Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 9
8 Tíminn Föstudagur 17. maí 1991 Föstudagur 17. maí 1991 Tíminn 9 Eftir Egil Ólafsson með glýju augum anna fyrr en það lægi fyrir hvort við fengj- um tollfrjálsan aðgang fyrir fisk. Aðeins einn fyrirvari eftir? Steingrímur Hermannsson sagði að sér virtist utanríkisráðherra hafa farið á ráð- herrafundinn með miklu víðtækara um- boð en síðasta ríkisstjórn veitti honum. Fyrri ríkisstjórn hefði sett þá fyrirvara að ekki mætti semja um aðgang erlendra þjóða að íslenskri fiskveiðilögsögu. Fyrir- vari hefði verið settur um flutning fólks til íslands. í þriðja lagi hefði verið settur fyrirvari um rétt útlendinga til að eignast hér land. í fjórða Iagi að íslendingar héldu forræði sínu til að virkja orkulindir sínar. í fimmta lagi hefði ekki verið fallist á að gangast undir yfirþjóðlegar stofnanir og í sjötta lagi hefðu verið settar fram óskir um lengri aðlögunartíma. Steingrímur sagði að þetta væru þeir fyrirvarar sem Framsóknarflokkurinn vildi setja. Er ávinningurinn ótvíræður? Steingrímur sagðist hafa vissar efasemd- ir um að ávinningurinn af því að fá fellda niður tolla væri eins mikill og utanríkis- ráðherra rakti í sinni ræðu. Hann sagði að umdeilanlegt væri hversu mikið íslend- ingar raunverulega greiddu af þeim toll- um, sem eru á íslenskum fiski sem fluttur er til EB. Hann sagði að breytingin við af- nám tolla yrði ekki eins mikil fyrir þá sem fullvinna fisk í neytendaumbúðir, vegna þess að íslendingar geti í dag selt þær vör- ur tollfrjálst til EB vegna bókunar 6. Steingrímur sagði einnig að þær fjöl- mörgu skýrslur, sem fyrrverandi ríkis- stjórn hefði látið vinna um áhrif þátttöku íslands í EES, sýndu að ávinningur Iands- ins væri ekki eins mikill og upphaflega var talið. Yfirlýsingin vekur upp margar spurningar Steingrímur fór síðan yfir yfirlýsingu ráðherrafundarins og krafði utanríkisráð- herra skýringa á mörgum atriðum. Hann spurði hvort ætlunin væri að taka upp reglur EB í heilbrigðis-, öryggis- og um- hverfismálum. Hann sagði að þær reglur væru slakar og útilokað fyrir íslendinga að gera þær að sínum. Hann spurði hvort viðskipti með þjónustu milli landa ættu að vera algerlega frjáls og nefndi t.d. tryggingaviðskipti í því sambandi. Stein- grímur spurði hvort við gætum stöðvað flutning á vinnuafli og hvort taka ætti upp reglur EB sem lúta að vinnurétti. Hann spurði hvaða áhrif það hefði á verkalýðs- hreyfinguna. Hann spurði hvort leyfa ætti innflutning á dýrum og plöntum. Hann spurði hvað við þyrftum að greiða mikið í þróunarsjóðinn og hvað mikið yrði eftir af ávinningnum þegar búið væri að greiða það. Hann spurði hvernig við gætum tek- ið þátt í öllum nefndum sem verða á veg- um EES, en talað hefur verið um að þær verði um 2000. Víðar eru markaðir en í Evrópu f samþykkt fundarins segir að reglur EES skuli hafa forgang í þeim tilfellum sem þær rekast á við ákvæði innri löggjafa EFTA-ríkjanna. Steingrímur sagði að þetta ákvæði gæti aldrei komið til fram- kvæmda nema löggjafarþing aðildarríkja EFTA samþykki það. „Margir eru með glýju í augum yfir þessu Evrópska efnahagssvæði. Ég verð hins vegar að segja að ég fór að velta því fyrir mér, eftir að hafa lesið þessa viða- miklu skýrslu, hvort ávinningurinn væri í raun svo mikill umfram þann sem við höfum fengið