Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Holnarhusinu v Tryggvagolu. S 28822 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga POSTFAX 91-68-76-91 iel HÖGG- DEYFAR Versltó hiá faemönnum varahluti Hamarsböfóa I - s. 67-67-44 TVÖFALDURI.vinningur | T Iímimi FÖSTUDAGUR 17. MAÍ1991 Rætt um vexti og þjóöarsátt á Alþingi: Vaxtahækkanir eða tak- mörkuð útgáfa húsbréfa Ríkisstjórnin var spurö að því á Alþingi í gær hvort hún væri ákveðin í því að hækka vexti á spariskírteinum og hvaða ákvörð- un yrði tekin í launanefnd ríkisins og BSRB. Ráðherrar svöruðu því til að ákvörðun yrði tekin eftir helgi. Halldór Ásgrímsson og Steingrímur Hermannsson sögðu við umræðuna að það værí fyrst og fremst óhófleg útgáfa á húsbréfum sem þrýstu vöxtum upp og skoruðu á ríkisstjómina að takmarka útgáfu þeirra. Svavar Gestsson hóf umræðuna og sagði að fullyrðingar forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra hefðu ýtt undir væntingar manna um almennar vaxtahækkanir. Hann minnti á samþykkt VMSÍ og varaði við afleiðingum vaxtahækk- ana. Hann sagði að þjóðarsáttin byggðist á þrennu: launum, verð- lagi og vöxtum, og hann sagðist líta svo á að með því að hækka vexti væri ríkisstjórnin að segja þjóðarsáttinni upp. Svavar spurði fjármálaráðherra hvort búið væri að taka ákvörðun um hækkun vaxta á spariskírtein- um og ef ekki, hvenær sú ákvörð- un yrði tekin. Hann spurði ráð- herrann einnig hvort að hann legði til við fulltrúa ríkisins^ í launanefnd ríkis og BSRB að við- skiptakjarabatanum yrði skilað til launþega. Svavar spurði forsætis- ráðherra um afstöðu hans til sam- þykktar VMSÍ og til fyrirhugaðra vaxtahækkana. Forsætisráðherra sagðist skilja áhyggjur forystumanna VMSÍ og sagði að háir vextir væru óæskileg- ir. Hann sagði hins vegar óhjá- kvæmilegt að hækka vexti til sam- ræmis við það sem gerðist á mark- aðinum. Vaxtahækkunin væri af- leiðing mikils halla á ríkissjóði. Þann halla hefði fyrri ríkisstjórn búið til og núverandi ríkisstjórn yrði að takast á við hann. Fjármálaráðherra sagði að launa- nefndirnar væru að störfum og niðurstaða myndi liggja fyrir um næstu helgi. Hann sagði að ákvörðun um vexti á spariskírtein- um yrði lekin í næstu viku. Hann sagði óhjákvæmilegt að hækka vexti á spariskírteinum. Ástæðan væri hallinn á ríkissjóði, sem væri vandamál fyrri ríkisstjórnar. Það vandamál hefði sú stjórn búið til með því að reka ríkissjóð með halla og með því að taka ákvarðan- ir á síðustu starfsvikum sínum sem krefðust aukins lánsfjár. Steingrímur Hermannsson sagði að fyrri ríkisstjórn hefði knúið nið- ur vexti, en lægri vextir hefðu leg- ið til grundvallar þegar þjóðarsátt var gerð. Raunvextir voru lækkað- ir úr 9,5% í 8%. Steingrímur vitn- aði í skýrslu Seðlabanka um vexti, en þar segir að ein meginástæðan fyrir háum vöxtum hér á landi sé að vextir á ríkisskuldabréfum séu talsvert hærri hér en í öðrum löndum. „Því þykir mér það ein- kennilegt ef það er nú ráðið til að halda niðri vöxtum að byrja á því að hækka vexti á ríkisskuldabréf- um. Ég leyfi mér að fullyrða að ef menn gera það mun ekkert annað gerast en það sem gerðist á árinu 1988, þegar vextir á ríkisskulda- bréfum voru hækkaðir og á eftir fylgdu almennir raunvextir í land- inu,“ sagði Steingrímur. Halldór Ásgrímsson sagði að það væri skaðlegt að hækka vexti nú og hann sagðist efast um að það markmið sem liggur að baki vaxta- hækkun næðist. Hann sagði að vandinn fælist fyrst og