Tíminn - 04.05.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.05.1991, Blaðsíða 10
18 HELGIN Laugardagur 4. maí 1991 SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Lögreglan fer inn í íbúðina þar sem morðið var framið með skammbyssur á lofti. Ungi maðurinn var á leið heim til sín eftir næturvakt í kjötpökkunar- verksmiðjunni þar sem hann vann, þegar hann heyrði ópið. Langdregið skerandi óp sem barst vel svona snemma morguns um ganga fjöl- býiishússins og benti helst til þess að verið væri að kvelja líftóruna úr einhverjum. Fleiri heyrðu þessi hræðilegu vein sunnudagsmorguninn 2. október 1988. Ljósin kviknuðu í íbúðinni á móti þeirri sem veinin bárust frá. Þegar ungi kjötpakkarinn þaut upp stigann í átt að íbúð sinni heyrði hann kallað og beðið um að hringt yrði á lögregluna. Þessir atburðir áttu sér stað í smá- bænum Escondido sem er um það bil 27 mílur norður af San Diego. Innan fárra mínútna kom lögregl- an á staðinn. Einkennisklæddir lög- reglumenn þutu upp stigana með byssurnar á lofti. Nánast á sömu stundu kom rannsóknarlögreglu- maðurinn Chuck Gaylor á vettvang, en hann hafði heyrt kallið í talstöð- inni sinni þegar hann var á leiðinni heim eftir að hafa setið í fyrirsát alla nóttina sem hafði endað með hand- töku eiturlyfjasala. Þar sem hann var staddur skammt frá fjölbýlis- húsinu þegar kallið barst ákvað hann að fara og athuga hvort hann gæti aðstoðað. Þegar lögreglumennirnir komu upp stigann hittu þeir nokkra af íbúum hússins sem stóðu frammi á ganginum á náttfötunum og bentu í áttina að íbúð JoAnn Clemons. Lögreglumennirnir báðu fólkið kurteislega um að snúa aftur til íbúða sinna ef til átaka kæmi. Nauðgun? Þegar lögreglumennirnir komu inn í íbúð JoAnn Clemons sáu þeir hvers vegna nágrannarnir höfðu heyrt skerandi neyðaróp. Konan, sem var 41 árs, klædd rifnum nátt- kjól sem hafði nær alveg verið ri- finn utan af henni, lá á bakinu.í dæmigerðri stellingu fórnarlambs nauðgunar, fæturnir útglenntir og hendur á mjöðmum. Það lék enginn vafi á því að JoAnn Clemons var látin. Rúmið var löðr- andi í blóði og hvítir veggirnir útat- aðir íblóðslettum. Blóð rann enn úr djúpum hnífstungum á grönnum, hvítum líkama hennar. Samkvæmt starfsháttum þeim sem tíðkast við rannsókn morða komu á staðinn sérfræðingar frá morðdeild lögreglunnar og tækni- deildinni til þess að rannsaka vett- vang. Gaylord rannsóknarlögreglu- maður, sem ræddi við fjölmiðla fyr- ir hönd lögregiunnar, sagði að svo virtist sem um morð væri að ræða, sem hefði greinilega verið framið „milli klukkan ellefu og tólf um kvöldið". Fleiri upplýsingar lágu ekki á lausu hjá honum. „Þetta virðast vera handaverk brjálaðs slátrara," varð einum Ijós- myndara lögreglunnar á orði þegar hann myndaði hina myrtu og íbúð hennar en gætti þess jafnframt að spilla engu sem talist gæti sönnun- argagn. Lögreglan yfirheyrði nú nágrann- anna um JoAnn Clemons og fékk ýmist þær upplýsingar að hún væri „aðlaðandi og færi mikið út að skemmta sér" eða að hún væri „hlé- dræg og þögul“. Þó svo aö nágrönnunum bæri ekki saman varðandi JoAnn Clemons var annað að segja um dóttur hennar, Christinu, 17 ára, sem bjó hjá móð- ur sinni. Allir voru sammála um að hún væri villtur og erfiður ungling- ur. En hvar var hún nú? Lögreglan vildi hafa tal af henni og það strax. „Það telst nú ekki til tíðinda þótt hún sé ekki heima,“ sagði einn ná- granninn við lögregluna. „Christina kom og fór eins og henni þóknaðist. Móðir hennar réð ekkert við hana.“ Með því að yfirheyra fleiri fékk lög- reglan það staðfest að JoAnn hefði. enga stjórn getað haft á drykkju- skap og skemmtanafíkn dóttur sinnar. Við nákvæma rannsókna á íbúð- inni sást ekkert sem bent gæti til innbrots. Dyrnar fram á ganginn voru með þreföldum lás og allir gluggar voru rammlega Iokaðir að innan. íbúðin var traust eins og virki. ,Annaðhvort hefur hún opnað dyrnar eða viðkomandi hafði lykil,“ sagði einn af tæknimönnunum. Hluti morðvopnsins, sem réttar- læknirinn lýsti sem „þungum eld- húshníf" hafði brotnað af, blaðið stóð enn út bringu líksins. Lögregl- an gat hvergi fundið skaftið. Eftir að ljósmyndir höfðu verið teknar var líkið flutt í líkhúsið. Meinafræðingur fékk það óskemmtilega hlutverk að kryfja sundurskorið líkið að viðstöddum rannsóknarlögreglumönnum. Krufningin hófst klukkan átta um morguninn og henni lauk ekki fyrr en síðla dags. Stellingin sem lík JoAnn hafði ver- ið f og gauðrifinn náttkjóllinn bentu til þess að um kynferðisglæp hefði verið að ræða. Én ekkert sæði fannst í leggöngum þannig að nauðgun var talin útilokuð. Rannsóknarlögreglumennirnir spurðu hvort eitthvað benti til þess að árásarmaðurinn hefði staðið yfir fórnarlambi sínu þegar það lá á gólfinu. Svarið var að möguleikarn- ir væru of margir til að unnt væri að giska á stöðu morðingjans eða Jo- Ann á meðan glæpurinn var fram- inn. Á meðan var lögreglan upptekin af að rekja fortíð JoAnn í þeirri von að þar leyndust vísbendingar sem bent gætu á mögulegan morðingja. Ná- grannarnir skýrðu frá því að hvítur Toyota pallbíll hefði oft staðið hand- an götunnar gegnt fjölbýlishúsinu. Einn nágranninn hafði meira að segja skrifað hjá sér skráningar- númerið „til vonar og vara“. Lögreglan var ekki lengi fengi að finna bifreiðina og eiganda hennar. Eigandinn var þó fljótlega afskráður þar sem hann hafði pottþétta fjar- vistarsönnun þegar morðið var framið. Lögreglan hafði þegar staðfest það að ekkert hefði bent til innbrots, en eins og einn lögreglumaðurinn sagði við blaðamenn þá eru „margar leiðir fyrir vanan innbrotsþjóf til að komast inn í íbúð án þess að skilja eftir sig ummerki." Allt benti til þess að morðingi Jo- Ann hefði verið að minnsta kosti fimm mínútur í íbúðinni, en vitni sögðu að veinin hefði heyrst það lengi. Eftir að hafa saxað niður hjálparvana konuna hafði árásar- mannir.um tekist að komast óséður_____ Móðirin hafði enga stjórn á táningnum dóttur sinni, sem bjó hjá henni þó svo að hún héldi því fram að móðir sín misþyrmdi sér á ýmsa vegu. Vinir hennar tóku þá til sinna ráða í þeim tilgangi að leysa vinkonu sína undan þessu oki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.