Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 16. maí 1991 Tíminn 13 DAGBÓK Vísnavinir hafa nú endurvakið félag sitt eftir nokk- urt hlé. Þriðjudaginn 21. maí kl. 20.30 aetla þeir að hittast í kaffistofu Norræna húss- ins og taka þar í gítar og jafnvel fleiri hljóðfæri. Allir þeir sem áhuga hafa á vísnasöng og tónlist og hafa jafnvel eitthvað í poka- hominu sem þeir vilja koma á framfæri eru eindregið hvattir til að láta sjá sig. Stjóm Vísnavina Félag eldri borgara í Kópavogi Spilakvöld verður að Auðbrekku 25 föstudaginn 17. maí 1991 og hefst kl. 20.30. Dans á eftir að venju. Jón Ingi og félagar sjá um fjörið. Aðgangur kr. 450. Allir velkomnir! Félag eldri borgara Dansleikur í Risinu í kvöld kl. 20.30. Gönguhrólfar verða með myndakvöld nk. laugardag kl. 20. Hallgrímskirkja — starf aidraóra Miðvikudaginn 29. maí verður farið í Þjóðleikhúsið að sjá söngleikinn Söngvaseiður. Nokkrir miðar eftir hjá Dómhildi Jónsdóttur, sími 39965 á kvöldin. Nýlistasafnió Laugardaginn 18. maí opna Ian Aniill og Christoph Riitimann sýningu í Nýlista- safninu, Vatnsstíg 3b. Sýningin verður opnuð kl. 16. Hún stendur til 2. júní og er opin alla daga kl. 14-18. Málverkasýning Ingvar Þorvaldsson opnar 21. einkasýningu sína í vatnslita- og olíumálverkum í safn- aðarheimili Árbæjarkirkju við Rofabæ laugardaginn 18. maí kl. 16. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 16-19 (lokað fimmtudaginn 23. maí) og um helgar kl. 14-19. Henni lýkur sunnudaginn 26. maí. Breióholtskirkja Samtök um sorg og sorgarviðbrögð hafa opið hús í Breiðholtskirkju í Mjóddinni í kvöld kl. 20.30. Laugarneskirkja Kyrrðarstund f hádeginu í dag. Orgel- leikur, lyrirbænir, altarisganga. Léttur hádegisverður eftir stundina. Slunkaríki á ísafiröi Þann 18. maí hefst sýning á verkum Guðjóns Bjamasonar í Slunkaríki á ísa- firði. Á sýningunni eru málverk og skúlptúr unnin í tré og stál. Guðjón er fæddur 1. febrúar 1959 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur árið 1979 og lagði síðan stund á nám við Háskóla ís- lands 1979-81. Árið 1981 hélt hann til Bandaríkjanna til náms í byggingar- og myndlist við Rhode Isl. School of Design og lauk BFA gráðu árið 1982 og B.Arts ári seinna. Guðjón hlaut meistaragráðu í myndlist og skúlptúr við School of Visu- al Art árið 1987 og meistaragráðu í bygg- ingarlist við Columbia háskóla í New York árið 1989. Guðjón býr og starfar á íslandi og New York borg og er þetta sjöunda einkasýn- ing hans. Sýningunni lýkur þann 9. júní. Málvísindastofnun Háskóla íslands hefur nýverið gefið út ritið Papers from the TWelfth Scandinavian Conference of Linguistics og ásamt Stofnun í erlendum tungumálum ritið Beygingartákn ís- lenskra orða. Nafnorð, eftir Helga Har- aldsson dósent Hið fyrra birtir fyrirlestra um almenn málvísindi sem fluttir voru á ráðstefnu sem stofnunin stóð fyrir í júní á síðasta ári. Má þar m.a. nefna fyrirlestra um setningafræði, hljóðkerfisfræði, beyg- ingarfræði, merkingarfræði og málstol (aphasia) og eru höfundar víðs vegar að úr heiminum, en þó aðallega frá Norður- löndunum. Ritstjóri er Halldór Ármann Sigurðsson dósent. Ýmsir aðilar studdu útgáfu þessa rits og má þar m.a. nefna Búnaðarbanka fs- lands, íslandsbanka, íslenska aðalverk- taka, Landsbanka íslands, Orðabók Há- skólans, Reykjavíkurborg, Seðlabanka íslands, Sjóvá-Almennar, Stofnun Sig- urðar Nordals og Visa-ísland. í seinna ritinu setur höfundur, Helgi Haraldsson dósent, fram hugmyndir sín- ar um kerfi beygingartákna til notkunar í orðabókum og orðalistum. Tilgangur- inn er að spara rými, þannig að einföld tákn komi í stað rúmfrekra skýringa, þar sem beygingarendingar og í sumum til- fellum einnig hljóðvörp eru tíunduð við hvert orð. Markmiðið er að táknin séu Árnaó heilla Gullbrúðkaup áttu í gær hjónin Áslaug S. Jensdóttir og Valdimar Kristinsson, Núpi í