Tíminn - 08.05.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Viðræður milli Kúrda og araba hefjast að nýju í Bagdad:
Hermenn SÞ taka
viö í Suður-írak
Hermenn Sameinuðu þjóðanna hafa nú tekið við stjórn hlutlausa
svæðisins við landamæri Kúvæts og íraks af bandaríska hernum.
Bandaríski herínn hóf í gær brottfor sína frá írak til Kúvæts og Iýk-
ur henni að öllum líkindum í dag. Um fimm þúsund bandarískir
hermenn verða eftir í Kúvæt um óákveðinn tíma en emírinn í Kúvæt
hefur lagt ríka áherslu á að halda eftir hluta ijölþjóðahersins sem
tók þátt í að hrekja íraska herínn frá Kúvæt. Afgangurinn fer til
Saudi-Arabíu og þaðan munu margir fara til Þýskalands.
Bandarísku hermennirnir í Suður-
írak hafa staðið í ströngu við að að-
stoða fórnarlömb stríðsins og upp-
reisnarinnar gegn Saddam Hussein
íraksforseta. Stjórnvöld í Saudi- Ar-
abíu samþykktu að taka við íröskum
flóttamönnum og er búið að setja
upp flóttamannabúðir í Rafha í
norðurhluta Saudi-Arabíu. Þeir ír-
akar sem hafa viljað fara til búðanna
hafa getað það og flugvélar banda-
ríska hersins hafa flutt um 8.300
íraska flóttamenn til Rafha.
Hermenn SÞ, sem munu taka við
stjórn hlutlausa svæðisins, verða
1.440 alls. Yfirmaður þeirra er aust-
urríski hershöfðinginn Gunther
Greindl. Hlutlausa svæðið nær 10
km inn í írak og 5 km inn í Kúvæt
og liggur eftir landamærum ríkj-
anna.
Viðræður eru hafnar að nýju milli
leiðtoga Kúrda og íraskra stjórn-
valda í Bagdad um sjálfstæðiskröfur
Kúrda. Opinbera íraska dagblaðið
Al-frak sagði í gær að viðræðurnar
hefðu hafist á mánudag og að
Massoud Barzeni, leiðtogi Lýðræð-
isflokks Kúrdistans, hefði farið fyrir
fjögurra manna nefnd Kúrdanna.
Kúrdar vilja fá alþjóðlega tryggingu
fyrir því að samningur sem þeir geri
við írösk stjórnvöld verði efndur en
Kúrdar hafa oft verið sviknir í sam-
skiptum sínum við stjórnvöld í
Bagdad. Kúrdar vilja einnig fá olíu-
borgina Kirkuk í sinn hlut. Háttsett-
ur íraskur embættismaður taldi
ólíklegt að gengið yrði að kröfum
Kúrda.
Jalal Talabani, leiðtogi Þjóðernis-
sambands Kúrdistans, sagði eftir að
fyrstu lotu viðræðnanna lauk fyrir
tveimur vikum að umræðurnar
snerust um að hrinda í framkvæmd
samningnum sem gerður var við
Kúrda árið 1979. Stjórnvöld í Bagd-
ad sviku þann samning en hann ger-
ir m.a. ráð fyrir að Kúrdar taki fullan
þátt í stjóm landsins, að Kúrdar fái
allar stjórnunarstöður ríkisins í
Kúrdistan, að kúrdiska verði opin-
bert mál í Kúrdistan ásamt arabísku.
Tálabani var ekki í samninganefnd
Kúrdanna sem hóf viðræðurnar að
nýju á mánudag. Reuter-SÞJ
Mikill herafli stefnir nú til Króatíu frá næriiggjandi lýðveldum.
Júgóslavneski herinn kallar út aukalið:
Herflutningar til Króatíu
Júgóslavneski herínn kallaði í
gær út aukalið eftir að yfirmað-
ur hersins, varnarmálaráðherr-
ann Veljko Kadijevic, sagði að
borgarastyrjöld værí hafin í
landinu. Kadijevic sagði við
Borisav Jovic forseta Júgóslavíu
á mánudag að herínn mundi
binda enda á þjóðemisátökin í
landinu ef Forsetaráð Júgóslav-
íu, æðsta stjómarstofnun
landsins, gæti ekki gert það.
