Tíminn - 08.05.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.05.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. maí 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Dr. Hannes Jónsson, fv. sendiherra: Taps- og gróðareikningur Islands vegna aöildar að Efnahagssvæói Evrópu: Tapið er yfirgnæfandi, ábatinn smávægilegur Viðskipti með sjávarafurðir Athyglisvert er að fram að þessu hefur Evrópusamfélagið ekki fengist til að ræða viðskipti með sjávarafurðir í samningaviðræð- unum um EES, enda sjávarafurð- ir utan fjórfrelsisins eins og land- búnaðarvörur. Að tillögu EB á að ræða viðskipti með sjávarafurðir sem einn af lokaþáttum samn- ingaviðræðnanna. Við vitum þó nokkurn veginn á hverju við eig- um von. f samningsumboði EB til sinna manna frá 19. júní 1990 er tekið fram, að ekki megi sam- þykkja frjálsan aðgang að fisk- mörkuðum EB- ríkja nema í stað komi aðgangur þeirra að fiski- miðum í efnahagslögsögu EFTA- ríkja, þ.á m. íslands. Þessi stefna var áréttuð á fundi fastafulltrúa EB-ríkja í Brussel 7. mars sl., en um líkt leyti fréttist af óformleg- um vinnutilboðsdrögum EB, þar sem talað er um óverulega lækk- un tolla af flökum og saltfiski gegn því að EB- ríkin fái að veiða 30 þúsund tonn af fiski árlega í lögsögu EFTA- ríkjanna, þ.á m. íslands. Tillagan hefur enn ekki verið lögð fram vegna þess að meðal EB-ríkjanna upphófust deilur um, hvernig skipta ætti þessum veiðiheimildum á milli þeirra. Er nú einna helst búist við að slíkar tillögur verði lagðar fram um miðjan maí. Þegar þeim er mætt má ekki gleyma, hvaða áhrif að þjóðarétti slíkir við- skiptasamningar mundu hafa á aðra „bestu kjara samninga" sem við höfum gert á vegum GATT og gera okkur í raun ómögulegt að veita veiðiheimildir í viðskipta- samningi gegn tollfrelsi á mark- aði, vegna fjölda krafna, sem vænta mætti frá öðrum GATT- ríkjum í kjölfarið. Allt of oft gleymist í þessu sam- bandi, að samkvæmt alþjóða- venju greiða útflutningslönd enga innflutningstolla. Það gera innflytjendur og endanlega neyt- endur. Fullyrðingin um, að við höfum greitt 1,5 milljarð króna 1988 og 1,8 milljarð 1990 í inn- flutningstolla af saltfiski og flök- um til EB-ríkjanna og samtals af öllum innflutningi til þeirra 3,8 milljarða 1988 og 6,5 milljarða 1990 er hrein fabúla. Þessar tölur eru búnar til í stjórnarskrifstof- um í Reykjavík og höll Mammons við Kalkofnsveg. Þær eru ekki rauntölur, heldur framleiddar með því að reikna út hver inn- flutningstollurinn gæti hafa orð- ið miðað við magn og verð út- flutnings okkar til EB og tollpró- sentu þeirra af útflutningsvöru okkar. Tollklarering og greiðsla tolla var alfarið í höndum inn- flytjendanna í EB- ríkjunum, ekki okkar sem útflytjanda, sam- kvæmt alþjóðlegri venju. Sama máli gildir t.d. um innflutning heildsalans í Reykjavík á bifreið- um, búsáhöldum og vefnaðar- vöru frá EB-ríkjunum til íslands. Hann, en ekki útflytjandinn í EB- ríkjunum, greiðir tollinn. í mesta lagi hefur íslenski fiskút- flytjandinn, eins og t.d. SÍF, tekið eitthvað tillit til innflutnings- tollsins við verðákvörðun hluta vörunnar við aðstæður mikils framboðs, en síður við aðstæður Alltofoftgleymistí þessu sambandi, að samkvæmt alþjóðavenju greiða útflutningslönd enga innflutningstolla. Það gera innflytj- endur og endanlega neytendur. Fullyrðingin um, að við höfum greitt 1,5 milljarð króna 1988 og 1,8 milljarð 1990 í innflutningstolla af saltfiski og flökum til EB-ríkjanna og samtals af öllum innflutningi til þeirra 3,8 milljarða 1988 og 6,5 milljarða 1990 er hrein fabúla. mikillar eftirspurnar