Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 3. maí 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Augiýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason Skrifstofur.Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingctsími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,- , verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Nýkapitalismi Hin nýja ríkisstjórn undir forsæti Davíðs Oddsson- ar er lánsöm að því leyti að hún tekur við góðu þjóð- arbúi í batnandi viðskiptaárferði. Á undanförnum þremur þingárum eða u.þ.b. tveimur og hálfu almanaksári, í valdatíð ríkisstjórna undir forsæti Steingríms Hermannssonar, hefur átt sér stað endurreisn í atvinnu- og efnahagsmálum sem er sá grundvöllur sem ný ríkisstjórn hefur á að byggja. Hin nýja ríkisstjórn tekur við völdum, þegar enn ríkir tímabil þjóðarsáttar um þróun efnahags- og kjaramála. Að því samkomulagi stóðu vinnuveit- enda- og launþegasamtökin í fullu samstarfi við rík- isvaldið auk aðildar bændasamtaka á þann hátt að telja má að marki tímamót í samstarfi stéttarsam- taka og ráðandi þjóðfélagsafla. Hlutur þjóðarsáttar- innar verður aldrei ofmetinn í farsælli þróun efna- hagsmálanna. Fráfarandi ríkisstjórn sýndi í verki að hún virti þjóðarsáttina til jafns við sínar eigin efna- hagsaðgerðir og gerði ekki skil þar á milli. Ný ríkis- stjórn ætti að temja sér sömu afstöðu til þessa máls og búa sig undir nýja þjóðarsátt, þegar tímabili nú- verandi allsherjarsamkomulags lýkur í haust. Ekkert sýnir betur mismun aðstæðna við stjórnar- skipti en samanburður á efnahagsástandinu haustið 1988 þegar Steingrímur Hermannsson tók að sér að mynda stjórn og nú, þegar ríkisstjórn Davíðs og Jóns Baldvins er að hefja feril sinn. Haustið 1988 ríkti alvarlegri efnahagskreppa en lengi hafði verið sem lýsti sér fyrst og fremst í því að útflutningsfram- leiðslan var að stöðvast, svo að það hafði áhrif um allt efnahagskerfið. Vorið 1991 hefur orðið gerbreyt- ing á rekstrarafkomu í atvinnulífinu. Nú talar eng- inn um að stöðvunarhætta sé yfirvofandi. Núverandi ríkisstjórn þarf því ekki að hefja stefnuyfirlýsingu sína á því að kunngera að hún hafi verið mynduð „til þess að leysa bráðan efnahagsvanda" eins og var 1988. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar siglir sléttan sjó í efnahagsmálum, þegar hún leggur frá landi. Samkvæmt stefnuyfirlýsingu hinnar nýju ríkis- stjórnar fer ekki milli mála að hér er um að ræða ríkisstjórn nýkapitalisma og óheftrar markaðs- hyggju. Með þátttöku sinni í þessari ríkisstjórn hef- ur Alþýðuflokkurinn endanlega horfið frá stuðningi sínum við sósíaldemókratískt frjálslyndi sem m.a. felst í að halda beri uppi blönduðu hagkerfi, breyti- legu eignarhaldi og rekstrarfyrirkomulagi og láta fé- lagshyggju ráða því hvernig tekjum er skipt í þjóðfé- laginu, hvernig lífskjör verða jöfnuð og mannrétt- inda notið fyrir alþýðu manna, þ.á m. skólaganga og menntunarmöguleikar. Alþýðuflokkurinn er kominn á það stig í höndum núverandi forystumanna sinna að ekki þarf að stíga nema nokkur skref til að búið sé að koma honum fyrir sem hæfri grúppu undir allsherjarregnhlíf Sjálfstæðisflokksins. Verður fróðlegt að fylgjast með þróun hins íslenska sósíaldemókrataflokks næstu misseri. —ji,.. ,ii..... ........................■■■.