Forsetaráðið hélt í gær langan
fund um ástandið. Kadijevic
mætti ekki á fundinn. Snemma
í gær sáust skriðdrekar, bryn-
drekar og hermenn yfirgefa höf-
uðborgina Belgrad og taka
stefnuna á Króatíu.
Margir ungir karlmenn í Belgrad
sögðust hafa fengið herkvaðningar-
bréf. Fréttir bárust einnig frá lýð-
veldinu Bosníu- Hersegóvínu um að
herlið stefndi frá lýðveldinu til
Króatíu. Júgóslavneska fréttastofan
Tánjug skýrði frá því að nokkur þús-
und manns í bænum Polog í Bosníu
hefðu sett upp vegatálma til að
reyna að hindra herflutningana.
Vestrænir stjórnarerindrekar sögðu
greinilegt að miklir herflutningar
ættu sér stað. Að sögn Tanjug héldu
þjóðernisátökin áfram í gær. Skot-
bardagar brutust út á nokkrum
stöðum í Króatíu og sprengja sprakk
í kaffihúsi í eigu Serba í bænum
Borovo Selo. Engar fréttir bárust
um manntjón. Júgóslavneski herinn
hefur lokað þremur brúm sem
tengja austurhluta Króatíu við sjálf-
stjórnarhéraðið Vojvodina í Serbíu.
Forsetaráðið er skipað leiðtogum
lýðveldanna og sjálfsstjórnarhérað-
anna í Júgóslavíu. Það hefur vald til
þess að setja neyðarlög á í Iandinu.
Það hefur hins vegar verið óstarf-
hæft þar sem fulltrúarnir átta skipt-
ast í tvo jafnstóra hópa í flestum
mikilvægum málum en meirihluta
þarf til að einhver niðurstaða fáist.
Breska utanríkisráðuneytið varaði í
gær breska ríkisborgara við að fara
til austur- og suðurhluta Króatíu og
til borgarinnar Split í Vestur-Króa-
tíu þar sem hermaður var skotinn til
bana á mánudag þegar um 30.000
Króatar mótmæltu veru hersins í
lýðveldinu. Talsmaður ráðuneytisins
sagði að ástandið á þessum stöðum
væri ótryggt og gæti breyst á
skömmum tíma. Um hálf miiljón
Breta fer að jafnaði til Júgóslavíu á
ári hverju.
Reuter-SÞJ
Armenía, Sovétríkjunum:
Rauði herim sakað-
ur um grimmdarverk
Forseti Armeníu, Levon Ter-
Petrosjan, sagðist í gær hafa ör-
uggar heimildir fyrir því að her-
menn Azera og Rauða hersins
framkvæmdu hræðileg grimmd-
arverk á Armenum. Hann sagði að
armenskir fangar væru skotnir og
höfuðleðri hefði verið flett af arm-
enskum líkum.
Petrosjan sagði takmark stjómar-
innar í Kreml væri að hræða íbúa
Armeníu og bylta stjórn lýðveldis-
ins. Hann sagði að sameinaðar
hersveitir Azera og Rauða hersins
héldu áfram árásum á einangruð
armensk þorp og þyrlur og bryn-
varin tæki væru notuð í árásun-
um. Hann sagði að tugir manna
hefðu látið lífið.
Sovéska fulltrúaþingið hafnaði í
gær ósk armensku fulltrúanna á
þinginu um neyðarfund til að
ræða átökin í Azerbajdazhan og
Armeníu. Þingið studdi tilskipun
Gorbatsjovs Sovétforseta til Rauða
hersins um að afvopna aðskilnað-
arsinna. Gorbatsjov varaði á
mánudagskvöld við miklu blóð-
baði ef ekki tækist að afvopna
stríðandi fylkingar í Armeníu og
Azerbajdazhan.
Deilur Armena og Azera snúast
um héraðið Nagomo-Karabak í
Azerbajdazhan sem hefur nokkur
sjálfstjómarréttindi. Armenar eru
í miklum meirihluta í héraðinu og
vilja aðskilnað frá Azerbajdazhan.
