Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 15
Föstudagur 17 maí 1991 Tíminn 15 Austurríki Heimsmeistaramótið" fslenska landsliöið skipaö leik- mönnum 18 ára og yngri vann góðan sigur á austurríska Íands- liði sama aldursflofcks í Austur- ríki í íyrrakvöld. íslenska Höiö skoraöi eina mark lciksins og voru það heimaraenn sjálfir sem gerðu þetta eina marfc. Bestu menn ísienska liðsins voru þeir Friðrifc Þorsteinsson raark- vörður, vamarmennimir Ósfcar Þórðarson og Auöunn Helgason, sem léfcu mjög vel. Þá var Hákon Sverrisson frískur á fcantinum. Annars var liðið jafnt og léfc vel í leiknum. Þetta er í annað skiptið í röö sem fslensfca liðið vinnur Austur- ríki, á Hvolsvelli 3-0 og nú úti 1- 0. Frábær árangur. Liðið hélt í gær til Téfcfcóslóvak- íu þar sem hann tekur þátt í sterku alþjóðiegu móti, þar sem þeir mæta Íiðum Þýsfcalands, Sovétríkjanna, Rúraenfu og Sióv- akfu. Knattspyrna: Jón Meiriháttar hrósar Man. Utd. Jón Meiriháttar, eða John Major eins og hann heitir á frummálinu, forsætisráðherra Bretlands, hrós- aði Manchester United og aðdáend- um liðsins í breska þinginu í gær. Liðinu fyrir að vinna Evrópukeppni bikarhafa og aðdáendum liðsins fyrir prúðmannlega framkomu á meðan leikur stóð yflr og eftir hann, en eins og flestir vita sigraði Manchesterliðið Barcelona, 2-1. John Major, sem er annálaður stuðningsmaður Chelsealiðsins frá Lundúnum, sagði í þinginu í gær að framkoma aðdáenda enska liðsins eftir leikinn hefði verið til fyrir- myndar. Þá óskaði hann Man. Utd. til ham- ingju með sigurinn og sagðist von- ast til þess að sjá mörg ensk lið í framtíðinni hefja á loft fleiri slíka bikara, eins og gerðist í fyrrakvöld. Ensk lið voru árið 1985 útilokuð frá keppni í Evrópukeppninni í knattspyrnu, eftir hinn hörmulega atburð sem átti sér stað á Heysel- leikvanginum í Brussel. Þessu banni var aflétt nú í vetur. Reuter/-PS Knattspyma: Bordeaux dæmt í aðra deild Franska knattspymuliðið Bordea- ux, sem Amór Guðjohnsen leikur með, Ieikur í 2. deild næsta keppn- istfmabil. Félagið stendur mjög illa fjárhagslega og var til skiptameð- ferðar nýlega. Félagið var þá dæmt í 2. deild, en dómnum þá áfrýjað. Sá dómur hefur nú verið staðfestur. Líklegt er að fé- lagið missi nokkra leikmenn í sum- ar og er Arnór einn þeirra. Hann á enn eftir þrjú ár af samningi sínum við félagið, en líklega er hann laus allra mála strax, fyrst félagið fellur í aðra deild. Vitað er að nokkur félög bæði í Frakklandi og í Belgíu hafa áhuga á kappanum. -PS Knattspyma: HOFUM RETT VIÐ! KSÍ og Visa munu í sumar standa fyrir átató þar sem fcnattspymuáhugamenn á öll- um aídri, jafnt utan vallar sem innan, eru hvattir til að sýna prúðmannlega framfcomu og drengilegan leik undir kjörorðínu: Fair Play — Höfura rétt við. Það er flárstuðningur Vlsa, sem nemur um einni og hálfri milljón króna fyrír þetta fceppnistfmabil, sem gerir KSÍ fcleíft að hefja hcrferð þessa nú. Styrfcur þessi fer eingöngu til að standa straum af fcostnaði við kynningu og gerð auglýsinga og áróð- ursefnis. Undanfarin þijú ár hefur Alþjóða knattspymusam- bandið staðið fyrir Fair Piay-átató um allan heim, en hingað til lands hefur það efctó náð fyrr. Markmíölð með átatónu er aö fá fram jákvæða viðhorfs- og hugar- farsbreytingu hjá knattspyrauáhugafólfci. Merki átaksins Herferðinni verður þannig háttað, að KSÍ dreifir veggspjöldum, með merki átaksins tfl íþróttafélaga og einnig veröur spjaldið sent í öll íþróttamannvirid á landinu. Þá verður límmiðum dreift til ungu kynslóðarinnar. í samvinnu við Ijölmiöla verður mánaðariega valinn prúðasti leikmaðurinn, þjálfarinn og prúðasta liðið. Þessir aðilar munu fá viður- kenningu frá Visa og KSÍ. Þetta mun ciga við um 1. deild karia og kvcnna. Einnig munu framkvæmdaaðilar áskilja sér rétt tfl að velja prúðasta áhorfandann. Þá munu prúðustu leikmenn í öðrutn deildum og yngri flokkum veröa verðlaunaðir og einnig ielkmenn, þjálfarar og Uð í úrslitakeppnum yngri flokka. Mertó átaksins hefur verið hannað og var það Sam- einaða auglýsingastofan sem það gerði. -PS Hinn nýbakaði