Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 15
Föstudagur3. maí 1991 Tíminn 15 Hákon Guðröðarson, minning Minningin er kær, allt frá því að ég sem barn kom með foreldrum mínum á sumrin til Norðfjarðar, þá voru Silla og Hákon að hefja búskap í Efri-Miðbæ. Ég fyllist þakklæti yfir að hafa fengið að njóta samvistar við Hákon þótt allt of stutt væri. Orð mega sín lít- ils, en mig langar að kveðja Hákon með þessu erindi úr Hávamálum. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr et sama. En orðstír deyr aldrigi, hveims sér góðan getr. Kæra Silla og fjölskylda, innileg- ustu samúðarkveðjur. Bjöm Júlíusson Kveðja frá Kaupfélaginu Fram, Neskaupstað Miðvikudaginn 24. apríl, síðasta vetrardag, lést Hákon Guðröðar- son af slysförum. Fráfall Hákonar er mikill missir sem erfitt er að sætta sig við. Frá því ég kom fyrst til starfa hjá félaginu hefur mér verið tekið af miklum hlýhug í Efri-Miðbæ. Hákon Guðröðarson var mikill persónuleiki og engin lognmolla í kringum hann þegar hann átti erindi í bæinn. Annað sem einkenndi Hákon var baráttu- gleðin sem var meiri í þeim manni en öðrum sem ég hef kynnst. Þá á móti blési var uppgjöf ekki til í hans orðabók. Hákon Guðröðarson tengdist Kaupfélaginu Fram á margan hátt. Hann ólst upp í Kaupfélag- inu en faðir hans var kaupfélags- stjóri um áratuga skeið. Hákon var lengi starfsmaður kaupfélags- ins, bæði sem mjólkurbílstjóri og í sláturhúsi. Frá árinu 1977 til dauðadags átti hann sæti í stjórn kaupfélagsins. Það að hafa Hákon sem stjórnarmann í félaginu var mér mikill stuðningur enda mað- urinn fylginn sér og ávallt tilbú- inn til aðstoðar. Missir félagsins er því mikill við ótímabært fráfall Hákonar Guð- röðarsonar. Vil ég þakka mikil og óeigingjörn störf hans í þágu kaupfélagsins. Ég færi eiginkonu hans, Sigur- laugu Bjarnadóttur, börnum og öðrum aðstandendum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Ingi Már Aðalsteinsson Neskaupstað Ég sit heima í stofu sumardaginn fyrsta. Úti lemja élin bleika sinu. Hugurinn er fjarri í sams konar húsi austur í Norðfjarðarsveit, þar sem fólkið hans Hákonar er og ber þessa daga byrðar sem enginn trú- ir að óreyndu að hægt sé að bera. Þó munu þær bornar, en enginn er samur er slíkt ber. Inni í fólki verður auðn, sem seint grær. Þó mun hún gróa og eftir standa dýr- mæt minning um fágætan mann. Bágt er að geta ekki létt ykkur. Hugurinn reikar um kærar slóð- ir milli Kjálkalækjar og Grófargils og tíminn hefur stöðvast og geng- ið til baka og það sem var líður fyrir augum mínum. Hlaðið í gamla Neðra- Miðbæ iðandi af lífi og athafnasemi. Hlað feðra minna. Þreklegir menn og konur; gömlu Miðbæjarsystkinin hýr og aldrei hálf í gjörð sinni. Mannspartafólk. Fremst á hlaðinu er ungur dreng- ur með hár sem aðeins stjórnast af vindi .og sól. Svipur hans er opinn og glaður, drengurinn sem afi má ekki missa, því þá getur hann ekki búið, segir hann. Hann skilur tengsl hans til moldarinnar, gamli maðurinn sem sjálfur hafði forráð sjóklæddra manna en kaus kotið sem nú er stærsta bú sveitarinnar með fjósi sem þurfti til Danmerk- ur eftir teikningu á því menn voru ekki farnir að hugsa svo stórt á ís- landi. Hann skilur gamli maður- inn þó ef til vili skorti hann orð og segir kannski aðeins „amm“. Kannski sér hann þó ekki fýrir að afkomendur hans, jafnvel þó þeir nemi kjarnorkuvísindi og eigi kosti með öðrum þjóðum, verði að snúa aftur heim og handfjatía mold. Hún skilur líka drenginn gamla höfðinglega borgfirska kon- an sem styðst við hækju sína eftir byltu á svelli á þessu hlaði. Hún notar heldur ekki mörg orð um sína væntumþykju en hann er hlýr lófinn hennar þegar hann strýkur yfir kollinn og hann man þennan íófa alla ævi, drengurinn. Fastar og fastar dregst hann að Miðbæ frá mömmu og pabba í kaupfélaginu og e.t.v. er það mömmu áhyggju- efni, en hún fær ekki