Tíminn - 04.05.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.05.1991, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur4. maí1991 NYR ÞJÓNUSTUSÍMI 91 - 68 65 00 Frá og meö 2. maí 1991 bætum viö enn þjónustu okkar með því aö taka í notkun nýjan þjónustusíma fyrir varahluti í bíla og vélar. Síminn er 91-68 65 00. Við minnum einnig á telefaxnúmerið fyrir varahluta- verslunina, 91-67 46 50. Skiptiboröiö og varahlutaverslunin veröa opin alla virka daga frá klukkan 8-18. Einnig er hægt aö fá samband viö varahluta- verslunina í gegnum aðalsímanúmer fyrirtækisins, 67 00 00. JXgfinyföDMJ Mlésúiðfig HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 AUGLÝSING um styrki Evrópuráðsins á sviði læknisfræði og heilbrigðisþjónustu fýrir árið 1992 Evrópuráðið mun á árinu 1992 veita starfsfólki heilbrigðisþjónustu styrki til námsferða í þeim til- gangi að styrkþegar kynni sér nýjungar í starfs- greinum sínum í löndum Evrópuráðsins Styrktímabilið hefst 1. janúar 1992 og lýkur 1. desember 1992. Um er að ræða greiðslu ferða- kostnaðar og dagpeninga 252 franskir frankar á dag. Hvorki kemur til greiðslu dagpeninga né ferðakostnaðar af hálfu ríkisins. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 55 ára, hafa gott vald á tungumáli þess lands sem sótt er um og ekki að vera í launaðri vinnu í því landi. Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, sem veitir nánari upplýs- ingar um styrkina. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 25. maí nk. Ákvörðun um styrkveitingar verður tekin í Evr- ópuráðinu í lok nóvember nk Heilbrígðis- og tryggingamálaráðuneytið 30. apríl 1991 LANDSVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna bygg- ingar 220 kV Búrfellslínu 3 (um 24 km frá Sandskeiði að Hamranesi) í samræmi við útboðsgögn BFL-14. Útboðsgögn verða afhent frá og með föstudeginum 26. apríl 1991 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3000,- Framkvæma skal jarðvinnu í 64 turnstæðum, sem tengist niðursetningu á undirstöðum og stagfestum og koma fyrir bergboltum. Heildarverklok eru 15. september 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitis- braut 68,103 Reykjavík, eigi síðar en föstudaginn 17. maí 1991 kl. 12:00 en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 13:30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. HVAL- TENNUR gersemi mikla, og fengið bréf hans til páfa, sem sendi svo bréf sitt með ís- leifi til erkibiskupsins í Bremen, þar sem erkibiskupi var boðið að veita ís- leifi vígslu. Fór vígslan fram 1056, sem kunnugt er. M var eigi settur biskupsstóll á íslandi, en ísleifur hef- ur verið svonefndur episcopus regi- onalis, en ekki vígður til ákveðins staðar. Eftir andlát ísleifs biskups var Gizur sonur hans kjörinn biskup á Alþingi. Gizur fór svo til Saxlands og hefur ætlað að taka vígslu af erkibiskupi þar. En þá hafði páfi tekið allt emb- ætti af honum, svo að Gizur varð að fara á fund páfa, sem fól öðrum erki- biskupi þýskum að veita honum vígslu. Þetta hefur gerst árið 1081. Þegar þriðji íslenski biskupinn, Jón Ögmundsson, var kjörinn og Hóla- biskupsdæmi hafði verið sett á stofn og ákvörðun páfa hefur verið fengin þar um, þá hafði erkibiskupsstóll ver- ið settur í Lundi, og hefði Jón bisk- upsefni því að venjulegum hætti get- að fengið þar