Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 16. maí 1991 _ Óvenjulegar aðgerðir byggingamanna í Árnessýslu: Ófaglærðum ýtt í skóla Félag byggingariðnaðarmanna í Árnessýslu mun í sumar leita uppi ófaglærða menn sem starfa sem byggingaiðnaðarmenn á félags- svæðinu. Ýtt verður á þessa menn að þeir afli sér réttinda með því að ljúka iðnnámi. Þetta er gert í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suð- urlands sem býður mönnum að ljúka námi með vinnu í kvöldskóla. Svipaða hluti hefur Trésmíðafélag Reykjavíkur verið að gera á und- anfömum árum. „Við gerðum átak í þessu í hitteðíyrra sem skilaði veruiegum árangri. Nú för- um við af stað með hliðstætt átak í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suður- lands,“ sagði Ánnann Ægir Magnús- son, formaður Félags byggingamanna í Ámessýslu, í samtali við Tímann. .Ástæðan er að margir hafa byrjað nám en ekki lokið því. Einnig eru margir fúskarar í faginu. Fjölbrautaskólinn hefur tekið upp þá nýjung að bjóða mönnum nám í kvöldskóla og það hefúr gefið góða raun. Þetta nám hefur verið vel sótt enda færi Fjölbrautaskólinn ekki aftur af stað með svona nám ef áhugi væri ekki fyrir hendi," sagði Ármann Ægir. Hann sagði langflesta nemana, sem hér um ræðir, vera í húsasmíði, en einnig kæmu þeir úr öðrum bygginga- iðngreinum s.s. málun og pípulögn- um. Reyklausi dagurinn er 31. maí: Barist fyrir reyk- I ^PH H H HH H H u^H aJjj HHH H HH I iC JL H idiJwUi diiurui noiuiiii Reyklausi dagurinn í ár verður fostudaginn 31. nwí. Reyklaus dagur er orðinn áriegur viðburður hér á landi og er þetta í sjöunda sinn sem hann er haldinn. Að þessu sinni var ákveðið að láta hann bera upp á Alþjóða tób- aksvamardaginn sem er 31. maf ár hvert. Alþjóða heílbrigðisstofn- unin ákveður hvaða mál skuii sett á oddinn hverju sinni og nú er það baráttan fyrir reyklausu and- rúmsiofti í húsakynnum og farar- tækjum fyrir almenning. Þeir sem failast á þetta en em þó enn ekki lausir við tóbakið fá nú tækifæri til að styðja góðan mál- stað með því að halda tóbakslaus- an dag 31. maí. Best værí að stíga þá skrefið til fulls og hætta að nota tóbak. Þeim sem það vilja gera er bent á að Krabbameinsfé- lag Reykjavíkur hefur gefið út tvo bæklinga sem hafa má til stuðn- ings ef svo ber undir. Þeir heita Út úr kófinu og Ekki fórn heldur frelsun. í þeím báðum er að finna gagnlegar ábendingar um hvemig hægt er að búa sig undir að hætta reykingum. Tóbaksvamaraefnd væntir þess að sem flestir reyldngamenn nýti sér reyklausan dag, sjólfum sér og umhverfi sínu til heilla og ósk- ar þeim góðs árangurs. -fréttatilk. „Við höfum verið að gera svona hluti lengi," sagði Grétar Þorsteinsson, for- maður TVésmíðafélags Reykjavíkur. „Við höfúm unnið skipulega að þessu síðastliðin fimm til sex ár og á þeim tíma hafa tugir manna lokið námi. Menn sem höfðu Ient á einhverjum blindgötum, voru búnir með samn- ingstíma sinn og mismunandi mikið af skólanum, en vantaði eitthvað upp á.