Tíminn - 04.05.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.05.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. mai 1991 HELGIN 11 dýrið, sem þó hefur sennilega verið húnn, var sjálfsagt eigi lítilla launa vert, því að það hefur víst verið talið gersemi eigi lítil. Auðun fer síðan suður „með Rúmferlum" og kemst til Rómaborgar, enda segir ekki af dvöl hans þar. En á heimleið tók hann sótt mikla og gerðist févana, svo að hann verður að troða stafkarls stíg og biðja sér matar. Kemst hann þó norður til Danmerkur og er þá „kollóttur og heldr ósællegur". Þorir hann eigi að ganga fyrir konung í fyrstu, er hann sér glæsibraginn á konungi og hirð hans og matast úti „sem siður er Rúmferla, meðan þeir hafa ekki kast- að staf og skrepu". Sögn þessi sýnir, þótt hún kunni að vera ævintýr eitt, háttu almennra pflagríma um þær mundir, sem hún er skráð. Þeir fara gangandi og oft eða oftast í hópum með staf í hendi og poka á baki og biðja sér matar. Þeir taka oft sóttir á ferðinni, megrast og verða einatt illa haldnir „kollóttir og ósællegir", eins og það er orðað í sögninni. í Laxdælasögu segir að Gellir Þor- kelsson og Guðrún Ósvífursdóttir að Helgafelli hafí, er hann var nokkuð hniginn á efra aldur, farið utan, fyrst til Noregs og þaðan gengið suður til Rómaborgar. Á heimleið tók hann sótt í Danmörku og Iést þar. Er hann sagður hvfla í Hróarskeldu. Gellir var föðurfaðir Ara fróða, sem alkunnugt er, og hjá honum var Ari, þar til Gell- ir fór utan síðasta sinni, sem hefur verið 1072. En 1073 sýnist hann hafa andast, svo sem í nokkrum annálum segir, sbr. og íslendingabók Ara. „Utanferðar blóm“ Sagt er að Gizur ísleifsson, síðar biskup og Steinunn Þorgrímsdóttir, kona hans, hafi bæði farið suður til Rómaborgar. Gizur var farmaður mikill um eitt skeið ævi sinnar og hafa þau hjón sennilega gengið suð- ur meðan Gizur stundaði far- mennsku, líklega milli 1070 og 1080. Annars segir ekkert af því ferðalagi. Af suðurgöngum manna í þessum flokki á 12. öld eru nokkrar dreifðar sagnir. Árið 1118 segir að Sigmund- ur Þorgilsson, austfirskur höfðingi af Svínfellingakyni, hafi andast í Rómarför. Getið er Þórarins stutt- feldar skálds, er til Noregs kom á dögum Sigurðar konungs Jórsala- fara og gengið hafi suður. Hefur för sú verið farin nokkru fyrir 1130. Nikulás ábóti á Þverá, sem sagður er hafa sagt fyrir um suðurlönd og leiðir suðurgöngumanna, kom út samkvæmt íslenskum annálum árið 1154 að því er ætla má úr suður- göngu. Hefur hann gengið suður um eða rétt eftir 1150. Á þessu ferðalagi hefur hann sennilega aflað sér leið- arvísis um suðurlönd og leiðir pfla- gríma, sem hann hefur svo snúið á íslensku. Um líkt leyti eru þeir Halldór Bergsson frá Hvammi í Dölum, sá er fengið hafði Ingveldar Þorgilsdóttur Oddasonar á Staðarhóli, og Þorbjörn Vermundarson frá Hvoli í Saurbæ sagðir hafa ráðist til suðurgöngu og andast báðir í þeirri ferð. Gizur Hallsson, hinn nafnkunni lögsögumaður, var mikið utanlands og gerðist stallari Sigurðar konungs munns í Noregi. Sagt er að hann hafi verið betur metinn í