Tíminn - 08.05.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Hafa EES-samningarnir í för með sér að leyfður verði
frjáls innflutningur á tómötum og agúrkum?
Samið er um tómata og
gúrkur í EES-viðræðum
íslenskir garðyrkjubændur óttast að hagsmunum þeirra verði fóm-
að í samningum um Evrópskt efnahagssvæði (EES) sem nú standa
yfir. í viðræðunum hefur Evrópubandalagið lagt fram Iista yfir 72
landbúnaðarafurðir og óskað eftir að EFTA-Iöndin heimili tollfijáls-
an innflutning á þeim. Á Iistanum eru vömr eins og tómatar og ag-
úrkur, en íslenskir garðyrkjubændur framleiða mikið af þeim.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra hefur viðrað þá hugmynd
að leyfa EB-þjóðum að flytja inn
landbúnaðarvörur til íslands ef það
mætti verða til þess að EB felldi nið-
ur tolla af íslenskum sjávarafurðum
sem seldar eru á mörkuðum EB-
landa. Flestar þjóðir í EB og EFTA
eru hins vegar mjög tregar til að
auka frelsi í viðskiptum með land-
búnaðarvörur. EB hefur aftur á móti
lagt fram lista yfir 72 vörur sem
bandalagið vill að verði seldar milli
landa tollfrjálst. Þar er fyrst og fremst
um að ræða grænmeti og ávexti, vör-
ur sem íslendingar framleiða ekki og
hafa því verið fluttar inn í áratugi.
Á listanum eru einnig vörur eins og
tómatar og agúrkur, en þessar tvær
vörur framleiða íslenskir garðyrkju-
bændur í miklu magni. Ekki hafa
verið fluttir til landsins tómatar og
agúrkur þann tíma sem íslenskir
tómatar og agúrkur fást á markaðin-
um hér heima. Ekki er fullkomlega
ljóst hvort gerð verður breyting á
þessu ef listi EB verður tekinn inn í
EES-samninginn.
Umræddur listi felur það í sér að
vörurnar sem á honum eru verða
seldar tollfrjálst milli landa. Jón Pét-
ursson, garðyrkjubóndi í Reykholts-
dal í Borgarfirði, sagði í samtali við
Tímann að ef erlendir tómatar verði
fluttir inn til Iandsins tollfrjálst þýði
það að innlend framleiðsla standi
ekki jafhfætis í samkeppni við er-
lenda framleiðslu. Hann sagði að í
flestum löndum Evrópu njóti garð-
yrkjubændur mikilla ríkisstyrkja.
Framleiðsla þeirra sé í reynd niður-
greidd. Hann nefndi sem dæmi að
garðyrkjubændur í Noregi fá um 30
krónur í styrk frá norskum stjóm-
völdum fyrir hvert kfló af tómötum
sem selt er á 50 krónur kflóið. Jón
sagði að í flestum Evrópulöndum
væri litið á garðyrkju sem hefðbund-
inn landbúnað og garðyrkjubændur
nytu þar styrkja og niðurgreiðslna
líkt og sauðfjárbændur og kúabænd-
ur gera hér á landi. Jón sagði að á fs-
landi nytu garðyrkjubændur engra
styrkja og væru algerlega háðir
markaðinum.
Jón sagði að íslenskir garðyrkju-
bændur gætu staðist samkeppni ef
þeir stæðu jafnfætis garðyrkjubænd-
um í öðmm löndum, en það gerðu
þeir ekki ef tollar yrðu algerlega felld-
ir niður og erlenda framleiðslan yrði
áfram styrkt og niðurgreidd í fram-
leiðslulandinu. Jón sagðist hafa spurt
að því fyrir kosningar hvort íslensk-
um garðyrkjubændum yrði fórnað f
samningunum um Evrópskt efna-
hagssvæði. Hann sagðist ekki hafa
fengið skýr svör. Jón sagðist hins veg-
ar treysta því að ný ríkisstjórn vildi
gæta hagsmuna íslenskra garðyrkju-
bænda sem og annarra bænda. Það
væri hins vegar ástæða fyrir garð-
yrkjubændur að fylgjast vel með því
sem gerist í samningaviðræðunum
um EES. Það væri vitað að í samn-
ingum þyrftu menn stundum að
fóma vissum hlutum til að ná fram
því sem að væri stefnt. - EÓ
Djasshátíðin RÚREK verður haldin í Reykiavík í lok maí og byrjun júní. Frá vinstrí taiið: Guðmundur Emils-
son, tónlistarstjórí RÚV, Ámi Scheving, FIH, Pétur Grétarsson, framkvæmdastjórí RÚREK, Sigurður Flosa-
son, FlH, og Fríðrík Theódórsson, FlH. I baksýn eru ungir djassleikarar. Timamynd: Ámi Bjama.
