Tíminn - 08.05.1991, Blaðsíða 9
8 Tíminn
Miðvikudagur 8. maí 1991
Tíminn 9
Miðvikudagur 8. maí 1991
Eftir
Stefán
Eiríksson
Hugmyndin um heilsuhótel við Bláa lónið lifir góðu lífi og ætla hagsmunaaðilar í Grindavík og á Suðurnesjum að kanna málið vandlega í sumar:
Mikil lyftistöng fyrir
atvinnulíf á Suðurnesjum
Listakonan Yoko Ono lýsti því yfir, þeg-
ar hún var hér fyrir skömmu, að hún
hefði áhuga á að ferðast eitthvað um
landið, og minntist hún þá sérstaklega á
Bláa lónið við Svartsengi. Bláa lónið virð-
ist hafa mikið aðdráttarafl fyrir útlend-
inga og hefur lækningamáttur þess gegn
húðsjúkdómum vakið mikla athygli.
Töluvert hefur verið rætt og ritað um það
að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn við lón-
ið og í lokaverkefni Önnu Sofiu Krist-
jánsdóttur við Arkitektaháskólann í Osló,
kemur fram áhugaverð hugmynd að hót-
eli og heilsubaðstöð nálægt Bláa lóninu,
sem kæmi til með að þjóna ferðamönn-
um sem og þeim sem fara í lónið í leit að
lækningu.
Heilsubaðstöð í kringum
laugar og potta
Anna Sofia er 29 ára gömul og útskrif-
aðist frá Arkitektaháskólanum um síð-
ustu jól. Heilsubaðstöðin eða hótelið er
samkvæmt hugmynd Önnu ekki staðsett
við sjálft lónið, heldur hinum megin við
veginn sem liggur til Grindavíkur. Anna
sagði að hún hefði valið að hafa lónið
óbreytt, því virkjunin þurfi alltaf að losa
sig við vatnið út í lónið og til þess að það
stækki ekki séu boraðar holur ofaní jörð-
ina til að tappa af því. Þegar búið væri að
byggja hótelið sjálft væri hægt að dæla
vatninu yfir veginn og í laugar og potta
við hótelið. Anna sagði að þegar hún
hefði verið að kynna sér aðstæður hefðu
kunnugir bent henni á að það væri ekki
ráðlegt að byggja við lónið sjálft. Þegar
fólk væri á hóteli þá vildi það slappa af,
og ef hótelið væri of nálægt lóninu þá
væru lætin frá virkjuninni mikil. Seinna
meir ætti jafnvel að byggja við virkjunina
og því væri margt sem mælti með því að
hafa hótelið í nokkurri fjarlægð.
Samkvæmt hugmynd Önnu er hótelið
staðsett undir Svartsengisfelli. Það er að
hluta til grafið inn í hraunið og byggt
eins og borg þannig að laugarnar eru all-
ar í miðjunni. Vatninu er dælt, eins og
áður sagði, frá lóninu og í pottana og
laugarnar. Við hótelið er gert ráð fyrir að
hafa fjóra stóra heita potta með mismun-
andi hitastig, þrjá potta með leir úr lón-
inu og tvær stórar sundlaugar sem bæði
er hægt að hafa aðskildar og sameinaðar.
„Ég hef reynt að taka tillit til þess hvern-
ig veðráttan er og samkvæmt hugmynd-
inni ertu alltaf í skjóli í laugunum og
pottunum. Hótelið er byggt kringum
laugarnar en er opið á mót suðvestri,
þannig að sólin skín inn um leið og það
er skjól fyrir vindinum," sagði Anna.
Norrænt að ytra byrði en
suðrænt að innan
Anna sagðist vilja halda lóninu sjálfu
óbreyttu og að sjálfsögðu gætu menn far-
ið í sjálft lónið áfram, svo lengi sem það
væri hægt. En það væri mikilvægt fyrir
ferðamenn, sem vildu dveljast á þessum
stað, sér til heilsubótar og lækningar eða
Heilsustöð og íþróttasvæði
undir plastkúlu
Sóríasissjúklingar sækja talsvert í Bláa
lónið. Ingólfur sagði að engar rannsókn-
ir gæfu óyggjandi lækningamátt lónsins
til kynna, en Landlæknisembættið hefði
látið gera rannsókn á lækningamætti
lónsins og samkvæmt þeirri niðurstöðu
væru yfirgnæfandi líkur á því að þar
gætu sóríasissjúklingar fengið bót
meina sinna.
