Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 3. maí 1991 Verndarsvæöin í Noröur-írak stækkuö um helming: ÍRAKSSTJÓRN SAMÞYKK- IR LÝÐRÆDISUMBÆTUR Leiðtogar kúrdískra uppreisnarmanna, sem eiga nú í samningavið- ræðum við írösk stjórnvöid í Bagdad, sögðu í gær að íraskir emb- ættismenn hefðu lofað þeim að Byltingarráð Baathflokksins yrði leyst upp og starfsemi annarra stjórnmálaflokka leyfð og almennar þingkosningar haldnar á þessu ári. Þá hefur verið rætt um sjálfs- stjórnarsvæði handa Kúrdum í norðurhluta íraks og að olíuborgin Kirkuk verði höfuðborg þess, en áður en Persaflóastríðið hófst kom einn þriðji hluti allrar olíu, sem írakar dældu, frá svæðunum kring- um Kirkuk. Að sögn Kúrdanna lofaði samninganefnd íraskra stjóm- valda einnig að veita þeim Kúrdum og sjítum, sem teknir vom til fanga í uppreisninni gegn stjómvöldum, sakamppgjöf. Samningaviðræðurnar milli írösku nefndarinnar og kúrdísku leiðtog- anna héldu áfram í gær. Vestrænir embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum sögðu að svo virtist sem írösk stjórnvöld ætluðu að láta Kúrda fá Kirkuk. Engir samningar hafa verið gerðir, en svo virðist sem menn byggi viðræðurnar á samn- ingunum sem Kúrdar gerðu við írösk stjórnvöld árið 1979 um tak- markað sjálfstæði, en eftir þeim samningum hefúr aldrei verið farið. Frakkar hafa lagt til að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ábyrgist að samkomulag íraskra stjórnvalda við Kúrda verði ekki brotið, en búist er við mikilli andstöðu við þeirri til- lögu hjá Öryggisráðinu. Fjölþjóðaliöið í Norður-írak, undir forystu Bandaríkjamanna, stækkaði verndarsvæðin um helming í gær. Verndarsvæðin eru nú 120 km á lengd og ná 60 km inn í írak. Svæð- ið var stækkað til austurs og er nú íraska landamæraborgin Amadiyah innan verndarsvæðanna. Flugvöll- urinn í Amadiyah mun verða notað- ur til birgðaflutninga til flótta- mannabúðanna sem áætlað er að reisa hjá Amadiyah, en viðgerðir hófust í gær á flugvellinum sem er nokkuð skemmdur eftir stríðið. Ekki kom til átaka milli fjölþjóða- liðsins og íraskra hermanna í gær þegar fjölþjóðaliðið hertók nýju svæðin, en íraksher var skipað á miðvikudaginn að draga sig frá svæðinu. Aðeins staðbundnum lög- reglumönnum er heimilt að vera eftir og er þeim skylt að Iáta skrá sig hjá fjölþjóðaliðinu. Búist er við að Öryggisráð S.Þ. verði bráðlega kallað saman til að greiða atkvæði um tillögu Breta, Frakka og Bandaríkjamanna um að hersveitir Sameinuðu þjóðanna taki yfir stjórn verndarsvæðanna. New York Times hafði í gær eftir embættismönnum bandarísku stjórnarinnar að bandaríska stjórnin vildi að írösk stjórnvöld yrðu látin borga kostnaðinn sem fylgdi vernd- un Kúrdanna. Komið hefur til greina að gera það að skilyrði fyrir því að írakar fái að flytja út þá olíu sem þeir hafa beðið um, en ákvörð- unin um olíuútflutning íraks verður bráðlega tekin fyrir hjá Öryggisráð- inu. Reuter-SÞJ frösk stjómvöld hafa gefið loforð um lýðræðisumbætur. „Réttarhöld aldarinnar" í Danmörku: Sjö menn fá allt að 10 ára fangelsisdóma ARNAÐ HEILLA Jónas Jónasson sextugur Jónas Jónasson er orðinn sextugur — hann er jafngamall Ríkisútvarp- inu, en aðeins yngri í árinu. Hann er sem sagt fæddur og uppalinn í Út- varpinu — faðir hans, Jónas Þor- bergsson, var útvarpsstjóri fyrsta aldarfjórðunginn og sonurinn farinn að sveima í grennd við míkrófóninn fyrir miðja öldina. Hann hét þá enn- þá Lilli