Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. maí 1991 Tíminn 5 Ákvörðun um eftirmann Davíðs Oddssonar í embætti borgarstjóra var frestað fram á sumar, og borgarritari mun gegna embætti borgarstjóra fram að því: Jón Tómasson borgarstjóri tram í lúlí Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sín- um borgarstjóra fram á sumar. Þó svo að borgarfulltrúar flokksins hafi brosað breitt begar þeir gengu út af fundinum, er ljóst að þar var ekki faríð með gamansögur og niðurstaða fundarins bendir tU þess að mikill ágreiningur sé uppi um það milli fulltrúanna hver verði næsti borgarstjóri. Vitað er að Davíft Oddsson hefur lagt nokkuð kapp á þaft að koma þcssu máli í höfn sem altra iyrst. Hann hefur undanfama daga átt fundi meft aftal- og varaborgarfuli- trúum flokksins og ætlafti á þess- um fundi að leggja fram tillögu um eftirmann sinn, sem áttí aft vera byggft á vifttölum vift fulltrú- ana. Davift lagfti ekki þessa tillögu fram á fúndinmn og sagfti hann að fundurinn faefði komist að þcirri niðurstöðu aft hún yrði ckki lögft fram. Davíft ræddi við fréttamenn eftir fundinn og sagöi að málið befftl ekld verift úfcrætt á fundin- um, þaft þyrfti lengri tíma; hann myndi þvf taka sér suinarfrí og á meftan myndi Jón Tómasson borgarritari gegna embætti borg- arstjóra. Ákvörftun um þaft hver yrfti næstl borgarstjóri yrfti síftan tekin um mánaðamótin júní/júlí, þegar hann kæmi úr sumarfríi, Davíft vildi ekki taka undir þaft aft það væri mikfll ágreiningur f borgarstjdmarflokknum um mál* ift. Hann sagði að þessi niðurstafta fundarins sýndi aft þaft væm margir hæfir menn sem kæmu til greina. Eins og fram hefur komið þá er taiift aft valið standi á milli Áma Sigfússonar og VilhjáJms 1». Vil- hjálmssonar. Aðrir, s.s. Katrín Pjeldsted og Magnús L. Sveins- son, em löra innl í myndinni, en þó telja langflestir líklcgast aft annað hvort Árni eða Vilhjálmur hljóti embættið. Aukin harka hef- ur færst í baráttu þessara tveggja manna um stólinn og er sú staft- reynd talin eiga stærstan þátt í þvf aft ákvörðun var frestaft í gær. Hvorugur þeirra er talinn geta sætt slg vift þaft aft hinn fái stólinn og því má faúast vift því aft sumar- frí Davífts fari f þaft aö sætta þá eða finna einhvetja málamiöiun. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- fcrúi Framsóknarflokksins, sagði aft þessi fundur og niðurstaða hans væri þvílíkur vandræftagang- ur og þvílfk uppgjöf aft hún væri viridiega undrandi. Jttaftur átti síst von á þessu í Ijósi þess hvem- ig sjálfstæðismenn hafa afltaf tal- aft og barift sér á brjóst,“ sagfti Sigrún. Hún sagfti aö þaft væril fá- sinna að borgarstjómarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði ekki haft nema hálfan mánuð til aft velja sér nýjan borgarstjóra. Þau í minnihlutanum bafi vitaft þaft fri síftustu borgarstjóraarkosningum að Ðavift Oddsson myndi ekki halda þaft Íoforð sem hann gaf þá, aft hann yrfti borgarsfjóri út tq'ör- tímabilift. „Það kemur bara ber- sýnilega í Ijós núna, sem maður hefur ailtaí haldift fram, aft Sjálf- stæðisflokkurinn er regnhlífar- samtÖk ólfkra hagsmunahópa og nú er tekist á í þessum hópum og enginn hefur lengur stjómina. Þetta er ekkert annað en hreinn og belnn glundrofti sem kemur