Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 16. maí 1991 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin f Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gfslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrfmsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavfk. Sími: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Stóru málin Forsætisráðherra hefur lýst yfír því í viðtali við Morgunblaðið að hann sé sammála Paul Drack, forstjóra bandaríska álfyrirtækisins Alumax, að aðeins séu helmingslíkur á að samningar um nýtt álver takist. Davíð Oddsson bendir á að eftir sé að ráða til lykta ýmsum erfiðum þáttum samningsgerðar og nefnir sérstaklega ábyrgðir, vinnuafl og stofnkostnað. Forsætisráðherra hnykkir á ummælum sínum með því að segja að um „ákveðinn afturkipp sé að ræða að því er varðar ábyrgðir, miðað við það sem við höfum talið að búið væri að semja um.“ Þá segir einnig frá því í sömu fréttagrein í Morg- unblaðinu, að til landsins sé kominn Bond Evans, aðstoðarforstjóri áðurnefnds álíyrirtækis (Alum- ax). Eins og sjá má af starfsheiti mannsins er hann náinn samstarfsmaður forstjórans, Paul Drack, og augljóst að hann er haldinn efasemdum um ál- samninga eins og yfirboðari hans. Bond Evans lýs- ir reyndar yfir því berum orðum að fyrirtækin í Atlantsálshópnum „hefðu efasemdir um að ís- lenskir verktakar hefðu bolmagn til þess að annast alla verkþætti við byggingu nýs álvers.“ Segir aðstoðarforstjóri Alumax að íslenska þjóð- in sé fámenn og hagkerfið lítið og þegar verkið stæði sem hæst þyrfti sennilega meiri mannafla og tækjabúnað en venjulega stæði til boða hér á landi, enda væri verið að meta það að hve miklu leyti þyrfti að flytja inn vélar og vinnuafl, ef til byggingar álvers kæmi. Þau ummæli sem höfð eru eftir forsætisráðherra og forráðamönnum Alumax og Atlantsálshópsins um stöðu álsamninganna sýna á hve alvarlegu stigi það mál er. Niðurstaðan er sú að því fer víðs fjarri að jákvæð samningslok um álverið á Keilis- nesi séu í sjónmáli. Greinilegt er að eftir er að yf- irstíga marga erfiðleika í samningum þessum. Eins og oft hefur verið bent á hér í Tímanum hef- ur svo mikið verið lagt undir af hálfu íslenskra ráðamanna í sambandi við álsamningana, að það yrði fjárhagslegt og efnahagslegt reiðarslag, ef þeir rynnu út í sandinn. Hins vegar hefur máls- meðferð iðnaðarráðherra, ráðgjafa hans og aðal- samningamanna verið gagnrýnisverð frá upphafi og aldrei fremur en síðustu mánuði og mest síðan á haustdögum í fyrra, þegar yfirlýsingagleði iðn- aðarráðherra keyrði um þvert bak án þess að neitt stæði á bak við orð hans. Eins og við á um samninga EFTA og EB um evr- ópskt efnahagssvæði, sem sagðir eru á lokastigi, þótt allt sé í óvissu um efni þeirra og afleiðingar, verður Alþingi að fylgjast með framvindu álsamn- inganna, sem einnig eru á stigi óvissunnar. Al- þingi getur ekki lokið störfum án þess að fjalla ít- arlega um þau afdrifaríku stórmál sem hér um ræðir. GARRI | mm ..:«:»« sllllllilllllilllllllliillll Davíð Oddsson forsætlsráöhcrra hefur nú geflð út það opinbera mat á stööu álmálsins að um helmings hltur séu til þess að nýtt álver verði reíst á Keilisnesi. Seg- ir forsætísráðherrann að ýmsir endar séu óhnýttir varðandi ijár- mögnun, stofnkostnáðinn og vinnuafl á byggingariima og brugðiö getí tíi beggja vona um hvort þetta þjóðþrifamál kemst á koppinn eða ektd. Eins og menn muna úr kosningabaráttunnl sagðí þessi sami Davfð Oddsson að öH stóru mál fyrrverandi ríkis- stjórnar „væru npp i loft“, elns og hann orðaði það og tiltók jafnan álmáiið og Evrópumálin í því sam- bandi. Skitja rnáttí á þessari þulu núverandJ forsætisráðherra að þetta myndi nú heldur bctur lag- ast ef hann og hans flokkur bem- ist f stjórn, Allt upp í loft Nú er Davíð orðinn