Stjórnvöld í Kreml styðja stjóm-
völd í Azerbajdazhan í að halda
óbreyttu ástandi. Reuter-SÞJ
Miðvikudagur 8. maí 1991
Fréttayfirlit
Kaupmannahöfn - Utanríkis-
ráðuneyti Danmerkur tilkynnti f
gær að Danmörk ætlaði að veita
sem svarar um 660 milljónum ís-
ienskra króna til hjálparstarfsins
I Noröur-írak, íran og Tyrkiandi
en þeir höfðu áður lagt fram um
560 milijónir.
Damascus - Farouq at-Shara
utanrikisráðherra Sýrlands
sagðí i gær að það væri undlr
ísraelsmönnum komið hvort eitt-
hvað yrði úr fyrirætlunum
Bandarfkjamanna um að halda
friðarráðstefnu um Palestinu-
máliö og sökin væri ísraels-
manna ef ekkertyrði af ráðstefn-
unni.
Kairó - James Baker utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna mun
hitta Alexander Bessmertnykh
utanrikisráðherra Sovétríkjanna
í Kairó f Egyptalandi á sunnudag
og munu þeir ræða um friðar-
horfur í Miðausturiöndum, að
sögn stjómarerindreka i Kairó.
Bagdad - Saddam Hussein for-
seti Iraks sagöi að sækja þyrfti til
saka þá embættismenn sem
brugðust þegar sjitar og Kúrdar
gerðu uppreisn gegn stjóm
iandsins. Hann lét þessi ummæll
falla í gær þegar hann heimsótti
fæðingarbæ sinn Takrít.
Dhaka - Begum Khaleda 2ia
forsætisráðherra Bangladesh
endurtók ( gær óskir sínar um
víðtæka alþjóðlega neyðarað-
stoð handa þeim sem ilia urðu
úti í náttúruhamförunum í
Bangladesh í síðustu viku. Yfir
125.000 manns eru taldir af og
hungursneyð vofir yfir fjómm
milijónum manna en tiu milljónir
manna em heimilislausar.
Khartoum - Skæmliðar i Eþí-
ópíu sökuðu í gær Bandaríkja-
menn um að stöðva komflutning
til Norður- Eþíópíu en þar er mik-
il hungursneyð. Fulttrúar skæm-
iiða sem vinna að hjálparstarfinu
í Norður-Eþíópiu sögðu að
Bandaríkjamenn vildu með
þessu knýja skæmiiða til að taka
upp friöarviðræður við stjómvöld
i Khartoum og binda enda á
borgarastyrjöldina í landinu.
Maníla - Háttsettir stjómmála-
menn á Filippseyjum skoruðu í
gær á Corazon Áquino forseta
landsins að hætta samningaviö-
ræðum við bandarísk stjómvöld
um bandarísku herstöðvamar á
eyjunum og hefja viðræður um
brottflutning bandaríska herliðs-
ins. Aquino sagði að enn væri of
snemmt að gefa samningavið-
ræðumar upp á bátinn.
Peking - Háttsettur bandarísk-
ur embættismaður hvatti f gær
stjómvöld í Kína til að leysa úr
haldi friðsama stjómarmótmæl-
endur, en forseti Kina sagði að
þrýstlngur erlendis frá mundl
ekki breyta stefnu kínveskra
stjómvalda.
Belgrad - Leiötogar Júgóslaviu
komu saman til neyðarfundar i
gær, eftlr að yfirmaður júgósiav-
neska hersins, vamarmálaráö-
herrann, hafði sagt að borgara-
styrjöld væri hafin ( landinu.
Vamarmálaráðherrann, Veljko
Kadijevic, sagöi að hermennimir
mundu skjóta á alla þá sem
veittust að þeim.
Palm Beach, Flórída - Lög-
regian í Flórída sagði í gær að
hún ætlaði að mæia með að
William Kennedy Smith, ffændi
öldunardeildarþingmannsins
Edwards Kennedys, yrði kærður
fýrir að nauðga konu á heimili
Kennedyfjölskyidunnar 30. mars
si. Lögreglan mun skiia niður-
stöðum rannsókna sinna til sak-
sóknaraembættis Flórídafylkis á
fimmtudag eöa föstudag sem
mun siðan ákveða frekari fram-
vindu málsins. Reuter-SÞJ