Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.05.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur3. apríl 1991 MINNING Hákon Guðröðarson Efri-Miðbæ, Norðfirði Fæddur 10. nóvember 1937 Dáinn 24. apríl 1991 Þó hugur minn sé enn að glíma við þann kalda veruleika að Hákon bróðir minn sé horfinn af heimi — en sú fregn hefur mér óvæntust og verst borist, og sennilega ætti ég að halda að mér hendi um skrif minningarbrota, get ég ekki annað en rifjað upp og sett á blað ofurlít- ið í kveðjuskyni. Hákon Guðröðarson var fæddur í Neskaupstað 10. nóvember 1937, næstelstur barna þeirra Guðröðar Jónssonar kaupfélagsstjóra og Halldóru Sigfinnsdóttur konu hans. Hin eru: Friðjón sýsjumaður, Hvolsvelli, f. 1/8 1936, Sigríður, deildarstjóri í Neskaupstað, f. 27/11 1941, og Ágúst, bóndi á Sauðanesi, f. 27/10 1944. Hákon var bjartur yfirlitum, bros- mildur og blíður í lund. Hann var allra uppáhald og efndi eigi að fyrra bragði til vandræða, en gat orðið nokkuð reiður ef á hann var leitað. Þótti mér hann þola illa stríðni framan af árum og notaði mér það nokkuð á meðan á meðan ég þorði og gat. En upp úr fermingu snerist dæmið við og litli bróðir hafði mig undir — ég varð að biðjast vægðar, játa mig gjörsigraðan. Samband okkar var þó gott og ná- ið og taldi ég mér skylt að vernda drenginn fyrir hættum heimsins. Þegar við vorum á 7. og 8. aldurs- ári þurfti ég að taka afdrifaríka ákvörðun. Hún var í því fólgin hvort ég gæfi Hákoni eftir sumar- pláss í Miðbæ, sem ég hafði haft frá 1943 hjá afa og ömmu, Jóni Björnssyni og Sigríði Björnsdótt- ur, og fara sjálfur í vist til móður- foreldra minna, Sigurfinns Sig- mundssonar og Jóhönnu Halldórs- dóttur í Borgarfirði eystri. Þessa fórn færði ég út á tárugar kinnar og skelfingarsvip á andliti mín kæra bróður, þegar hann var orðaður við dvöl í Borgarfirði. Ráð- stöfun þessi varð okkur báðum til góða. Eg fékk að snatta í hrossum og kynnast góðu fólki í leik og hóf- legu starfi, en Hákon byrjaði í raun lífsstarfið þetta sumar 1944. Já, Hákon var alira stráka dug- mestur og ekki lét hann sig muna um að vakna til að sækja kýrnar kl. 6:30 og fara svo í mjaltirnar með þeim fullorðnu, smápollinn. Þarna komu fljótt í ljós þeir eigin- leikar er Hákon átti í ríkum mæli. Dugnaður, harðfylgi, þrautseigja og kraftur. Jafnframt því að vera ákaflega góður og glaður félagi í starfi og leik og alltaf tilbúinn að hlaupa sporin, vera fyrstur í verkið og dró aldrei af sér — hvorki þá né síðar á lífsleiðinni. Faðir okkar var gamall Eiðamað- ur og þekkti þar skólastjórann Þór- arin Þórarinsson og Þórarin Sveinsson, kennara frá Kirkjubóli í Norðfirði. Taldi hann að vel mundi séð fyrir námi og þroska okkar bræðra ef við færum í Eiðaskóla. Sú ráðstöfun var gerð haustið 1950. Ég man vel haustkvöldið þegar við bræður skriðum undir brekánin, aleinir í heimavistinni því við höfðum komið deginum fyrir skólasetningu. Þetta var fyrsta ferð Hákonar að heiman og hjartað ekki stórt né aldurinn hár, varð 13 ára síðar um haustið. Eiðadvölin reyndist okkur gott veganesti. Hugur Hákons stóð ekki til lang- skólanáms, þótt hann væri góðum gáfum gæddur. Veit ég að hann gerði það fyrir föður okkar að fara einn vetur norður í M.A., en þar með var sú braut á enda runnin. Piltur hafði ákveðna stefnu á bú- skapinn, vildi verða sveitabóndi. Þetta studdi pabbi — var sjálfur alltaf með hugann ,við bú&kap„ þrátt fyrir — eða ef til vill vegna þess að hann starfaði sem kaupfé- lagsstjóri. í þá daga voru slíkir menn í nánum tengslum við starf fólksins í sveitinni — og ekki keypt kýr nema í samráði við kaupfélags- stjórann, hvað þá um stærri fram- kvæmdir. Trúr uppruna sínum hafði faðir okkar keypt litla en notadrjúga jörð, Efri-Miðbæ, 1949. Þarna var nokkur heyskapur og að mig minnir um 100 fjár á vegum pabba. Um 1955 ákvað Hákon að hefja búskap í Efri-Miðbæ og byrjaði þar einyrkjastarf, með búsetu í föður- húsum úti í Neskaupstað. Þótti honum ráðlegt að afla sér ein- hverrar menntunar á sviði