í stofnuninni, þótt hann væri orðinn stór og sterkur strákur — fríður sýnum og prúður, snyrti- menni í fasi og tungutaki, og þar hefur engu verið breytt með árun- um. Jónas átti ekki langt aö sækja það — móðir hans, Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, af ættum skagfirskra búhölda — faðir hans aldamótamað- ur út átthögum samvinnuhreyfingar og félagshyggju í Suður-Þingeyjar- sýslu, ungur orðinn ritstjóri Tímans — blaðs þeirra sem mótuöu upphaf nútímaframfara og fegurra þjóðlífs - — og hafa ekki skarpari pennar setið þar á leiðarastóli. í fáum orðum sagt: Jónas Jónasson var alinn upp á norð- lensku menningarheimili þar sem húsbændur lögðu rækt við bestu þætti gróinnar sveitamenningar — gestrisni, höfðingsskap og mannúð, og fékk stofnunin unga að njóta þess. Um miðja öldina fannst manni stundum að eiginlega væri enginn munur á Útvarpi Reykjavík við Aust- urvöll og venjulegu höfuðbóli norð- ur í Þingeyjarsýslu. Þarna var Jónas farinn að vinna tæplega tvítugur, þótt oft væri starf hans meira í ætt við leiki æskunnar. Þótti sumum sonur útvarpsstjórans einum of gæjalegur, þótt sjálfum kæmi Jónasi aldrei til hugar að þykj- ast vera einhver útvarpsprins. Hitt var Ijóst að pilturinn var búinn mörgum þeim kostum sem prýða mega útvarpsmann — léttur í tali, fluglæs og röddin mjúk og glaðleg, vingjarnlegur í viðmóti og laus við alla stæla. En áhugamálin voru mörg og toguðu piltinn í ýmsar áttir — hann stundaði leiklistarnám og spreytti sig á sviðinu, fékkst við kvik- myndagerð, spilaði á píanó við óm- þýða lagasmíð, gerðist vísnasöngvari og var gefinn út á plötu, setti saman gamanþætti og stjórnaði barnaleik- ritum — alltaf með annan fótinn á fréttastofunni eða í þularstofu — og jafnan boðberi lífsgleði í daglegri umgengni. Jónas eignaðist með tímanum margan vininn í Útvarpinu og þeirra bestan líklega Guðmund Jónsson óperusöngvara. Þessi fíni listamaður varð framkvæmdastjóri stofnunar- innar upp úr miðri öldinni og allt þar til hann lét af störfum fyrir nokkrum árum. Maður hefur á til- finningunni að Guðmundur hafi snemma orðið Jónasi hollráður leið- beinandi og vísað honum veginn sem hann hefur síðan fetað með sóma. Nú er Jónas fyrir löngu orðinn verðlaunarithöfúndur og uppáhalds- útvarpsmaður landsmanna — eng- inn hefur átt stærri hlustendahóp, enda hefur enginn náð neitt svipuð- um meistaratökum á samtalskúnst- inni við hljóðnemann. Þar hefúr Jónas árum saman tekið tali alþýðu- menn og konur — embættismenn og þjóðskörunga — listamenn, spá- menn og spekinga, unga og gamla, og hreint með ólíkindum hve hon- um tekst leikandi létt og að því er virðist fyrirhafnarlaust að fá hvern sem er til að leysa frá skjóðunni. Kannski er einlægni Jónasar galdur- inn sem fær alla til að opna hjarta sitt. Og hvaða augum sem menn kunna annars að líta slíkt útvarps- efni er hitt alveg klárt að á þessu við- kvæma og vandasama sviði nær Jón- as ævinlega hundrað prósent ár- angri. Og geri aðrir betur. Nú er litli pilturinn orðinn einn af virðulegustu öldungum Ríkisút- varpsins og samkvæmt lögum og reglum opinberra starfsmanna fer að styttast í starfsaldursmörk. Þó er augljóst aö Jónas Jónasson er enn ungur og frískur, og ekkert því til fyrirstöðu að hann haldi áfram að þjóna háttvirtum hlustendum með kúnst sinni enn um langt skeið. Þeir sem staðið hafa Jónasi nær í Útvarpi Reykjavík óska honum til hamingju með afmælið og þakka