Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. maí 1991 Tíminn 3 Stjórnarandstaðan mun í dag spyrja Jón Baldvin hvað hann samþykkti í Brussel á mánudaginn: Verður EES-samning- urinn yfirþjóölegur? Búist er við að í dag fjalli Alþingi um niðurstöðu ráðherrafundar EB og EFTA sem fram fór síðastliðinn mánudag. Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnar því að utanríkis- ráðherra standi fast á því að veita engar fiskveiðiheimildir innan ís- lenskrar landhelgi, en segir jafnframt að utanríkisráðherra verði að gefa skýringar á ýmsum öðrum þáttum málsins. „Ég fagna þeirri ákveðnu yfirlýs- ingu utanríkisráðherra að ekki verði fallist á neinar fiskveiðiheimildir til handa EB. Það er mikilvægt. Hins vegar eru ýmis atriði sem nauðsyn- legt er að fá skýringar á. Það verður t.d. að fá upplýst hvort ríkið heldur sínum forgangsrétti til að virkja. Sömuleiðis þarf að upplýsa hvort við getum komið í veg fyrir að erlendir aðilar kaupi hér upp land í stórum stfl, eins og er að gerast í Danmörku og víðar. Það vakna einnig upp spumingar um félagsmál, en í áiykt- un fundarins segir að það hafi náðst samkomulag um þau mál. Hvað þýðir það gagnvart verkalýðshreyf- ingunni? Það segir einnig í ályktun- inni að það verði teknar upp reglur EB á ýmsum sviðum, eins og í um- hverfismálum og í heilbrigðismál- um. Það er mjög stórt mál, því að staðlar EB í mörgum málum em mjög slakir. Það kemur náttúrlega ekki til greina að við fömm að slaka þar á. Þá er þeirri spurningu ósvarað hvort sú stofnun, sem EFTA ætlar að koma á fót, verður yfirþjóðleg. Það em þannig fjölmargar spum- ingar sem ekki er svarað í yfirlýs- ingu fundarins. Það er nauðsynlegt að utanríkisráðherra gefi Alþingi nánari skýringar og svari þeim spurningum sem þingmenn kunna að vilja spyrja. Við framsóknarmenn höfum tjáð okkur hlynnta því að taka þátt í Evr- ópsku efnahagssvæði, en við höfum sett fram mjög ákveðna fyrirvara. Ég kom þeim á framfæri í ræðu sem ég hélt í Ósló í mars 1989. Við munum fylgja þeim eftir og spyrja um af- stöðu ríkisstjórnarinnar til þeirra," sagði Steingrímur. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, sagði að á þess- um fundi hefði ekkert gerst varð- andi helstu hagsmunamál íslands, ekki frekar en öðrum sambærileg- um fundum. Ólafur Ragnar sagði að það sem einkenndi ályktun fundar- ins væri að EFTA-ríkin hefðu ákveð- ið að gefa eftir í flestum málum, einkum varðandi stjórnun EES og sjálfsforræði EFTA-ríkjanna. ,^lér sýnist að í samþykktinni séu ábendingar um að samningur um Evrópskt efnahagssvæði geti falið í sér verulegt fullveldisafsal og þar með skerðingu á sjálfstæði EFTA- ríkjanna. Ég hef tekið eftir því að forsætisráðherra Noregs telur að samkvæmt norsku stjórnarskránni verði að samþykkja samninginn með 3/4 hluta atkvæða, vegna þess að í honum felist svo mikið afsal á fullveldi. Ég hef einnig tekið eftir því að Svisslendingar draga mjög í efa að samningsdrögin samrýmist sjálf- stæðishugmyndum Sviss. Það virðist sem utanríkisráðherra íslands hafi ekki gert neina slíka íyr- irvara varðandi fullveldi, heldur að- eins um fisk. íslensk tilvera snýst um fleira en fisk. Hún snýst líka um sjálfstæði og fullveldi. Mér sýnist að þarna hafi verið gengið miklu lengra í átt til afsals á fullveldi heldur en nokkru sinni var rætt um innan síð- ustu ríkisstjórnar. Það er fróðlegt að vita hvort Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur veitt utanríkisráðherra umboð til þess að taka vel í þær hugmyndir sem þarna hafa orðið ofan á. Ég nefni sem dæmi að í yfirlýsing- unni kemur fram að EFTA- ríkin eigi að samþykkja að reglurnar um EES skuli ávallt vera æðri löggjöf Þykkvabæingar eiga ekki útsæði vegna kartöflumyglunnar þar sl. haust: Kaupa útsæði úr Eyjafirði Bændur í Þykkvabæ, sem urðu fyrir tjóni síðastliðið haust þegar karatöflumygla kom þar upp, þurfa að kaupa