Djasshátíð í Reykjavík:
Fjöldi tónleika og úrvals listamenn
Ökupróf ríkisins:
Yfirmanni
sagt upp
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra hefur leyst Guðjón Andrés-
son, forstöðumann Ökuprófa ríkis-
ins, frá störfum, meðan verk hans
eru hjá Rannsóknarlögreglunni.
Föstum ráðningarsamningi við
Guðjón er líka sagt upp. Lýkur þar
með endurskoðun Þorsteins á emb-
ættisfærslum Óla Þ. Guðbjartssonar,
fyrrverandi dómsmálaráðherra.
-aá.
Þroskaheftur mað>
ur sem varð konu
að bana:
Dæmdur
ósakhæfur
Sakadómur Reykjavikur hefur
dæmt 29 ára gamlan þroskaheft-
an mann, sem 14. febrúar síðast-
liðinn varð konu að bana í Reykja-
vflc, ósakhæfan. Hann skal vistað-
ur á þar til gerðu hæll um óákveft-
inn tíma. í dómnum er tekið fram
að maðurinn þurfí mjög á læknis-
aðstoð að halda. -aá.
Ekki skatt á
minni mengun
Samkvæmt viðauka við reglugerð
um mengunarvamir eiga allir fólks-
bflar af árgerðinni 1992 að vera út-
búnir sérstökum mengunarvama-
búnaði.
Þetta myndi hafa það í för með sér
að bflar myndu hækka í verði, lík-
lega um 10%. Nú eru að fara af stað
viðræður milli umhverfisráðuneyt-
isins og fjármálaráðuneytisins um
að breyta skattlagningu á nýjar bif-
reiðar þannig að ríkissjóður græði
ekki á þessari breytingu á bflunum,
en það myndi hann gera að óbreytt-
um forsendum. „Ríkisstjórnin er
sammála um að ríkissjóður eigi ekki
að græða á þessum búnaði heldur að
við öll græðum á þessum með
hreinna lofti,“ sagði Eiður Guðna-
son umhverfísráðherra. -EÓ
Það verður mikið um að vera í
Reykjavík dagana 26. maí til 2. júní
en þá verður haldin vegleg djasshá-
tíð sem ber heitiö RÚREK ‘91. Það
em djassdeild Félags íslenskra
hljómlistarmanna og Rfldsútvarpið
sem standa að hátíðinni, með
stuðningi frá Reykjavíkurborg. Alls
verða um 50 uppákomur, víös vegar
um borgina meðan á hátíðinni
stendur.
Hátíðin hefst með opnunarhátið í
Borgarleikhúsinu sunnudaginn 26.
maí, en síðan rúllar boltinn með
fjölda tónleika utanhúss og innan í
heila viku. Tilgangurinn er að kynna
djasstóniist sem hluta af menningu
þjóðarinnar. Öll kvöld verður boðið
upp á lifandi tónlist í veitingahúsun-
um Djúpinu, Duus húsi, Kringlu-
kránni, Púlsinum, Tveimur vinum
og á Hótel Borg. Auk þess verða tón-
leikar utandyra ef verður leyfir.
Tónlistamennirnir sem koma fram
á hátíðinni eru frá öllum Norður-
löndunum, en hátíðin er styrkt af
Nordjass sem er sameiginlegt
bandalag djasstónlistarmanna í
þessum löndum.
Af erlendum gestum má nefna
New Jungel TVio frá Danmörku en
forsprakki tríósins er Pierre Dörege.
Einnig kemur hingað Karin Krog
sem er ein virtasta djasssöngkona
Norðurlanda. Auk þessa leika síðan
allir fremstu íslensku djassleikar-
arnir.
Guðmundur Emilsson, tónlistar-
stjóri Ríkisútvarpsins, sagði að mik-
ið yrði útvarpað á báðum rásum
RÚV dagana sem hátíðin yrði auk
þess sem upptökur yrðu sendar er-
lendum útvarpsstöðvum. Hann
sagðist vona að þessi hátíð gæti orð-
ið árleg og sagði hana vera hluta af
menningarviðleitni Ríkisútvarpsins
gagnvart listum í landinu. -sbs.