“ Grétar sagði á hverju ári kæmu upp nokkur tilfelli af þessu tagi. Hann sagði það þó ekki vera meira en eðlilegt gæti talisL „Ég held að okkur takist að halda þokkalega utan um þetta." -sbs. Heimsókn tignarmanna frá Mexíkó til íslands: Ráöherrann hættur. Kemur ekki hingað í Tímanum í gær var greint frá því að sjávarútvegsráðherra Mexíkó kæmi til íslands á sunnudag til að kynna sér ísl. sjávarútveg og fisk- vinnslu. Það verður hins vegar ekki ráð- herrann, Maria de Los Angeles Mo- veo sem kemur, því að hún hefur sagt af sér ráðherradómi og tekið við starfi sem sérlegur talsmaður Mexí- kóforseta í þingi landsins. —sá Alþýðuflokkur tók G-samtökin yfir til að koma Össuri á þing: Ný framtíð blasir viö Á fundi 1. maí var formlega ákveðið að stofna samtök undir nafninu Ný framtíð. Markmið þeirra eru svo ólík sem að standa vörð um heimil- ið, homstein samfélagsins, efla mannréttindi, vinna að manneskju- legra samfélagi og bættu siðferði, með markvissri og rökstuddri gagnrýni á samfélagið. Efla þá trú manna að kærleikurinn sé lykillinn að lífshamingjunni. Formaður undirbúningsstjórnar er Guðbjörn Jónsson. Hann var áður starfsmaður G-samtaka gjaldþrota einstaklinga. Þaðan var hann rekinn vegna ágreinings við nýja stjórn. Guðbjörn hafði með sér félagaskrá samtakanna. Það hafa þau kært. Kristján Einarsson, nýkjörinn for- maður G-samtakanna, segir: „Ef Guðbjörn vill stofna samtök, þá stofnar hann samtök. Hann hlýtur þá líka að vinna þar með öðrum hætti en hann gerði hér. Ágreining- ur okkar við hann hefur aðeins eflt okkar félag. Félagsmenn þekkja alla málavexti og flýja félagið ekki. Þeim hefur ekki fækkað við þetta uppgjör, þeim hefúr fjölgað. Guðbjörn fær varla félaga úr okkar hópi.“ Guðbjörn Jónsson, í Nýrri framtíð, segir: „Ég hef nú ekki fengið aðrar fréttir af kæru G-samtakanna en þær sem lesa má í blöðunum. í Al- þýðublaðinu sagði síðast frá því að Jón Magnússon lögmaður hefði kært mig fýrir að fara með póst- hólfslykilinn og félagaskrána. Það er nú svolítið skondið. Það var aldrei lykill að þessu pósthólfi. Félagtalið setti ég inn í tölvuna mína í fýrravor. Allir stjórnarmenn fengu eintak af því. Það var nú allur glæpurinn. Enda var félagaskráin mikið notuð við prófkjör Alþýðuflokksins í vor. Það er vitaskuld alveg ólöglegt. Ágreiningurinn milli mín og stjórnar kemur fýrst upp þegar Guð- mundur Örn Ingólfsson, sem þekkt- ur er af ágætu starfi með SÁÁ, kem- ur inn í G-samtökin og predikar af- skaplega mikla uppbyggingu þeirra, á grundvelli þess sem ég hafði unn- ið. Síðan veit ég ekki fýrr til en ný- kjörnir stjórnarmenn, kosnir til að tryggja framgang félagsins á þeirri braut sem ég hafði markað, upphefja áróður gegn öllu starfi mínu. Þetta gerist allt í senn. Guðmundur Örn var áróðursmeistari Össurs Skarphéinssonar í prófkjörinu. Síð- an var félagaskrá G- samtakanna notuð í prófkjöri Alþýðuflpkksins til þess að koma Össuri í þriðja sætið. Alþýðuflokkurinn tók G-samtökin beinlínis yfir. Enda var það viðrað við mig að þegar Össuri hefði verið komið á þing yrði ég tilnefndur í hinar og þessar nefndir fýrir flokk- inn. Guðmundur Örn er Iíka góður vin- ur Jóns Magnússonar lögfræðings. Ég hef gagnrýnt lögfræðinga mikið fýrir óvönduð vinnubrögð. Starf mitt kostaði þá um 30 milljónir á síðasta ári. Það er vitaskuld gott fýr- ir lögfræðinga að hafa sér vilhalla menn við stjórnvölinn í G- samtök- unum. Hvað sem öll þessu líður höldum við ótrauð áfram. Við stefnum að fyrsta aðalfundi Nýrrar framtíðar um miðjan ágúst. Nú þegar eru fé- lagsmenn orðnir 100. Flestir úr G- samtökunum," segir Guðbjörn Jónsson. -aá. Borgarbörnum gefst tækifæri til aö fylgjast með sauðburði í