Ingólfur sagði að það væri að mörgu að
hyggja þegar staðsetning heilsustöðvar-
innar væri valin. Hún mætti ekki vera of
nálægt orkuverinu og einnig mætti hún
ekki vera of langt í burtu. Einnig þyrfti
að vera við heilsustöðina stórt íþrótta-
svæði. „Ég sá skýrslu sem gerð var í
Ungverjalandi fyrir nokkrum árum í
sambandi við heilsustöðvar, og þar er
reiknað með að svona heilsustöð þurfi
hvorki meira né minna en 100 hektara,
sem er nokkuð sem fólki hér hefur ekki
dottið í hug. Heilsustöð þarf að hafa úti-
sundlaugar, tennisvelli, hlaupabrautir
o.s.frv. Það sem er frábrugðið hér, miðað
við Ungverjaland, er fyrst og fremst
veðráttan. Við megum ekki byggja þetta
upp þannig að það sé eingöngu miðað
við það ef veður leyfi. Við yrðum því að
Anna við líkan af heilsubaðstöðinni við Svartsengi.
byggja yfir heilsustöðina plastkúlu sem
tæki yfir einn til tvo hektara," sagði Ing-
ólfur.
Ekki bara hugarórar
Eins og áður sagði þá dregur lónið að
sér gífurlegan fjölda ferðamanna. Að-
spurður sagði Ingólfur að þeir hefðu alls
ekki gert ráð fyrir því að þetta yrði ein-
hver náttúruperla þegar þeir byrjuðu að
dæla vatninu þarna út. „Við gerðum
okkur náttúrlega enga grein fyrir því,
þar sem þetta var eins og læragjáin f
Reykjavík; þetta var afgangsvatn sem var
hent út í hraunið. Síðan kemur það fram
árið 1981 að sóríasissjúklingur fer að
baða sig í þessu lóni og telur sig fá þarna
góða lækningu. Þar með var þetta kom-
ið af stað og fréttist á skammri stundu
út um allt. Það þýddi að það voru ekki
einungis sóríasissjúklingar sem flykkt-
ust að því, heldur hver sem var. Það var
orðið t.d. algengt að menn kæmu eftir
dansleiki, jafnvel fullar rútur af fólki,
sem henti af sér fötunum og fór út í.
Þannig gat það ekki gengið, við urðum
annað hvort að loka því alveg og verja
það með mannheldri girðingu, eða
byggja upp þannig aðstöðu að það yrði
hægt að bjóða fólki upp á að hafa fata-'
skipti og hafa gæslu. Því girtum við
kringum lónið og byggðum þar baðhús
og leigjum það síðan einstaklingi sem
sér um reksturinn," sagði Ingólfur.
Aðspurður sagði Ingólfur að menn
væru að vakna fyrir þeim möguleika að
byggja þarna upp heilsustöð. „Mörgum
finnst það hlægilegt að þarna sé hægt að
koma upp heilsustöð með 500-600 her-
bergjum og atvinnu fyrir 1000-1500
manns. Ég held nú að eftir því sem
menn íhugi þennan möguleika betur þá
átti þeir sig á því að þetta eru ekki bara
hugarórar, þetta getur gerst,“ sagði Ing-
ólfur Aðalsteinsson.
Upplyfting fyrir alla byggð
á Suðurnesjum
Halldór Ingvason, bæjarfulltrúi í
Grindavík, sagði að þessi mál væru öll í
athugun. Svæðið vestur og suður af nú-
verandi lóni hefði mest verið athugað,
en ekki væri búið að staðsetja neitt ná-
kvæmlega. „Það stendur til núna að At-
vinnuþróunarfélag Suðurnesja ýti þessu
eitthvað áfram og einnig stendur til að
stofna nefnd á vegum Grindavíkurbæjar
og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesj-
um. Hún á að vinna með Atvinnuþróun-
arfélaginu að frekari uppbyggingarhug-
myndurn," sagði Halldór. Hann sagði að
viljinn væri að minnsta kosti fyrir hendi
og það yrði án efa unnið í því af krafti í
sumar að fram komi einhverjar raun-
hæfar tillögur.
Halldór sagðist telja það líklegt, þar
sem kostnaðurinn við að byggja upp
hótel og heilsuræktaraðstöðu væri það
mikill, að líklega yrði leitað til erlendra
aðila um fjármögnun að einhverjum
hluta. Aðspurður um hugmynd Önnu
Sofiu sagði Halldór að hótelið væri stað-
sett á mjög fallegum stað, en erfitt yrði
að tengja t.d. skólplagnir við lagnir bæj-
arins, þar sem það væri þetta langt frá
bænum. Halldór sagði að svæðið vestan
við Þorbjörn hentaði betur að því leyti.