- GARRI Gam hefur verið bent á greln í Morgunblaðinu daginn fyrír ai- þíngiskosningamar, þ,e. 19. aprfl sJ., eftir raann, sem birt er mynd af og kynníur sera læknir í Heykjavfk og borgarfulltrúi fyrir Sjálfsteðis- flokkinn. Við nánari eftirgrennsJan með aðstoð símaskrárinnar og fleiri uppflettirita kemur í Jjós að sérgrein þessa raanns er geðlækn- ingar. Já, geðlækningar. SjáJJur héillr maðurinn IngóJfur Steinar SveJnsson. J^að ero að vísu svolítiJ látalæti úr Garra að segja að honum hafi verið „bent á“ greinina, því að hann hafði vissulega séð hana og rýnt í hana nógu mikið til þess aö flnna að hún var hvorki prenthæf né Jes- andi. En því fleiri sem lcgiö hafa í Garra um að lesa hana betur og átta sig á að greinin $é hneyksli en eieki meinlausir órar „vitiauss manns“ (elns og sumir hafa tll orða tekið) lagöi Garriþað Íoksins inni einnl að slík spuming á síðum Morgunblaðsins daginn fyrir kosn- ingar væri ekká tÓmt guðsbamaJjjal og það því fremur að höfundur er kynntur sem borgarfulltrúJ Sjálf- steðisflokksins, þá segir fyrir- sögnin minnst til um það sem stendur í meginmáli greinarinnar. En af því að ekki þarf að éta heilt naut fil að vita hvemig nautakjöt að vera framsóknarmaður er and- Jegs eðlis. Þeir teJja sig þurfa að Ufa á öðrum... Jðelm er eðlilegt að trúa því að aJIir þurfi að Jifa á skrif Ingólfs geðlæknJs í löogu máli tfl að kynna höfundar- einlíenni hans, skal JátJð nægja að vetja úr nokkrar setningar. en út- gangspunlrtur geðteknlsins er sá aðgera verði ráð fyrir sérstakri teg- und geðbilunar sem hann kailar framsóJmarmennsku og er þjökun- arsjúkdómur þeirra tugþúsunda íslendinga sem styðja Pramsókn- arfloklrintt. sauöfé á gjöf... Framsóknarmenn Jagast sjaldan af sjálfum sér ... skilja ekki hugtakið eignarréttur... geta á vissan hátt skilið kenningu sósíalismans, en þó aðeins með sama hætti og félagi Napóleon í sögu George Orwells, AnimaJ Farm. Hann skiídi bræðralagið þannig að hann ættí sjáJfur að vera yfirsvínið" o-s.frv., o.s Jrv. „Heímska er ólæknandi“ Svona skrifa gcðlæknar Sjálfsteð- isfiokksins um stjómmáJ. Hvemig skyldi svona mönnum endast dóm- , sem Mórallinn í sögunni * - “ÆirÆ til orðs. En af því Garri er gætínn í orðum og dagfari, ekki síst vara- samur gagnvart meinyrðalöggjöf- innl, ætlar hann elclri að kalla Ing- ólf geðtekni neinum ónefnum, þó hinu sé ekkí að neita að hann myndi aldrei ráðleggja vini sínnm að Jeita teknísráða hjá þessutn borgarfulltrúa Reykjavíkurihalds- Höfundareinkenni Ingólfs Steinars SkaJ nú vildð að grein Ingólfs Steinars Sveinssonar geðtelmis eftir því sem rúm leyfir, Hún ber fremur saldeysisJega fyrirsögn, nefnllega: Er unnt að endurbtæfa framsóJcnarmann? JWtt Jesanda gætí að vísu grunað af Jyrirsögn- EðJi framsóknarmanna lýsir höf- undur með „dæmisögu“ af geml- ingi sem lifði af útigöngu heiian vetur á öræfum, en annar gemling- ur sem gengið hafði úti honum til samlætis fram á vor féll að lolcum, cn hinn eftirlifandi lagðist hji hræ- inu og lá þar, þar til hann fannst og bafði þá lúsio af hinum dauða skrföið yftr á þann sem liföi tJJ þess að nærast á Jíftóru hans. Netna því, enda má fara nærri um svarið hjá hverjum þeim sem er normal og þarf elriri JæknisJærðan mann tH, en hellbrigð skynsemi er greini- um sem skriðið hafa gegnum JæJmadeiJdlna. Verst er þó ef þeir ars Sveinssonar geðlæknis á þess- ari geðslegu dæmisögu er það lús- in sem spilar ruJJu framsúlmar- mannsins: „Það sem eintennir framsóknarmenn er ekJd bygg- lyndi þessara gemlinga, hcldur hátteml Júsanna." Eftír þennan lestur þarf Jesanáa ekJd að furða það sem á eftír fer, svo sem elns og þetta: „Sú árátta kunna eJdd að skatnraast sín. Um siðareglur Jækna verður beldur eldri rætt við slíka menn. længi var í mhinum haft fyrir austan svar Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem hann gaf á fundi á Seyöisftrði á sinni tíð (ncma það hafi verið á Norðfirði), þegar fltaldsmaöur á staðnum bar á hann að hann væri oft lækna, cn helmska er ótekn- andi.