þama fram. Manni finnst þaft al- veg makalaust að Sjálfstæöis- flokkurinn gefist upp fyrir svona vandamáli og því hlýtur sú spum- ing aft vakna hvemig maftur geti treyst þessu fólki fyrir stjóm borgarinnar,“ sagði Sigrún. Vllhjálmur Þ. Vilhjálmsson vfldi ekkert tjá sig um stöftu mála éftir fundinn í gær. Hann brosti og sagfti að Davfft heföi sagt þaft sem segja þyrfti. Engin viftbrögð feng- ust frá Áma Sigfússyni þar sem hann fór af fundinum um leift og honum var lokift. —SE Kolbrún Mogensen hugar aö skemmdum á húsi sínu, Bakkabúð, sem kveikt var í í fyrrakvöld. Timamynd: Ámi BJama Eldur í frið- aöri byggingu Eldur kom upp í tvflyftu timbur- húsi aö Lindargötu 45 um kl. 20:00 á þriðjudagskvöld. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var eld- urinn talsvert útbreiddur, einkum á efri hæð hússins. Neðri hæðin slapp aft mestu leyti viö skemmdir af völdum eldsins, en er nokkuft illa farin sökum vatnsaga. Burðarvegg- ir em þó nokkuð heillegir. Þaft tók slökkviliðið um 40 mínútur að ráfta niöurlögum eldsins. Húsið var mannlaust. Crunur leikur á aft um íkveikju hafl veriö aft ræða. Húsið að Lindargötu 45 var byggt árið 1886 og hét upphaflega Bakka- búð. Er húsið friðað og er í svoköll- uðum B-flokki. Núverandi eigandi, Kolbrún Mogensen, hafði átt húsið í rúmt ár, en það hefur staðið mann- laust í um þrjú ár. Hún hafði í hyggju að flytja húsið á næstunni að gatnamótum Bakkastígs og Ný- lendugötu. Tjón hennar er tilfinn- anlegt, þar sem trygging nær ekki til mannlausra húsa. Kolbrún kvaðst þó, í samtali við Tímann, staðráðin í að halda íyrri áformum sínum og flytja húsið. „Maður bítur bara á jaxlinn," sagði Kolbrún. Kolbrún Mogensen vildi koma á framfæri þakklæti til þeirra sem unnu að slökkvistarfi, þeir hefðu staðið sig mjög vel. GS/-sbs. Sjálfstæðismenn eru búnir að mála sig út í horn varðandi kjördag: VERÐA NÆSTU ALÞINGIS- KOSNINGAR EFTIR 3 ÁR? Leikfélag Hornafjarðar sýnir á Suðvesturhorninu: Kaj Munk í Hveragerði og Kópavogi Leikfélag Hornafjarðar sýnir leik- rit Guðrúnar Ásmundsdóttur um Kaj Munk í Hveragerðiskirkju næstkomandi laugardag kl. 16. Þá verða tvær sýningar í Kópavogs- kirkju um hvítasunnuhelgina. Sú fyrri verður á hvítasunnudag kl. 9 árdegis og sú síðari á annan hvíta- sunnudag kl. 14. Eiríkur Ragnarsson, forstjóri Heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði, sagði í samtali við Tímann í gær að þessi endemis skýrsla Ríkisendur- skoðunar um rekstur hælisins væri hörmuleg aíbökun á raunveruleikan- um, því á henni mætti skilja að NLFÍ væri á beit í ríkissjóði, sem væri fjarri lagi. Eiríkur sagði að sér þætti með óbkindum hvemig þessir hlutir hefðu verið matreiddir í þessari skýrslu. Eiríkur sagðist ekki vita hver framtíð Nokkrar umræður sköpuðust um kjördag á Alþingi í gær þegar mælt var fyrir fmmvarpi til nýrra stjóm- skipunarlaga. Halldór Ásgrímsson spurfti hvort ríkisstjómin hugsaði sér að framvegis yrði kosið til AI- þingis síðla vetrar, en hann sagðist ekki sjá betur en að sú yrði reyndin ef frumvarpið yrði samþykkt óbreytt Hann sagði aft þingmenn væm al- hælisins yrði, en þeir væru búnir að vinna að verkefni undanfarin tvö ár, sem þeir hafi kallað endurskipulagn- ingu á innra starfi Heilsuhælisins. „Við