Dýrafirði. MINNING Þórunn Sigurðardóttir Fædd 9. september 1899 Dáin 9. maí 1991 Mín indæla móðursystir, Þórunn Sigurðardóttir, lést á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra, Hafnarfirði, 9. maí sl. á 92. aldursári. Þar hefur hún notið ágætrar aðhlynningar um nokkurra ára skeið sem vistmaður. Þórunn var dóttir Sigríðar Stein- grímsdóttur og Sigurðar Pétursson- ar, landpósts og bónda á Hörgslandi á Síðu. Eftir nokkurra ára búsetu á Hörgslandi fluttist fjölskyldan það- an þegar Sigurður keypti jörðina Ámanes nálægt Höfn í Hornafirði, þar sem hann bjó til dauðadags. Sig- ríður var dóttir Steingríms Jónsson- ar, silfur- og söðlasmiðs á Fossi á Síðu, og konu hans Þórunnar Ei- ríksdóttur, bónda og hreppstjóra að Hlíð f Skaftártungu. Kona Eiríks var Sigríður Sveinsdóttir Iæknis Páls- sonar í Vík. Kona Sveins var Þór- unn, dóttir Bjarna Pálssonar land- læknis og konu hans Rannveigar, dóttur Skúla Magnússonar landfóg- eta. Sigurður, faðir Þórunnar, var sonur Péturs Jónssonar og Sigríðar Steingrímsdóttur konu hans sem bjuggu á Fossi á Síðu. Pétur var son- ur Jóns hospítalhaldara og Þor- bjargar sem bjuggu á Hörgslandi á Síðu. Þorbjörg var dóttir sr. Bergs á Hörgslandi og Katrínar, dóttur sr. Jóns Steingrímssonar eldprests. Sigríður Steingrímsdóttir og Sig- urður Pétursson á Hörgslandi eign- uðust 3 syni og 5 dætur, en tvær þeirra létust í æsku. Sigurður átti áður dóttur, Sigurlínu, og giftist hún Eyjólfi Eyjólfssyni, hreppstjóra á Hnausum, og eignuðust þau einn son, Vilhjálm, sem lifir foreldra sína. Eftirlifandi systkini Þórunnar eru: Jústa, giftist Ólafi heitnum Pálssyni sundkennara, og eignuðust þau þrjú börn. Steingrímur, kaupmaður og fyrrv. kartöflubóndi á Höfn í Horna- firði, giftur Vilborgu Ólafsdóttur og eiga þau eina dóttur. Systkini Þór- unnar sem eru látin: Pétur, fulltrúi, giftist Kristínu heitinni Gísladóttur og eignuðust þau 5 börn Geir, var lögregluþjónn í Reykjavík, en hann drukknaði í Reykjavíkurhöfn við skyldustörf árið 1937. Eiginkona hans var Kristín heitin Björnsdóttir og eignuðust þau einn son en hann lést af slysförum árið 1958, og Sig- ríður, giftist Erlingi heitnum Páls- syni yfirlögregluþjóni og eignuðust þau 10 börn. Eiginmaður Þórunnar var Jón heit- inn Pálsson sundkennari og eignuð- ust þau 3 börn: Pál afgreiðslumann, ókvæntur, Sigurð Kná sem lést af slysförum um aldur fram og Amalíu Svölu hjúkrunarfræðing, gift Sig- urði Karli Sigurkarlssyni fjármála- stjóra og eiga þau 3 börn: Sindra Karl, Þórunni og Önnu Sigríði. Þórunn var einstaklega fríð kona, hafði dökk djúpblá augu og skipti fal- lega litum. Hún var ljúf í viðmóti, viðræðugóð og skemmtileg, og reyndi alltaf að sjá björtu hliðarnar ef á móti blés. Og ekki veitti af því, en við fæðingu elsta sonarins fékk hún barnsfararsótt og stífluðust æðar á öðrum fæti hennar sem leiddi til þess að eftir það gekk hún aldrei heil til skógar. Meira að segja kom til álita að taka af henni fótinn, en Þórunn gat ekki hugsað sér það, þrátt fyrir að hún hafi oft þurft að gangast undir skurðaðgerðir vegna veika fótarins. Eitt af því sem Þórunn og Jón heit- inn áttu sameiginlegt var að þau voru bæði gestrisin og góð heim að sækja og einstaklega hjálpsöm ef eríiðleikar steðjuðu að hjá skyldfólki eða vandalausum. Þau voru sérstak- lega barngóðar manneskjur og minnist ég þeirra með hlýhug og þakklæti frá æskuárum mínum. Við Ulfar gleymum ekki hvað Þórunn reyndist okkur vel. Hún passaði um tíma börnin okkar þegar þau voru lítil og þá var gott fyrir mig að koma heim úr vinnunni. Einnig reyndist hún ídu, móður Úlfars, einstaklega vel með heimsóknum og upphring- ingum. Ef við skruppum í ferðalag þá gættu þær bús og barna á meðan og kom það sér dásamlega vel. Segja má að Þórunn hafi upplifað nýtt æviskeið og það í betra lagi þeg- ar þau eignuðust barnabörnin. Sindri