forsætisráð- herra og álmálið hefur aldrei verið meira upp í ioft en nú og Evrópu- málin eru í nákvæmlcga þeim far- vegi sem fyrri rikisstjóm markaðl hvað varðar skipti á veiðiheimild- um fyrir aðgang að markaði. en nokkuð er ójjóst hvaða tilslakanir gerðar hafa veríð á öðrum sviðum, ef einhveijar. Það að álmálið er nú komið í þær ógöngur sem raun ber vitni má að hluta tii rekja til orsaka sem ís- iendingar og íslensk stjómvoid ráða illa við, s.s. spumingin um eriendar bankaábyrgðir fyrir Atl- antsálshópinn, en önnnr atriði eru þess eðlis að ríkisstjómin, með iðnaðamðherra í broddi fylk- ingar, gætu ráðið talsverðu uro stöðuna. Þvf er óhætt að segja að ef það reynist rétt sem forsætis- ráðherra íar að f Morgunbiaðínu í gær að búið sé að klóðra álmálinu, þá er eðlilegt að leita skýrínga fýá núvérandi rikisstjóm og iðnaðar- ráðherra og spyrja hvort máls- meðferð þeírra hafi verið þess eðl- is að hún væri iíkieg tii að ieiða til jákvæðrar niðurstoðu. Hrakfarir Jóns Þó orð Siephans G. f kvæðinu um Jón hrak þess efnis að „faHn sé í illspá hverri ósk um hrakför sínu verri“ eigi oft við vonar Garri svo ráðherra reynist ekki réttar. Þar ræðnr ekki umhyggja fyrir orð- sporí Jóns Sigurðssonar iðnaðar- ráðherra, sem hefúr um margra flokks sem khmroðalaust hefur fullyrt fram á sfðustu stund að Ift- ill vandí værí að Ijóka álmállnu á farsælan hátt, og hefur haft uppi skrautsýningar við undimtun ein- hverra sfgaia sem lítla eða enga þýðingu hafa? Á afturfótum tíöarandans Alþýðuflokkurínn má sannaríega ekki við frekari áföllum á næst- unni eigi bann að geta haldið sjálfsvirðíngu sinni. Hano koro út úr stjómarmyndunarvtðræðum án þess að ná fram sínum sjónar- sem asta, þ.e. iandbúnaðar- og sjávar- útvegsmál. Hann fékk „Iéttari" ráðuneyti en flokksmenn höfðu feril á því að það $é hann persónu-. lega sem muni reisa áfver á Keliis- nesi. J*ar rseður mlklu frekar að áiver á Keiiisnesi gætí ef rétt er á haldið reynst þjóðarbúinu mikfl- væg tyftístong. Hinu er ekki að leyna að Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra og rannar Alþýðufloidc- urinn aifur hlýtur að bfða pólitískt skipbrot náist ekki viðunandi samningar um bygglngo áfvers á Keilisnesi. Iðnaðarráðherra og samflokks- menn hans hafa lagt slíkt ofur- kapp á þetta eina mál og farið svo niðrandi orðum um alla þá sem með einhvetjum hætti hafa viðrað efasemdir um það, að ef það feiiur um sjáift sig nú feliur einnig tii- trú manna á Aiþýðuflokkinn og iðnaðarráðherra. Er hægt að treysta dómgreind þess stjóm- málamanns og þess stjómmála- komulagi um að „þyngja“ eitthvað umhverfisráðuneytið með því að færa tíl þess aukjn wrkefni er hálfu forsætísráðherrans sem of- túikun formanns Alþýðuflokks- ins. Heiðursmannasamkomulagið sem Jón Baldvin talaði svo fjálg- lega nm hefur síðan vcriö aðhlát- ursefni þjóðarinnar, án þess þó að JÓn Baídvin, sem virðlst þessa dagana á „afturfótum tíðarand- ans", hafí treyst sér til að túika þennan nýjasta brandara forsætis- ráðherrans. Eiður Guðnason situr svo eftir sem homkeriing í stjóminnf með mun minni áhrif en honum hafði verið lofað. Falii álmálið á næstu dögum veröur niðurlæging Al- þýðuflokksins algjör og kómedían mnn fá á sig tragískan biæ, H H VÍTT OG BREITT Seljum þeim hæfustu báknið Oft hafa komið upp væringar meðal þeirra sem einskorða mat- arvenjur sínar við jurtaríkið . Deiluefnin hafa t.d. verið hvort fiskur sé kjöt eða egg dýrahold og af hverju tesoð af telaufi er verra en jurtate. Þá er óútkljáð álitamál meðal trúhópanna hvort kálið á að éta hrátt eða soðið. Náttúrulækningar eiga sér langa sögu á íslandi og félagslegt græn- metisát hefur verið stundað um áratuga skeið. Náttúrulækninga- félagið hefur lengi haft töluverð umsvif, rekið verslanir, matsölu- staði og nú síðustu áratugina heilsuhæli. Stundum hafa