höfum skilað áfangaskýrslu til daggjaldanefndar og heilbrigðisráð- herra þar sem við lýsum vel okkar hugmyndum um það hvemig Heilsu- hælið geti starfeð í framtíðinni," sagði Eiríkur. Hann sagðist enn vera þeirrar skoðunar að sú niðurstaða, sem þeir kæmust að þar, yrði ofan á, enda þótt hann væri ekki alltof bjart- mennt sammála um að æskilegt væri aö kosningar fæm fram í maí líkt og gert væri ráð fyrir í kosningalögum. Halldór sagði að ef ætti að fylgja þeim lögum yröu næstu kosningar aft fara fram eftir þrjú ár. Síðasta ríkisstjóm vildi að nýaf- staðnar kosningar færu fram annan laugardag í maí, eins og kosningalög kveða á um. Sjálfstæðismenn, sem þá sýnn eftir síðustu atburði. Eiríkur sagði að málið hefði verið f þessum farvegi þegar þessi óróleiki og deilu- mál hefðu byrjað, sem yfirlæknar hælisins hefðu íyrst og fremst staðið fyrir. Eiríkur sagði að þeir hefðu verið búnir að finna það út við þessa endur- skipulagningu að margt mætti betur fara í rekstri hælisins. Þeir hefðu í skýrslum sínum komið með ýmsar tillögur, sem afhentar hefðu verið heilbrigðisráðherra. voru í stjómarandstöðu, mótmæltu því kröftuglega vegna þess að með því væri ríkisstjómin að framlengja kjör- tímabilið um 16 daga. Niðurstaðan varð því að kosið var 20. apríl. í fmmvarpi til nýrra stjómskipunar- laga, sem nú liggur fyrir þinginu, seg- ir að alþingiskosningar skuli fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils og að upphaf og lok kjörtímabils mið- „Ég trúi því að við náum samkomu- lagi við heilbrigðisyfirvöld um það hvert hlutverk hælisins á að vera inn- an heilbrigðiskerfisins. Mér heyrist ráðherra vera líka á þeirri skoðun, þó svo að mér finnist hann hafa farið geyst í því að hleypa þessari umræðu og skýrslu út um allar jarðir. Ég vona að hann gefi okkur tækifæri til að ræða þessi mál í meira næði heldur en verið hefur, að minnsta kosti síðan hann hélt sinn blaðamannafund,“ sagði Eiríkur Ragnarsson. —SE ist við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum. Þetta getur haft það í för með sér að kosningar færist sífellt framar á árið. Auk þess geta páskar valdið því að erfitt verði að finna hentugan kjördag. Halldór benti á þetta í ræðu sinni og rifjaði upp umræður utan dagskrár á síðasta þingi, en þar skammaði Hall- dór Blöndal, núverandi landbúnaðar- ráðherra, ríkisstjórnina fyrir að vilja lengja kjörtímabilið. Halldór Ás- grímsson spurði hvort ríkisstjómin ætlaði að láta kosningar í framtíðinni fara fram að vetri til. Hann sagði að eina Ieiðin út úr þeim ógöngum, sem menn væru komnir í með þetta mál, væri að láta næstu kosningar fara fram í maí að þremur árum liðnum. Hann lýsti því yfir fyrir hönd síns flokks að sú leið væri án efa farsælust fyrir land og þjóð, en tók jafhframt fram að hugsanlega myndi þetta vandamál Ieysast af sjálfú sér ef ríkis- stjómin hrökklaðist frá völdum fyrr á kjörtímabilinu. Svavar Gestsson tók undir með Hall- dóri og krafðist þess við forseta deild- arinnar að lögð yrði fram lögfræðileg greinargerð um þetta atriði í þeirri nefnd sem fjallar um málið. -EÓ Eiríkur Ragnarsson, forstjóri heilsuhælis NLFÍ, um skýrslu Ríkisendurskoðunar: Hörmuleg afbökun veruleikans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.