útsæði norðan úr Eyja- fírði. Þykkvabæingum þykir þetta slæmt, bæði vegna þess að í kart- öfíum í Eyjafirði hefur hringrots orðið vart og eins hefur lágt verð fengist fyrir kartöflur í vetur og því lítið um peninga til útsæðiskaupa. „Við, sem fórum illa úr kartöflu- myglunni, þurfum að kaupa útsæði og fáum það mestallt norðan úr Eyjafirði. Það er ekki stofnútsæði, vegna þess hve hringrot er útbreitt í kartöflum í Eyjafirði og það er mjög alvarlegt mál,“ sagði Páll Guðbrandsson, bóndi í Hávarðar- koti og oddviti Djúpárhrepps, í samtali við Tímann í gær. Tegundimar, sem keyptar eru að norðan, eru gullauga og rauðar ís- lenskar, eða þær sömu og ræktaðar hafa verið syðra. Páll sagði bagalegt að þurfa að leggja út blóðpeninga til mikilla útsæðiskaupa, ekki síst þegar lágt verð hefði fengist fyrir kartöflurnar í allan vetur. Verðið var vegna hinnar miklu samkeppni á markaðnum og gátu menn boðið verðið niður fyrir öðrum. Enn er ekkert ljóst með bætur vegna kartöflumyglunnar. Málið hefur verið í skoðun hjá Bjargráða- sjóði í allan vetur og sagði Páll að þar á bæ væru frekar jákvæðar und- irtektir gagnvart þessu máli. Mygl- an varð mest í vestanverðum Þykkvabæ og íVillingaholtshreppi í Ámessýslu, hinum megin Þjórsár. Kartöflubændur í Þykkvabæ eru að byrja að setja niður útsæði, en óhagstæð tíð síðustu daga hefur komið í veg fyrir að þeir geti hellt sér í það af þeim krafti sem þeir vilja. -sbs. hvers ríkis. Það er einnig gert ráð fyrir að EFTA eigi að koma upp sér- stakri framkvæmdastjórn, sem virð- ist eiga að hafa svipað vald gagnvart EFTA-ríkjunum og framkvæmda- stjórnin í Brussel hefur gagnvart að- ildarríkjum EB. EES- dómstóllinn virðist eiga að fá miklu víðtækara vald til að víkja til hliðar lögum og ákvörðunum einstakra ríkja heldur en nokkru sinni var rætt innan síð- ustu ríkisstjórnar. í yfirlýsingunni er einnig nefnt að ýmiss konar lög- gjöf um félagsmál og félagaréttindi í hverju landi fyrir sig eigi að víkja fyrir því sem gildir innan EB. Engar skorður virðast vera settar varðandi flutning fjármagns milli landa og hugsanleg kaup útlendinga á lönd- um og landsins gæðum. f reynd sýnist mér að EB hafi náð því fram á þessum fundi að allt for- ræði og ákvarðanir EB eigi að gilda í EFTA-ríkjunum um alla framtíð, kannski vegna þess að Svíþjóð, Aust- urríki og fleiri EFTA- ríki eru fyrst og fremst að hugsa um inngöngu í EB og eru þess vegna tilbúin til að samþykkja slíkt. Hér á landi hefur verið deilt um það á síðustu misserum hvort þessi samningur þýði hálfgildis aðild að EB. Mér sýnist á þessari yfirlýsingu að hann stefni í það.“ Ólafur Ragnar sagðist á þessari stundu ekki geta fullyrt hvort Al- þýðubandalagið myndi taka afstöðu gegn samningnum. En ljóst væri að samningstextinn væri að fjarlægjast þau markmið sem Alþýðubandalag- ið vildi að fram kæmu í honum. Kristín Einarsdóttir, alþingismað- ur Kvennalistans, sagði að sér virtist að nú væru að koma í Ijós þeir van- kantar á málinu, sem Kvennalistinn hefði bent á fyrir löngu síðan. „Ég hef haldið því fram að þarna væri verið að taka stórt skref inn í EB og mér sýnist að þessi samþykkt stað- festi það. Gert er ráð fyrir að lög EES verði æðri lögum aðildarríkjanna. Dómstóll EES á að vera æðri dóm- stólum aðildarríkjanna. Ég tel að þetta samrýmist ekki íslensku stjómarskránni. Ég tel einnig að það sé nú að koma í ljós að íslensk stjórnvöld hafa fallið frá öllum fyrir- vörum, t.d. varðandi fjárfestingar erlendra aðila hér á landi. Ég tel að við séum komnir út á hála braut og séum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni." Kristín sagði að Kvennalistinn væri á móti samningunum, en tók jafn- framt fram að Kvennalistinn væri að sjálfsögðu ekki á móti því að við fengjum tollfrjálsan aðgang að mörkuðum EB fyrir fisk. Það mark- mið hefði hins vegar ekki náðst. Kvennalistinn vildi þess vegna hefja beinar