Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 16. maí 1991 IÞROTTIRi KNATTSPYRNA: Nýjar reglur setja svip sinn á mótiö Það er óhætt að segja að nýjar knattspymureglur og túlkanir á þeim komi til með að setja svip sinn á íslandsmótið í knattspymu í sum- ar. Sumar þeirra em byltingarkenndar og er meginmarkmiö þeirra að auka vægi sóknarleiks. I tilefni af því að íslandsmótið er nú að heijast og ömggt má telja að margir leikmanna hafa litla eða enga vitneskju um þessar nýju reglur þá mun hér á eftir vera farið yfir þær heístu breytingar sem gerðar hafa verið þó að listinn geti ekki verið tæmandi um minnstu smáatriði. Það sem fyrst ska! telja er að ef sókn- armaður er stöðvaður með líkamlegu broti, Ld. felldur eða erhaldið, og rændur með því marktækifæri, þ.e.a.s. eigi að mati dómarans góða mögu- leika á að skora mark, þá ber dómara að vísa leikmanni af leikvelli og dæma beina aukaspymu eða víti eftir því hvað við á. Hins vegar ef vamarmaður stöðvar sendingu með hendi inn á sóknarmann sem er í marktækifæri, þá skal áminna vamarleikmann og dæma beina aukaspymu eða víti eftir því sem við á. Sóknarknattspyma Breytt rangstöðuregla er önnur bylt- ingarkennd breyting, sem ætti að auka til muna möguleika sóknarmanna í leiknum og fjölga mjög skoruðum mörkum. Samkvæmt gömlu reglunni Gunnar Oddsson KR breyting „Frá mínum bæjardyrum séð finnst mér þetta engin breyting. Við spilum hvort sem er engin rangstöðukerfi," sagði Gunnar Oddsson, aftasti maður KR-varnarinnar. Um hina nýju reglu um útafrekstur fyrir líkamleg brot í marktækifæri sagði Gunnar: „Mér finnst alveg réttlætanlegt að reka mann út af ef að það er gróflega brotið á manni sem er í dauðafæri. Reglurnar hafa ekki verið kynntar sérstaklega fyrir okkur og ég veit ekki hvort það verður. Fyrir leik í Reykja- víkurmótinu um daginn kom dómarinn fyrir leikinn og sagði okkur frá þessum nýju atriðum og það yrði tekið strangt á þeim.“ var sóknarleikmaður sem var samsíða vamarmanni dæmdur rangstæður, en í nýju reglunum er samsíða leikmaður réttstæður, þ.e.a.s. þegar knettinum er spyrnL Þetta lítur út fyrir að vera ein- falt og sakleysislegt, en við nánari at- hugun kemur í Ijós að svo er ekki. Hvenær er leikmaður samsíða og hve- nær ekki? Samkvæmt túlkun regln- anna þarf að greina á milli Iíkama sóknar- og vamarmanns, án tillits til þess hvort sóknarmaður teygi hendur sínar aftur fyrir vamarmanninnn með það fyrir augum að gera sig réttstæð- an. Fyrir sóknarmann lítur þetta þannig út að hann getur verið hálfú skrefi á undan vamarmanni og það hálfa skref getur eins og allir vita skipt sköpum fyrir fljótan sóknarmann. Fyr- ir athugula og rétt staðsetta áhorfend- ur á leik KR og Vals í úrslitaleik Guðmundur Steinsson, Víking „Nokkuð ánægður“ „Það verður fundur hjá okkur Víkingum á laugardag þar sem farið verður yfir reglurnar. Hin nýja rangstöðu- regla getur breytt þó nokkru. í kapphlaupi um boltann inn fyrir standa menn jafnir, þannig að ég er nokkuð ánægður með þetta. Það er þó ekki víst að þetta fjölgi mörkum, það fer eftir því hvernig verður tekið á þessu, t.d. hvernig afstaða línuvarða verður, því að nú verður miklu erfiðara fyrir þá að fylgjast með þessu." Aðspurður um refsingar fyrir brot í marktækifæri sagði Guðmundur: „Jú þetta er gott. Leikurinn gengur út á boltann, ekki brot og það verður að taka á þessu." Viðar Þorkelsson, Fram: „Líst ágæt- lega á breyting- arnar“ „Mér líst ágætlega á breytingarnar á reglunum. Hin nýja rangstöðu- regla held ég að komi ekki neitt niður á varnarmönnum. Þetta eru sömu reglur og giltu í Evrópu- keppninni í haust og ég fann í rauninni lítinn mun, kannski helst að maður passaði sig enn betur, en þetta breytir nú ekki leiknum mik- ið. Við höfum hvort eð er ekki spil- að mikil rangstöðukerfi," sagði Við- ar Þorkelsson. Aðspurður um hina nýju reglu, þess efnis að leikmanni skuli vikið af leikvelli ef hann brýt- ur líkamlega á sóknarmanni og rænir hann marktækifæri, sagði Viðar: „Mér finnst það bara jákvætt. Menn eiga ekki að komast upp með það að hagnast á því að brjóta, sér- staklega þegar menn eru að komast einir inn fyrir og í dauðafærum." Viðar sagði að hjá sínu félagi hefði komið dómari og kynnt þeim regl- urnar og túlkanir þeirra. Reykjavíkurmótsins mátti sjá að þessi nýja rangstöðuregla skipti sköpum. Eyðnismit á knatt- spyrnuvellinum? Önnur atriði sem verða að teljast nýj- ungar má til dæmis nefna að ef meidd- um leikmanni blæðir mikið, þá verður hann að yfirgefa völlinn til að láta gera að sárum sínum. Ástæðan fyrir því að svona er tekið á málum, er síaukinn ótti við eyðni og útbreiðslu þessa hættulega sjúkdóms. í sumar verða legghlífar skylda og það hefur enginn leikmaður leik nema hann sé með lög- giltar legghlífar, þ.e.a.s. hlífar sem hylja allan sköflunginn, og að sokkar séu uppi. Þá má nefna að hjólabuxur og aðrar buxur sem ná niður fyrir stuttbuxur og tilheyra ekki búningi þeim sem gefinn