Einnig væri búið að mæla það svæði
mjög vel, vind- og sólmæla og gera ýms-
ar aðrar athuganir.
Aðspurður sagði Halldór að það skipti
ekki bara máli fyrir Grindvíkinga að
byggja upp ferðamannaaðstöðu við Bláa
lónið, heldur yrði þetta mikil upplyfting
fyrir alla byggð á Suðurnesjunum.
C. I
Heilsubaðstöð Önnu Sofiu Kristjánsdóttur við Bláa lónið er byggð í kringum stórar laugar og potta og því mun þar vera gott
skjól fyrir veðri og vindum, þó svo að sólin sleppi í gegn þegar hennar nýtur við.
Ingólfur Aðalsteinsson, forstjórí Hita-
veitu Suðumesja. Tlmamynd: Áml Bjama
til gamans, að hafa veitingahús og góða
gistiaðstöðu á staðnum.
í hugmynd Önnu er gert ráð fyrir því að
margir sóríasissjúklingar komi til með að
nota sér heilsubaðstöðina og er aðbúnað-
ur fyrir þá samkvæmt hugmyndinni mjög
góður. Samfara böðum í vatninu og
leirnum úr lóninu gætu þeir stundað
m.a. ljósabekki og gengist undir sérstaka
meðferð við sínum sjúkdómi.
Anna sagðist ekki telja að þetta yrði
kostnaðarsamt, hvorki bygging né rekst-
ur hótelsins. Byggingin sjálf væri alls
ekki flókin. Hún væri úr steinsteypu og
ytri veggirnir væru hlaðnir með hraun-
inu sem væri til staðar. Þakið væri úr
bárujárni og að ytra útliti væri arkitekt-
úrinn mjög íslenskur eða norrænn. Inni
væri meira um gler og ljósa liti og þar
væri meira suðrænni tónn. Hótelið er
samkvæmt hugmyndinni með u.þ.b. 80
tveggja manna herbergjum.
Beðið eftir mönnum með
fulla vasa af peningum
Ingólfur Aðalsteinsson, forstjóri Hita-
staðsetningu og á ýmsum aðstæðum,"
sagði Ingólfur.
Ingólfur sagði aðspurður að það væri
vinsælt verkefni hjá arkitektum að
hanna aðstöðu fyrir ferðamenn við lónið.
Hann hefði heyrt af nokkrum arkitektum
sem hefðu haft það sem lokaverkefni í
sínu námi. Aðspurður sagði Ingólfur að
það væri alfarið í höndum þeirra sem
tækju að sér að byggja þarna upp að-
stöðu, hvort þeir notuðu eitthvað af
þessum tillögum eða efndu jafnvel til
samkeppni.
Ingólfur sagði að Hitaveitan myndi ekki
standa að byggingu á hóteli fýrir ferða-
menn á staðnum. Hún hefði ákveðnum
skyldum að gegna samkvæmt lögum og
gæti því ekki staðið í þannig fram-
kvæmdum. „Ef þarna yrði komið upp
heilsustöð, þá yrði hún vafalaust at-
vinnuskapandi og við getum ímyndað
okkur að þetta yrði fyrirtæki sem gæti
skapað 1000 til 1500 manns atvinnu. Þá
er ég ekki að tala um einhverja smástöð
sem myndi taka á móti 10-20 manns,
heldur um stöð sem myndi taka á móti
rúmlega 1000 manns,“ sagði Ingólfur.
veitu Suðurnesja, sagði aðspurður að
hugmyndin um að bæta aðstöðu fyrir
ferðamenn við lónið væri greinilega enn-
þá lifandi, en menn væru ennþá að bíða
eftir að einhver kæmi með fullan vasa af
peningum og byrji. „Annars hef ég von
um það að þetta sé kannski að komast í
það horf að menn fari af stað, því At-
vinnuþróunarfélag Suðurnesja hefur
sett það núna á oddinn að vinna að því að
ná í einhverja fjársterka aðila, bæði hér
heima og erlendis, til þess að hefja fram-
kvæmdir við þetta, en auðvitað þarf
mikla undirbúningsvinnu áður en það
verður, bæði rannsóknir hvað varðar