Tíminn - 04.05.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 4. maí 1991
HELGIN
19
T
■—--------------------------------------------—— ------------------------
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
út úr húsinu. Það var aðeins ein leið
út úr íbúðinni, dyrnar fram á gang-
inn — nema því aðeins að hann
hefði stokkið fram af svölunum,
sem þótti ólíklegt þar sem fallið var
rúmir sex metrar. Fyrir neðan sval-
irnar voru girðingar og grjót og það
virtist útilokað að nokkur hefði get-
að stokkið þar niður án þess að
stórslasast.
Rannsóknin var nú komin í þrot.
Lögreglumennirnir ákváðu því að
staldra við og bíða hvort tækni-
deildin hefði náð í eitthvað á vett-
vangi sem vísað gæti þeim leiðina.
Ekkert kom í ljós.
Lögreglan tók því aftur við að
rannsaka fortíð JoAnn Clemons í
þeirri von að fá bitastæðar upplýs-
ingar. Vinir hennar og ættingjar
voru vandlega yfirheyrðir.
Nágrannar JoAnn og samstarfs-
menn á barnaheimilinu þar sem
hún vann lýstu henni sem viðkunn-
anlegri og þægilegri manneskju.
Flestir dáðust að því hvað hún vann
mikið til þess að geta séð dóttur
sinni fyrir þeim þörfum sem ung-
lingar hafa. Flestir sögðu líka að
þeim mæðgunum hefði komið frá-
bærlega vel saman.
Móðir og dóttir
Flestir — en ekki allir. Konan sem
bjó í íbúðinni við hliðina á þeim
mæðgum skýrði frá því að þær
hefðu iðulega rifist með þvílíkum
látum að það hefði haldið fyrir
henni vöku um nætur.
Lögreglan komst líka að því að það
var ekki um neinn afbrýðisaman
elskhuga að ræða. Ef JoAnn hafði
verið með einhverjum karlmanni
vissu hvorki nágrannar hennar né
samstarfsmenn neitt um það.
„Hún helgaði sig alfarið uppeldi
Kurt Michaels greip til róttækra ráða til að vemda vinkonu sína fyrír þeim
misþyrmingum sem hann sagði móður hennar berta hana.
dóttur sinnar," sagði eitt vitnið.
„Hún reyndi hvað hún gat til að
hjálpa dóttur sinni í gegnum erfið-
leikana."
„Hvaða erfiðleikar voru það?“
spurði einn lögreglumaðurinn.
„Fíkniefni. Christina var komin á
kaf í fíkniefnaneyslu," var svarið.
Richard Bass rannsóknarlögreglu-
maður fór nú að velta fyrir sér þeim
möguleika hvort Christina hefði
sjálf ráðist á móður sína og drepið
hana og rifið föt hennar til þess að
láta líta út fyrir að nauðgari hefði
verið að verki. En hann var fljótur
að útiloka þá hugmynd. Það þyrfti
mjög sterkan mann, viti sínu fjær,
til að leika konuna svo illa sem raun
bar vitni.
En eftir því sem Bass heyrði meira
um ósamkomulagið milli mæðgn-
anna þeim mun meiri efasemdum
fylltist hann. Honum fannst óskýrt
hvarf Christinu eftir morðið einnig
mjög grunsamlegt.
Þegar lögreglan Ioks náði og gat
yfirheyrt Christinu sagðist hún
enga hugmynd hafa um það hver
hefði getað myrt móður hennar.
Nei, móðir hennar hafði aldrei
minnst á að dularfullur maður
veitti henni eftirför eða angrað hana
á nokkurn hátt. Nei, þeim höfðu
ekki borist símhringingar frá ein-
hverjum vitfirringum. Já, allt hafði
verið f sómanum milli þeirra
mæðgna.
En við nánari yfirheyrslur gerði
Christina nokkrar athugasemdir
sem urðu til þess, ásamt fleiri sönn-
unargögnum sem síðar komu í ljós,
að handtökuskipun var gefin út á
tvo menn. Daginn eftir voru Christ-
ina og mennirnir sett í varðhald og
sökuð um morð. Mennirnir tveir
voru Kurt Michaels, 24 ára, og
Darren Popik sem var nokkrum ár-
um eldri.
„Vemdarengillinn“
Fjórum dögum eftir að Kurt Mi-
chaels var handtekinn játaði hann í
viðurvist hraðritara. Aðalinntak frá-
sagnar hans var að hann hefði myrt
JoAnn Clemons með aðstoð Darren
Popik af því að JoAnn hefði mis-
þyrmt dóttur sinni bæði kynferðis-
lega og andlega svo árum skipti.
Aðspurður hvers vegna Christina
hefði ekki flutt burt, sagði hann
ástæðuna ofur einfalda. Það var
ódýrara fyrir hana að búa hjá móður
sinni en nokkurs staðar annars
staðar.
