Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 13
Föstudagur 17. maí 1991 Tíminn 13 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLTÍ KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRl 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Sumar- hjólbarðar Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU Á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarða- skiptingar. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844 Rafstöðvar OG dælur FRÁ SUBARU BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 w Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 91-674000 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga SIMI 91-62-54-44 FRAMSÓKNARMENN REYKJAVÍK OG NÁGRENNI Hvítasurmukaffi SUF verður haldið að Hafnarstræti 20, 3. hæð, Reykjavik, mánudaginn 20. mai, kl. 15 (annan í hvitasunnu). Ávarp um áherslur í fiokksstarfi á næstu misserum fiytur Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. Einnig mun Siv Friðleifsdóttir, formaður SUF, flytja ávarp um áherslur í starfi SUF f sumar og haust Gestgjafar verða meðlimirdeildar 13 i SUF, sérfræðingar í vöfflu- bakstri. Mikilvægt er að sem flestir jákvæðir og viðsýnir, ungir sem aldnirframsóknarmenn mæti til að koma hugmyndum sinum á framfæri. Spömrn okkur hvitasunnubaksturinn og mætum öll. Framkvæmdastjóm SUF Almennurfundur í Framsóknarhúsinu í Keflavík miðvikudaginn 22. maí, kl. 20.30. Fundarefni: Stjórnmálaviðhorfið. Frummælandi: Steingrímur Hermannsson. Stjóm Fulltrúaráðsins Steingrimur SUMARTÍMI SKRIFSTOFU FRAMSÓKNARFLOKKSINS Frá 15. maí verður skrifstofa okkar í Hafnarstræti 20, III hæð, opin frá kl. 8:00-16:00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðurlandi, Eyrarvegi 15, Selfossi, verður opin á þriöjudögum og fimmtudögum frá kl. 15-17. Simi 98-22547. Félagar hvattir til að líta inn. KSFS SPEGILL Sonardóttir Elizabeth Taylor er fegurðardís sem býr við fátækt Naomi Wilding á ekki langt að sækja fegurðina. Amma hennar er hin goðsagnakennda Eliza- beth Taylor og tvisvar á ári heimsækir Naomi hina frægu ömmu sína til Hollywood. Ann- ars býr hún hjá mömmu sinni í Wales og þarf að velta hverjum eyri fyrir sér. Hún er ekki nema 16 ára. Naomi segist alltaf hlakka til að heimsækja ömmu sína, enda fær hún þar mat sem Elizabeth eld- ar sjálf. Og þó að ótrúlegt megi virðast þrífur hún líka húsið sitt sjálf, engin vinnukona þar! En þó að Naomi finnist gaman að kynnast glæsilegum lífsstíl ömmu sinnar, viðurkennir hún að það geti haft sína galla að eiga svo fræga ömmu, aðallega þegar fólk kemst að raun um að hún sjálf lifir allt öðru vísi en kvikmyndastjörnur í Hollywood. Hins vegar segir Naomi ömmu sína mikla fjölskyldumann- eskju. Hún er reyndar ekki venjuleg amma eins og við eig- um að venjast. T.d. hefur Naomi ekki vogað sér enn að tala um kærastamál við þessa lífsreyndu, sjö sinnum giftu konu. En Na- omi hefur lært af lífsferli ömmu sinnar að varast áfengi og lyf, sem hafa reynst Elizabeth þung í skauti. Sömuleiðis segist hún ákveðin í því að giftast ekki nema einu sinni og búa lengi í því hjónabandi. Elizabeth Taylor á átta barna- börn og mörg þeirra hafa lent í vandræðum, þ.á m. hálfsystir Naomi sem lenti á síðum blað- anna í fyrra þegar upp komst að hún bjó með kærastanum í skut- bílnum hans í Idaho eftir að þeim tókst ekki að standa í skil- um með 235 dollara húsaleigu. En Naomi segist dást að ömmu sinni vegna þess að hún hafi aldrei glatað gildismati sínu eins og margar aðrar kvikmynda- stjörnur. „Hún lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en fertug og er ungleg í anda. Ég lít á hana eins og hverja aðra venjulega manneskju. Ég.hef aldrei hugsað um hana eins og stórstjörnu í Hollywood. Hún er og verður amma mín,“ segir Naomi. Naomi Wilding þykir líkjast ömmu sinni í út- liti, en hana langar ekkert til að verða fræg kvikmyndastjarna. Elizabeth Taylor á sama aldri og Naomi er nú. Naomi segir ömmu sína hafa lagt ríka áherslu á það við sig aö hún ánetjist ekki áfengi eða lyfjum og hún ætlar ekki að giftast nema einu sinni! SÁPUDROTTNINGAR í PERSÓNULEGUM ERJUM Samkeppninni er ekki lokið milli tæfanna tveggja í Dynasty- þáttunum, Joan Collins og Stephanie Beacham, þó að sjón- varpsþættirnir hafi runnið sitt skeið. Nú er komið upp nýtt rifr- ildismál milli þeirra og veldur taugatitringi í leikhúsheimin- um, bæði á austur- og vestur- strönd Bandaríkjanna. Að undanförnu hefur Stephanie leikið í leikriti eftir Noel Coward í Los Angeles, en nú hefur Joan Collins einsett sér að fá hlut- verkið þegar leikritið verður sett upp á Broadway síðar á þessu ári. Hún hefur gert framleiðendun- um það Ijóst að hún er reiðubú- in, fús og fær um að taka að sér hlutverkið á Broadway, hún hef- ur séð sýninguna í Los Angeles a.m.k. þrisvar og lært hlutverk- ið. Að vonum er Stephanie ekki mjög ánægð með þetta framtak keppinautarins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessar tvær leikkonur hafa ást við á bak við tjöldin. Það er vitað að Joan brást hin versta við þeg- ar Stephanie var fengin til að taka þátt í Dynasty-þáttunum. Þá bar hún því við að þær væru of líkar, báðar konurnar væru andstyggilegar, breskar, verald- arvanar og auðugar. Og nú bíða menn spenntir eftir framhald- inu. Keppinautarnir í Dynasty-þáttunum, Stephanie Beacham og Joan Collins, hafa tekið upp þráðinn frá sápuóperunni og berjast nú grimmt um hlutverk á Broadway.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.