land- búnaðarins og fór Hákon einn vet- ur á Hvanneyri, fékk að setjast í annan bekk. Undir vorið 1956, þegar prófum var lokið, fór Hákon að ókyrrast enda sauðburður að hefjast austur í Norðfirði. Leitaði hann eftir því við Guðmund skólastjóra að fá að sinna búi sínu í maímánuði. Það kom ekki til greina, því ýmsir verklegir þættir væru eftir í nám- inu, svo sem aö moka út úr húsum og pæla garða. Hákon sat fast við sinn keip, taldi fjármann sinn vera á förum og honum væri nauðugur einn kostur að fara austur í búskapinn. Skóla- stjóri kvað hann þá ekkert prófskír- teini fá, þótt hann hefði staðist prófin. Hákon kvað það einu gilda, en hann kynni að moka skít og væri nú farinn. Skildi þar með þeim, og hélt hvor sínu striki. Dvölin á Hvanneyri var Hákoni ánægjuleg og gagnsöm og taldi hann sig fullgildan Hvanneyr- ing og mætti þar með sínum vin- um og félögum vorið 1981. Enn um sinn er Hákon einn í búskapn- um, nema á sumrin þá er Ágúst í heyskapnum og um sauðburð, en brátt vænkast hagur. Sumarið 1958 takast náin kynni með þeim Sigurlaugu Bjarnadóttur í Þrastar- lundi, Norðfirði, glæsilegri ungri bóndadóttur. Þeirra fyrsta barn, Bjarni, fæddist 30/4 1959. Þau Hákon og Sigurlaug hófu síð- an búskap í Efri-Miðbæ vorið 1960. Húsakynni voru þröng og þægindi lítil er þau hófu búskap sinn, en það bjargaðist með miklum dugn- aði húsmóðurinnar og nægjusemi beggja. Var síðan ráðist í byggingu nýs íbúðarhúss og var það fullbúið 1966. Þetta var bylting í öllum að- búnaði fjölskyldunnar en börnin voru orðin fjögur. Fjárbúskapur Hákonar efldist og voru byggð ný fjárhús og hlaða auk þess sem þeir feðgar festu kaup á jörðinni Fannardal. Dalurinn geymdi vel fé, en það varð er best lét um 500 fjár. Auk þess voru ræktuð þar tún en nokkuð land- þröngt var í Efri- Miðbæ fýrir bú- skap sem þennan. Þessi tilhögun var í marga staði góð og náði sínum tilgangi, en hún hafði í för með sér afar mikla vinnu, einkum við heimflutning heyfengsins um langan veg og grýtta götu. Fjárbúskapur gerðist þó affalla- samur mjög í Norðfirði vegna riðu- sjúkdóms og var svo komið upp úr 1970 að fé hrundi niður. Skömmu eftir 1980 skar Hákon niður allt fé sitt. Hafði hann þá ákveðið að byrja kúabúskap og undirbúið það mál. í mikið var ráðist og undirbún- ingur var í höfn 1984 og mjólkur- framleiðsla í fullum gangi. Þau hjón Hákon og Sigurlaug sáu um mjaltir og hirðingu. Þeir sem til þekkja vita hversu mikil vinna fylg- ir kúabúskap og það alla daga árs- ins. Á sumrum bættist svo heyskapur- inn við. Þar naut heimiliö dyggrar aðstoðar Guðröðar,. sonar. þeirra hjóna, sem er sinnaður fyrir sveita- störf og harðduglegur. Hann rétti og hjálparhönd þegar svo bar undir við fjósverkin nú síðari tímana. Það gerði einnig yngsti sonurinn, Jón Björn, sem enn er heima en í skóla, nýorðinn 18 ára. Bjarni vann að heyskap á sumrum á meðan hann var við nám. Eftir leiðrétt- ingu mjólkurkvóta nýverið hyllti undir betri tíð í afkomu búskapar í Efri-Miðbæ, en búið stóð vel undir verulegum fjármagnskostnaði vegna búháttabreytinganna. Börn þeirra Hákonar og Sigur- laugar eru: Bjarni, stúdent og búfræðikandid- at, f. 30/4 1959, stundar nú bygg- ingavinnu, búsettur í Dilksnesi, Hornafirði. Hans kona er Finndís Harðardóttir, þau eiga tvo drengi. Halldóra Guðrún, f. 6/9 1960, húsmóðir og verkakona í Neskaup- stað. Hennar maður er Birgir Ól- afsson rafvirki. Þeirra börn eru þrjú. Sigurborg, stúdent, f. 28/8 1961, fæst við skrifstofustörf í Neskaup- stað. Hún er gift Bjarna Aðalsteins- syni, smiði og sjómanni. Þau eiga tvo drengi. Guðröður, bílstjóri og landbúnað- arverkamaður, f. 30/4 1962. Kvæntur er hann Þóru Bjarkadótt- ur og eiga þau einn son. Börn Þóru frá fyrra hjónaband, en maður hennar lést af slysförum, eru þrjú. Jón Björn, nemandi í Fjölbrauta- skóla Neskaupstað, f. 27/1 1973, enn í foreldrahúsum. Ég hef freistast til að rekja í gróf- um dráttum helstu atriði í lífs- hlaupi Hákonar Guðröðarsonar. Auk þess sem getið er vann hann að félagsmálum. Sat