Um leið og Kurt Michaels hafði ját-
að á sig morðið hélt lögreglan til
unglingaheimilisins þar sem
Christina var í haldi. Þeir spurðu
hana um það hvort móðir hennar
hefði misnotað hana kynferðislega
og um barsmíðarnar sem Kurt hafði
sagt að hún hefði fengið ef hún neit-
aði kynferðislegum tilmælum móð-
ur sinnar. Svörin sem þeir fengu
voru bæði loðin og teygjanleg.
Þegar málið kom fyrir dóm í maí
1990 var réttarsalurinn troðinn út
úr dyrum. Lögfræðingur sem ríkið
hafði útvegað Kurt Michaels lagði
til að hann bæri við geðveiki, en
skjólstæðingur hans var ekki hrif-
inn af þeirri uppástungu. Michaels
ákvað þá að verja sig sjálfur, en
dómarinn krafðist þess að hann
fengi tvo réttarskipaða lögfræðinga
til að vera í forsvari fyrir sig. Micha-
els taldi það hinn mesta óþarfa, þar
sem hann væri fullfær um að leysa
þennan „smávanda“ sjálfur.
Meðan á réttarhöldunum stóð lýsti
dómarinn því yfir að hann væri því
feginn að fjölmiðlarnir hefði ekki
náð í söguna um kynferðislegu mis-
notkunina. En hún hlaut að koma
fram í dagsins ljós.
Kurt Michaels lýsti JoAnn Clem-
ons sem kynferðisglæpamanni.
Hann sagðist hafa stungið hana til
bana af því að hann hefði vorkennt
Christinu vinkonu sinni. Hann
sneri sér að kviðdómnum, en í hon-
um voru sex konur og sex karl-
menn, og lýsti því yfir að hann hefði
viljað leysa Christinu undan því
kynferðislega ofbeldi sem móðir
hennar hefði beitt hana. Hann sagði
líka að Christina hefði grátbeðið sig
um að myrða móður hennar. Svo
hann fékk tvo félaga sína, Darren
Popik og annan til — sem keyrði —
til að aðstoða sig við verkið.
Ríkissaksóknari hélt því fram að
Kurt Michaeis væri „andstyggilegur
lygari" sem væri aðeins að reyna að
bjarga eigin skinni. Ákæran á hend-
ur Kurt var morð að yfirlögðu ráði í
ábataskyni. Ef hann yrði fundinn
sekur myndi dómurinn hljóða upp á
aftöku í gasklefanum í San Quentin.
í opnunarræðu sinni kvaðst sak-
sóknari reiðubúinn að færa sönnur
á að Michaels og Popik hefðu myrt
konuna á meðan Christina — en
ekki þriðji karlmaðurinn — beið úti
í bfl.
Skoðunarferð
á vettvang
29. maí 1990 var farið með kvið-
dómendur í skoðunarferð í íbúð Jo-
Ann Clemons. Þeir tróðu sér inn í
litla svefnherbergið þar sem JoAnn
hafði verið stungin til bana á
grimmdarlegan hátt. Nokkrir kvið-
dómenda litu niður af svölunum, en
Kurt Michaels kvaðst hafa stokkið
þar niður þegar hann heyrði lög-
regluna berja á dyrnar.
Gaylor rannsóknarlögreglumaður
lýsti því hvernig lögreglan teldi að
morðið hefði átt sér stað, sam-
kvæmt rannsóknum sem gerðar
voru á vettvangi. Hann stóð á svöl-
unum og benti á bifreiðastæðið sem
tilheyrði fjölbýlishúsinu. „Þarna
beið Christina í bílnum.“ Hann
skýrði frá því að íbúar hússins hefðu
séð konu í bfl þar morðkvöldið, en
Michaels „vildi telja ykkur trú um
að það hefði verið þriðji karlmaður-
inn.“
Gaylor lýsti því fyrir kviðdómend-
um hvernig Darren Popik, Christ-
ina Clemons og Kurt Michaels hefði
beðið á bifreiðastæðinu eftir því að
JoAnn slökkti ljósin og legðist til
svefns. Eftir að slökkt hafði verið í
íbúðinni héldu mennirnir tveir upp
í íbúðina og opnuðu með lykli sem
Christina hafði látið þeim í té.
JoAnn Clemons var ekki mikil hús-
móðir. Eitt vitnanna hafði lýst því
yfir að yfirleitt hefði íbúð hennar
litið út eins og fellibylur hefði farið
þar um. Þegar innbrotsþjófarnir
voru að fálma sig áfram í myrkrinu
hrasaði Popik um eitthvað af drasl-
inu á gólfinu og féll endilangur á
borð. JoAnn vaknaði samstundis við
hávaðann og byrjaði að æpa.
