Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.05.1991, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. maí 1991 Tíminn 9 AÐ UTAN koma síðustu skjaldbökur eyjarinn- ar á land til að losa sig við eggin. Það fer eftir íhlutun mannsins hvort þær komast lífs af, annars myndu fáar þeirra lifa af árásir rán- dýra. En þessum griðastað er líka ógnað. Tilraunir til að afstýra því að ferða- mannaflóðbylgjan gleypi líka Akam- as, en vistfræðilegt gildi staðarins er alþjóðlega viðurkennt, eru bitbein orrustu milli umhverfíssinna, fast- eignabraskara, þorpsbúa, fjármála- manna, ferðaskrifstofumanna, kirkjunnar og margvíslegra hags- munaaðila innan ríkiskerfisins sem geta ekki komið sér saman um hvert stefna skuli í ferðamannaþjónust- unni. Svæðið hefur verið ákvarðað sem þjóðgarður, en enginn er sannfærð- ur um að algerlega verði bönnuð að- staða fyrir fjöldaferðamennsku. Kirkjan heldur sínu striki með áætl- anir um fimm stjörnu hótel og ferðamannaþorp á landi sem hún er eigandi að næst skjaldbökuströnd- inni. Brugghúsið sem hefur umboð fyrir Carlsberg gerir sér vonir um að byggja þjónustumiðstöð í stíl „Club Med“ rétt hjá. Skrautleg veitinga- stofa spratt upp fyrir augum gest- komandi rétt við Avagas gilið, risa- stórt gljúfur og griðland fugla sem maðurinn hafði séð í friði fram að því. í miðjum þessum slagsmálum er breski herinn - sem notar Akamas sem stórskotaæfingasvæði 180 daga á ári (réttur tryggður í stjórnar- skránni frá 1960) - auk örfárra sóknarbarna frá þorpum sem eru að deyja út vegna þess að þar er enga vinnu að fá, engir vegir sem geta kallast því nafni og ekki margt fólk heldur, vegna flutninga fólks til ferðamannastaðanna í leit að vinnu. takssamri breskri ferðamannaþjón- ustu. Adrian Akers-Douglas, flugmaður hjá Cyprus Airways, vinnur við að samræma aðgerðir Vina jarðarinnar þegar hann er ekki að fljúga. „Þetta er í fyrsta sinn sem tilraun hefur verið gerð með „græna“ ferða- mannaþjónustu á samtengdum sviðum," segir hann. „Við viljum sýna fram á að það sé annar kostur en fjöldaferðamennska, sem kannski getur ekki gefið BMW-bíl í ágóða á einni nóttu en gefur engu að síður Iífvænlegar tekjur. Við viljum hvetja til hágæða ferðamennsku undir stjórnun, sem skilur samfélagið eftir óskemmt." Engin ferðamennska á tyrkneska hlutanum Hágæðaferðamennska er líka markmið Ferðamannasambands Kýpur, þó að sú leið sem það kýs helst (golfvellir, neðansjávar- skemmtigarðar, smábátahafnir og spilavíti) sé varía í samræmi við við- kvæmt vistkerfí Akamas. En ef þetta eru krossgötur fyrir gríska Kýpverja - síðasta tækifæri til að ákveða hvers konar ferðamennsku þeir kjósa helst á þessum stað - er slík umræða óraunhæfur munaður á tyrkneska hluta eyjarinnar. Hin fræga græna lína sem skiptir Níkósíu gerir það að verkum að hún er nú eina skipta höfuðborg veraldar eftir að Berlín og Beirút voru endur- sameinaðar. Þegar farið er yfir lín- una deplar fólk augunum af vantrú. Kyrenia á norðurströndinni er sof- andaleg, engir ferðamenn og höfnin yfirgefin. Lífið er í hægagangi bæði þar og í yndislegum þorpum, sem eru hulin á furu-, karob- og ólífu- grónum fjöllum. Ef Durrell væri á Þeir sem eftir þrauka - örsnauðir og búa við auma tilveru þrátt fyrir tals- verðar landeignir - sjá milljóna- mæringana í Ayia Napa og spyrja: Hví ekki við? Vinir jarðarinnar með nýjar hugmyndir um ferðamannaþjónustu Úrslit orrustunnar sem stendur milli ferðamannaþjónustunnar og landverndunarmanna kunna að ráðast af velgengni Laona-verkefn- isins, sem Vinir jarðarinnar standa að með fjárhagslegum stuðningi Evrópubandalagsins og Leventis stofnunarinnar í London. Tilgangur verkefnisins er að koma á fót þeirri tegund ferðamannaþjónustu sem heldur í