Róm en nokkur íslenskur maður fyrr af mennt sinni og framkvæmd. Má af þessu ráða að hann hafi farið til Rómaborgar að minnsta kosti einu sinni, ef ekki oft- ar. Hafi honum orðið víða kunnugt um suðurlöndin og þar af hafi hann gert bók þá er heiti „Flos Peregrines- is“ — „Utanferðar blóm“. Er sú bók nú ekki til svo að menn viti, eflaust glötuð fyrir löngu. Það er líklegt að Gizur hafi farið til Rómaborgar ná- lægt miðri 12. öld, ef til vill með Halli föður sínum Teitssyni biskups- efni, sem andaðist 1150 á leið norð- ur, eins og áður er getið. Að því er virðist 1175 fór Þórir prestur hinn auðgi Þorsteinsson í Deildartungu utan með konu sinni, Þórlaugu Pálsdóttur Sölvasonar, prests í Reykholti. Höfðu þau hjón átt böm sem öll önduðust. Konan sýnist hafa harmað bömin mjög og tók vanheilsu og fyrir bænarstað hennar tóku þau sig upp til Rómar-' Kirkjur voru margar veglegar í Noregi á dögum suðurgöngufara. Þetta er dómkirkjan í Hamar, reist 1153. ferðar. Voru þau fyrst tvo vetur í Nor- egi, og þar ól Þórlaug sveinbam, sem þau Iétu eftir í Noregi. Á suðurleið andaðist Þórir prestur í Lucca á ítal- íu, en Þórlaug hélt áfram ferðinni og komst til Rómaborgar, en á norður- leið andaðist hún líka. í sambandi við ferðalag þeirra Þóris prests er og getið prests nokkurs breiðfirsks, er Jón hét Þórhallsson og þá var í suð- urgöngu. Eftir þau Þóri og barn þeirra varð frægt erfðamál, Deildar- tungumálin svonefndu, sem eigi þarf hér að rekja. Á dögum Magnúsar konungs Er- Iingssonar var við hirð hans íslensk- ur maður að nafni Máni og var hann skáld. Gekk hann suður, kom aftur stafkarl, „kollóttur, magur og nær klæðlaus". Svipar sögn þessari að þessu leyti til sagnarinnar um Auð- un Vestfirðing. Hvaltennur handa heilögum Tómasi Rækilegast segir af suðurför hins ágæta höfðingja og læknis Hrafns Sveinbjarnarsonar á Eyri við Amar- fjörð. Ferð þá sýnist hann hafa farið nokkru fyrir 1200, því að hún virðist vera farin áður en hann gengur að eiga Hallkötlu Einarsdóttur úr Kall- aðamesi og áður en hann tekur við goðorði eftir föður sinn. Hrafn siglir af Noregi til Englands og sótti þar heim hinn heilaga Tómas erkibiskup af Kantaraborg. Færði hann honum tennur úr hval sem komið hafði á land, en rak aftur út og náðist fýrir áheit á hinn helga Tómas. Segir að Hrafn hafi varið fé sínu þar til must- eris, sem sjálfsagt merkir það að hann hafi gefið til kirkju dýrlingsins og „falið sig þar undir þeirra bænir“. Mun svo eiga að skilja þetta að gjöfin til kirkjunnar hafi verið með því for- orði að prestar hennar bæðu fyrir honum. Af Englandi fór Hrafn „suð- ur um haf“ og „sótti heim hinn helga Egidíum í Uansborg." Þessi borg er víst borgin Toulouse á Frakklandi, sem stendur við fljótið Garonne, nokkuð fyrir norðan Pyreneafjall- garðinn. Þar eru jarðneskar leifar þessa dýrlings geymdar. Heitir borg- in á kirkjulatínu Tolosanum, sem fyrr segir, og gæti nafnið látið í eyra Norðurlandabúa svo að hann hefði gert úr því Uiansborg, en gæti þó eins vel eða öllu heldur átt við bæinn St. Gilles. Þar sem Hrafn er sagður hafa