í stjórn Kf. Fram frá 1977 til dauðadags. Var í hreppsnefnd Norðfjarðarhrepps frá 1962 til 1990, þar af oddviti síðustu 8 árin. Þessum störfum skilaði Hákon vel, var glöggskyggn og framfara- sinnaður. Honum varð það mikil raun er Kf. Fram í Neskaupstað riðaði á barmi gjaldþrots um 1988, en það var á árum áður með traust- ari félögum. Á engan mun hallað þótt fullyrt sé að hvatning Hákonar og ákveðin afstaða til að forða félaginu frá gjaldþroti, auk viðtala við forsvars- menn í Samvinnuhreyfingunni, kunni að hafa bjargað því að samn- ingar náðust og félagið starfar enn. Mjólkurflutninga annaðist Hákon með búskapnum í liðlega tvo ára- tugi. Jafnframt hafði hann á hendi póstdreifingu í Norðfjarðarsveit frá 1967. Gestkvæmt var í Efri-Miðbæ, þar var oft margt í heimili, ekki síst á sumrin, þegar sumarbörn og heimafólk flögraði að hreiðrinu eftir skólavist vetrarins. Mín börn áttu eins og aðrir góðu að mæta hjá þeim hjónum og voru þar viðloða marga sumarparta. Fyrir það og fjölmargt er nú þakk- að. Veitingar og myndarskapur hjónanna var einstakur. Einstaka menn eru þeirrar gerðar aö þeir standa sem klettur, til þeirra er leitað og enginn á von á slíkir falla stendur fólk ráðþrota og hálflamað. En lífið heldur áfram. Miðvikudaginn 24. apríl um há- degisbil áttum við Hákon símtal, hinsta sinn. Helfregnin kom síðari hluta þess dags. Aðgætinn og þaulvanur maður verður fyrir slysi við vinnu sína og er látinn á augabraði. Öll stöndum við eftir með harm í hjarta. Eiginkonu, börnum, tengdabörn- um og barnabörnunum ungu bið ég Guðs blessunar og veit að end- urminningin um heilsteyptan drengskaparmanna og mikinn fjöl- skylduföður mun milda harm þeirra. P.t. Neskaupstað 30. apríl 1991 Friðjón Guðröðarson Með fáeinum línum langar mig til að kveðja kæran bræðrung minn Hákon Guðröðarson, bónda í Efra- Miðbæ í Norðfjarðarsveit, sem lést af slysförum langt um aldur fram 24. apríl sl. aðeins 54 ára. Foreldrar hans voru Guðröður Jónsson kaupfélagsstjóri frá Miðbæ og Halldóra Sigfinnsdóttir ættuð frá Borgarfirði eystra. Frá foreldrum hafði hann gott upplag og þeirra heimilisbragur hefur haft mótandi áhrif á hans heimili síðar. Þar voru ákvarðanir teknar og málin rædd í hans upp- eldi. Þegar við Hákon kynntumst fyrst var ég 7 ára. Báðir vorum við þá í sveit undir handarjaðri afa okkara. Ég smádrengur sem ekkert not var í, en hann 17 ára fuilgildur vinnu- maður. Þá strax leit ég upp til hans af mikilli aðdáun. í mínum huga gat hann flesta hluti og þá mat ég sérstaklega að eiga frænda sem var sterkari en nokkur sem ég hafði séð til áður. Góðri heilsu og mikill- ar hreysti hélt hann til hinstu stundar. Sína góðu konu fann hann í sveit- inni sinni, en hún er Sigurlaug Bjarnadóttir frá Þrastarlundi. Ung settu þau saman bú á jörðinni Efri- Miðbæ. Börnin komu fljótt og urðu 5 og í aldursröð heita þau: Bjarni, Halldóra, Sigurborg, Guðröður og Jón Björn. Allt er þetta myndarfólk sem stofnað hefur sín heimili nema yngsti sonurinn sem átt hefur heima í foreldrahúsum. Það er tekið eftir sumum mönn- um meira en öðrum, þeir hafa þannig fas og yfirbragð. Þannig var Hákon. Hann hafði skoðanir á mönnum og málefnum og var reyndar oft ekkert að pakka þeim inn í fínan pappír þegar hann sagði þær. En það sem fólk tók oftast eft- ir var hans persónuleiki. Kraftur og hvatning frá honum hafði áhrif og ég hef fyrir því ágætar heimildir að ef ekki hefði komið til hans atorka þá væri hans kaupfélag, en þar var hans stjórnarmaður, verr statt en ella í dag. „Drengur" var hann van- ur að segja við okkur hina þegar honum fannst þurfa að ýta á okkur. Hann var höfuð og herðar á stórri fjölskyldu og hann ásamt Sillu konu sinni naut þess að veita af rausnarskap fjölskyldu og vinum. Hann var heill í öllum býtum og smásálarháttur og meðalmennska í nokkurri mynd var honum víðs fjarri. Þessa naut ég og mín fjöl- skylda af honum. Slíkra manna er sárt saknað þegar þeir eru burtkallaðir snögglega en minning um mætan eiginmann, föður, afa, tengdaföður og vin er líka dýrmæt eign. Við verðum að trúa því að tíminn lækni sárin. Jón Júlíusson Kær frændi minn er dáinn. Burt kallaður á einu andartaki. Eftir sitj- um við lömuð og harmi slegin. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavlk 26. aprfl tll 2. mal er I Borgarapótekl og Reykjavlkurapótekl. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 aö kvöldi til kl. 9.00 aö morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknls- og lyfja- þjónustu eru gefnar I sima 18888. Neyðarvakt Tannlæknafólags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlöum. Slm- svari 681041. Hafnarfjöröun Hafnarljaröar apótek og Norö- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búöa. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvori aö sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er oplð i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öörum tlmum er lyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavfkur Opiö virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- dagakl. 10.00-12.00. Apótek Vostmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabæn Apótekiö er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Selljamamesl er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaö á sunnudögum. Vitjanabeiönir, slmaráöleggingar og tímapant- anir I síma 21230. Borgarspitalinn vaktfrá kl. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eöa nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu erugefnar I slm- svara 18888. Ónæmisaögeröir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöö Reykjavikur á þriöjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Seitjamames: Opiö er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi 612070. Garöabær Heilsugæslustöðin Garöaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I slma 51100. Hafharflörður Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suöumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræöistööin: Ráögjöf I sál- fræöilegum efnum. Slmi 687075. Landspftalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildln: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartimi fyrir feöur kl. 19.30-20.30. Bamaspftall Hringslns: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlæknlngadeild Landspitalans Hátúni 10B: Kl 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspftali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Botg- arspftalinn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúöir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandiö. hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftall: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16ogkl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaöaspítali: Heimsóknar- tími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspitali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhliö hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartfmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikuriæknlshéraðs og heilsu- gæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Simi 14000. Keflavfk-sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarog á hátíöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúktahúsiö: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusími frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Slökkvilið - Lögregla Reykjavík: Seltjamames: Lögreglan slmi 611166. slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 11100. Kópavogun Lögreglan sími 41200, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarflöröur Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreiö simi 51100. Keflavfk: Lögreglan simi 15500, slökkviliö og sjúkrabíll simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, sími 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsiö slmi 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 22222. Isafjöröur: Lögreglan slmi 4222. slökkviliö simi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.