með bókun 6. Auðvitað þurfum við að opna okkar efnahagslíf og auka samstarf við nágrannaþjóðir okkar, eins við höfum gert í tíð fýrri ríkisstjórn- ar. Þó að ég viðurkenni að ávinningurinn af EES sé nokkur, þá vara ég við því að setja eggin öll í sömu körfuna. Ég vara við því að gera samninga sem kunna að verða til þess að við glötum mikilvægum mörk- uðum í Bandaríkjunum, í Japan og víðar. Ég tel að þegar menn meta ávinninginn af því að tengjast Evrópsku efnahagssvæði, þá verði menn einnig að gæta þess mjög vandlega að halda þeim ávinningi sem við höfum náð á öðrum markaðssvæðum. Þetta sést best nú þegar dollarinn hefur hækkað. Við megum ekki lokast innan tollmúranna og eiga ekki afturkvæmt,“ sagði Steingrímur að lokum. Alþingi fjalli áfram um málið Kristín Einarsdóttir ítrekaði andstöðu Kvennalistans við EES. Hún sagði að nú væri að koma betur í ljós að viðvörunar- orð Kvennalistans hafi reynst réttmæt. Kristín sagði að með því að gerast aðili að EES væru íslendingar að ganga hálfa leið inn í EB. Hún sagði að svo virtist sem rík- isstjórnin hefði fallið frá nær öllum fýrir- vörum sem fýrri ríkisstjórn hefði sett. Eft- ir stæðu aðeins fýrirvarar um fisk. Hún sagði að það væri mjög alvarlegt ef lög og reglur EES ættu að vera æðri lögum í hverju landi. Ljóst væri að dómstóll EES hefði yfirþjóðlegt vald og bryti gegn ís- lensku stjórnarskránni. Ólafur Ragnar Grímsson sagðist undrast að svo virtist sem fallið hefði verið frá flestum fýrirvörum sem fýrri ríkisstjórn setti í viðræðum við EES. Hann sagði einnig að það þyrfti að koma skýrt fram hvort fslendingar væru að afsala sér full- veldisrétti með aðild að EES. Hann óskaði eftir að utanríkismálanefnd leitaði eftir áliti frá innlendum og erlendum sérfræð- ingum á þessu atriði. Ólafur Ragnar krafðist þess að þingið sæti áfram þangað til séð yrði fýrir endann á EES-samningn- um. Fleiri tóku þátt í umræðunni, en hún stóð fram á kvöld. Utanríkisráðherra hafði ekki svarað þeim spurningum, sem til hans var beint, þegar síðast fréttist. um „Ég dreg alls ekki úr því að það er rétt mál, sjálfsagt og eðlilegt, að við framkvæmum mjög vandað og ítarlegt áhættumat í svona viðamiklum samningum. Við eig- um ekki að nálgast þetta með neina glýju í augunum og við eigum ekki að gefa okkur neina fýrirfram niðurstöðu. Vilji okkar til að ná þessum samningum er ekki af því tagi, a.m.k. að því er mig varðar, að ég vilji kaupa hann hvaða verði sem er. Við eigum að skoða það vandlega hvernig við bindum um okkar hnúta að því er varðar þau rétt- indi sem við viljum tryggja í samningun- um.“ Þetta sagði Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra þegar hann flutti Alþingi skýrslu um ráðherrafund EB og EFTA, sem haldinn var í Brussel síðastliðinn mánudag. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði nið- urstöðu fundarins vekja upp margar spurningar. Hann sagðist efast um að ávinningurinn af Evrópsku efnahagssvæði væri eins mikill og áður var talið. Hann sagði marga ganga til samningaviðræðn- anna með glýju í augum og varaði menn við því að seta allt traust sitt á samninginn um EES. Ekki væri ráðlegt að geyma öll eggin í sömu körfunni. Árangursríkur fundur, en... Jón Baldvin sagði árangur á ráðherra- fundinum hafa verið mjög góðan. Náðst hefði samkomulag á mörgum sviðum, en