Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NOTÍMA FLUTNINGAR Halnarhusinu v Tryggvagotu. S 28822 1 1 / HÖGG- ^ - DEYFAR': / Verslið hjá fagmönnum I Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga POSTFAX 91-68-76-91 GSyarahlutir TVÖFALDUR1. vinningur Tíminn FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1991 Margra milljaröa króna skattaskuldir í vanskilum: Meira en milljarður tapaðist árið 1990 í ljósi frægra innheimtuherferða „skattmanns" kemur nokkuð á óvart að ríkissjóður skuli eiga marga milljarða króna útistandandi í skattaskuldum. „Er hér um mjög alvarlega þróun að ræða strax á fyrsta ári virðisaukaskattsins,“ segir m.a. í greinargerö Ríkis- endurskoðunar, um 1,8 milljarða vanskil á þessum nýja skatti — sem kemur viðbót við 3,2 milljarða eldri söluskattsskuldir. Af þinggjöldum eru 30-40% í vanskilum. Og í þriggja ára stað- greiðslukerfi hafa safnast upp 2,5 milljarða vanskil. í því sambandi bendir Ríkisendur- skoðun á, að möguleg innheimtu- úrræði séu mjög virk og því hægt að grípa strax til aðgerða skili launagreiðendur ekki staðgreiðslu- fénu. „Engu að síður eru dæmi um fyrirtæki í fullum rekstri sem kom- ast upp með að skulda tugmilljónir í staðgreiðslu um lengri eða skemmri tíma án þess að gripið sé til aðgerða," segir Ríkisendurskoð- un. Skuldugasta fyrirtækið um s.l. áramót hafi skuldað 45 milljónir í staðgreiðslu, hvar af 28 milljónir eru frá árinu 1989. Einnig er nefnt dæmi um fyrirtæki sem skuldað hafi staðgreiðslu vegna síðustu þriggja ára þegar það nýlega var úr- skurðað gjaldþrota. Taka staðgreiðsluna að „láni“? „{ sambandi við staðgreiðsluna gagnrýnum við fyrst og fremst, að launagreiðendur skuli hafa fengið að skila inn yfirlitum um aftekna staðgreiðslu af launþegum, án þess að skila þeim peningum inn í ríkis- sjóð um leið. Þetta tel ég af hinu slæma,“ sagði Sigurður Þórðarson vararíkisendurskoðandi í samtali við Tímann. Enda sagði hann inn- heimtuúrræði svo virk að vanskil ættu ekki að þurfa að vera nema sáralítil í staðgreiðslu. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að herða eftirlitið með skilum á staðgreiðslu, þannig að gripið verði strax til innheimtuaðgerða þegar launagreiðendur skila ekki því fé sem þeim er skylt að halda eftir af launum starfsmanna. Á þann hátt sé jafnræði aðila einnig tryggt. Áf um 2,5 milljarða vanskilum í staðgreiðslu er rúmlega helming- urinn frá síðasta ári, en hitt eldra. Af heildarskuldinni eru dráttarvext- ir og viðurlög um 800 m.kr., en höfuðstóllinn er um 1.700 m.kr., hvar af um 70% eru til komin vegna áætlana á framteljendur sem ekki hafa skilað skattframtali. Af greinargerð Ríkisendurskoðun- ar verður raunar ekki betur séð en að drjúgur hluti þessara stað- greiðsluskulda sé ríkissjóði þegar tapað fé. Bráðabirgðatölur um skuldir þeirra fyrirtækja og ein- staklinga, sem voru í gjaldþrota- skiptum um áramót eða skiptum var lokið hjá, sýna að þær voru um 5,4 milljarðar kr. í árslok 1990. Þar af var meira en milljarður vanskila staðgreiðsluskattar. Á 2. milljarð tapast í fyrra? „Miðað við þær forsendur, sem Iagðar eru til grundvallar niður- færslu f ríkisreikningi, gæti hún í lok ársins 1990 verið orðin um 4 milljarðar kr. á móti 3 milljörðum í árslok 1989. Viðbótartap ríkissjóðs á árinu 1990, vegna gjaldþrota fyr- irtækja og einstaklinga, yrði því um 1 milljarður króna og er þá ekki tekið tillit til þeirra krafna í virðis- aukaskatti sem hugsanlega eru tap- aðar,“ segir Ríkisendurskoðun. Þessar skuldir skiptast þannig, talið í milljónum kr.: Staðgreiðsla 1.065 Þinggjöld einstaklinga 479 Þinggjöld félaga 1.395 Söluskattur 1.806 Launaskattur 517 Vörugjald 104 Samtals miiljónir kr. 5.367 Höfuðstóll skuldarinnar er í kringum 3 milljarðar, hitt dráttar- vextir. Svo vinsælt viðmiðunar- dæmi sé tekið, þá svara þessi van- skil gjaldþrotaaðila til 84.000 kr. á hverja 4ra manna fjölskyldu á ís- landi. Og drjúgur hluti upphæðar- innar eru skattar sem almenningur er búinn að borga (t.d. söluskattur og afdregin staðgreiðsla), en síðan hefur ekki verið skilað í ríkissjóð. Sem áður segir eru enn ógreidd- ar eftirstöðvar söluskatts af seldum vörum og þjónustu 1989 og fyrr alls um 3,2 milljarðar kr. Sá meira en helmingur skuldarinnar, sem er hjá gjaldþrotaaðilum, er talinn glatað fé. Árið 1990 innheimtust um 550 millj. kr. upp í vanskil söluskatts frá fyrri árum. Niður í 50% innheimtuhlutfall... Innheimtuhlutfall opinberra gjalda (þinggjalda) einstaklinga og