Þá var það að Popik réðst á hana og
byrjaði að slá hana í andlitið til þess
að þagga niður í henni. En Popik
komst fljótlega að því að JoAnn var
ekki manneskja sem gafst upp bar-
áttulaust. Hún klóraði hann í fram-
an og sparkaði í hann. Mótstaða
hennar reytti Popik til reiði svo
hann barði JoAnn aftur og aftur
með krepptum hnefa og braut bæði
kjálka hennar og nef. Hann rak
einnig fingurna upp í munn hennar
og niður í kok. Þá var það sem Kurt
Michaels réðst líka á hana.
„Hann réðst á hana af dýrslegu
hatri," sagði Gaylor. Árásarmaður-
inn stakk hana sex sinnum og það
eina sem stöðvaði hann var að hníf-
urinn brotnaði í brjósti hennar. Þá
skar hann hana á háls.
Felldir á nafn-
spjöldum
Ríkissaksóknari kom einnig með
tvö nafnspjöld sem lögreglan hafði
fundið eftir morðið. Þau fundust í
veiðikassa sem Christina Clemons
og elskhugi hennar, Kurt Michaels,
áttu. Saksóknari benti á að þessi
kort væru mikilvæg sönnunargögn
í málinu. Christina Clemens hefði
skrökvað því, þótt eiðsvarin væri, að
hún hefði sett kortin í kassann
mörgum mánuðum áður en morðið
var framið. En hann sýndi fram á að
útilokað hefði verið að kortin hefði
lent þar fyrr en í endaðan ágúst
1988.
„Það er símanúmer aftan á öðru
kortinu og það var ekki skrifað þar
fyrr en sex vikum áður en JoÁnn
Clemons var rnyrt. Það var garð-
yrkjumaður sem hafði unnið fyrir
barnaheimilið þar sem hún starfaði
sem hafði skrifað númerið sitt á
kortið ef svo kynni að fara að hún
þyrfti á þjónustu hans að halda. Og
það gerði hann aðeins sex vikum
fyrir morðið."
Kurt Michaels mótmælti þessu
harðlega og sagði þetta vera „mál-
inu allsendis óviðkomandi". En allir
í réttarsalnum vissu að saksóknari
var að sanna að kortin hefði verið
tekin í íbúðinni þegar morðin voru
framin.
Ríkissaksóknari komst enn nær
takmarki sínu þegar hann lagði
fram blóðug föt sem fundust höfðu
hjá bæði Darren Popik og Kurt Mi-
chaels. Hann benti einnig á að al-
kunna væri að Kurt Michaels væri
fíkniefnaneytandi og að Christina
Clemons bæði neytti fíkniefna og
seldi þau.
Réttarskipaðir verjendur Kurt Mi-
chaels kvöddu ekki til nein vitni.
Þess í stað reyndu þeir að gera lítið
úr vitnum ríkissaksóknara og gera
framburð þeirra tortryggilegan.
Mánudaginn 4. júní lauk réttar-
höldunum og dómarinn tók sér
góðan tíma til að gera kviðdómend-
um grein fyrir skyldum þeirra. Ef
þeir kæmust að þeirri niðurstöðu
að Kurt Michaels væri sekur um
morð að yfirlögðu ráði, yrðu þeir
einnig að ákveða hvort dæma skyldi
hann til ævilangrar fangelsisvistar
án möguleika á náðun eða lífláts.
Þungir dómar
Það tók kviðdóminn tvo daga að
komast að niðurstöðu. Kurt Micha-
els var sekur fundinn fyrir að hafa
myrt JoAnn Michaels. Kviðdómend-
ur komust einnig að þeirri niður-
stöðu að morðið hefði verið framið
að yfirlögðu ráði og að sakborning-
ur ætti sér engar málsbætur. Og
dauðadómur var kveðinn yfir Kurt
Michaels.
Christina Clemons játaði á sig að-
ild að manndrápi. Hún var dæmd af
unglingadómstóli Kaliforníufylkis
og er ekki gert ráð fyrir að hún
sleppi fyrr en í fyrsta lagi þegar hún
verður 25 ára gömul.
Darren Popik var dæmdur til ævi-
langrar fangelsisvistar án mögu-
leika á náðun.
Ættingi Kurt Michaels skýrði frá
því eftir réttarhöldin að Michaels
hefði skýrt honum frá því að Darren
Popik hefði myrt JoAnn Clemens en
ekki hann. „Hann telur það dreng-
skaparatriði að taka á sig sökina.
Hann vill heldur láta dæma sig til
dauða fyrir morð heldur en að kjafta
frá glæpum félaga síns."
Eftir að hafa sannað þannig karl-
mennsku sfna var Kurt Michaels
fluttur á dauðadeild San Quentin
fangelsisins og bíður þar þess að af-
tökudagurinn renni upp.