viðræður við EB. -EÓ ALLSTÓR HÓPUR manna mætti í gær á vörukynn- fngu sem viðskiptanefndin frá Taiwan efndi til f gær. Greinílegur áhugi var með- al manna, þó engir við- skiptasamningar hefðu verið gerðir um míðjan dag í gær. Frank S.Y. Tzou, tals* maöur nefndarinnar, sagö- ist telja að vfðskfpti land- anna ættu eftir að mjög umfangsmikil, iafnvel í nánustu framtíð. A með- fylgjandi mynd sést blaða- rnaður skoða þann varning sem var á boöstólum. Tlmamynd Aml Mælt fyrir frumvarpi til nýrra þingskapa: Þingnefndum verður fækkað úr 23 í 12 Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, mælti í gær fyrir frumvarpi til nýrra þingskapalaga. Með frumvarpinu verð- ur sú breyting að fastanefndum Alþingis verður fækkað úr 23 í 12. Starf nefndanna verður að öllum lfldndum mfldlvægara en áður og m.a. þess vegna verður nefndamönnum fjölgað úr 7 í 9. Staða for- seta þings breytist. Varaforsetum verður fjölgað og starf skrifara verður lagt niður. Breytingar á þingsköpum eru gerð- ar í tengslum við breytingar á stjórnskipunarlögum, en mælt var fyrir frumvarpi um breytingar á þeim lögum í efri deild í gær. Þing- skapafrumvarpið samdi nefnd allra þingflokka. Þingmenn úr öllum flokkum standa að frumvarpinu og ríkir um það breið samstaða. Hins vegar er hér um mjög margar og margvíslegar breytingar að ræða og má búast við að gerðar verði ein- hverjar breytingar á því í meðförum þingsins. Þingmenn gerðu nokkrar athugasemdir við það við fyrstu um- ræðu. Stjórnskipunarfrumvarpið gerir ráð fyrir að Alþingi starfi í einni mál- stofu og því verða eðlilega nokkrar breytingar á starfi forseta þingsins. Frumvarpið gerir ráð fyrir að kosnir verði fjórir varaforsetar og þeir myndi forsætisnefnd þingsins. For- setar verða kosnir listakosningu, en þannig á að tryggja stjórnarand- stöðu aðild að forsætisnefndinni. Forsætisnefnd á að gera starfsáætl- un fyrir hvert þing og skipuleggja það t.d. með vikulegum áætlunum. Kveðið er á um samráð forseta við þingflokksformenn. Víðtæk bréyting verður á störfum fastanefnda þingsins. Þær verða nú 12 og milli þeirra verður svipuð verkaskipting og er í Stjórnarráð- inu. Ný nefnd, umhverfisnefnd, tek- ur til starfa og heiti fjárveitinga- nefndar verður breytt í fjárlaganefnd og heiti fjárhags- og viðskiptanefnd- ar verður breytt í efnahags- og við- skiptanefnd. Hlutverk fjárlaganefnd- ar verður að fjalla um fjárlagafrum- varpið, en heimilt verður að vísa ein- stökum þáttum þess til fagnefnda. Fjöldi nefndarmanna verður 9 í hverri nefnd. Tekin verður upp sú nýbreytni að heimila þingmönnum að veita stutt andsvör við ræðum (replikker). Fyr- irmyndin er sótt til þjóðþinga í ná- grannalöndum okkar þar sem þetta umræðuform þykir hafa gefið góða raun. Búast má við að umræður verði líflegri, skoðanaskipti hraðari og jafnframt að umræður verði styttri. Ræðutími við þingskapaum- ræðu verður styttur þannig að eng- inn þingmaður má tala lengur en í fimm mínútur í senn. Umræður ut- an dagskrár verða einnig takmark- aðar þannig að málshefjandi og ráð- herrar mega ekki tala lengur en í 30 mínútur, en aðrir ekki lengur en í 15 mínútur. Sé gerð breyting á þingmáli við aðra umræðu ber að vísa því aftur til nefndar. Sett eru ný og ítarlegri ákvæði um atkvæðagreiðslur með rafeindabúnaði. Settar eru skorður við lengd skriflegra svara við fyrir- spurnum. Tekin er upp sú nýbreytni að þingmönnum er heimilað að leggja munnlegar fyrirspurnir fyrir ráðherra, en hingað til hafa allar fyr- irspurnir orðið að vera skriflegar. Þá er lagt til að skilgreiningu á ald- ursforseta verði breytt þannig að hann teljist sá þingmaður sem lengsta þingsetu hefur að baki, en ekki elsti þingmaður líkt og nú er. Ennfremur er gert ráð fyrir að emb- ætti skrifara verði lagt niður og störf þeirra verði flutt yfir til starfsmanna þingsins. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.