og hækk- andi verðs, sem hefur verið aðal- einkenni fiskmarkaðarins í Evr- ópu að undanförnu. Hinar vill- andi missagnir um innflutnings- tollgreiðslur okkar af fiskútflutningi til EB-rfkja þarf að leiðrétta, svo fólk fái rétta mynd af málinu í heild, en sé ekki blekkt með fölskum gervi- rökum til fylgis við EES. Þessa leiðréttingarskyldu bera bæði ís- lenskir fiskútflytjendur og stjórnvöld. Hitt má einnig hafa í huga, að samkvæmt skýrslu Þjóðhags- stofnunar frá 15. febrúar 1991 framleiða EB- ríkin samtals um 4 milljónir tonna af fiski til mann- eldis á ári. Neysla þeirra er tvöfalt þetta magn, eða um 8 milljónir tonna á ári. Þau þurfa því að flytja inn um 4 milljónir tonna af fiski til manneldis á ári. Allur fiskafli okkar er ekki nema um 1,6 milljón tonna á ári, eða lið- lega 1/3 af innflutningsþörf 12 EB- ríkjanna. Hvað segir þetta okkur? Halda menn að við þurf- um að vera á einhverju flæðiskeri stödd með markaðssetningu okk- ar í Evrópu, Bandaríkjunum, As- íu, A-Evrópu og víðar? Auðvitað ekki, enda hvarvetna meiri eftir- spurn eftir sjávarafurðum um þessar mundir en framboð. Hvers vegna skyldum við þá taka ein- hverjum afarkostum EB við samningana um aðild að Efna- hagssvæði Evrópu? Lokaorð AthuguII lesandi hefur nú vafa- lítið gert sér grein fyrir því, að það er eftir litlu fyrir okkur að slægjast með hugsanlegri aðild að Efnahagssvæði Evrópu sam- kvæmt fyrirliggjandi hugmynd- um. Fyrir okkur væri það lélegur business, sem glöggir kaupsýslu- menn sjá að við eigum að varast. Æ fleiri forustumenn í sjávarút- vegi hafa komið auga á þetta, eins og yfirlýsingar þeirra sanna. Almenningur þarf að skoða þetta mál langtum betur en tæki- færi hafa gefist til. Einnig þarf að skoða aðra valkosti, sem gætu þjónað okkar hagsmunum betur og forðað okkur frá takmörkuðu fullveldisafsali. Einangrun okkar á sviði milli- ríkjaviðskipta eða lokun glugga að Evrópu eru alls ekki á dagskrá. Á dagskrá þarf að vera aukin frí- verslun í víðara samhengi, þ.e. í hnattrænu fremur en sér-evr- ópsku samhengi. Frjáls heims- verslun þjónar hagsmunum ís- lands langtum betur en þröng svæðisbundin fjórfrelsis- verslun innan Evrópu. Vafalítið verður stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar í utanríkis- málum að blása burtu moðreykn- um um Evrópumarkaðsmálin og styrkja íslenska utanríkisvið- skiptahagsmunagæslu hnattrænt fremur en að láta múra okkur inni í þröngum sér-evrópskum viðskiptahagsmunum gamalla nýlenduvelda. Til þess þarf hæfa menn í ríkisstjórn, sem láta ekki hugsunarlaust mata sig þar til þeir lenda í ógöngum heldur nenna að setja sig sjálfir inn f málin og þjóna að eigin dóm- greind bestu hagsmunum ís- lands. FRÍMERKI „NORDIA-91 “ Um þessar mundir er að koma í ljós endanleg mynd þess sem gerast mun á frímerkjasýningunni „NORDIA-91". Þar verður margt for- vitnilegt að skoða af góðum frí- merkjasöfhum, bæði erlendum og innlendum, en auk þess margt ann- að sem safnarar hafa áhuga á. Á sýn- ingunni verða til dæmis átta póst- hús með sérstimpla, frá öllum Norð- urlöndunum og einnig svæðum eins og Álandi, Færeyjum og Græn- landi. Þannig verða allar póststjóm- imar með bæði póststimpla og sölu- deildir. Auk þeirra verða svo a.m.k. 7 frímerkjakaupmenn með sína sölu- bása á sýningunni, bæði innlendir og erlendir. Þá verða Félag frí- merkjasafnara í Reykjavík, Klúbbur Skandinavíusafnara og myntsafnar- ar með sína sölubása. Alls hafa verið pantaðir 19 básar og þar verður margt að fá. Þá verður fn'merkjasöfnurum boð- ið upp á að hafa skiptimarkað og fá til þess borð í einn dag. Geta