Karl, fyrsta barnabarnið, var svo hraustlegur og kröftugur í vögg- unni, og síðan var Sindri Karl farinn að ganga og afi kunni margar sögur. Og auðvitað kom að því að Sindri Karl átti að læra að synda hjá afa. Síðan fæddist Þórunn, alnafna ömmu sinnar, augasteinninn henn- ar og kom þeim nöfnunum ætíð mjög vel saman. Enn fjölgaði í fjöl- skyldunni og þriðja barnabarnið fæddist, Anna Sigríður, og fékk hún gælunafnið Körfublómið. En það má segja að bæði Jón heit- inn og Þórunn voru lánsöm að hafa eignast slíkan tengdason sem Sig- urð Karl, en hann reyndist þeim báðum einstaklega vel, eins og að- eins bestu synir og dætur geta reynst foreldrum sínum eða tengda- foreldrum. Svala hefur umvafið móður sína og hlúð að henni af elsku og kærleika öll þessi ár í löng- um veikindum. Elsku Palli minn, Svala, Siggi, Sindri, Þórunn og Anna Sigga. Við Úlfar og fjölskylda vottum ykkur innilega samúð, og þó að hvfldar virtist þörf þá er söknuðurinn hinn sami. Ég enda þessar línu með einu af þeim versum er Ásta heitin systir orti. Þitt nafh er nöfnum æðra, ég nýt þess Jesú minn. Urguðlegri gefandi elsku er gjörður vegur þinn. Asdís Erlingsdóttir sem „ræðust", þ.e. að mönnum lærist fljótlega að lesa rétt úr þeim án þess að þurfa að fietta upp í töfium. Kerfið nær einnig til lýsingarorða og sagna, en sá hluti er ekki með í þessari útgáfu. Bæði þessi rit fást í Bóksölu stúdenta, en einnig er hægt að panta þau hjá Mál- vísindastofnun í síma 694408. Vorsýning Myndlista- og handíðaskóla fslands í Listaháskólahúsinu í Laugamesi. Ein- stakur viðburður í íslenskri myndlistar- sögu. Sextíu útskriftamemendur sýna verk sín. Opið um hvítasunnuhelgina frá klukkan 14 til 19. Sumarsýning á verkum úr safni Hafnarborgar, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar, verður haldin dagana 18. maí til 9. júní. í kaffistofu stendur yfir sýning á verk- um 12 hafnfirskra listamanna. Opið frá kl. 11-19 virka daga og 14-19 um helgar. Sýningarsalir em opnir daglega kl. 14- 19, lokað á þriðjudögum. 6272. Lárétt 1) Hluttekning. 6) Krot. 8) Land- námsmaður. 10) Ándi. 12) Féll. 13) Tínn. 14) Handa. 16) Ennfremur. 17) Skólakennslutímabil. 19) Undna. Lóðrétt 2) Dýr. 3) Eyða. 4) Klukku. 5) Aldin- mauk. 7) Svipuð. 9) Komist. 11) T\mnu. 15) Sáta. 16) Elska. 18) Strax. Ráðning á gátu no. 6271 Lárétt 1) Hafur. 6) Rán. 8) Láð. 10) Gær. 12) At. 13) La. 14) Stó. 16) Tin. 17) Slá. 19) Skært. Lóðrétt 2) Arð. 3) Fá. 4) Uns. 5) Hlass. 7) Grand. 9) Átt. 11) Æli. 15) Ósk. 16) Tár. 18) Læ. Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita má hringja í þessi simanúmer: Rafmagn: I Reykjavlk, Kópavogi og Seltjarn- amesi er slmi 686230. Akureyri 24414, Kefla- vlk 12039, Hafnarfjöröur 51336, Vestmanna- eyjar 11321. Hitavelta: Reykjavik simi 82400, Seltjamar- nes simi 621180, Kópavogur 41580, en eftir kl. 18.00 og um helgar I slma 41575, Akureyri 23206, Keflavik 11515, en eftir lokun 11552. Vestmannaeyjar slmi 11088 og 11533, Hafn- arfjörður 53445. Sími: Reykjavlk, Kópavogi, Seltjarnamesi, Akureyri, Keflavfk og Vestmannaeyjum til- kynnist (slma 05. Bifanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hitaveita o.fl.) er I slma 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svaraö allan sólarhringinn. Tekið er þar viö tilkynningum á veitukerfum borgarinnar og I öörum tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig þurfa aö fá aöstoö borgarstofnana. 15. maM991 kl. 9.15 ° Kaup Sala ...59,810 59,970 .104,458 104,738 ...51,984 52,123 ...9,2321 9,2568 ...9,0594 9,0836 ...9,8130 9,8392 .14,9994 15,0395 .10,3963 10,4241 ...1,7152 1,7198 .41,7959 41,9078 .31,3068 31,3905 .35,2861 35,3805 .0,04746 0,04759 ...5,0103 5,0237 ...0,4041 0,4052 ...0,5693 0,5709 .0,43396 0,43512 ...94,455 94,708 ..80,7955 81,0117 .72,5166 72,7106

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.