fremst í mikilli útgáfu húsbréfa, þau þrýstu upp vöxtunum. Hann skoraði á ríkisstjórnina að fara frekar þá leið að takmarka útgáfu húsbréfa. Hall- dór spurði forsætisráðherra hvort stjórnin hefði ekki íhugað að fara þá leið. Forsætisráðherra svaraði því til að til athugunar væri að hætta við að hækka lánshlutfallið, en að engin ákvörðun hefði verið tekin um að takmarka útgáfu hús- bréfa. -EÓ Nýr þingmaður boðinn velkominn Landssamband framsóknarkvenna hélt nýlega vorfagnað sinn í Reykja- vík. Þar var nýr alþingismaður Framsóknarflokksins, Ingibjörg Pálmadóttir, boðin velkomin til starfa. Á myndinni er Unnur Stef- ánsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, og Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður. Mynd: S. Finnbogad. ELDUR kom upp i sanddæluskipi í Reykjavíkurhöfn um hádegisbilið í gær. Járnsmiðir voru að vinna með logsuðutæki um borð og neisti fór f olíu (vélarrúmi með þeim afleiöingum að allmik- ill eldur kviknaði. Tókst járnsmiðunum að ráða niöurlögum eldsins áður en slökkviliöið kom á staðínn. Skemmdir urðu litlar. Tímamynd Pjetur/GS. Ríkið býðst til að kaupa fullvirðisrétt af sauðfjárframleiðendum allt að 3.700 tonnum: Framleiðsla í samræmi við þarfir Landbúnaðarráðuneytið hefur að undanfömu unnið að framkvæmd á viðauka I með búvörusamningi, sem undirrítaður var þann 11. mars 1991. Samkvæmt samningn- um býðst ríkissjóður, fram til 31. ágúst nk., til að kaupa af sauðfjár- framleiðendum fullvirðisrétt allt að 3.700 tonnum og 55.000 ám, allt eftir því sem framleiðendur óska. Markmiðið er að framleiðsla haustsins 1992 verði í samræmi við þaríir innanlandsmarkaðar. Ef á vantar að markmiðið náist fyrir 1. sept. nk. verður fulivirðisréttur færður niður í samræmi við 2. tl. í viðauka I með samningnum. Samningurinn er í fjórum hlutum, þ.e. samningur um stjórn mjólkur- og sauðfjárframleiðslunnar á tíma- bilinu frá 1. sept. 1992 til 31. ágúst 1998, viðauki I um aðlögun fullvirð- isréttar í sauðfjárframieiðslu að inn- anlandsmarkaði sem framkvæmd verður á tímabilinu frá 1. maí 1991 til 31. ágúst 1992, viðauki II sem fjallar um stuðningsaðgerðir ríkis- valdsins í tengslum við samninginn og loks 12 bókanir sem snerta ýmis atriði. Framkvæmd þessa hluta samn- ingsins er gerð með heimiid í 38. grein lánsfjárlaga fyrir árið 1991, sem voru samþykkt undir lok síð- asta þings. Þar er ríkissjóði veitt heimild til að stofna til skuldbind- inga vegna viðauka I um áður- greinda aðlögun og gildir heimildin þar. til gerðar hafa verið nauðsynleg- ar lagabreytingar vegna fram- kvæmdar samningsins að öðru leyti. Með hliðsjón af ákvæðum viðauka I með samningnum og lánsfjárlaga fyrir árið 1991 hefur verið ákveðið að viðauki I komi óbreyttur til fram- kvæmda og hefur landbúnaðarráð- herra staðfest tillögur Fram- kvæmdanefndar búvörusamnings um starfsreglur um kaup ríkissjóðs á fullvirðisrétti í sauðfjárfram- leiðslu. I reglum þessum er gert ráð fyrir því að bændur sem hug hafa á að selja ríkissjóði fullvirðisrétt og bústofn snúi sér til viðkomandi bún- aðarsambands og fái þar sérstakt umsóknareyðublað til útfyllingar. Síðan mun landbúnaðarráðuneytið annast frágang kaupsamninga og skuldabréfa í samráði við fjármála- ráðuneytið. Á næstu dögum verða send út gögn til búnaðarsambanda og geta bændur snúið sér til skrif- stofu þeirra og fengið allar upplýs- ingar og leiðbeiningar sem þeir óska. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.