Evrópumeistari í kraftlyftingum, Magnús Ver Magn- ússon, kom til landsins í fyrrinótt. Magnús er reyndar tvöfaldur meistari, þar sem hann sigraði í nokkurskonar opnum flokki, sem var stigakeppni. En hann lætur ekki þar við sitja. Á þriðjudag heid- ur hann til Skotlands þar sem hann tekur þátt í Hálandaieikunum. Magnús sigraði í -125 kg flokki og lyfti 962.5 kg samanlagt, en sá er lenti í öðru sæti lyfti 915 kg, en það var Hollendingur sem varð í 3. sæti á síðasta Heimsmeistaramóti. Úr- slitin réðust að sögn Magnúsar í fyrstu greininni, hnébeygju, og eftir það náði Hollendingurinn ekki að vinna upp þann mun. En Magnús vann ekki aðeins -125 kg flokkinn, heldur sigraði einnig í opna flokkn- um, ef svo má kalla, en reiknuð eru út stig keppenda og er þá tekið tillit til þyngdar keppanda og þeirrj þyngd er hann lyftir í keppninni. í þessum flokki sigraði Magnús og fékk 503 stig, en sá er kom næstur fékk 499 stig og keppti hann í 60 kg flokki. Það má því segja að Magnús Ver sé tvöfaldur Evrópumeistari. „Þetta var mjög góð tilfinning að standa á verðlaunapalli. Þetta er reyndar í annað skipti á þremur ár- um sem ég verð Evrópumeistari, en í Finnlandi fyrir tveimur árum lenti ég í öðru sæti í keppninni, en sá sem lenti í fyrsta sæti féll á lyfjaprófi. Ég fór í lyfjapróf eftir mótið og niður- staðan úr því kemur nú eftir nokkra daga,“ sagði Magnús Ver Magnússon við heimkomuna. En er toppnum náð hjá Magnúsi sem kraftlyftingarmanni? „Nei, toppnum er ekki náð. Heimsmeist- aratitill er eftir. Ég hef ekki farið á heimsmeistaramótið áður; hef viljað prófa mig áfram á þessum Evrópu- mótum og venjast því að keppa á þeim. Ég hef viíjað vera tilbúinn til þess og nú held ég að ég sé tilbúinn, en þetta er spurning um fjármagn. Maður fer í það núna að borga kred- itkortareikninginn fyrir Frakklands- ferðina. Næsta Heimsmeistaramót er í nóvember næstkomandi og fer það fram í Svíþjóð. Verkefnið er heillandi, en þetta ræðst allt af því hvort maður getur æft vel undir mótið og fengið einhvern til að styðja við bakið á sér fjárhagslega. Þessi árangur minn ýtir kannski við einhverjum aðilum." En hvernig fer það saman að taka þátt í kraftlyftingamóti í Frakklandi og fara síðan viku seinna til Skot- lands og taka þar þátt í alhliða afl- raunakeppni? „Það er mjög erfitt að vera að gera hvort tveggja. Núna til dæmis hef ég ekkert hlaupið í þrjá mánuði, en eins og allir vita er mik- ið hlaupið í aflraunakeppnum, þannig að menn sjá að það getur verið erfitt að samræma og getur komið niður á árangri í báðum greinum," sagði Magnús Ver Magn- ússon að lokum. Tíminn notar tækifærið og óskar Magnúsi til hamingju með árangur- inn. -PS Magnús Ver Magnússon, tvöfaldur Evrópumeistari í krafttyftingum, fær hér heldur betur hlýjar móttökur hjá Maríönnu dóttur sinni, en eins og sjá má er Magnús hlaöinn verö- launagripum. TímamyndAmi Bjama Knattspyrna: Þeir leika í Albaníu Bo Johansson hefur valið 16 leik- menn til að leika gegn Albaníu 26. maí í Evrópukeppni landsliða í Tir- ana. Liðið er stópað eftirtöldum leikmönnum: Markverðir Bjarni Sigurðsson Val Ólafur Gottskálksson KR Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson Tottenham Sævar Jónsson Val Gunnar Gíslason Hacken Ólafur Kristjánsson FH Einar Páll Tómasson Val Þorvaldur Örlygsson Notth.Forrest Rúnar Kristinsson KR Ólafur Þórðarson Lyn Sigurður Grétarsson Grasshoppers Hlynur Stefánsson ÍBV Arnór Guðjohnsen Bordeaux Eyjólfur Sverrisson Stuttgart Anthony Karl Gregory Val Ragnar Margeirsson KR Sjö breytingar eru á liðinu frá því í leiknum gegn Spánverjum. Nýir leikmenn eru þeir Hlynur Stefáns- son, Ólafur Gottskálksson, Gunnar Gíslason, Einar Páll Tómasson, Eyj- ólfur Sverrisson, Ólafur Kristjáns- son og Þorvaldur Örlygsson. Þessir leikmenn koma í stað þeirra Birkis Kristinssonar, Péturs Ormslev, Pét- urs Péturssonar, sem er meiddur, Þorgríms Þráinsson; sem lék sinn síðasta landsleik á I ni, Kristjáns Jónssonar og þeirr ftla Eðvalds- sonar og Sigurðar íssonar sem eru í banni. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.