þeir sem ástund- uðu jurtaát eingöngu haldið uppi deilum í blöðum og víðar um hugðarefni sín. Þeir eiga það sam- merkt að þeir sem éta kjöt og fisk með plöntufæðinu skildu aldrei og skilja ekki um hvað verið var að rífast þótt reynt væri að fylgja þræði eftir bestu getu. í deilum um hvort lýsi og mjólk væru banvæn eða lífsins heilsu- lind örlaði einstaka sinnum á ásökunum deiluaðila um að stjórnarmenn eða umsýslumenn eigna grænmetisæta væru ólög- lega kosnir og gengu klögumálin á víxl án þess að utanaðkomandi skildu, enda ávallt talað og skrifað undir rós, eða í þessum tilvikum fremur undir kálhaus. Skottu ... hvað? Um sinn hafa deilur ekki verið uppi, opinberalega að minnsta kosti, um heilnæmi plöntuáts og eignaumsýslu i framhaldi af því. Þá rýkur Læknafélagið upp einn daginn og skorar á félagsmenn sína að sækja ekki um stöður hjá Heilsuhæli Náttúrulækningafé- lagsins. Læknar sem starfa hjá fé- laginu skoruðu einnig á starfs- bræður sína að koma ekki þangað til vinnu og forstjóri náttúrulækn- inganna sagðist ekkert skilja í mönnunum að láta svona. Eins og fyrri daginn var engin leið að ráða af umfjölluninni allri hvar hnífurinn stóð í kúnni. Ef reynt var að lesa á milli línanna og grína í hvað deiluaðilar voru að segja var einna helst að skilja eða misskilja að einhvers konar skottulækningar ættu sér stað í Heilsuhælinu í Hveragerði. Er hér með hætt að reyna að ráða þá þraut hvað náttúrulækninga- mönnum og læknum ber á milli og hvers vegna sumir læknar mega vinna við skottulækning- arnar en aðrir ekki. Sjúklingaskattur og gróði Það var ekki íyrr en Ríkisendur- skoðun birti skýrslu um sínar at- huganir á starfsemi Heilsuhælis- ins að eitthvert vit komst í málið. Þá kemur í ljós að Heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins er bet- ur rekið en nokkurn óraði fyrir. í stað 40 milljóna halla eins gefinn var upp reyndist gróðinn af rekstr- inum vera 50 milljónir á síðasta ári. Hælinu hefur tekist að inn- heimta sjúklingaskatt, eins og suma hefur dreymt um að láta op- inberu spítalana gera. Skatturinn hefur verið notaður til hinna þörf- ustu hluta. Hann fer í að byggja og bæta og þarf þannig engin utanað- komandi framlög til nýbygginga og viðhalds. Þá tekst Heilsuhælinu að greiða starfsfólkinu mun betri laun en sjúkrahúsunum eða öðrum skyld- um stofnunum, og finnst Ríkis- endurskoðun það miður. Svo blómstrar frjálsi markaður- inn innan hælis og utan. Aukabit- ar eða drykkir eru seldir á niður- greiddu verði og Náttúrulækn- ingafélagið selur eign sinni, Heilsluhælinu, heitt og kalt vatn fyrir milljónir árlega. Af einhverjum óútskýrðum ástæðum er ríkið með krumlurnar í starfseminni og Tryggingastofn- un greiðir daggjöld eins og til annarra sjúkrahúsa. Sjúklinga- skatturinn er því aukageta sem gerir reksturinn enn blómlegri en ella og stendur t.d. undir háa kaupinu og nýjum arðgefandi fjár- festingum. Nýi fjármálaráðherrann okkar lofar að drífa í sölu ríkisfyrirtækja og á aðalafundi atvinnurekenda er sá boðskapur uppi að á næstu ár- um sé rétt að lappa upp á ríkissjóð með því að selja fyrirtæki fyrir litla 30 milljarða næstu árin. Heilbrigðiskerfið er að sliga ríkis- sjóð og kostnaður við spítalarekst- ur eykst ár frá ári og sér enginn hvernig það endar. En nú er lag. Náttúrulækningafélagið hefur fundið leið til að reka heilsustofn- un með miklum gróða og skatt- leggja sjúklinga árum saman án þess að þeir æmti né skræmti. Seljum Náttúrulækningafélaginu öll hin sjúkrahúsin og er því best til trúandi að reka heilbrigðis- stofnanirnar með sóma og gróða. Virkjum framtak markaðsaflanna og látum þá sem best eru hæfir til að láta þá borga sem njóta taka við ríkisbákninu. Ekki svo lítill sparnaður fyrir rík- ið að losna við daggjöldin. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.