biskupsvígslu. En svo var háttað að biskupsefni hafði átt tvær konur og treystist erkibiskup því eigi til þess að vígja hann, með því að leyfi páfa þyrfti að koma til. Varð bisk- upsefni því að sækja á fund páfa til þess að fá leyfi til að taka vígslu. Fékk biskupsefnið páfaleyfið og tók síðan vígslu af erkibiskupi í Lundi, Iíklega árið 1107. Eftir það þurftu biskupar á lýðveldistímanum ekki að sækja til páfa til þess að fá leyfi til vígslu. Hall- ur Teitsson hefur þó líklega sótt á páfagarð, því að svo segir í Biskupa- annálum að hann hafi andast í TVekt (1150) „er þeir fóru aftur". Kæruför Kygri-Bjöms Kærumál á hendur kirkjuvalds- mönnum komust stundum allt til páfa. Svo var um mál Guðmundar biskups Arasonar. í Guðmundarsögu Arngríms ábóta Brandssonar segir að það sé „vísvitað" að Kygri-Bjöm prestur, sem jafnan var óvinur Guð- mundar biskups, hafi farið til Noregs og þaðan eigi miklu fyrir þingið í Lat- eran (1251) til Rómaborgar með kær- ur á hendur Guðmundi biskupi. Far- ar þessarar er annars ekki getið í heimildaritum vorum. Þá segir og í sama riti að Guðmundur biskup hafi alllöngu síðar (1225) sent prest sinn, Ketil að nafni, úr Noregi til Róma- borgar til þess að greiða mál sín, eins og áður getur. Áheit í sjávarháska 3. Þegar menn lentu í lífsháska, sótt- ir gengu yfir eða annar ófamaður vofði yfir, þá var það algengt að menn gerðu heit um það að framkvæma ýmislegt, sem þeim mátti til erfið- leika eða sjálfsafneitunar horfa, en talið var guði kært, svo sem ölmusu- gjafir, bænahald og pílagrímsferðir. Var þá trú manna að Guð mundi af- stýra þeirri hættu eða ófarnaði sem yfir vofði. í einni af sögum Guðmund- ar biskups Arasonar er sögn um eitt slíkt heit. Á útsiglingu til biskups- vígslu tóku þeir biskupsefni réttu stóra í hafi og bámst mjög afleiðis, svo að þeir þóttust mjög í hættu staddir. Þá ræðir biskupsefhi að allir menn á skipinu skyldu ganga til skrifta og kennimenn allir skyldu gera krúnur sínar og skyldi stofna heit. Var það þegar gert. Hétu þeir að gefa af sekk hverjum, þ.e. af vamings- sekk hverjum, sem þeir höfðu í skipi og gera mann til Róms og gefa hálfa mörk vax hver maður til kirkna. Og lægði þá þegar veðrið. Má af þessu marka að mikils hefur þótt vert um Rómarför. Því er trúað að þá mundi guð láta þá komast af, ef slíkri för væri heitið ásamt heitum um fégjafir til kirkna. Gjafir af vamingnum hafa að líkindum átt að fara til Rómarferðar- innar og til gjafa í Rómaborg. Slík heit sem þessi var heilög skylda að efha sbr. Kristnirétt Áma biskups 19. kapít. Ekki greinir um efndir þessa heits, en að sjálfsögðu má gera ráð fyrir þeim. Þorvaldur Snorrason í Vatnsfirði fór að Hrafni Sveinbjamasyni óvömm á Eyri í Arnarfirði 4. mars árið 1213 og lagði eld í bæinn. Hrafn bauð þá sér til lífs „að ganga suður til hjáipar hvomm tveggja". Hrafn bauð hér að gera heit sér til lífs. Suðurgönguna hugsar hann þó eigi aðeins sér til lífs og sáluhjálpar, heldur skyldi hún einnig verða Þorvaldi til sálubóta. Hugsunin er víst sú að Hrafn ætli að friða fyrir sál Þorvalds með fyrirbæn- um sínum. Þorvaldur tók þó ekki þessu boði Hrafns, heldur lét hann höggva Hrafn, eins og kunnugt er. Suðurferðir ýmissa vígamanna 4. Með því að ferðir til heilagra staða vom taldar svo afarvænlegar til sálu- hjálpar, þá hlaut