Tíminn - 08.05.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.05.1991, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. maí 1991 Tíminn 5 Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, sagði á aðalfundi SÍR í gær að mið- að við núverandi fyrirkomulag væri allt of mikil áhætta tekin miðað við raforkuöflun og dreifingu: Einn hryðjuverkamaöur gæti lamað allt landið Einn maður getur án teljandi fyrirstöðu lamað efnahagslíf þjóðar- innar og valdið milljarða tjóni á eignum iandsmanna, með hnitmið- uðu hryðjuverki sem beindist að orkukerfi landsins, sagði Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, í gær á aðal- fundi Sambands íslenskra rafveitna. í ræðu sinni fjallaði Guðjón um al- mannavamir og orkukerfið og komst hann að þeirri niðurstöðu að allt of mikil áhætta væri tekin miðið við nú- verandi fyrirkomulag í raforkuöflun og dreifingu í landinu. Guðjón sagði að hann hefði oft verið gagnrýndur fyrir að ummæli sín um hættur og hugsanlegar afleiðingar hamfara á menn og mannvirki, geti vakið ótta meðal fólks og þannig skaðað búsetu, vilja til fjárfestinga og byggðaþróun á náttúruhamfarasvæðum. Guðjón sagði að þetta væri ekki rétt því ekk- ert hafi rekið mannkynið til framfara í öryggismálum eða til vama gegn vá annað en ótti og mannkynið hafi allt- af sýnt að það lætur ekki óttann aftra sér frá því sem það vill. Orðrétt sagði Guðjón: „Því vil ég leyfa mér að taka djúpt í árinni með því að segja að miðað við núverandi fyrirkomulag í raforkuöflun og dreifingu í landinu er allt of mikil áhætta tekin. Það em of mörg egg í of fáum körfum. Það sem er alvarlegast á sviði öryggishags- muna landsins í heild er að einn mað- ur getur án teljandi fyrirstöðu lamað eínahagslíf þjóðarinnar og valdið milljarða tjóni á eignum lands- manna, með hnitmiðuðu hryðjuverki sem beindist að orkukerfi landsins, hvort sem er í stundarbilun eða í pól- itískum tilgangi, nema hvort tveggja sé. Sama gildir um meiriháttar nátt- úruliamfarir." Guðjón sagði að straumrof vegna náttúruhamfara eða átaka gæti skap- að víðtækan vanda í almannavama- kerfi landsmanna. í fyrsta lagi myndi fiölmiðlun upplýsinga og leiðbein- inga til almennings rofna og þar með öll tengsl við fólkið sem hættan ógn- ar, þannig að skipulögð viðbrögð og starfsemi að almannavömum kæmist ekki til skila. í öðru lagi rofni tvíhliða fiarskipti og þá bresti um leið megin- hlutinn af samhæfingu og stjóm við- búnaðarkerfisins. Hér liggi megin- vandinn í veikleika hins almenna fiar- skiptakerfis Pósts og síma gagnvart raforkubilunum. Almannavamir rík- isins hafi lagt á það mikla áherslu að koma upp eigin fiarskiptakerfi sem sé óháð almenna raforkukerfinu, til að komast hjá afleiðingum raforku- og símabilana á hættutímum. .Alvarlegustu öryggishagsmunir Olís: Reksturinn gengur vel 95,2 milljón króna hagnaður varð af rekstri Olíuverslunar Islands hf., 01- ís, á síðasta ári. Veltan var um 5 milljarðar sem er rúmlega 20% hældíun milli ára. Þetta kemur fram á ársskýrslu félagsins. Eigið fé OIís var á síðasta ári 1,5 milljarður og hlutfall þess 0,40%. Verður á þessu ári greiddur út 10% hagnaður vegna ársins 1990 eða 66,5 milljónir. Olís hefur um 30% markaðshlut- deild í sölu á þeim vörum sem það er með. Af heildarsölu smurolíu hér á landi er OIís með 28,8%, 31,9 í svart- olíu, 27,6 í bensíni og 28,3 í sölu á gasolíu. sem snúa beint að almenningi, ef við gefum okkur að lífi hans og limum sé ekki ógnað jafnhliða rafmagnsbilun- um eru hitaveiturnar," sagði Guðjón. Hann sagði að með hraðri uppbygg- ingu þeirra hafi um of verið treyst á rekstraröryggi raforkukerfisins, en það öryggi sé einna lægst á vetuma, þegar mest þörf er fyrir að vatnsmiðl- unin gangi greiðlega. Langvarandi raforku- og hitaskortur á kaldasta tíma ársins geti valdið meira efna- hagstjóni, en bein áhrif þeirra nátt- úruhamfara, sem valdi viðkomandi orkuskorti. Guðjón sagði að með tilkomu Blönduvirkjunar og fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar yrði bylting í ör- yggi rakorkukerfisins þar sem orku- öflunin muni þá dreifast meira um landið. Samt sem áður verði áfram búið við þá áhættu að skemmdir á orkuverum eða dreifikerfúm muni krefiast neyðarviðbragða og þau þurfi að skipuleggja miklu betur en nú sé gerL —SE ALSJALFVIRK SILAWRAP- RÚLLUPÖKKUNARVÉL AÐEINS 512.000 KRÓNUR! UN7512 Silawrap rúllupökkunarvélin frá KVERNELAND-UNDERHAUG er búin fjölmörgum nýjungum. • Vélin er búin sjálftengibúnaði, þannig að hún gengur frá filmuenda á bagganum sem vafið var um og byrjar að vefja þann næsta, án þess að mannshöndin komi nærri. • Snúningsborðið er opnara en áður, þannig að ekki er hætta á að hey safnist þar fyrir. SAMT KOSTAR HÚN AÐEINS 512.000 KRÓNUR! Aðrar gerðir SILAWRAP-véla: UN7512 DL er eins og UN7512, nema með teljara og barkastýringu inni í ekilshúsi. Sértilboð. Verð aðeins 542.000 krónur. UN7515 er byggð á sömu grunneiningum, en er með mörgum nýjungum aukalega. Þar á meðal má nefna: Vökvastýrðan sleppisporð, sem hindrar að baggarnir verði fyrir hnjaski, þegar þeir falla af vélinni. Vélin er fyrir 75 sm „breiðfilmu", en fylgihlutirfást einnig fyrir 50 sm filmu. Tölvubúnaður í ekilshúsi sér um sjálfvirka pökkun og veitir notanda margs konar upplýsingar. Verð á 7515 vélinni er aðeins 675.000 krónur. FÁÐU UNDERHAUG OG JÖTUN TIL LIÐS VIÐ ÞIG í HEYSKAPNUM í SUMAR! M icís odfig HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.