Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 17. maí 1991 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Síml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 EES á lokastigi Ástæða er til að rifja það upp um þessar mundir að þátttaka íslendinga í samningum Fríverslunarsam- taka Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) um svokallað Evrópskt efnahagssvæði (EES) hefur ætíð verið háð fyrirvörum. Af hálfu Tímans hefur frá fyrstu tíð verið lögð áhersla á að afstaðan til þessara hugmynda byggist á íyrirvarastefnu, enda hefur aldrei verið sýnt fram á hvert eigi að verða hið endanlega mót evrópska efnahagssvæðisins, markmiðin hafa verið meira og minna óskilgreind og eru enn. Fyrirvarastefnan var skýrt dregin fram í ræðu Steingríms Hermannssonar, þáverandi forsætis- ráðherra, á leiðtogafundi EFTA 14. mars 1989, þ.e. fyrir fullum tveimur árum, og ekki frá henni vikið á samningaferlinum að því er tekur til lokaafstöðu málsins. Endanleg afstaða íslendinga til hugsan- Iegs samnings um EES gat aldrei átt að grundvall- ast á öðru en því sem fyrir lægi þegar staðið væri upp frá samningaborði í síðasta sinn. Hafi svo horft við á einhverju stigi að samningamenn íslands væru að semja sig frá fyrirvörunum gat slíkt ekki haft gildi gagnvart einstökum alþingismönnum eða Alþingi í heild sem tekur endanlega afstöðu í málum af þessu tagi. Raunar hefði utanríkisráð- herra ekki haft heimild til að undirrita slíkan samning í fyrri ríkisstjórn, því að útilokað er að t.d. þingflokkur Framsóknarflokksins hefði léð máls á því að láta leggja fyrir Alþingi samningsdrög sem bæru það með sér að fyrirvarastefnan væri snið- gengin. Nú eru allar horfur á að viðræðurnar um evrópska efnahagssvæðið séu á lokastigi. Það var því meira en tímabært að utanríkisráðherra gerði grein fyrir hvað í sjónmáli sé um mótun og skipulag hinna nýju alþjóðasamtaka. Má til sanns vegar færa að fyllri umræða um þetta mál ætti að bíða þess að ríkisstjórnin hafi formlega skýrt þingheimi frá hver nú sé staðan í þessu stærsta máli sem Alþingi hefur fengið til meðferðar síðan stofnað var lýðveldi á ís- landi 17. júní 1944, ef til þess er ætlast að ísland gerist aðili að samtökum þessum. Hvað sem öllum formlegheitum líður og skýrslu- gerð af hálfu ráðherra og ríkisstjórnar, liggja þegar fyrir nægar upplýsingar um það að sú mynd sem evrópska efnahagssvæðið er að taka á sig rúmar ekki íslenska hagsmuni, hvorki efnahagslega né stjórnmálalega. Þar ber hæst að fríverslun með fisk hefur í raun verið hafnað og ekki slegið af um þá kröfu að ríki Evrópubandalagsins fái veiðirétt í ís- lenskri lögsögu. Það liggur einnig fyrir að samtök- in verða meira og minna yfirþjóðleg, slík samtök krefjast fullveldisskerðingar sem Alþingi mun aldr- ei samþykkja, enda hafa alþingismenn ekkert um- boð til slíks. Margt bendir til þess að rétt væri af íslendinga hálfu að taka ekki lengur þátt í þessum viðræðum. Þær hafa engu skilað nema vonbrigðum. Síðastliðinn miðvikudagur var svartur dagur á pólitískum ferfi Davíðs Oddssonar, forsætisráð- berra, borgarstjóra og íormanns Sjálfstæóisflokksins. Eflaust verð- þegar upplvstist, að heLsta s-onar- stjarna Sjálfstæðisflokksins træði marvaðann I ólgusjó innanflokks- átaka og ræki stjórnlaust undan straumi. Einn og sama daginn op- inberaðist það svo um munaði að það er ekki Davið Oddsson, for- maður Sjálfstæöisflokksins og for- sætisráðherra, sem ræður ferðinni í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og að Davíð Oddsson borgarstjóri og fymim einræðisherra í borgar- stjóm Reykjavíkur ræður ekki iengur ferðinni í borgarstjómar- flokld Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson er nu borgarstjóri- sjálfstæðismanna neitaði honum nm að titnefna eftirmann sinn. Þrátt fyriryfiriýstan stuðning Dav- íðs við Árna Sigfusson « embættá borgarsljóra fékk Davj'ð þessu máli ekki framgengt í borgarstjómar- flokknum sem ákvað að bíöa með val á manni f stöðuna, enda mikifl ágreiningur innan flokksins um hver ætti að fá hana. Fyrir aðeins örfáum mánuðum heföi slíkur op- inber ágreiningur verið nær óhugsandi á þessum vettvangi enda voru þá enn við lýði þeirtún- ar að borgarstjórinn réði því sem hann vfldi ráða. Nú er öldin önnur og eftir að Davtð tók að sér að fefla Þorstein úr formannssætinu og síðar að verða forsætisráðherra hefur hann misst þau jámtök sem bann áður bafði á borgarfulltrúum meirihlutans. ... og ekkí heldur hér Slíkt væri ef til vilJ ekki stórmál nema fyrir það að Davfð hefur á sínum nýja vettvangi sem formað- ur Sjálfstæðisflokksins ekki náð þeim áhrifum og trausti til að vera sá forystumaður sem vonast haföi verið eftir. Hngflokkurinn efast um hafnar hreinlega forystu hans á ákveðnum sviðum. Þannig sam- þykkti þingflokkurinn að gera Ey- kon að formanni utanrfkismála- nefndar Alþingis þvert ofan í til- lögu Davíðs um að vinur hans og stuðningsmaður, Bjom Bjamason, fengi embættið. Hér er ekki ein- göngu verið að takast á um menn heidur flka stefnu þvf ijóst er að Eykon hefur miklum mun varkár* ari stefnu í EvrÓpumálum heldur en Bjöm Bjamason. Hngflokkur sjálfstæðismanna bafnar með öðr- um orðum þeirri stefnn í ntanrík- ismálum sem formaðurinn vfll setja á oddinn. Garri og raunar margir fleiri áttu von á að Davíð, eins og fyrirrennar- ar hans « formannssæti Sjálfstæð- isflokksins, myndi fljótlega missa fmrakvæði forystumannsíns og enda sem sendisveinn málamlðl- unar striðandi fylkinga f þeirri hringiðu séihagsmuna sem Sjálf- stæðisflokkurinn er. Að það skuli gerast svo fljótt sem raun bcr vitni kemur hins vegar nokkuð á óvart, ekki síst vegna þess að Davíð hefur verið talinn hinn sterid einræðls- berra f Reykjavtk. Sú nafngift fer nú hvað úr hve«ju að verða úreh og er í sjálfu sér við hæfi þar sem ein- ræðisherrar og stjóraskipan þeirra hafa að undanfómu verið að fafla hvarvetna í heiminum. Það er tóns vegar athygiisvert hversu likt þetta hrun hefur verið eins ólfldr og ein- ræöisherramir hafa þó verið. Flækja í strengjabrúðum Það hefnr löngum verið einkenni einræðisherra, og raunar eðii þeirra, að safna til sín persónulega eins mörgum valdamildum emb- ættum og frekast er kostur þannig að þeir geti sjálflr togað í hina ýmsu^strengi sem liggja út um þjóðfelagshópa eins og strengja- brúður, tefla þeim hveijum gegn Öðram og halda því jafnvægi sem þeim sjáifúm hentar best á hverj- um tíma. Fiml og árangur einræð- isherra í shkum strengjabrúðulelk verulegu leyti af þvf hversu marga strcngi þeir hafö í takimi hverju herramir hrifsa að lokum til sín móti við, stjómunin verður ómark- viss og siök, sirengimir flækjast og upphaf cndalokanna hefsL Davíð Oddsson hcfur eldd orðið um einræðisherra, heldur er hann þvert á móti holdgervlng þess á slnn séríslenska hátt. Því var það að mtðvókudaginn svarta togaði Davíð ákaft í strengi — en ekkert gcrðist. Garri I VÍTT OG BREITT iiiiiiii émmMM mmsm Meiningarlaust glamur Oft ratast kjöftugum satt orð á munn og er ekki hægt að annað en að taka undir þau ummæli Einars Odds Kristjánssonar, að enginn meini neitt með talinu um að hækka þurfi kaup þeirra lægst launuðu. Innantómu glamuryrðin um að bæta þurfi kjör þeirra sem verst eru settir óma eins og biluð grammifónplata út úr stjórnmála- mönnum í kosningaham, launþeg- arforingjum, mörgum forsvars- mönnum atvinnurekenda, kven- réttindafólki