þeim mönnum, sem í ýmiss konar vandræði eða stórræði höfðu ratað, auðvitað að vera talið hagfellt til sálubóta að ganga suður til Rómaborgar. Þessi hugsun kemur víða fram í verki. Eins og getið var em þeir Brennu-Flosi og Kári Sölmund- arson báðir sagðir hafa gengið suöur. Hvort sem svo hefur verið eða ekki, þá er hitt víst að höfundur Njálssögu þekkir vel þessa hugsun og hefur trú samtímamanna sinna á verkunum suðurgöngunnar. Þess var og getið áður að Bjarni Brodd-Helgason er sagður hafa gengið suður og andast í þeirri ferð. Allir þessir menn höfðu vafið sig nokkmm vandræðum. Flosi hafði brennt saklausa menn inni, en hinir höfðu vegið allmarga menn. Skáld-Helgasaga lætur Helga ganga suður og taka lausn af sjálfum páfan- um, en engar reiður má á þeirri sögn henda. Eftir bardagann við Kakalahól var Þorvarður Höskuldsson og frændur hans nokkrir gerðir utan þrjá vetur. Fóm þeir fyrst til Noregs, en síðan til Danmerkur. Þaðan hófu þeir suður- göngu og komust til Rómaborgar. En á norðurleið andaðist Þorvarður. Þetta hefur gerst laust eftir 1050. Eft- ir víg Halls Kleppjámssonar gekk Kálfur Guttormsson suður og tók lausn mála sinna. Fyrir víg Hrafns Sveinbjamarsonar (1213) var Þorvaldur Snorrason gerð- ur utan og skyldi hann eiga útkvæmt eftir fimm vetur „nema hann færi á fund páfa og sættist við hann og fengi það af honum að hann væri utan þrjá vetur". Svo segir að Þorvaldur hafi farið utan og gengið suður til Róms og verið utan þrjá vetur. Hugsunin mun vera sú að Þorvaldur skyldi taka lausn og skriftir á páfagarði fyrir ill- virki sín, brennu, rán og fleira. Þetta hefúr hann sjálfsagt gert og stytt þar með utanvist sína. Eftir víg Bjamar Þorvaldssonar á Breiðabólstað 1221 var Guðlaugur Eyjólfsson á Þingvelli af ætt Odda- verja sagður hafa ætlað til Rómaborg- ar, en andaðist á leiðinni. Var hann talinn svo sakbitinn eftir víg Bjamar að hann var meðal þeirra manna sem Þorvaldur Gizurarson, faðir þess vegna, gerði utan. Eftir víg Kálfs Guttormssonar (1234) fóm Kolbeinn ungi og fylgdarmenn hans þrír, Þórólfur Bjamason, Sig- urður Eldjámsson og Þórður þumli Halldórsson, utan og fóm allir suður til Rómaborgar ríðandi suður og sunnan og komu allir út um sumarið 1236. Hafa þeir sjálfsagt gengið til skrifta en eigi sést það að för þessi hafi mikið mildað skap Kolbeins eftir því sem síðar kom fram. Eftir víg þeirra Ormssona, Sæmund- ar og Guðmundar (1252) var Jóni karli Ögmundarsyni Digur- Helga- sonar „gert að ganga suður“ og vera utan þrjávetur. Suðurganga Gizurar Þorvaldssonar Sumarið eftir Hauganessfund 1247 vom þeir Gizur Þorvaldsson og Þórð- ur Kakali báðir í Noregi. Þórður fór þá til íslands en Gizuri var haldið eft- ir í Noregi. Undi hann þá hag sínum allilla og réð það þá af að ganga suður til Rómaborgar ásamt Brodda Þor- leifssyni, Þorleifi hreimi, systursyni sínum, Árna beisk, sem vegið hafði Snorra Sturluson, og nokkmm fleir- um fylgdarmönnum sínum. Gizur hafði stofnað til Örlygsstaðabardaga og orðið valdur að vígi Snorra Sturlu- sonar og hefur því haft nokkur stór- virki og illræöi á samviskunni auk leiðinda vegna kyrrsetningarinnar í Noregi. Árni beiskur mátti og hafa yf- irbótar þörf fyrir víg Snorra Sturlu- sonar. Segir sagan að Gizur hafi feng- ið lausn allra mála sinna á páfagarði, og komust þeir félagar