Tíminn - 04.05.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. maí 1991
HELGIN
13
or Colin Renfew. Hann er talinn
fremstur fræðimanna í fornleifa-
fræði við Cambridgeháskóla.
„Þessi óþægilega bók,“ segir Ren-
few prófessor, „dregur athyglina á
áleitinn og nýstárlegan hátt að
tímabili sem miklu máli skiptir í
heimssögunni og sýnir að tímasetn-
ingin, sem við til þessa höfum not-
að og ályktanir okkar byggjast á,
stendur á brauðfótum. Ég tel að
ályktanir þeirra séu réttar og að
bylting í tímasetningu sé í sjón-
máli.“
Renfew gagnrýnir hina hefð-
bundnu tímasetningu á fornöid-
inni. Hann bendir á hvernig tíma-
setningar á atburðum til forna í
ýmsum heimshlutum hafi verið
ákvarðaðar með því að gleypa það
hrátt er aðrir höfðu fyrir löngu sleg-
ið föstu. Sérfræðingar á einu sviði
hafa gagnrýnilaust álitið að sér-
fræðingar á einhverju öðru sviði
væru svo vissir í sinni sök að ekki
þyrfti að kanna það nánar.
Hinar nýju tímasetningar fimm-
menninganna byggjast að verulegu
leyti á því að þeir hafa brotið niður
hefðbundnar hugmyndir manna
um hið egypska tímatal. Þeir hafa
borið brigður á þann grundvöll sem
atburðir, er eiga að hafa gerst fyrir
7. öld fyrir Krist, eru reistir á. Tíma-
setningar flestra atburða í fornsögu
Mið-Austurlanda (frá 16. til 7. ald-
ar) voru ákvarðaðar að meira og
minna leyti fyrir 90 árum út frá
stjórnartíma hinna ýmsu faraóa.
Komust menn að niðurstöðu um
þessar tímasetningar með því að
treysta á þau orð eins af fonróm-
versku höfundunum að hið forna,
egypska tímatal hefði miðað við
1460 ára skeið. Við upphaf hvers
skeiðs var afstaða sólar til tiltekinna
stjarna hin sama í dagrenningu.
Rómverjinn fullyrti að nýtt slíkt
skeið væri að hefjast árið 139 eftir
Krist og gátu menn nú reiknað aft-
ur á bak samkvæmt þessu og ársett
atburði.
Fimmmenningarnir segja hins
vegar að þessi saga standi of veikum
fótum til þess að henni megi
treysta. Sagnfræðilegar og bók-
menntalegar athuganir ásamt öðru
bendi til að eðlilegast sé að láta tvær
og hálfa öld hverfa að fullu, eins og
áður segir.
Þessi nýmæli hafa og mikið gildi er
kemur að elstu bókmenntum, svo
og sköpun leturs. Það hefur lengi
verið mönnum gáta að það stafróf
er mest svipar til forna, gríska staf-
rófsins (frá 8. öld fyrir Krist) er staf-
róf manna í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs frá 11. öld fyrir Krist.
En þar sem síðarnefnda stafrófið
flyst nú fram til 9. aldar, þá kemur
aldur þess nú vel heim við að það
hafi verið fy-rirmynd stafrófs gömlu
- /. ? :n 'iGhfi kkjarmab emfráiþvfv er'látneskáí
Útskurðurinn á Megiddospjaldinu gæti sýnt sjálfan Salómon og hirð
hans. Sé svo er það eina myndin sem til er af konungi í fsrael.
Nú ætti sögnin um stofnun Rómar árið 750 fyrir Krist að vera trúlegri en
áður. Myndin sýnir foman útskurð með kunnuglegu efni — úlfynjuna og
þá Rómúlus og Remus, ættfeður Rómar.
stafrófið runnið.
Þá varpa þessi nýmæli Ijósi yfir hið
bókmenntalega samhengi í Davíðs-
sálmum. Nokkrar leirtöflur, sem
fornleifafræðingar fundu í Ras
Shamra (hinni fornu Ugarit) í Sýr-
landi, voru með skyldum texta og
sálmarnir. En texti þeirra virtist
vera 300 árum eldri. Samkvæmt
nýju tímasetningunni eru töflurnar
nú frá 11. öld eða sömu öld og þeirri
er Davíð orti á. Þetta styður einnig
ágiskanir um að í 104. sálmi hafi
Davíð stuðst við hugmyndir villu-
trúarfaraósins Aknathons og finna
má í Óði til sólguðsins. Til þessa
hefur verið erfitt að staðfesta tengsl
hér í milli, því fram að þessu var
álitið að hann hefði verið upp 350
árum á undan Davíð. Nú ætti hann
að hafa lifað í byrjun sömu aldar og
Davíð orti sálmana á.
Nú þykjast menn líka átta sig á
fleiru um Salómon konung en fyrr.