eftir stæðu þrjú óleyst mál. Þau eru: Krafa EB um frjálsari aðgang að mörkuðum EFTA- ríkja fýrir landbúnaðarvörur, sjáv- arútvegsmál og byggða- og þróunarsjóður til að styrkja lönd í suðurhluta Evrópu. Utanríkisráðherra rakti í fáum orðum ár- angur fundarins og sagði: „Samkomulag varð um sjálfstætt eftirlitskerfi á vegum EFTA- ríkjanna með framkvæmd samn- ingsins. f öðru lagi varð samkomulag um dómstól sem fjallar um ágreiningsmál um framkvæmd samningsins. Einnig um hlutverk dómstólsins, skipan hans og verksvið. í þriðja lagi varð samkomulag um hlutdeild fulltrúa EFTA-ríkjanna við undirbúning ákvarðana, þ.e. rétt ríkis- stjórna EFTA-landa til að tilnefna sérfræð- inga í nefndir sem undirbúa nýjar ákvarð- anir. í fjórða lagi náðist samkomulag um almennt öryggis- og varnaglaákvæði sem kemur í stað upphaflegra varanlegra fýrir- vara, sem og um það hvernig beita megi þeim ákvæðum. Loks, í fimmta lagi, náð- ist samkomulag um tímabundnar undan- þágur frá hinum almennu reglum sem varða fjórfrelsið. Sjötta málið varðar at- vinnu- og búsetuákvæði. Um það náðist samkomulag að öðru leyti en því að Sviss- lendingar settu við það fýrirvara og verður endanlega gengið frá því atriði síðar.“ ... ekkert þokaðist með fískinn Um þau mál, sem enn er ágreiningur um, sagði ráðherrann að þau yrðu jöfnuð út með pólitískum ákvörðunum, en hann sagðist trúa því að það myndi gerast á næstu vikum. Hann sagði að ágreiningur um landbúnaðarmál varðaði Islendinga ekki mikið. Á lista yfir 72 iandbúnaðar- vörur væru aðeins 5 eða 6, sem framleidd- ar væru á íslandi, og hægt væri að vernda þær meðan íslensk framleiðsla fengist á markaði hér heima. Utanríkisráðherra sagði að deilan um sjóðinn verði leyst þegar heildarniður- staðan lægi fýrir. Búið væri að leggja lín- ur varðandi starfshætti sjóðsins, en ekki væri farið að ræða hve miklar upphæðir hvert ríki ætti að greiða í sjóðinn. Hann sagði að ekkert tilboð hefði enn komið frá EB í sjávarútvegsmálum. Hann sagði að í þeirri stöðu, sem nú væri kom- in upp, væri mikilvægast að kynna vel málstað íslendinga og sýna fram á að af- staða íslendinga byggðist ekki á óbilgirni heldur á rökum. Þjóð, sem byggði alla sína afkomu á sjávarútvegi, gæti ekki hleypt öðrum þjóðum í auðlind sína. Ráð- herra sagði að fýrir fundinn hefði tals- maður EB komið til sín og spurt hvort fs- lendingar gætu fallist á að veita EB heim- ild til að veiða 30 þúsund tonn af fiski gegn tollfrjálsum innflutningi á fisk til EB. Jón Baldvin sagðist algerlega hafa hafnað þessu. Jón Baldvin sagði að ef tækist að knýja EB til að veita íslendingum heimild til að selja fisk tollfrjálst til EB-landa, myndu skapast stórkostlegir möguleikar fýrir ís- lenskan sjávarútveg. Með því værum við að flytja inn atvinnu og stuðla að nýsköp- un í íslensku atvinnulífi. Hann viður- kenndi þó að það yrði mjög harðsótt að ná þeim markmiðum sem ísland hefði sett sér í samningunum. Jón Baldvin vísaði á bug öllu tali um að í samningunum fælist afsal á fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti. Hann sagði það heldur ekki rétt að enginn eðlismunur væri á EES og EB. Hann sagði hins vegar að menn ættu ekki að gerast aðilar að EES með glýju í augum. Ekki væri hægt að taka endanlega afstöðu til samning-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.