viðkynningu á liðnum árum — bæði í gamni og alvöru. Jón Múli Amason í gær lauk réttarhöldum í Dan- mörku, sem hafa staðið í átta mánuði og sem danskir fjölmiðlar hafa kaliað „réttarhöld aldarinnar“. Sjö menn voru dæmdir til allt að tíu ára fang- elsisvistar. Þeir voru m.a. fundnir sekir um rán, að hafa ólögleg vopn undir höndum, og að safna upplýs- ingum um Gyðinga í Danmörku fyr- ir palestínsk hryðjuverkasamtök. Meðal þeirra vopna sem þeir höfðu voru flugskeyti og sjálfvirkir rifflar og höfðu mennimir rænt þeim frá danska og sænska hemum. Sex voru fundnir sekir um að ræna póststöð árið 1988 og fimm voru fundnir sekir um að ræna sendibif- reið árið 1985 sem flutti mikið reiðu- fé. Einn var dæmdur fyrir að safna upplýsingum um Gyðinga í Dan- mörku og koma þeim í hendumar á palestínskum hryðjuverkasamtökum. Niðurstaða dómsyfirvalda er nokk- urt áfail fyrir dönsku lögregluna, en hún barðist fyrir því að þeir yrðu einnig fundnir sekir um að myrða lögreglumann, fleiri rán og að hafa tengsl við hryðjuverkasamtök í Mið- austurlöndum. Danska leynilögreglan handtók sjö- menninganna árið 1989 eftir að hafa fylgst með þeim í nokkur ár. Lög- reglumennirnir fundu ólöglegu vopnin í íbúð í Kaupmannahöfn ásamt minnisbók sem hafði að geyma skipulag ránanna. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit ZAKHO, Irak - Bandarfskir, bresk- ir, franskir og hollenskir hermenn stækkuðu vemdarsvæðin í Norð- ur-frak um helming i gær. Ekki virðist hafa komið til átaka milli þeirra og fraskra hermanna, en íraska hemum var á miövikudag- inn skipað að draga sig af nýju verndarsvæðunum. Aðeins stað- bundnu lögregluliði er heimilt að vera á svæðunum og því er skylt að skrá sig hjá bandamönnum. KÚVÆT - Yfirmaður eftirfitssveita Sameinuðu þjóðanna við landa* mæri Kúvæts og íraks sagðist I gær búast við að fjölþjóðaliðið undir forystu Bandarlkjamanna og hersveitir Irakshers yrðu farnar af svæðinu innan sex daga. ANKARA - Tyrknesk stjómvöld skipuðu I gær 30 manna breskri herdeild að fara úr landi innan 72 klukkustunda, vegna þess að hún hafði beint byssum að tyrkneskum embættismanni sem hugðist skoða flóttamannabúðimar. DHAKA, Bangladesh - Staðfest hafði verið í gær að rúmlega 37.000 manns hafi látið lifið af völdum feilibylsins sem reið yfir Bangladesh á þriðjudaginn. Emb- ættismenn, sem stóðu I hjálpar- starfi, bjuggust við að manntjón gæti farið yfir 100.000 manns. SOWETO, Suður-Afríku - milli blökkumanna ( Suður-Afrfku magnast stöðugt. Am.k. 24 létust aðfaranótt gærdagsins, að sögn lögreglu. JERÚSALEM - Israel mótmælti I gær þeim köldu viðtökum sem Ari- el Sharon, húsnæðlsmálaráðherra ísraeis, hefur fengið í Bandarikj- unum. James Baker, utanrfkisráð- herra Bandarfkjanna, vildi ekki leyfa opinberan fund Sharons og húsnæðlsmálaráðherra Banda- rikjanna, Jacks Kemp, á skrifstofu Kemps og uröu þeir því að hiftast f fsraeiska sendiráðinu. Það er stefna Sharons um að halda land- námi Gyðinga á herteknu svæð- unum áfram sem veldur kuldalegu viðmóti Bakers, en Baker telur að landnámið hafi siæm áhrif á friðar- viðræðurnar sem hann hefur stað- ið fyrir í Miðausturlöndum. BELGRAD - Serbneskur maður lét iffið og króatískur maöur særðist I átökum sem brutust út (lýðveidinu Króatíu f Júgóslavíu f gær, að sögn lögreglunnar. Einnig voru óstaðfestar fregnir um að tveir lög- regfumenn hefðu látið lífið. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.