aðgert og pabbi er haldinn sömu áráttu og fólkið hans, en heilsuleysi á unga aldri ákveður framtíð hans. Við búskap getur hann þó ekki skilið og eignast hinn Miðbæinn sem þessi drengur sem ekki vill ganga menntaveginn á eftir að yrkja til síðasta dags og moldin kallar það- an á afkomendur hans því það er kannski hægt að ná þessu fólki úr sveitinni en það er ekki hægt að ná sveitinni úr því. Þau þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af þessu for- eldrarnir því drengurinn verður ásamt dótturinni ellistöðin þeirra síðasta tímann í Mið-Miðbæ. Hin- ir bræðurnir fara í önnur héruð en eru þó fastbundnir uppruna sín- um. hann er hýr á þessari mynd á hlaðinu drengurinn og sjálfsagt grunar hann ekki að hann eigi seinna eftir að standa styr lítil- menna sem reyna að hafa af hon- um æru og lífsbjörg. En af því þarf hann ekki að hafa áhyggjur þessi maður sem neitar að bera hönd fyrir höfuð sér og senda aftur óþverrann. Hann veit að réttlætið sigrar og þegar það gerist slær hann því ekki upp í blöðum. En rétturinn til að vinna fyrir sér, sem á að kallast fullvirðisréttur, hann er aftur heima í Efri-Miðbæ síðasta vetrardag 1991 og þökk sé þeim er þar til komu. Myndirnar koma of ört. Bræður að verki á vori Iífsins. Nátengdir þó þeir beri það ekki á torg, ekki þá. Hann er orðinn fjárbóndi þessi snáði sem áðan var á hlaðinu og afi sagðist ekki geta misst, því þá yrði hann að hætta að búa og afi er hættur að búa því hann er dáinn, en samt er búið í hans Miðbæ því jörðin er eilíf. Þar eru vinnufúsar hendur og drenglundað fólk út af afa, tengt afa, og fólkið styður dreng- inn fyrstu skrefin í búskapnum og drengurinn styöur fólkið þegar sá tími kemur. í honum rætist draumur Björns Iangafa á Þverfelli um 500 fjár. Hann verður stærsti fjárbóndi í Norðfirði, en þá kemur riðan og kvistar niður stofninn. Viðbrögðin eru ekki uppgjöf. Það orð vantar í hans orðasafn. Hinn sjúki stofn er felldur og aftur er byggt og alinn upp heilbrigður bústofn, kýr. Og fjósið með mjaltagryfju og nútímatækni tandurhreint þolir samanburð við hvað sem er og mjólkin flæðir úr kúnum. En fjárbóndinn, er hann ánægður? Hann leggur alúð í verk sitt og nýtur þannig. Ég sé glæsilega konu og mann- vænleg börn. Lífshamingju. Síðan ekki meir. Bróðir: „Esa kastar maður sds köggla ber froenda hrörs af fletjum niður. “ Farðu nú vel. Ágúst Guðröðarsen Sauðanesi KOMA ÞER VIÐ! Málþing um Genfarsáttmála og önnur mannúðarlög í Háskólabíói laugardaginn 4. maí frá kl. 13-17. Allir velkomnir. Rauði kross íslands gengst fyrir málþingi um Genfarsáttmála og önnur mannúðarlög laugardaginn 4. maí nk. í Háskólabíói. Við höfum fengið valinkunnan hóp fólks til þess að fjalla um þessi mál, reynslu af styrjöldum, hlut fjölmiðla, börn og mannréttindi, mannréttindi og mannréttindakennslu í skólum hérlendis og fleira athyglisvert. Við bjóðum alla velkomna sem láta sig mannúðarmál einhverju skipta og hvetjum þá til að mæta. Málþingið sett - Bjðrn Friðfinnsson formaður Alþjóðanefndar RKÍ 1. Fórnarlömb styrjalda Dr. Guðjón Magnússon formaður RKÍ 2. Genfarsáttmálar - (almenn kynning) Sölvi Sölvason lögfræðingur 3. Methods ot Warfare and the Law of War Dr. Esbjörn Rosenblad 4. Með stríðshrjáðum börnum Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur 5. Á meðal fórnarlamba stríðs og ofbeldis Dr. Gísli Sigurðsson læknir 6. Mannréttindi og mannúðarlög Gréta Gunnarsdóttir lögfræðingur 7. Hvernig og hvaða fréttir fær almenningur af stríði og mannréttindabrotum? Ólafur Gíslason blaðamaður 8. Ríki laganna Atli Harðarson heimspekingur 9. Mannréttindi á íslandi Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur 10. Börn og mannréttindi \ Anna G. Björnsdóttir lögfræðingur 11. Uppeldi til mannúðar - þáttur grunnskóians séra Ingólfur Guðmundsson Rauði kross íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.