“ Garri VITT OG BREITT Ógnir framfaranna Það þótti mikill sigur þegar lax náði að halda lífi er hann gekk upp Thames og allt upp undir fomar hrygningarstöðvar. Um svipað leyti tókst hollenskum Ijósmyndara að framkalla filmu í vatninu úr Rín. Til að ná fram mynd þarf mikið magn af kemískum efnum sem leyst eru upp í vatni. Um líf í slíkri blöndu er ekki að ræða. Vötnin miklu í Norð- ur- Ameríku voru orðin nær al- dauða þegar takmarkað var það magn sem sturtað var í þau af fín- ustu þvottaefnum, skordýraeitri, til- búnum áburði og úrgangi iðnaðar- framleiðslunnar. Súrt regn heldur áfram að drepa gróður á landi og í vötnum og sums staðar í Mið-Evrópu er ekki hægt að draga að sér lífsanda lengur þar sem loftið er banvænt. Olíubrennsla og útblástur úr iðju- verum eru víða að gera þéttbýli óbyggilegt og hvað gera á við 20 milljónir íbúa Mexíkóborgar veit enginn þar sem loftið er eitrað og og jarðvatnið undir borginni á þrotum. í Hvíta-Rússlandi líða milljónir manna vegna óholira geisla síðan orkugjafinn mikli, sem átti að veita birtu og yl, sprakk. Aralvatn er að hverfa og þar með búseta á gríðarlegum landsvæðum, og Coloradoáin styttist stöðugt og eru áratugir síðan ósar hennar hurfu. Kalifornía er að þorna upp. Osonlagið er að verða eins og göt- óttur peysugarmur sem orðinn er svo trosnaður að ekki er hægt að stoppa í götin lengur. Váboðar af mannavöldum Svona má lengi telja upp fleiri og fleiri váboða sem herja á lífríki Jarð- ar og eiga það sameiginlegt að vera allir tilkomnir af mannavöldum. Það sem einkum er lífríkinu skeinuhætt er yfirleitt tilkomið vegna tæknikunnáttu og framfara í vísindum og framleiðni og síðan tröllatrú á hagvöxtinn. í framsókn vísindanna sést mönn- um ekki fyrir og oft á tíðum er erfitt að greina á milli hvort er lífríkinu hættulegra, þau tækniundur sem fundin eru upp og framleidd til hernaðar og drápa, eða þau sem þjóna eiga einhvers konar „friðsam- legum tilgangi". A brjálæðislega öru framfaratíma- bili hafa hinir gætnari menn iðu- lega varað við alls kyns uppfinning- um og notkun efna, orkugjafa og hvers kyns nýjunga. En viðkvæðið hefur einatt verið hið sama — það finnast einhver ráð til að koma í veg fyrir þessa eða hina mengunina. Framfarirnar eru svo örar, segja tæknikratarnir, að það verða engin vandkvæði þegar fram í sækir að eyða efnum eða bæta úr súrefnis- þörf eða rækta örfoka land eða galdra fram vatn þar sem það er þorrið. En ráðin finnast ekki og framfara- sóknin til útrýmingar og eyðingar lands, lofts og lagar heldur áfram í nafni framleiðni og bættra lífskjara. Þeir sem ekki taka þátt í kapp- hlaupinu dragast aftur úr, segja þeir sem eru svo uppáfmningasamir, að þeir hafa tekið sér vald sem trúar- brögðin sögðu, þegar þau voru og hétu, að aðeins væri í höndum skap- ara himins og jarðar og andskota hans, djöflinum í neðra. Sókn og vöm Sjáfiimglaðir og hrokafullir vís- indamenn og hagvaxtarpostular eru sumir hverjir famir að líta á sköp- unarverk sín aðeins gagnrýnni aug- um en tíðkaðist meðan framfara- sóknin var hvað hörðust, en hún hefur staðið yfir linnulaust alla þessa öld. Batnandi fólki er best að lifa. í stað þess að úthrópa alla þá sem varað hafa við óheftum „tækniframför- um“ sem íhaldssama sérvitringa, em sumir tæknikratar famir að horfast í augu við staðreyndir í stað þess að skjóta sér undan allri um- ræðu um þau mál sem um þessar mundir varða meiru um ekki aðeins framtíð mannkynsins, heldur einn- ig alls lífríkis Jarðar, en nokkur önn- ur málefni. En það er mengun margs konar af mannavöldum. í dag verður haldinn ráðstefna í Reykjavík um ábyrgð verkfræðinga á umhverfinu og er hún haldin á vegum Félags ráðgjafarverkfræð- inga. Það er lofsvert að einmitt vel menntaðir tæknimenn fari í fullri alvöm að gera sér grein fyrir hvert tæknin getur leitt samfélög manna, dýra og plantna þegar kappinu fylg- ir ekki forsjá. Það er löngu orðið tímabært fyrir þá að staldra við og athuga sín mál. Vísindin efla nefnilega ekki alla dáð. Þau geta allt eins tortímt henni, eins og reyndar lífrikinu eins og það leggur sig. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.