kynningarferð Náttúruverndarfélags Suðvesturlands á laugar- daginn. Kynning á íslensku sauðkindinni: Fylgst með sauðburði Laugardaginn 18. maí verður Náttúrvemdarfélag Suðvestur- Iands með kynningu á íslensku sauðkindinni. Farið verður í heimsókn á sauðfjárbú í Grafningnum og fylgst með sauðburði. í síðari hluta maímánaðar stendur sauðburður sem hæst og því mikið um að vera í fjárhúsinu. Lagt verður af stað frá inngangi Húsdýragarðsins í Laugardal kl. 13.30 og komið aftur í bæinn um kl. 18. Ferðin er liður í kynningu á ís- lensku húsdýrunum sem Nátt- úruverndarfélag Suðvesturlands gengst fýrir í sumar í samvinnu við Upplýsingaþjónustu landbún- aðarins, og nefnist Húsdýrin okk- ar. Á hálfsmánaðar fresti verður sérstök kynning á einu íslensku húsdýranna. Kynningarferðir, svonefndar búferðir, verða farnar frá Húsdýragarðinum og dýrin sótt heim í sitt eðlilega umhverfi. Búferðirnar eru fjölskylduferðir þar sem yngstu kynslóðinni gefst tækifæri til að kynnast húsdýrun- um og afkvæmum þeirra í heima- högum dýranna. Næstu ferðir verða sem hér seg- ír: Sauðfé 18. maí Nautgripir 1. júní Geitur 15. júní Svín 29. júní Hundurinn 13. júlí Hænsn, alífuglar 27. júlí Eins og sjá má eru ferðirnar farnar annan hvern laugardag. Alltaf verður lagt af stað frá inn- gangi Húsdýragarðsins í Laugar- dal kl. 13.30 og komið aftur til baka um kl.18. Fargjald er 600 krónur á mann. —SE Umskipti hjá Kaupfélagi Rangæinga: Frá halla til hagnaðar Góð afkoma varð af rekstri Kaupfé- lags Rangæinga á síðasta ári. Rekstarhagnaður, með tilliti til taps af eignasölu og skatta, var 3,4 milljónir á móti 5,6 milljón króna halla árið áður. Stjómendur kaup- félagsins þakka aðhaldi og stöðug- leika í rekstri þann bata sem orðið hefur í rekstrinum. Heildarvelta var 600 milljónir króna og jókst hún um 8% á milli ára. Veltufé frá eigin rekstri var 19,2 milljónir en árið 1989 var þessi tala neikvæð um tæpar 10 milljónir. Eigið fé í árslok 1990 var eigið fé 80,6 milljónir eða 21,44%. í lok árs- ins 1989 var hlutfall þessa fjár 17,65%. Fastir starfsmenn í árslok 1990 voru 72 og námu greiðslur launa og launatengdra gjalda 87,6 milljón- um. Félagsmenn í Kaupfélagi Ran- gæinga eru 979 og fjölgaði þeim talsvert á síðasta ári. Úr stjórn fé- lagsins áttu að ganga Élínborg Sváfnisdótir, Agnes Antonsdóttir og Karl Sigurjónsson. Þau voru öll endurkjörin. Stjórnarformaður Kaupfélags Rangæinga er Sigurður Jónsson bóndi í Kastalabrekku og kaupfélagsstjóri Ágúst Ingi Jónsson. -sbs. Þrír sækja um eina rás Útvarpsréttamefnd hafa borist þrjár umsóknir um Ieyfi til sjónvarpsrekstrar. Það veitir hún að höfðu samráði við Póst og síma. Hann metur hvort ein- hverjar rásir séu lausar til út- sendingar. Talið er að nú sé ein VHF-rás ónýtt. Um hana berj- ast þrír aðilar. Sýn hf., sem hafði leyfið til skamms tíma, íslenska fjarskiptafélagið og Ferskur miðill, sem rekur út- varpsstöðina FM. Ekki er vitað hverjir standa á bak við Is- lenska fjarskiptafélagið, nema hvað lögmaður þess er Gísli Baldur Garðarsson og ráðgjafi Jón Óttar Ragnarsson. Þorbjöm Broddason, formað- ur Útvarpsréttaraefndar, segir að nefndin hafi þegar rætt við forsvarsmenn Sýnar hf. og hitti forsvarsmenn hinna félag- anna í næstu viku. Úr því fer að draga til tíðinda. -aá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.