er upp í félagaLali í handbok KSÍ eru bannaöar og leik- maður íklæddur slíkum fatnaði hefur ekki leik fyrr hann hefur aðlagað sig reglunum. Enga stæla! Að lokum má nefna að dómurum hef- ur verið uppálagt að taka hart á óprúð- mannlegri framkomu sem snýr að töf- um, t.d. á aukaspymum, þegar and- stæðingurinn hindrar hraðfram- kvæmd aukaspymu með því að standa fyrir eða henda boltanum í burtu. Þá er einnig aukinn vilji í knattspymufor- ystunni að gera knattspymuna líkari því sem hún gerist í hinum harða heimi knattspymunnar á meginland- inu, þá með því að leyfa meira af heið- arlegum tæklingum, þar sem boltinn erámilli. Hér að ofan hefúr aðeins verið stiklað á stærstu breytingum á reglunum og eflaust mætti tína fleira til og fara ítar- legar í, en við látum staðar numið hér og vonum að þetta skýri eitthvað fyrir leikmönnum, þjálfumm og áhorfend- um. PS Munar sóknar- menn miklu „Ég hef nú ekki kynnt mér þessar reglur neitt sérstaklega, en ég er með nýju rangstöðu- regluna á hreinu. Þetta hlýtur að muna mjög miklu fyrir okkur sóknarmenn og það verður mun erfiðara að spila okkur rang- stæða, en að sama skapi held ég að það verði erfiðara fyrir línuverðina að aðlagast þessari reglu og meta þetta. Það verður gaman að sjá hvernig þetta kem- ur út. Ég held að það verði mun minna að lið leiki upp á rang- stöðu fyrir vikið,“ sagði Jón Erling Ragnarsson, framlínu- maður í liði íslandsmeistara Fram. Um hina nýju reglu um refs- ingar fyrir líkamleg brot í mark- tækifæri sagði Jón: „Það er nátt- úrlega hið besta mál fyrir okkur sóknarmennina, því oft hefur ekki verið refsað eins hart og ætti að gera fyrir gróf brot inni í teignum. Menn hafa oft látið sér nægja að dæma vítaspyrnu þeg- ar gult spjald og jafnvel rautt ætti að fylgja,'1 sagði Jón Erling. I Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka f Reykjavík 10. til 16. maf er f Holtsapóteki og Laugavegsapótekl. Þaö apótck sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi tll kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í sfma 18888. Neyöarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórhátiðum. Sím- svari 681041. Hafnarfjöröur: Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600, Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort aö sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar i slma 22445. Apótek Keffavfkur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- menna fridaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö í hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabær: Apótekið er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamarnes og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og tímapant- anir f sima 21230. Borgarspitalinn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu emgefnar i sim- svara 18888. Ónæmisaögerðlr fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Seltjarnames: Opiö er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi 612070. Garðabær: Heilsugæslustöðin Garöaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er i síma 51100. Hafnarfjörður: Heilsugæsla Hafnarfjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt simi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keffavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suöumesja. Sími: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræöistöðin: Ráögjöf i sálfræðilegum efnum. Simi 687075. Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga Öldrunarfækningadeild Landspital- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspltali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspítallnn f Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnu- dögum kl. 15-18. Hafnarfaúöir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14-19.30. - Heilsuverndarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspltall: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspítali: Heim- sóknarfími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St. Jósepsspftali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Simi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heimsóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heim- sóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusími frá kl. 22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness Slöldcvilið - Lögregla Reykjavík: Seltjarnarnes: Lögreglan simi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 11100. Hafnarfjöröur: Lögreglan simi 51166, slökkvi- liö og sjúkrabifreiö simi 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkviliö og sjúkrabíll sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar: Lögreglan, simi 11666, slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsiö simi 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 22222. Isafjöröur: Lögreglan sími 4222, slökkvilió simi 3300, brunasimi og sjúkrabifreió sími 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.