þeir þá komið með merki sín og skipt við aðra safnara eða þá selt af sínum merkjum og keypt af öðmm, eins og þá lystir. Gildir þetta vitanlega ekki aðeins um frí'merkjaefni heldur einnig um mynt og kort, barmmerki og fleira sem safna má. Miðað við það sem undirritaður þekkir frá slík- um skiptimörkuðum heima og er- lendis, verður mikið líf í tuskunum þama. Ekki sakar að þessi þjónusta verður boðin söfnurum ókeypis. Þá verður sýningin einnig með sína eigin minjagripasölu, en þar verður hægt að fá barmmerki sýningarinn- ar, minnispening hennar, auk um- slaga, bréfspjalda og margs fleira. Er ekki að efa að fjöldi manns vill eiga minjagripi frá slíkri sýningu. Þá verður einnig fleira en fn'merkjaefni sýnt þama. Þar á meðal verða sýnd landakort frá íslandi, barmmerki ýmissa félaga, póstkort, þættir úr sögu hinna ýmsu frí'merkjaklúbba. Ennfremur mynt og seðlar og svo peningar nútímans, eða plastkortin. nvUT N(ja ^ 1 ■^ NORDIA 91 i ll | '1991 Þá fá unglingamir sinn sess á þess- ari sýningu. Þáttur þeirra verður meðal annars í því fólginn að veitt verður tilsögn og svo verða keppnir í ýmsu formi. Þá verður veglegt upp- boð fyrir þá sem vantar dýru frí- merkin í safnið sitL Þetta verður al- þjóðlegt uppboð með tölvutengingu við útlönd, svo að hægt verður að bjóða í „vítt of veröld". Þetta uppboð, sem haldið verður af Lars Tore Erik- son í Svíþjóð, verður haldið laugar- daginn 29. júní. Er þama lögð áhersla á vandað íslenskt efni, en beina línan til Svíþjóðar mun tryggja að bestu möguleg verð fáisL Sú deild sýningarinnar, sem undir- rituðum virðist að geti orðið hvað forvitnilegust, er kynning á frí- merkjaútgáfum. Þar verður nokkr- um stillt upp og kynnt riss og teikn- ingar listamanna, eða öðm nafni til- lögur þeirra að nýjum frí'merkjum. Auk teikninganna verður þama að finna hinar ýmsu litarprufúr merkj- anna frá fyrirtækinu sem prentar þau og prófunarprentanir þeirra. Þá mun Þröstur Magnússon, sem hefir verið mikilvirkur frímerkjateiknari fyrir íslensk frímerki, verða einn dag á sýningunni og kynna þar hinar margvíslegu tillögur sínar og út- skýra þær. Hefir slíkt ávallt verið vel sóttur þáttur á frí'merkjasýningum erlendis og verður vafalaust einnig vinsælt hér. Mættum við gjarnan taka Þjóðverja til fyrirmyndar um að kynna þannig hinar margvíslegu til- lögur sem berast fyrir hverja frí'- merkjaútgáfu, og rökin fyrir því að hin endanlega mynd var valin. Þá verða tvennskonar sögudeildir í sýningunni. í fyrsta lagi verður þar hin opinbera boðsdeild, þar sem póstsöfn Norðurlandanna munu sýna ýmsa hluti úr söfnum st'num, suma áður ósýnda á frímerkjasýn- ingum. Verður íslenska deildin þar all sérstæð og mun ég reyna að taka mér sérstakan þátt seinna til að kynna hana. Þá munu unglingar úr Klúbbi Skandinavíusafnara, Félagi frt'merkjasafnara t' Reykjavík og jafn- vel fleiri, reyna að sýna í heild, öll út- gefin íslensk frímerki og hvemig þau hafa verið notuð og ógilL Þá skal komið að síðasta þætti þessa frí'merkjaþáttar, en það eru stimplar þeir er íslenska póststjómin verður með á sýningunni. Þann 27. júní verður sérstakur stimpill af því til- efni að þá er dagur póstsins. Þann 28. júní verður svo dagur ungling- anna. Þann 29. júní verður svo dag- ur flölskyldunnar og loks þann 30. júní verður dagur íslandssafnara. Þá verða ýmsir fúndir og fagnaðir af þessu tilefni og má þegar segja frá því að Félag frímerkjasafnara verður með ,Anglo-Icelandic“ fund eins og haldinn var á síðustu „Nordia" sýn- ingu. En meira um allt þetta seinna. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.