heiðri, frekar en að leggja í rúst, einmitt það umhverfi sem hún byggist á. Henni er ætlað að færa hágæða ferðamannaþjónustu til deyjandi þorpanna, endurlífga forn- ar listiðnir og endurreisa gömul heimili til að bjóða ferðamönnum híbýli. Sum þeirra hafa reyndar þegar verið tekin á leigu af fram- lífi nú myndi hann bera kennsl á Bellapis, þó að kaffibarinn hans, Iðjuleysistréð, beri nú undirtitilinn Huzur Agac og Rafat frá Larnaca stjórnar honum. Það er jasmínuilmur í lofti. Raki- drykkur á veröndinni við Genghi kostar 1 sterlingspund, eins og hann á að vera með jógúrt, vínberj- um og niðursneiddu epli. Ómiss- andi aukahlutir heimsveldistímans eru alls staðar og gefa tilfinningu um að vera á reki í tíma - og staðar- skekkju. Maður getur búist við að vera ávarpaður á vingjarnlegasta hátt á kunnuglegum enskum mál- lýskum. Tottenham, Archway, Haringey, Is- lington og önnur hverfi Kýpverja í Norður-London eiga öll sína full- trúa hér meðal þeirra sem hafa snúið aftur eftir að hafa yfirgefið eyjuna ýmist fyrir eða eftir óróann 1974 en eru nú komnir aftur til að fjárfesta sparifé sitt - og hafa í mörgum tilfellum tekið með sér farartæki sín, á breskum skráning- arnúmerum. Það er hálfóróavekjandi, þessi til- finning að kannast við sig í ókunn- uglegu landslagi. Þetta er líka fram- andlegt fyrir tyrknesku Kýpverjana, sem flestir voru rifnir upp með rót- um úr suðurhlutanum og settir aft- ur niður hér í húsum sem tekin voru eignarnámi af Grikkjum. Yfir- þyrmdir af nærveru tyrkneska hers- ins og aðfluttra landnema frá meg- inlandinu, líta þeir svo á að eyðing- in á séreinkennum eyjarinnar þeirra sé mesta vandamálið og stöðvun hennar eigi algeran for- gang framyfir hártogunardeilur um hvaða stefnu ferðamennska kunni að taka. TVrkneski herinn alls staðar Það er engin leið að taka ekki eftir tyrkneska hernum, því að herbúðir og bannsvæði lýta landið alls staðar og jafnvel við ævintýrastaði eins og Buffavento og St. Hilarion - enn stórkostlegir - hafa verið settar upp stórskotaliðsskotbrautir. Her- menn, á og af vakt, eiga einfaldlega ekki samleið með ferðamennsku. Innan 20 mínútna eftir komu á Ercan flugvöll (Timbou undir fyrri Ailt er á fleygiferð í gríska hlut- anum, jafnvel svo að sumum þykir nóg um framkvæmdimar og þykja þær stjórnlausar. Sementspokamir bíða í bingj- um eftir að komast í hótelbygg- ingar og önnur mannvirki til að þjóna ferðamönnum. stjórn) lokuðu skriðdrekaæfingar leið rútubílsins okkar, þó að hinn veraldarvani hópur Breta sem ég átti samleið með deplaði varla auga. Bestu strendurnar eru enn á norð- urhluta eyjarinnar, en sumar þeirra hafa verið skemmdar með minnis- merkjum til að heiðra lendingar- staði í innrásinni, mörkuð í sandinn með hvítum steinum sem mynda hyrningsmynstur, þar sem getið er um nöfn hersveita og fjölda löndun- artækja. T.d. reyndist Acapulco ströndin, sem ferðaskrifstofan í Bretlandi hafði mælt með, vera um- kringd hernaðarsvæði í öllu sínu veldi með gaddavír og byssuberandi vörðum. Þungur hrammur TVrklands á meginlandinu er líka sjáanlegur í forljótum nýtískulegum minnis- merkjum sem setja ljótt mark á komuleiðir í stóra bæi, og brjóst- myndum af Kemal Atatúrk, sem er komið kyrfilega fyrir í miðju hvers einasta þorps. Hver einasti staður hefur fengið nýtt nafn eftir 1974 sem auðveldar ekki að rata þeim fáu bresku, þýsku, austurrísku og finnsku ferðamönnum sem reyna að átta sig á gömlum kortum, en kort af núverandi tyrkneska Kýpur eru ófáanleg. Austan við Kýrenfu hafa appelsínu- og sítrónulundir verið yfirgefnir - - trúlega vegna skorts á vinnuafli, sem er raunverulegt vandamál. TVrkneskir Kýpverjar eru um 18% íbúa á Kýpur, en hafa hlotið í sinn hlut 40% af landinu. í tilraun til að fjölga