og félagsmálaverum af öllu tagi. Þetta klingir ár og síð í allri umræðu um kjaramál og rétt- læti og ekki hvað síst efnahagsmál. En allt kemur fyrir ekki. Allar kjarabætur rjúka upp allan stigann og þeir lægstlaunuðu fá einatt minnstu hækkanirnar en þeir sem betur mega sín þeim mun meiri. Ekki er alls kostar rétt að glamr- ararnir um lægstu launin meini ekkert með því sem þeir segja, eins og formaður Vinnuveitendasam- bandsins heldur fram. Þeir aðeins gera ekkert í málunum því að þeg- ar til kastanna kemur eru þeir búnir að steingleyma glamrinu í sjálfum sér og ráða enda ekkert við hvernig launamál skipast í land- inu. Kveisur Vel má taka undir með Einari Oddi, að það sé Ijótt að vekja falsk- ar vonir hjá fátæku fólki um að verið sé að vinna að því heilshugar að til standi að bæta hag þess svo um munar, þegar aldrei stendur til að bæta kjör þess svo neinu nemi. Loforðin um að hækka kaup lág- launafólksins koma í hrinum þeg- ar tilefni gefast til. Yfirleitt hefjast glamurhriðjurnar á Alþingi og breiðast þaðan út yfir þjóðfélagið og er furðulegt að alltaf skuli tekið mark á þessu kjaftæði. Innantóma glamrið er ekki ein- skorðað við láglaunafólk. Af minnsta tilefni geta þingmenn og fjölmiðlar fengið kveisu og er með ólíkindum hvað út af þeim getur gengið áður en hún gengur yfir. Eitt bráðakastið hófst fyrir ekki löngu þegar fjölmiðlar veltu sér upp úr hörmulegum atburðum þegar geðsjúkt fólk fór öðrum að voða. Þetta varð glömrurum á Alþingi tilefni til að auka fordóma til allra muna. Vistun geðsjúkra afbrotamenna varð mál málanna og endurómar enn um allt þjóðfélagið. Þeir sem mest gaspra um efnið þykjast bera hag geðsjúkra fýrir brjósti með bullinu. Málið er það, að vistun geðsjúkra afbrotamanna er vanda- mál framkvæmdavaldsins en alls ekki geðsjúkra. Þau mál verður að leysa á öðrum vettvangi en í galopinni umræðu þar sem ábyrgir aðilar leyfa sér að blanda saman hagsmunum geð- sjúkra og vandamálum heilbrigð- isyfirvalda og framkvæmdavalds. Vandamál fram- kvæmdavaldsins Síðast í gær óð þessi ruglandi upp í leiðara Alþýðublaðsins. Fyrir- sögnin er „Nauðsyn á úrbótum í málefnum geðsjúkra“. Þar er lagt út af ágætum greinaflokki sem hjúkrunarfræðingar dreifa í dag- blöðin þessa dagana, þar sem vakin er athygli á sérlegum erfiðleikum geðsjúkra í velferðarþjóðfélaginu. En þar segir m.a. „Eitt af því sem snýr að geðsjúkum í okkar landi, og er til rnikils vansa, er hversu illa er hugsað fyrir vistun geðsjúkra af- brotamanna." Þetta er mál sem fyrst og fremst snýr að þjóðfélaginu sjálfu, en ekki geðsjúkum sérstaklega. Það er engu líkara en að annar hver geðsjúklingur, eða meira, sé afbrotamaður, og því séu fangelsis- mál og innilokun sérstök hags- munamál þeirra. Það er nákvæmlega þetta sem stóð upp úr þingmönnum sem þurftu að berja sér á brjóst og glamra um þetta hugðarefni sitt á þingi. Með vanhugsaðri og innantómri umræðu hefur tekist að gera geð- sjúka almennt að afbrotafólki í hugum almennings. Afplánun, fangelsi, réttarfarsleg staða þeirra og fleira og fleira eru vangavelt- urnar um hvað er þeim fyrir bestu. Svona hefur tekist að ala á mis- skilningi og fordómum með inn- antómu glamrinu og er engum viðkomandi til sóma. Vonandi vega greinar hjúkrunar- fræðinganna eitthvað upp á móti þvaðrinu í þeim sem ekkert meina með glamrinu. Þeir sem ekki hafa nokkur tök á að hækka kaup þeirra lægst laun- uðu geta sem best sparað sér að skreyta sig með háværum fyrir- heitum um að þeir ætli að gera svo. Sama gildir um aðra glamr- ara, ef þeir vita ekki um hvað þeir eru að tala fer best á því að láta málin kyrr liggja. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.