Biblíufræðingar og fornleifafræð-
ingar hafa furðað sig á því að forn-
munir frá þeim tíma er Salómon
átti að hafa lifað á sýndu lifnaðar-
háttu sárfátækrar þjóðar. Engin
merki fundust um þá auðlegð er
Biblían greinir frá. En ef Salómon
reynist hafa verið uppi á 10. öld
fyrir Krist í stað þess að hafa lifað á
13CröTd ge'grlir 'öðrú'nrdl-i. Pðrnleif-’-1'
ar frá 10. öld benda til gósentíma
meðal ísraelsmanna.
Sérlega athyglisvert þykir útskor-
ið spjald úr fílabeini sem fannst í
Megiddo og er nú varðveitt í
Rockefellersafninu í Jerúsalem.
Með nýjum viðhorfum til forn-
muna sem atburða ætti útskurður-
inn á spjaldinu að geta sýnt Salóm-
on sjálfan.
Þá má geta um að eftir þessu ætti
hin forna, gríska menning að vera
beint áframhald mykensku menn-
ingarinnar. Nú eru það aðeins 150
ár sem skilja þessi menningartíma-
bil að í stað 400 ára áður. „Myrka
öldin" í menningu Grikkja styttist
því verulega. Þá er „myrku öldinni"
alveg varpað fyrir róða í sögu Mes-
ópótamíu, Núbíu, suðaustur Tyrk-
lands og landanna fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Þá styttist ígildi „myrku
aldarinnar" í sögu Egypta (þriöja
millibilsskeiðið svonefnda) um 60
af hundraði.
í formála sínum að „Myrku öldun-
um“ spyr Colin Renfew þessarar
spurningar: „Getur samsöfnuð
þekking meira en heillar aldar hafa
vaðið í slíkri villu?" Það kemur í
ljós, en hugsanlega verður nauð-
synlegt að endurrita allar bækur
um hina elstu sögu er til þessa hafa
'■■véfið'skrcfóah •'•w'1' r'u- i:'
T
VANDIÐ MEÐFERÐ
HÚSBRÉFA
Komiö hefur í Ijós, aö nokkur misbrestur er á því,
aö frágangur á húsbréfum sé nægilega góöur hjá
ýmsum þeim aðilum, sem hafa hann meö
höndum. Gildir þaö jafnt um einstaklinga sem
fjármálastofnanir. Formsatriðum er í ýmsum
tilvikum ekki fullnægt, t.d. vantar stundum
heimilisfang framseljanda og/eöa dagsetningu
framsals. Þá hefur boriö viö, aö formlegt
umboö fylgi ekki húsbréfi þegar það er framselt
af öðrumen eiganda.
Af þessu tilefni skal þaö brýnt fyrir öllum þeim,
sem annast meöferö húsbréfa, þ.á.m. framsal
þeirra, að útfylla þau til fulls og hlíta í hvívetna
ákvæöum 3. gr. reglugerðar um útgáfu á
hlutaöeigandi húsbréfaflokki. Sé húsbréf framselt,
samkvæmt umboöi, verðurformlegt umboö
aö fylgja húsbréfinu, framsali til sönnunar.
Löggiltir verðbréfasalar geta þó framselt
samkvæmt geymdu umboði, sbr. 5. gr. I. um
verðbréfaviðskipti og veröbréfasjóöi, nr. 20/1989.
Reykiavík, 2. maí 1991,
[£h HÚSNÆDISSTOFNUN RfKISINS
LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900
HVÍTASTUNNUKAPPREIÐAR FAKS 1991
AUGLYSiNG
UM SKRÁNINGU
Mótið fer fram dagana 16. til 20. maí 1991.
Skráningargjald verður kr. 3.000,00 í allar grein-
ar fullorðinna en kr. 1.000,00 í barna- og ung-
lingaflokkum. Skráningargjald í kappreiðar kr.
2.000,00. Skráningargjald greiðist við skráningu.
Tekið verður við skráningum í eftirtaldar greinar.
A flokk gæðinga
B flokk gæðinga
Unglingaflokk 13 til 15 ára
Barnaflokk 12 ára og yngri
Tölt
1. kr. 20.000,00
2. kr. 10.000,00
1. kr. 40.000,00
2. kr. 20.000,00
1. kr. 10.000,00
2. kr. 5.000,00
1. kr. 20.000,00
2. kr. 10.000,00
1. kr. 40.000,00
2. kr. 20.000,00
1. kr. 10.000,00
2. kr. 5.000,00
Tekið verður við skráningum frá 2. til 10. maí á
skrifstofu Fáks milli kl. 13:00 og 18:00 virka
daga. Dregið verður um keppnisröð föstudaginn
10. maí kl. 20:00.
Félagið áskilur sér rétt til að fella niður þær grein-
ar sem næg þátttaka fæst ekki í.
Hestamannafélagið Fákur
Mótanefnd
150 metra skeið
Verðlaunafé:
250 metra skeið
Verðlaunafé:
250 metra stökk
Verðlaunafé:
350 metra stökk
Verðlaunafé:
800 metra stökk
Verðlaunafé:
300 metra brokk
Verðlaunafé: