Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. maí 1991 Tíminn 7 Hlustaðu á mig — leyfðu mér að segja þér hvernig mér líður Unglingar - erfiðir og heillandi í gegnum tíðina hafa unglingar hvers tíma þótt með ýmsu móti erfiðir. Þeir hafa verið uppreisnargjarnir, ósveigjanlegir, nýjunga- gjamir, háværir, en um leið heillandi. Þeir hafa látið að sér kveða og oft velgt fullorðnum undir uggum. En hvað hefur svo orðið um þessa unglinga? Jú, í aldanna rás hafa flestir komist til manns, orð- ið nýtir þjóðfélagsþegnar og stofnað fjölskyldu. Eða hvað? Þjóðfélagið hefur tekið örum breyt- ingum undanfarin 15-20 ár og af- leiðingar þeirra eru að koma í Ijós. Að komast til manns Raunveruleikinn er sá að mikill fjöldi bama og unglinga á við veru- leg vandamál að stríða sem beinlín- is má rekja til brotalama í okkar ágæta velferðarþjóðfélagi. Samt sem áður búum við yfir nægilegri þekkingu til að skapa bömum okk- ar lífvænleg vaxtar- og þroskaskil- yrði. Niðurstöður fjölda rannsókna sýna fram á hvaða afleiðingar ófull- nægjandi aðbúnaður í æsku hefur: fyrir einstaklinga annars vegar og þjóðfélagið hins vegar. Hvemig hlúð er að bami fyrstu árin í lífi þess skiptir sköpum hvað varðar mögu- leika þess að vaxa upp sem heil- brigður og skapandi einstaklingur. Hvemig þjóðfélagið hlúir að fjöl- skyldu þessa bams skiptir sköpum hvað varðar möguleika hennar til að skapa því ákjósanleg uppvaxtar- skilyrði. Svo sem bamið þarf öryggi, ást og aðhald, þarf fjölskylda þess stöðugleika upplýsingar og tíma. Tímaleysi Stóran hluta fjölskyldna í landinu skortir tíma og orku til að sinna þörfum fjölskyldumeðlima sinna. Hvað eiga foreldrar eftir til að gefa bömum sínum eftir 50 stunda vinnuviku? Enginn hópur í þjóðfé- laginu þar að leggja eins hart að sér til þess að hafa ofan í sig og á og for- eldrar smábama. Þetta er hópur ungra foreldra sem þarf að berjast fýrir því að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Á sama tfma og bömin þuría mest á nálægð foreldra sinna að halda, fer dýrmætur sviti í stein- steypuna. En hvað verður um bam- ið á meðan foreldramir vinna? Langflest fara á dagheimili eða til dagmömmu, en er að skóla kemur vandast málið. Skólatími er stuttur og oft eru þau látin ganga sjálfala fyrir/eftir skóla. Þau læra því fljótt að treysta á sjálf sig, án þess að vera fær um það. Örlög sumra unglinga hafa verið að ganga sjálfala árum saman og að verða smám saman afskiptir í sinni eigin fjölskyldu. Það getur farið svo að fjölskyldan eigi lítið sameiginlegt til að tala um, þrátt fyrir að hafa bú- ið undir sama þaki í fjölda ára. Eðlilega eyða unglingar miklum tíma með félögunum, en hinn af- skipti unglingur leitast við að full- nægja flestum sínum þörfum utan heimilis í hópi félaga. Kannski er hann heppinn og lendir í góðum fé- Iagsskap þar sem hann blómstrar. En sumir —já, allt of margir lenda í einmanaleika, öryggisleysi og dragast aftur úr í námi, e.t.v. vegna áhugaleysis, en oftar vegna innri vanlíðunar og erfiðs ástands heima fyrir. Rosalega töff — eða hvað? Hvað verður um þennan ungling? Hann getur horfið inn í sig, ein- angrast í eymd inni, jafnvel týnst al- vegg og hætt námi. Hann getur einnig gert sig breiðan, fengið at- hygli innan skólans með því að valda óróa í bekknum, sýna ofbeldi, stela, drekka áfengi, safna að sér hópi lærisveina, sem síðan verður „klíkan" sem allir hræðast. En hvemig líður þessum unglingi, er hann/hún eins töff og af er látið? Nei, bak við harða skel er oftast lítil sál, dauðhrædd og óörugg með þau völd sem hún hefur. Þessi ungling- ur veit innst inni að hann ræður ekki við þessi völd, hann vill jafnvel ekki hafa þau. Hann vantar hjálp, en kann ekki að biðja um hana og/eða hver skyldi svo sem vilja hjálpa, er ekki öllum andsk..' sama? Þeir full- orðnu sem hann þekkir eru alltaf uppteknir, hafa ekki tíma til að tala við hann eða hlusta á hann. Hlust- aðu á mig, leyfðu mér að segja þér hvemig mér líður. Þessa setningu frá hjúkrunarfræðingar sem vinna með unglinga oft að heyra. Ekki bara hjá töffaranum sem allt vildi gleypa, heldur líka hjá unglingnum sem var einmana — unglingnum sem var lagður í einelti — unglingnum sem var útundan vegna þess að hann var sífellt að flytja — unglingnum sem of feitur því matur var það eina sem hann fékk nógaf — unglingnum sem gat ekki fylgt námsefhinu en enginn tók eftir því — unglingnum sem bjó við upp- lausn og óreglu og þurfti að skammast sín fyrir heimilið og/eða fela fyrir vinum og jafnvel ættingj- um ástandið heima fyrir — unglingnum sem var misnotað- ur kynferðislega. Salbjörg Bjamadóotír Að leita sér aðstoðar Er til of mikils mælst að við HLUSTUM? Oft eru það kennarar sem fyrst sjá hvert stefnir. Ef gott samband er milli nemanda og kenn- ara getur kennarinn oft leiðbeint unglingnum eða vísað honum á skólahjúkrunarfræðing og/eða skólasálfræðing. Oft skapast trúnað- ur milli nemenda og skólahjúkrun- arfræðings sem hafa starfað lengi við sama skóla. Á bak við magaverk- inn eða sárið sem þurfti plástur á liggur þörfin til að tala við þann sem vill hlusta. Slíkur stuðningur hefur hjálpað mörgum til að leysa úr sín- um málum. Aðrir unglingar þurfa á frekari leið- sögn að halda. í velferðarþjóðfélög- um eru starfræktar meðferðarstofn- anir sem sinna bömum og ungling- um. Ein af þeim er Bama- og ung- lingageðdeild Landspítalans við DalbrauL Þangað leita — unglingar þegar lífið gengur ekki lengur upp — foreldrar með unglinginn sinn þegar vandinn er ofviða bjargráðum fjölskyldunnar — unglingar sem var vísað þangað frá skólanum þegar vandinn bitnaði á nái og/eða skólafélögum — unglingar sem félagsmálastofn- anir kipptu út úr skuggahliðum mannlífsins. Sumum nægir að koma í regluleg viðtöl á göngudeild og er þá oftast unnið með fjölskylduna í heild. Því þó einn sýkist í fjölskyldunni þá er ekki það með sagt að aðrir séu „stikkfrf'. Oft er sá „sjúki" aðeins einkennisberi fjölskyldunnar, þ.e. sá fyrsti sem gafst upp á ástandinu. Þetta er tímafrek meðferð, en ár- angursrík og þakklát. Stundum eru vandamálin orðin langvinn og erfið. Fjölskyldan kom- in í vítahring og sér enga leið út. Þá Edda Amdal getur verið nauðsynlegt að ungling- urinn komi tímabundið inn á deild til að hvfia hann og fjölskylduna á ástandinu. Þennan tíma getur ung- lingurinn notað til að ná áttum, undir handleiðslu fagfólks, og jafrí- vel fengið hjálp með djúp tilfinn- ingaleg, geðræn eða félagsleg vandamál. Unglingageðdeildin Að leggjast inn á geðdeild er oftast stór biti að kyngja fyrri óharðnaðan ungling eftir enn einn ósigurinn. Það er því nauðsynlegt að undirbúa innlögn vel. Æskilegt er að ung- lingur komi í viðtal fyrir innlögn þar sem hjúkrunarfræðingur segir honum frá helstu starfsemi og sýn- ir honum deildina. Þessi sami hjúkrunarfræðingur fylgir síðan unglingnum gegnum dvöl hans á deildinni ásamt 2 meðferðarfulltrú- um sem aðstoða hann við að ná fram sem bestum árangri. En sum- ar innlagnir er ekki hægt að undir- búa, þ.e. svokallaðar bráðainnlagn- ir. Þá hefur hinn ráðvillti unglingur sjálfur gripið í taumana og hrópað á hjálp, t.d. með tilraun til sjálfsvígs. Hann kemur niðurbrotinn, sér ekki fram úr neinu. Hann þarf mikla umönnun jafnt á nóttu sem degi. Hann þarf að tjá sig við þann sem kann að hlusta og má vera að því. Við þann sem hlustar ekki bara á orðin, heldur tilfinninguna á bak við þau. Þar kemur oft til kasta hjúkrunarfræðings sem unglingur- inn treystir. Hlutverk hjúkrunarfræðinga á unglingageðdeildinni er mjög margþætt. Það þarf að styðja vel við bakið á unglingunum, ná trausti þeirra, en jafnfram að halda uppi aga, sjá um að meðferðaráætlun sé framfýlgt, að unglingurinn stundi skólann sem í boði er í tengslum við deildina og sinni heimanáminu. Auk þess er unglingnum kennt að hafa áhugamál og rækta sjálfan sig. Mikilvægt er að hafa gott samband við foreldra, gefa þeim tíma til að tjá sig, og losa um sektarkennd sem oft hrjáir þá. Sektarkennd sem hlaðist hefur upp í gegnum árin, oft vegna ónógra samverustunda. Samverustunda sem þau vissu að voru nauðsynlegar, en drukknuðu í vinnu fýrir húsnæði, fæði og klæð- um. Ömmur og afar þurfa ekki síð- ur tíma, því oft koma þessi vanda- mál þeim mjög á óvart. Að framan hefur verið drepið á störfum hjúkr- unarfræðinga, sem í samvinnu við aðra faghópa innan unglingageð- deildar vinna þverfaglega með ung- linga og fjölskyldur þeirra. Mikil- vægt er að kjami meðferðarfulltrúa sé fastur og traustur. Þeir sjá um að framfýlgja meðferðaráætlunum og eru um leið félagar, svo og fyrir- mynd unglinganna. Deildin rúmar 7-8 unglinga og getur því ekki sinnt nema hluta af þeim unglingum sem þurfa á hjálp að halda. Sem dæmi um aðrar meðferðarstofnanir sem sinna börnum og unglingum eru stofhanir á vegum Unglinga- heimilis ríkisins; svo sem Unglinga- ráðgjöfin, Tindar, Torfastaðir og ýmis sambýli. Einnig Rauði kross- inn og Unglingadeild Félagsmála- stofnunar, þar með talin útideildin og unglingaathvörf. Að byrgja brunninn Meðferðarstofnanir af ýmsum toga skipa nú fastan sess í þjóðfélagi voru. Heilbrigðisþjónustan miðar að því að hjálpa „sýktum" einstak- lingum til bestu mögulegrar heil- brigði, oft með ágætum árangri. Rekstur slíkra stofnana er mjög dýr, vafalaust er arðvænlegra að beina athyglinni að fýrirbyggjandi heil- brigðisþjónustu. Máltækið segir að betra sé að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Hér á það svo sannarlega við. Æskulýðsstörf og íþróttir hafa í gegnum tíðina forðað mörgum börnum og ung- lingum frá því að lenda á óheilla- braut. Hvað um að efla þessar hreyfingar enn frekar og beina áhuga barna inn á þær brautir? Og síðast en ekki síst, er ekki kominn tími til að hlúa betur að fjölskyld- unni? Gefa henni færi á að vaxa og dafna saman. Eiga sameiginlegar tómstundir og njóta þeirra áhyggjulaust. Höfundamir Salbjörg Bjamadóttir og Edda Amdal em starfandi hjúkmnarfræðingar á Unglinga- geðdeildinni við Dalbraut. TÓNLIST Haydn-tónleikar Söngsveitin Fflharmónía er kom- in á góðan skrið aftur eftir nokkra deyfð um hríð. Á tónleikum í Kristskirkju í Landakoti 27. og 28. aprfi flutti hún Messu í d-moll eftir Joseph Ha>;dn, Nelson-messuna svonefndu. Úlrik Ólason stjómaði, en það er hann sem á heiðurinn af upprisu Söngsveitarinnar; ein- söngvarar voru Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, Þuríður Baldursdóttir, Þorgeir J. Andrésson og Tómas Tómasson. Tónleikamir hófust með því að 24ra manna kammersveit flutti 26. sinfóníu Haydns, einnig í d-moll. Með því að sinfóníur þessa mikil- hæfa og mikilvirka tónskálds eru yfir 100 að tölu, er hin 24. þeirra í hópi hinna fyrstu, allt að því æsku- verk, því Haydn var ekki nema 36 ára þegar hann samdi hana. Sin- fónfan ber nafnið Lamentatione — harmatölur — sem vísar til stefs í hæga þættinum. Eins og við er að búast af jafnágætu tónskáldi og Haydn, er sinfónfa þessi hin áheyri- legasta. Menn segja að þrátt fyrir snilld sína og fljótan þroska hafi Haydn ekki blómstrað til fullnustu fýrr en síðustu tvo áratugi langrar ævi sinnar — hann var uppi 1732-1809 — og frá því skeiði (1798) er mess- an í d-moll, sem tónleikaskráin segir að Bretar kalli stundum krýn- ingarmessuna vegna virðuleika síns. Kórinn flutti þetta af miklum þrótti og sönggleði — fullmikilli framan af, þótti mér — og sömu- leiðis hefði Ólöf Kolbrún mátt slá dálítið af í íýrri partinum. Sérlega fallega þótti mér Þorgeir Andrés- son syngja; hin „þétta" tenórrödd hans nýtur sín vel í kórverkum. Þuríður Baldursdóttir, altsöngkona frá Akureyri, hefur áður sungið einsöng með Söngsveitinni, en Tómas Tómasson bassi er enn í söngnámi, efnilegur piltur. Söngskrá var myndarleg, með dá- litlum pistlum um tónskáld, stjórnanda, konsertmeistarann Szymon Kuran og einsöngvarana fjóra. Þar voru einnig skrár yfir kórsöngvara og hljóðfæraleikara, og texti messunnar bæði á latínu og íslensku. í þýðingunni, sem lík- lega er staðalþýðing, virðast vera a.m.k. tvær greinilegar villur, báð- ar í Gloríunni: Upphafið er svona: Gloria in excelsis Deo. Et in terra pax hominibus bonae voluntatis. Laudamus te, benedicimus te, ad- oramus te, etc., sem er þýtt þannig: Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á. Vér lofum þig, vér blessum þig, vér tilbiðjum þig, o.s.frv. Hominibus bonae voluntatis ætti frekar að þýðast hjartahreinum mönnum (orðrétt: mönnum með góðan vilja) en þeim undarlegu orðum „mönnum sem hann hefur velþóknun á“, og sögnin „bened- ico“ þýðir ekki að blessa, heldur að lofa, hrósa (tala vel um), enda er það guðs að blessa mennina, sjái hann til þess ástæðu, en ekki öfugt. Margt fleira í þessum foma texta er auðvitað umhugsunarvert, enda fara fermingarbörnin með Credo — trúarjátninguna — í löngum bunum á hverju vori. Sá pistill, trúarjátningin, hefur m.a. verið til umræðu í athyglisverðum trúar- bragðadeilum í tímaritinu Skími undanfarið, þar sem um það er deilt hvort skilja beri textann bók- staflega eða einhverjum táknræn- um skilningi. Trúum við því raun- verulega að Frelsarinn hafi verið eingetinn, hafi vakið menn frá dauðum, og loks risið sjálfúr upp frá dauðum á þriðja degi eða emm við að skrökva þegar við segjumst trúa því? Eða hafa orðin einhverja dulda merkingu, sem prestarnir feila þó yfirleitt í að útskýra fyrir börnunum? Líklega væri réttast að hafa trúarjátninguna bara á latínu: Credo in unum Deum, Patrem omnipotentem... Sig.SL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.