fólkinu er opinber stefna sú að hvetja til þess að TVrkir á megin- landinu gerist innflytjendur - sem aftur hefur í för með sér frekari út- þynningu séreinkenna eyjar- skeggja. Innflytjendurnir eru fátækir, illa menntaðir og fyrirlitnir fyrir að taka að sér störf fyrir aðeins brot af þeim launum sem tyrkneskir Kýpverjar geta sætt sig við. Þeir hafa breytt vesturhluta Kýreníu í hverfi niður- níddra leiguíbúða, glæpaverk sem fær jafnvel nauðgunina á Ayia Napa til að fölna við samanburðinn. Samt sem áður eru þeir, rétt eins og her- inn, mikilvægur hluti af lífi fólks í norðurhlutanum núna. „Ferðatöskuefnahags- lífið“ hefur haldið landinu gangandi Um tíma fjárfesti Asil Nadir geysi- mikið í hótelum á tyrkneska hluta Kýpur og er sagður hafa veitt 9.000 manns vinnu. Þessir innflytjendur ráða öllu um „ferðatöskuefnahags- lífið" sem veitir kaupmönnum í Ní- kosíu og Famagusta viðskipti og skýrir hvernig landinu hefur tekist að halda sér gangandi þó að það sé ekki til opinberlega. Það er ekki auðvelt. Allar götur síð- an vopnaviðskiptum var hætt fyrir 17 árum, hafa Grikkirnir haldið til streitu þreytustríði sínu, einkum fyrir dómstólum vegna bóta fyrir land og byggingar sem hefur verið gert upptækt. Enn hefur enginn ár- angur fengist. En í gömlu borginni innan múranna, Famagusta, sem hefur alltaf verið byggð TVrkjum (utan núverandi yfirgefna ferða- mannasvæðisins), eru áhrifin stór- kostleg. í fimm klukkustundir á hverjum degi, og engin aðvörun er gefin um hvenær, ýta Grikkirnir á takka í orkuverunum sem dreifa raf- magni um allt land, þrátt fyrir At- tila-línuna, og hver einasti kaup- maður, verslunarmaður og aðrir verða að finna sína eigin lausn á raf- magnsleysinu, eða hætta viðskipt- um. Þegar svona stendur á ræður annar taktur á tyrkneska hluta Kýp- ur - myndaður af 100 Honda- raföl- um. Þessi taktur virðist í öðrum heimi en glaumurinn úr diskótek- um Ayia Napa, þó að í rauninni sé hann aðeins í innan við tylft, lygi- legra mílna fjarlægð. Það er það sem ekki er unnt að sjá í gegnum kíki sem særir mest, beiskj- an sem skilur að tvær jafntöfrandi (í augum utanaðkomandi) þjóðir sem raunverulega leggja sig fram um að láta útlendingnum finnast hann vel- kominn. Gamla Kýpur er enn á sínum stað, en það er djúpt á henni og ástæða til að óttast að áður en langt um líður verði hún komin á kaf til eilífðar. í suðurhlutanum má finna hana í Ak- amas, Latchi, Pissouri og Troodos- fjallahótelunum. í norðurhlutanum í Catalköy (áður Ayios Apiktitos), Lapta (Lapithos), Karaman (Karmi) og stórkostlega ósnortna svæðinu í norðausturhlutanum. Óleysanleg pólitísk deila? Stjórnmálamenn hafa misst trúna á að þeim takist nokkurn tíma að finna lausn á óviðráðanlegum deil- um sem eiga djúpar rætur sínar í andrúmslofti raunverulegrar skipt- ingar landsins, og ég óttast að olíut- unnuvíggirðingarnar umhverfis „draugaborgina Famagusta" geymi spilapening sem TVrkir eru ekki fús- ir til að leggja í púkkið. Illgresi, sem hefur náð stærð runna, þrýstir sér upp um malbikið á yfirgefnum göt- unum. Lag af úðuðu veggjakroti skreytir allar að hruni komnar og rændar byggingarústir, svo og flest- ar kirkjurnar í norðurhlutanum, sem misstu fjársjóði sína í hendur listaverkaþjófa eftir að herinn hafði skemmt þær og vanhelgað. Það eru ekki nema þrautseigustu ferðamenn sem komast svona langt inn á Eyju ástarinnar. Þetta var stað- ur hamingjunnar þegar strætin óm- uðu af hrópum svampasölumanna, gullnar sandfjörur voru sópaðar hreinar á hverjum degi og það eina sem skyggði á ánægju ferðamanns- ins var „klukkan fimm skugginn", sem háhýsin vörpuðu yfir strend- urnar í síðdegissólinni. Núna virðist þetta löngu liðin tíð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.