félaga (til ríkis og sveitarsjóða) seg- ir Ríkisendurskoðun sífellt hafa far- ið lækkandi síðan staðgreiðslukerf- ið var tekið upp 1988. Bráðabirgðatölur bendi til þess að á árinu hafi innheimtuhlutfall höf- uðstóls og dráttarvaxta aðeins verið um 50% hjá einstaklingum og um 55% hjá féíögum. Af áíagningu ársins innheimtist um 62% hjá einstaklingum og 72% hjá félögum. „Hvert prósentustig í bættri inn- heimtu er talið skila 180 til 200 milljónum króna í hærri greiðslum til ríkissjóðs. Þess vegna er mikil- vægt að herða enn frekar á inn- heimtuaðgerðum,“ segir Ríkisend- urskoðun. Hvað varðar eldri skuldir þing- gjalda sagði Sigurður það m.a. áhyggjuefni, að þær fymast á ákveðnum árafjölda. „Það hefur leitt til þess að ríkissjóður hefúr tapað nokkrum fjárhæðum," sagði Sigurður Þórðarson vararíkisend- urskoðandi. - HEI Eykon lagði Björn Þingflokkur sjálfstæðismanna tók ákvörðun um það í gær að tilnefna Eyjólf Konráð Jónsson sem for- mann utanríkismálanefndar. Björn Bjamason sótti einnig fast að fá þetta embætti, en hann varð að láta í minni pokann fyrir Eyjólfi Konráð. Eyjólfur Konráð hefur áður verið formaður nefndarinnar og er núver- andi varaformaður hennar. Fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni verður Steingrímur Her- mannsson. Aðrir fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í nefndinni verða Björn Bjarnason og Geir H. Haarde. -EÓ Kemur Pele til íslands? Hugsanlegt er að knattspymusnill- ingurinn Pele komi hingað til lands í sumar, í lok júlí eða byrjun ágúst. Heimsóknin yrði í tengslum við al- þjóðlegt átak FIFA „Fair play“ — Höfum rétt við. Pele vinnur að þessu átaki. Þaö eru KSÍ og VISA ísland, sem standa að átakinu hérlendis. Heimsókn Pele yrði þá á vegum þeirra. -PS/aá. Nýtt skip frá nni á Akureyri: í gær var sjósett hjá Slippstöðinni á Akureyri nýsmíðað skip, sem koma mun í stað afiaskipsins Þórunnar Sveinsdóttur frá Vestmannaeyjum. Nýja skipið er um 250 rúmlestir og eigandi þess er Ós h.f. í Vestmanna- eyjum, Óskar Matthíasson útgerð- armaður og sonur hans, Sigurjón óskarsson, sem jafnframt verður skipstjóri. Dóttir útgeröarmanns- ins, Þórunn Óskarsdóttir, gaf skip- inu nafnið Þórunn Sveinsdóttir VE 401. Nýja skipið er þó ekki fullfrágeng- ið, en stefnt er að því að það verði formlega afhent eigendum sínum í lok júli. Eftir er að setja brúna á gkipiö, ganga endankga frá botni og koma stjómtækjum fyrir. Hin nýja Þórunn Sveinsdóttir er 250 rúmlestir að stærð, 37 metra löng og 8 metra breiö, og útbúin bæði tfi togvelða og netaveiða. Skip- ið er búið nýjustu og fullkomnustu sigllnga- og fiskileitartækjum, auk þess sem allur vélbúnaður skipsins er af fúDkomnustu gerð. Vistarver- ur eru fyrir fjórtán menn í fjórum eins manns klefum og fimm tveggja manna klefum. í máU Sigurðar Ringsted, fram- kvæmdastjóra SDppstöðvarinnar, kom ou fram að þessi sjósetning væri stór stund fyrir þá Slippstöðv- armenn, því Dðin væru rúm sjö ár síðan skip var síðast sjósett hjá SUppstöðhmi að viðstöddum eig- endum. Að vísu hefðu þrjú skip: Oddeyrin, Nökkvi og B 70 verið sjó- sett á þessu fa'mabUi, en þau hefðu verið óseld, og reyndar væri B 70 óseldur ennþá. Sigurður sagði að í tengslum viö smíði skipsins hefði verið unnið að hagræðingarátaki í samvinnu við Félag dráttarbrauta og skipasmiðja og Iðnaðarráðuneytíð, sem jafnframt sfyrkir átakið fjár- hagslega. Markmið átaksins er að auka samkeppnishæfni íslenskra skipasmíðastöðva, með því að fækka vinnustundum, sfytta verktíma og lækka þar með kostnaö við fram- kværnd einstakra verkefna, jafnt ný- smíða sem viðgerða. Smíðl Þórunn- ar Svcinsdóttur tíyggði næga at- vinnu í Slippstöðínni s.I. vetur, svo ekki þurftí að grfpa tíl uppsagna eins og veturinn á undan. Önnur ný- smíði er ekki f sjónmáli eins og er, en verkefnastaða SUppstöðvarinnar Hin rtýja Þórunn Sveinsdóttir VE 401 eftlr sjósetningu á Akureyri gær. Skyldi hún verða sama happafleyta og fyrirrennari hennar? Tlmamynd: «A er samt sem áður góð næstu mán- uðf vegna hefðbundinna sumarverk- efna. Má þar nefna endurnýjun á vinnslusal o.fl. í Ásbimi RE 50, um- fangsmiklar viðgerðir á Framnesi ÍS 708 og endumýjun á vinnslu- búnaði, togþilfari, stýrishúsi o.fi. í Kaldbald EA 301. Á næstunni verð- ur unnið að því að tryggja verirefni fyrir næsta vetur. Nú vinna um 180 manns hjá SDppstöðmni, en fyrir nokkrum ánun, þegar hvað mest at- vinna var, vom starfsmenn fiðlega 300. hiá-akureyrL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.