðsli, en sá þeirra sem minna slasaðist fékk að yfirgefa sjúkrahúsið í gær, en þarf að koma til eftirlits í dag. Hinn sem höfuðmeiðsli hlaut og enn einn sem skaddaðist á hrygg, gengust undir skurðaðgerðir í gær og var líðan þeirra sæmileg eftir atvikum. Tveir mannanna slösuðust minna eins og fyrr segir. Mennirnir voru allir félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur og voru á fæddir á árunum 1943 til 1965. í gær var unnið að því að komast í samband við ættingja hina látnu og slösuðu. Voru sumir þeirra að búast til Englandsferðar. Ekki er hægt að gefa upp nöfn mannanna sem Iétust, að svo stöddu. -sbs. Fjölmenni var á útifúndinum á Lækjartorgi, þó væta værí í lofti. Timamynd: GE Formaður BSRB 1. maí: „Innistæða til kaupmáttarhækkana“: Varð til af hyggindum en ekki af fórnarlund Góð þátttaka var í hátíöahöldum 1. maí í tilefni af alþjóða baráttudegi verkaiýðsins. Tálið er að á milli 5- 6000 manns hafi safnast saman á Lækjartorgi þar sem aðalhátíða- höldin í Reykjavík, á þessum degi, voru. Góð þátttaka var einnig úti um land. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, flutti ræðu á útifundi á Lækj- artorgi í Reykjavík. Kjarni hennar var sá að nú væri fyrir hendi inni- stæða fyrir kaupmáttarhækkunum í landinu. Þá innistæðu hefði launa- fólk í landinu sjálft búið til, ekki af fórnarlund heldur af hyggindum. Og innistæðuna ætlaði fólkið ekki að láta hafa af sér. Ögmundur vitnaði í orð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, frá því á dögunum, þar sem hann sagði að launafólk í landinu hefði sætt sig við 5% kjaraskerðingu af fórnarlund. Ögmundur kvaðst frábiðja sér allt tal um fórnarlund, hana hefði launafólk ekki sýnt. „Við höfum hins vegar gert það sem við höfum talið hyggilegast og okkur tókst það sem við ætluðum. Við sögðumst ætla aö brjóta niður verðbólgu, koma í veg fyrir atvinnuleysi og tryggja kaup- mátt. Og það tókst okkur.“ Ög- mundur sagði að vegna þess væri nú fyrir hendi innistæða til kauphækk- ana, sem væri komin til fyrir til- verknað launafólksins sjálfs. Þessa innistæðu ætlaði fólkið ekki að láta hafa af sér. Ennfremur sagði Ögmundur að þó það hefði tekist að setja stórgróða- liðinu stólinn fyrir dyrnar væri það ekki af fórnarlund. Hann sagði launafólk horfa á banka og fjár- magnsfyrirtæki raka til sín milljörð- um og forstjórar stórfyrirtækja og fylgisveinar þeirra hefðu hundruð þúsunda króna í laun á mánuði á sama tíma og endar næðu ekki sam- an hjá öðrum vegna lágra launa. „Við höfum ekki verið nógu sam- stillt að veita reiði okkar farveg og stöðva þessa ósvinnu. En það kemur dagur eftir þennan dag,“ sagði Ög- mundur. -sbs. Hvalveiðimál: Þorsteinn boðar óbreytta stefnu Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra kveðst í meginatriðum ætla að fylgja fyrri stefnu í hval- veiöimálum. Hann átti í fyrradag fund með sérfræðingum þar sem farið var yfir stöðu mála vegna árs- fundar Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem veröur haldinn hér á landi síð- ar í þessum mánuði. Hann segir að fái mál íslendinga þar ekki braut- argengi útiloki hann ekki úrsögn úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. „í meginatriðum munum við fylgja þeirri stefnu, sem undanfarn- ar ríkisstjórnir hafa fylgt og um hefur verið breið pólitísk samstaða. Við munum leggja áherslu á að afla alþjóðlegrar viðurkenningar á rétti íslendinga til að nýta hvalastofnana Maður um þrítugt fórst í eldsvoða í íbúðarhúsi á Stokkseyri snemma morguns í fyrradag. Slökkviliði var gert viðvart um eldinn um klukkan sex um morguninn. Þá var húsið alelda. Um klukkustund tók að ráða niðurlögum eldsins, en ekki tókst að bjarga manninum. Húsið sem brann var lítið og gam- alt timburhús og stóð við götuna og á að allar slíkar ákvarðanir séu byggðar á vísindalegum rannsókn- um og séu í samræmi við þær al- þjóðlegu skuldbindingar sem við höfum gengist undir,“ sagði Þor- steinn. Hann sagði að í undirbúningi væru tillögur um veiðar úr lang- reyðar- og hvalastofnunum. Þessar tillögur yrðu fluttar á ársfundi ráðsins sem hæfist þann 23. Sagði Þorsteinn að meta yrði stöðuna að fundi ráðsins loknum. „Ég hef orð- að það svo að við útilokum ekki úr- sögn úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. En um það er vitaskuld of snemmt að taka neina ákvörðun fyrr en að fundi ráðsins loknurn." -sbs. Stjörnusteina. Það er talið ónýtt eft- ir eldsvoðann. Unnið hefur verið að rannsókn brunans og leikur grunur á að kviknað hafi í út frá rafmagni eða rafmagnstækjum í eldhúsi. Maöurinn sem fórst hét Jóhann Þórðarson og var fæddur 23. júní 1961. Hann var ókvæntur og barn- laus. -sbs. Eggjaþjofarnir okommr Vorboðamir eru nú sem óðast að tínast til landsins, en einn þeirra, fálkaeggjaþjófamir, hafa ekki enn látið á sér kræla. Að sögn Áma Sigurjónssonar hjá útlendingaeft- irlitinu þá fylgjast þeir grannt með því hvort slfldr misindis- menn láti sjá sig hér á Íandi, en svo virðist sem dregið hafi úr komu þeirra hingað. Fólk úti um allt land fylgist vel með hreiðrum fálkanna og láti þá vita ef eitthvað óhreint er á ferðinni. —SE Stokkseyri: Maður fórst í eldsvoða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.