heilir aftur til Noregs. Annars er ekki ólíklegt að Gizur hafi gengið fyrir kardinálann sem sumarið 1247 kom til Noregs og að samtal þeirra kynni að hafa ýtt undir Rómarför Gizurar. Árið 1259 segir að Ásgrímur Þor- steinsson bróðir Eyjólfs Þorsteins- sonar ofsa færi utan og „út til páfa“. Ásgrímur hafði verið að Flugumýrar- brennu 1253 með Eyjólfi bróður sín- um og á Þverárfundi 1255. Hefur honum sjálfsagt ekki veitt af að létta á samviskunni með því að skrifta, sýna iðmn og fá lausn. Ásgrímur kom út árið 1262 og var einn þeirra er skatt- inn sóm. Þess má geta hér að sagan lætur þau Þorstein drómund og Spes fara úr Noregi og ganga suður til Rómaborg- ar til þess að friðþægjast við heilaga kirkju fyrir hjúskaparmisferli sín. Eiga þau að hafa tekið lausn og skrift- ir í Rómaborg og gerst síðan einsetu- menn, sbr. Grettissögu. Ber öll sagan um þetta klerkakeim mikinn og er ágætur vottur um tíðarandann, sem ríkti, þegar hún var skráð. Sálubótargöngur 5. Það ræður að líkum að nokkrir hafa gengið suður héðan af landi sér til sálubótar, þó að ekki væri svo um þá farið sem taldir vom upp í fjórum flokkunum hér að framan. Bæði hef- ur sumum leikið forvitni á því að kynnast suðrænum löndum og suð- rænum þjóðum og allri þeirri dýrð og auði, sem suðurfarar hafa sagt frá. Margur hefur líka talið sér þarflegt til sálubótar að leggja á sig það erfiði og taka á sig þá áhættu sem slíkri för var samfara. Ráða má þaö af nafnaskránni frá Reichenau, sem áður var getið, að nokkur strjálingur karla og kvenna hafi héðan gengið suður. Af þeim 39 nöfnum íslenskra manna, sem skráin geymir, sýnast tíu eða sem næst fjórði hluti vera nöfn kvenna. Sýnist þar af mega ráða að suðurgöngukonur hafi verið miklu færri en karlar enda er við því að búast. Sagnir hafa auðvitað einungis geymst af þeim suðurfömm, sem eins og fyrr segir, em af einhverj- um ástæðum kunnir menn eða af því að eitthvað sögulegt gerðist í sam- bandi við förina. Flestir hinna hafa gleymst, hvort sem þeir komu aftur eða ekki. Áður er Auðar Vésteinsdóttur og kristniboðanna Stefnis Þorgilssonar og Þorvalds Koðranssonar getið, svo og Sighvats skálds Þórðarsonar og Bersa skálds Skáld-Torfusonar, sem sagður er hafa farið með Sighvati. Auk þessara manna er nokkurra suð- urgöngumanna getið frá 11. öld, sem skipa má í þennan flokk. Þar til má fyrst nefna Guðríði Þorbjamardóttur, konu Þorfmns karlsefnis. í Græn- lendingasögu er hún sögð hafa farið utan og gengið suður. Ætti þetta að hafa gerst 1020-1030. Sögð er hún hafa aftur komið heim til bús Snorra sonar síns og gerst síðan nunna og einsetukona meðan hún lifði. Sögn um suðurgöngu Guðríðar mátti vel hafa geymst meðal niðja hennar og mun því naumast vera ástæða til að rengja frásögn þessa. Um 1045 er Þorsteinn Síðu- Hallsson sagður koma til Noregs úr Rómarför skv. Flateyjarbók. Auðun vestfirská Merkileg er í þessu efni sögnin af Auðuni hinum vestfirska. Hann kem- ur til Noregs á dögum Haraldar harð- ráða (d.1066), fer þaðan til Danmerk- ur og gefur Sveini konungi Úlfssyni bjamdýr, sem hann hefur haft með sér af Grænlandi. Tjáir hann Sveini konungi að hann hyggi á suðurgöngu og kallar konungur það „gott ráð“. Lætur sagan konung fá Auðuni „silf- ur mjök mikit“ til ferðarinnar. Bjam-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.