Grunnskólinn á Raufarhöfn sýnir:
I teiti hjá prinsessu
„Leikstjórinn okkar, Guðfinna
Margrét Óskarsdóttir, samdi leik-
ritið, „í teiti hjá prinsessunni á
bauninni". Hún hannaði líka bún-
inga og sviðsmynd.
Það eru krakkar úr Grunnskóla
Raufarhafnar sem sjá um leikinn,
með aðstoð Leikfélagsins. Þetta er
mjög skemmtilegt og viðamikið
verk. Þar er fléttað saman þáttum
úr gömlu ævintýrum eins og
Öskubusku, Hans og Grétu og
Rauðhettu. Við frumsýnum á
fimmtudagskvöldið hér á Raufar-
höfn. Síðan verða sýningar á föstu-
dag, laugardag og sunnudag, allar
hér í bænum. Við ætlum ekki að
fara um með sýninguna, hún er
bara of viðamikil til þess. Það má
segja að meirihluti bæjarbúa taki á
einhvern máta þátt í henni," segir
Sigurveig Björnsdóttir, formaður
Leikfélags Raufarhafnar.
-aá.
Miðvikudagu 8. maí 1991
Sigurvegamir á Vetrarmóti
Geysis 1991. Magnús Hreins-
son á hryssunni Kleópötru.
Vetrarmóti Geysis lokið:
Hry?surnar
sigruðu
Tvær hryssur frá Árbakka í
Landsveit, í eigu bræðranna
Anders og Lars Hansen, urðu
efstar að stígum á Vetrarmóti
hestamannafélagsins Geysis í
Rangárvallasýslu sem er nýlok-
ið. Hryssan Kleópatra sigraði og
var með 34 stig og Sverta með
33 stig. Knapi á Kleópötru var
Magnús Hreinsson og Jasja van
Veen á Svertu.
Hryssa varð einnig í þriðja sæti
töltkeppninnar, Diljá frá Skarði,
og hlaut hún 29 stig. Eigandi
hennar er Fjóla Runólfsdóttir f
Skarði en knapar í vetur hafa ver-
ið Kristinn Guðnason og Borg-
hildur Kristinsdóttir.
Veglegir eignarbikarar voru
veittir þremur efstu hrossunum í
stigakeppninni og eigendur efsta
hrossins hlutu að auki folald í
verðlaun. Folald var einnig í
verðlaun í barnaflokki en þar
sigraði í stigakeppninni Sigríður
Theódóra Kristinsdóttir í Skarði
á Landi.
Vetrarmót Geysis var nú haldið
annan veturinn í röð en þetta er
eina hestamótið sem haldið er
með þessu sniði, þ.e. að hross
safni stigum frá einu móti til
annars ,og stigahæsta hrossið á
öllum mótum vetrarins stendur
uppi sem sigurvegari. Að sögn
Kristins Guðnasonar, formanns
Geysis, hefur verið ákveðið að
halda vetrarmót með líku sniði á
næsta ári.
Kvenprest-
ar sækja á
Sextáa guðfræðingar, vígðir
sem óvígðir, sækja um sex
prestsembætti sem biskup aug-
lýstí lausar Ö1 umsóknar. Af
þessum sextán manna hópi eru
fjórar konur.
Konuraar sem sækja um eru
Inglleif Malmberg sem er um-
sækjandi að Norfiarðarpresta-
kalli. Guðrún Edda Gunnars-
dóttir sældr um Langholts-
prestakafl í Reykjavík, Irma
Sjöfn Óskarsdóttír um stöðu að-
stoðarprests í Seljaprestakafli í
Reykjavík og loks sr. Ragnheið-
ur Eria Bjarnadótör á Raufar-
höfn um stöðu farprests í Kjal-
arnesprófastdæmi.
Að sögn Þorbjöras Hlyns Áraa-
sonar biskupsiitara eru 20 kon-
ur hér á landl vígðar tfl prests en
þar af eru 16 konur í þjónustu.
Hefur þessi tala farið hækkandi
undanfarín ár. Starfandl prestar
eru um 130 talsins.
í guðfærðideild Háskóla ís-
lands eru fleiri kariar en konur
við nám, þótt þar sé meira jafh-
vægi milli kynjanna en meöal
vfgðra guðfræðinga. Á haust-
misseri stunduðu 38 kariar þar
nám og 24 konur. -sbs.