Tíminn - 04.05.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.05.1991, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur4. maí 1991 En vel skrifað leikrit er ekki nóg til að skilaboðin nái til áhorfenda. Þeir sem túlka verða að vera vandan- um vaxnir. Á litla sviðnu þessa dagan er valinn maður í hverju rúmi. Erlingur Gíslason hefur oft verið góð- ur en hér er hann í essinu sínu sem hinn smáborgaralegi sísmjaðrandi ráðherra menntamála. Bríet nær ljómandi góðum tökum á dagskrárgerðarmanninum, sem sam- ið hefur sig að þeim leikreglum sem gilt hafá í gegnum tíðina en þarf nú að velja á milli siðleysisins og sannleik- ans. Óli hljóð í höndum Baltasar Kor- máks er ákaflega hress og sannfær- andi og tækin leika í höndunum á honum. Erla Ruth sem Irena nær sérdeilis vel að lýsa taugaóstyrk ungu konunnar, sem er að koma í útvarpsviðtal í fyrsta sinn á ævinni. Hljóð, eða öllu heldur hljóðmynd, gegnir veigamiklu hlutverki í leiknum og þar heldur Vigfús Ingvarsson um þræðina þannig að allt smellur saman sem hlýtur að vera vandaverk. Leikmyndin með sínum gegnsæju vinnuborðum gerir það að verkum að áhorfendur sjá óhindrað inn í heim tækninnar með sínum snúrum og leiðslum og á gólfið hafa verið málað- ar rákir, bláar og hvítar, sem bylgjast um sviðið. Hér eru greinilega komnar hinar einu og sönnu öldur ljósvak- ansl. Þessi sýning ber þessi merki að hér hefur samhentur hópur leikstjóra, leikara og tæknimanna verið að verki og skapað eftirminnilega sýningu sem nær mjög vel til áhorfenda á máli sem allir skilja. Gísli Þorsteinsson Ráðherrann klipptur Höfundun Emst Bmun Olsen Þýðing: Einar Már Cuðmundsson Leikstjóm: Sigrún Valbergsdóttir Hijóðmynd: Vigfús Ingvarsson Leikmynd og búningan Messúma Tómas- dóttir Lýsing: Ásmundur Kaiisson. Sýningarstaðun Þjóðleikhúsið, litla svið- ið. Leikarar. Baitasar Kormákur, Bríet Héð- insdóttir, Erla Ruth Haröardóttir, Eriing- ur Gíslason. Við erum stödd í hljóðstofu ríkisút- varpsins í Danmörku. Ósköp saklaus þáttur „Dagskrárstjóri í eina klukk- stund“ í umsjá menntaálaráðherra er að komast á lokastig, aðeins er eftir lokahnykkurinn. Ráðherra ákveður að ljúka þættinum með spjalli við unga menntakonu cand. mag. Irenu Kristansen, sem ný- lega hefur skrifað athyglisverða grein um frelsi o.fl. Að sjálfsögðu er ekki ætlun hans að koma þesari ungu menntakonu á framfæri heldur að nota hana sem eins konar leikmun til að matreiða sínar eigin skoðanir. Eftir nokkurn undirbúning rennur viðtalið af stað en þótt ráðherrann sé þungavigtarmaður á þessu sviði með pólitíska frasa á hraðbergi og áralanga þjálfun í útúrsnúningum þá tekst ungu konunni að þvæla honum inn í öngstræti þar sem ráðherranum verð- ur fótaskortur á tungunni og fjúka þar nokkur orð sem eftir á að hyggja hefðu betur verið ósögð að hans mati. Sagt hefur verið að sögð orð verði aldrei aftur tekin. í hljóðstofunni má hins vegar klippa, bæta og breyta. Spjallinu lýkur og Irena hin unga er send heim en nú er komið að þætti dagskrágerðarfólksins og ráðherrans. Tími skæranna er runninn upp. í þessu verki sem er prýðilega vel skrifað er fjallað um togstreituna milli þess að vera heill í starfi og hugsun og þess að falla fyrir efnislegum gæðum svo sem völdum, stöðuhækkunum eða jafnvel standa frammi fyrir því að missa vinnuna ef amast er við siðleys- inu. 6.MAÍ veróur Samvinnubankinn aó Landsbanka á fíórum stöóum á landinu BorgarJjöróur eystri j Egilsstaöir 1 framhaldi af kaupum Landsbankans á Samvinnubank- anum verðtir Samvinnubankinn fonnlega að Landsbanka á eftirtöldúaí íjórum stöðum þann 6. maí n.k. Útibúin á Egilsstöðum og Stöðvarfirði opna undir merkjum Lands- Vbarikans ásamt afgreiðslunni á Borgarfirði eystra á þeim stöðum sém Samvinnubankinn var til húsa áður. Á s Ureiödalsvík sameinast afgreiðsla Samvinnubankans C# ifk * Landsbankaafgreiðslunni að Selnesi 38. Lands- JJ -Mk bankinn býður viðskiptavini velkomna á öllum Breiödalsvík > tfi * þessum stöðum og óskar starfsfólki velfamaðar undir nýju merki. * _ * x ♦ + » + Afgreiðslutími og símanúmer Landsbankans á stöðunum fjómm verða eftirfarandi: Egilsstaðir kl. 9:15-16:00, sími f 97-11233. Stöðvarfjörður kl. 9:15-12:00 og 13:00-16:00, sími 97-58900. Borgarfjörður mán., mið. og fös. kl. 13:00- 15:00, sími 97-29965. Breiðdalsvík kl. 9:15-12:30 ... ; og 13:30-16:00, sími 97-56700. Landsbanki fslands Bankl allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.