siglt af Englandi „suður um haf‘, þá hefur hann líklega siglt það- an suður til Normandí og gengið síð- an suður Frakkland til Toulouse. Þegar Hrafn kom þangað þá minnt- ist hann alþýðuróms um það að Eg- idius hinn helgi veitti af verðleikum sínum mönnum eina bæn, þá er maður vildi helst biðja. Bað Hrafn þess að eigi skyldi auður eða metorð svo veitast honum að „þeir hlutir hnekkti fyrir honum fagnaði himna- ríkis dýrðar“. Og segir söguhöfundur að Kristur muni hafa veitt Hrafni þessa bæn fýrir verðleika dýrðlings- ins. Frá Iiiansborg fór Hrafn „vestur til Jakobs“, þ.e. vestur Frakkland og alla norðurströnd Spánar til St. Jago, sem er nær nyrst á vestur- strönd Spánar og hét St. Jago di Compostella, sem fyr er sagt. Þar eru jarðneskar leifar Jakobs postula ann- ars með því nafni. Þaðan fór Hrafn til Rómaborgar, sjálfsagt sömu leið aft- ur til Toulouse og þaðan sem leið liggur allt til Rómaborgar. Þar segir ekki annað um hann en að hann hafi falið „líf sitt á hendi guðs postulum og öðrum helgum mönnum". Síðan hafi hann farið sunnan frá Róm „ok varði fé sínu til helgra hluta, þar sem hann kom“. Hefur hann keypt ýmsa helga muni, sem víða voru hafðir á boðstólum á þeim dögum og mikið þótti undir að eiga. Slíkt hafa margir aðrir pflagrímar sjálfsagt gert eftir því sem efni leyfðu, eins og áður er að vikið. Hrafn var ágætur læknir og mætti þess geta til að hann hafi á ferð sinni aflað sér nokkurrar þekk- ingar í þeirri grein, enda voru þá læknaskólar komnir á fót bæði í Frakklandi (París, Montpellier) og á Ítalíu (Salerno, Bologna). í för með Sigurði Jór- salafara Ferðir íslenskra manna alla leið til Jerúsalem hafa að sjálfsögðu verið miklu fátíðari en Rómarferðir þeirra, enda eru sagnir um Jórsalaferðir ís- lenskra manna mjög fáar. Áður hefur verið talað um Jórsalaför Stefnis Þorgilssonar og Þorvalds Koðrans- sonar. Sigurður konungur Magnús- son berbeins fór til Jórsala mikinn leiðangur, sem Snorri segir frá í Heimskringlu, sögu Sigurðar Jór- salafara. í för með Sigurði konungi kunna nokkrir íslendingar að hafa verið fleiri en um er vitað. Þrjú ís- lensk skáld hafa kveðið um konung og ferðalag hans, en ókunnugt mun vera hvort nokkurt þeirra hefur tek- ið þátt í förinni. Hins vegar er kunn- ugt um einn íslenskan mann, sem með Sigurði konungi var f Jórsalaför hans, Hermund Þorvaldsson frá Vatnsfirði. Jórsalaför Arons Kunnasti íslendingurinn sem sagt er að hafi farið til Jórsala í fornöld er Aron Hjörleifsson. Hefur hann farið för þá einhvem tíma nálægt 1230, að því er virðist. Hafði Aron verið gerð- ur sekur skógarmaður eftir Gríms- eyjarfund árið 1222 og komist til Noregs eftir allmikla hrakninga hér á landi. Hafði hann fengið hirðvist með Skúla jarli. Eftir vetrardvöl þar beiddist Aron fararleyfis, með því að hann hefði heitið Jórsalaför. Tók jarl því seint, en Aron taldi sér mikla nauðsyn að efna heit sitt og fór í óleyfi jarls. Urðu þeir 16 saman í för þessari, þar á meðal einn maður ís- lenskur, sem Eyjólfur hét. Á leiðinni til Jórsala kom upp sótt í liði þeirra og létust nokkrir, en Aron og þeir sem af lifðu sóttina með honum léttu eigi ferðinni íyrr en þeir komu til Jórsala „ok könnuðu þá staði er þeir vildu“. Ólafur hvítaskáld, sem sagður er hafa verið vinur Arons, kvað um Aron og utanferð hans, þar sem segir að hann hafi farið til Jó- sala. Síðari helmingur vísunnar, sem til er færð, er svo: Nafn rak út við ýtra Jordan við þrek stóran skjaldar Freyr inn skýri skógarmanns afgnógu. Aron rak skógarmannsnafnið af sér við ýtra Jordan. Hefur hann laugað sig í hinu helga fljóti og þar með hreinsað sig af syndum sínum að trú almennings. Á helgi fljótsins var auðvitað mikil trú, eins og lýsir sér i orðum sem til eru færð eftir Guð- mundi biskupi Arasyni, þar sem hann er látinn segja sig trúa því að Jórdan sé jafn heilög, þar sem Krist- ur var skírður upp úr henni, milli uppsprettu og ósa. Einn meðal votta að birtingu ost- tollabréfs Viðeyjarklausturs á Alþingi 1226 er nefndur Jórsala- Bjöm. Bendir viðumefnið til þess að maður þessi, sem eflaust hefur verið í betri bænda röð, hafi farið til Jórsala. Árið 1241 skýtur upp manni sem sýnist hafa verið vestfirskur og Jór- sala-Bjarni er nefndur. Sýnist mað- ur þessi einnig hafa verið í betri bænda tölu og virðist hafa farið til Jórsala. Loks segir að Sighvatur Böðvars- son frá Stað á Ölduhrygg, bróðir Þorgils skarða og bróðursonur Sturlu lögmanns Þórðarsonar, hafi farið Jórsalaför úr Noregi 1266, en hann andaðist í Rauðahafinu á leið- inni þangað. Rauðahafið er eins og kunnugt er milli Afríku og Asíu (Ar- abíu) og alls ekki á þeirri leið sem pflagrímar, sem komið hafa frá ítal- íu eða af Balkanskaga hafa farið á leið til Jerúsalem. Sögnin um andlát Sighvatar á leið til Jerúsalem er sjálfsagt sönn, en hitt mun missögn vera að hann hafi andast í Rauðahaf- inu. Hann hefur sennilega andast í Miðjarðarhafinu á leið frá Ítalíu eða Balkanskaga. Þann varnagla verður að slá að vel mega suðurgöngumenn fleiri vera nafngreindir í heimildaritum en hér em taldir, þó að ég hafi ekki rekið mig á þá. En naumast eru þeir þó margir. Skiptir það og eigi miklu, enda var takmarkið með greinar- korni þessu að veita einungis nokkra yfirsýn um ferðir þessar, tak- mark þeirra og þýðingu." Hér lýkur grein Einars Amórssonar um suðurgöngur og skal undir það tekið með höfundinum að lesendur megi nú hafa yfirsýn gleggri en áður um þetta sérstaka og merkilega efni úr sögu þjóðarinnar. Byggingameistarar Húsbyggjendur Smiðsbúð, byggingavöruverslun, hefur nú til sölu mótatimbur og sperruvið á ótrúlega hagstæðu verði. SPARIÐ ALLT AÐ 40% Ath. nú tekurþaðþvíaðgera VERÐSAMANBURÐ Pantið með 1 % til 2ja Seljum ennfremur: nianaOa, Tynrvara, sperrur og plankavið, svo Spónaplötur, eldvarnarplötur, tryggt sé að fá eldvarnarmálningu, panel, plastlagðar réttar stærðir og lengdir plötur í hillur o.fl. málaðar loftaplötur, þegar bygging hefst og þar aðaukimeð tjörutex 12 mm krossvið, steinull o.m.m.fl. 3% lægra veroi ' '' j Semjiö um heildarpakka SMIÐSBUÐ Smiðsbúð 8 * Garðabæ - Sími 91-656300 - Fax 656306

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.