Tíminn - 04.05.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.05.1991, Blaðsíða 8
16 HELGIN Laugardagur 4. maí 1991 Kætumst meðan kostur er Þá er dagur verkalýðs- ins genginn um garð rétt einu sinni. Ræð- urnar á Lækjartorgi voru með skörulegra móti. Hafnarverka- maðurinn talaði í þeim anda sem menn gerðu hér áður og fyrr meir og það var hressandi að heyra og minnti á and- ann í þriðja erindinu í Sósíalistamarsinum: „Á heimilum vorum er hungur og sorg/ fólk horað og nakið og kalt./ í auðmannsins gluggum, sem glitra við torg/ er glóbjart og skínandi allt ..." Ég hefi ekki í mörg ár heyrt skeleggari ræðu fyrsta maí og þótt for- maður BSRB hvessti sig að sönnu sæmilega, þá glitti í hagfræðilega hugsanaganginn milli orðanna, sem maður er orðinn svo þreyttur á. Eiginlega er það afleitt hve komið er úr móð að tala til til- finninganna. En þrátt fyrir nokkuð góðan fund er ósenni- legt að þarna hafi tekist að blása út nokkurn baráttukraft, því samstaða alþýðusamtaka á bágt þessi árin. Sennilega hafa menn gengið frá fundinum ráðnir í að treysta fremur á það er þeim má takast að klóra upp sér til bjarg- ræðis hver í sínu skoti, fremur en treysta á mjög svo ótryggan samstöðumátt. Fréttirnar herma líka að 1. maí hafi verið dauflegur víðast hvar um heiminn nema þá víst helst í Tyrklandi, þar sem samsafnaður þennan dag er blátt áfram harð- bannaður. Minnti iögregla ein- hverja á þetta með þeim hætti sem Tyrkir hafa getið sér svo mikið orð fyrir í aldanna rás. En hví er allri verkalýðsbaráttu svo mjög siginn larður? Er það ekki hin ógurlega riðlan og hrap „verkalýðsríkisins" sem búið var að fórna slíkum ósköpum til að kom á fót í A-Evrópu? Verða ekki allir að kannast við að það sé líklegasta skýringin? Þetta „ríki“ sem fyrir svo skömmu minnti á voldugan björn er bauð af sér mikinn ótta, er nú lúið og mætt af stórum sárum. Mætti halda að fagnaðartíð væri gengin í garð meðal þeirra er fyrr skulfu frammi fyrir mætti þess og þeirra er ekki fengu sig hrært undir hrammi þess. En svo ætlar ekki að reynast og enn verður mann- leg skammsýni sér til athlægis. Jóhannes Páll páfi notar sér líka verkalýðsdaginn til að vara menn við í post- ullegu umburðarbréfi að fagna ekki um of. Boðskapurinn um jafnaðrríki undir kommúnisma hefur reynst loftsýn. En hann tryggði vissan stöðugleika um ára- tugaskeið, sem nú er rokinn út í veður og vind. Og þá er ekki um annað að gera en finna upp nýjar vit- ieysur handa þeim sem þjást við ein- hverjar af þúsund plágum mannlegrar tilveru og markaðshyggjan mun vissulega lítið fá hjálpað upp á. Hverjar þær verða mun vissulega koma nógu snemma á daginn. En meðan ómarnir af „Internation- alinum" deyja út í fjarska og við bíðum baráttuhljómkviðu nýrr- ar aldar verður „intermessóið" hjá flestum lfklega bragurinn gamli: „Kætumst meðan kostur er“. Gettu nú Það var Stóra-Borg undir Eyjafjöllum sem síðast var hér í „Gettu nú“. Nú er það sér- kennileg en lagleg kirkja á Suðurlandi sem við biðjum les- endur að þekkja. Hver er hún? KROSSGÁTA 51 llll \ Z< fRft íNHLANDI V ■* SPjÍA'/V’ ruWl SOGJD © ti&ti MoskV' flufl mm ÍSf. . SWfLR GflEIU- IK rusKfl ••• TÚNPl SvfluflK SflRG 9 STOTT- fl 7? { 2 srnFui\ fUvr dHRe/n- KIR ► & ORG bvorvo 5 Fl/GL SKlSfl ÚTÚR 0 \ £/■. i■ íírs. Tur. 5 YÍPRfl Lvr 0 r 7?£IK- AR GB/ENL. 80'HG, KRDPP- ftR 6 G£Rpl £ TrJj ‘tí/an VflKN'4 5 SK/ÍLD 5 51 SKflfil JoRp H MWNS L Dc-rre ■ LYKT flRTuG VEIN Hfírib- OFFWF, KÍN DUNI 8 BrBLtLi- BuRií MEN EF/vrs 1 LEGIL Smr. RtlLL/lK ffíTI 1 flfH. UM - FKRM 1 ENN- FftMUR S6/ N - ftrruR ’ sinp fiypj/i GFTfl VáJKV- ARI TíflNG - flL-fl R GtES HflSfl R þEFAF •So // yviK- INDfl f\N SA a IvÆFt- VÓM[ VDfNS FJoRÍI^ /6 SIN /M ÖSF I'EIKRI Fálm FULiG - ,V£i- d/e am /vor HNUSl 4o STarf ELDUÐU LYUDU Æ. FREF f\ - Hó GRuW - I'oPai' S VLTfl mp /2 7o M pýpi ■iOoo "Z.AST 'fyrr ► EINS BJ.ÓMI i3 stór LINK- UN N dflUL KRÍT Kdrn F L /5 ShlEODí SKI P- AÐ\ HMLS fijDT /H *— « 'R.VlK. 'flfT fticT ~xr ► Ul T- INN ÍH tz

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.