Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 17. maí 1991 Baker fór til Bandaríkjanna í gær: Er ekki búinn aö gefa upp alla von James Baker, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, og Yitzhak Sham- ir, forsætisráðherra fsraels. Þeir binda enn miklar vonir við að frið- arráðstefna veröi haldin um Palestínumálið. James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sneri aftur til Washington í gær og batt þar með enda á fjórðu friðarferð sína um Miðaustur- lönd frá því að Persaflóastríð- inu lauk. Honum tókst ekki að fá ísraelsmenn og Araba að samningaborðinu, en tölu- verður ágreiningur er enn um hvemig friðarráðstefnan eigi að fara fram og hverjir eigi að taka þátt í henni. Baker sagði í gær, eftir að hafa átt viðræð- ur við ísraelska ráðamenn, að hann hefði ekki orðið fyrir vonbrigðum þótt ekki hefði tekist að fá ísraelsmenn og Araba að samningaborðinu. Hann sagði, á sameiginlegum fréttamannafundi sem hann hélt með David Levy, utanrík- isráðherra ísraels, rétt áður en hann flaug til Bandaríkj- anna, að enn væru miklir möguleikar á að halda friðar- ráðstefnuna. Baker sagðist vonast til að geta hitt Bush Bandaríkjaforseta í dag og þeir mundu í sameiningu ákveða hvað yrði gert næst. Forsætisráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, sagði eftir seinasta fund þeirra Bakers í gær að hann teldi að áform Bakers um að koma á friðar- ráðstefnu yrðu að veruleika. Hann gaf engar ástæður fyrir bjartsýninni. Baker átti viðræður við Shamir, Levy og Moshe Arens, varnarmála- ráðherra ísraels, í fjórar klukku- stundir í gærmorgun, en fljótlega að þeim loknum hélt hann til Bandaríkjanna. Ágreiningurinn er mestur milli ísraelsmanna og Sýr- lendinga. Deilt er um hvort Sam- einuðu þjóðirnar eigi að fá full- trúa á ráðstefnuna og þá hvert hlutverk þeirra eigi að vera. Arab- arnir eru fylgjandi þátttöku Sam- einuðu þjóðanna. Þá er einnig deilt um hvort ráðstefnuna eigi að Ekki náðist tilskilinn meirihluti í forsetaráði Júgóslavíu í fyrradag til þess að Króatinn Stipe Mesic gæti orðið næsti forseti Júgó- slavíu. Lýðveldin sex og sjálfsstjórnarhér- uðin tvö hafa skipst á að fara með forsetaembætti Júgóslavíu, eitt ár í senn. í gær var komið að því að skipta um forseta og átti Mesic að taka við af Serbanum Borisav Jovic. Þetta verður til að auka mjög á halda einu sinni eða reglulega. ísraelsmenn vilja að hún sé haldin einu sinni og aö síðan hefjist tví- hliða viðræður milli þeirra og ein- stakra Arabaríkja. Einnig hefur verið deilt um hverjir eigi að vera stjórnmálakreppuna í Júgóslavíu, en Mesic lýsti því yfir á þriðjudag- inn að Króatía mundi segja sig fyrir fullt og allt úr ríkjasambandinu ef hann yrði ekki samþykktur sem forseti. Tanjug-fréttastofan sagði að Mesic og fulltrúar Slóveníu, Bosníu- Her- segóvínu og Makedóníu hafi sam- þykkt hann sem forseta, en fulltrúi Serbíu og fulltrúar sjálfsstjórnar- héraðanna Vojvodínu og Kosovo fulltrúar Palestínumanna. Hátt- settur bandarískur embættismað- ur sagði í gær að svo virtist sem málamiðlun hefði náðst um það atriði, sem fælist í því að Palest- ínumenn og Jórdanir mynduðu saman eina samninganefnd, en hann vildi ekki fara út í smáatriði, þar sem málið væri enn á við- kvæmu stigi. Bush Bandaríkjaforseti hringdi í Hussein Jórdaníukonung á mið- vikudag. Jórdanska fréttastofan Petra sagði að Bush hefði lofað að bandarísk stjórnvöld myndu reyna að koma á friðarráðstefnu sem byggði á ályktunum Sameinuðu þjóðanna um að ísraelsmenn færu af herteknu svæðunum. Shamir, sem leiðir hægrisinnuðustu stjórnina í sögu Ísraelsríkis, hefur heitið því að fara ekki frá Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu. Reuter-SÞJ hafi verið á móti. Fulltrúi Svart- fjallalands sat hjá. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist síðan íyrrum kommúnista- leiðtogi landsins, Josip Broz Tito, kom þessu kerfi á til að stuðla að valddreifingu. Umboð Borisavs Jovic rann út á miðnætti í fyrradag og einnig um- boð varaforsetans, en Stipe Mesic var einmitt varaforseti. Reuter-SÞJ Stjórnarkreppan í Júgóslavíu: Stipe Mesic hafnað sem forseta landsins Tvennar aðskildar náttúruhamfarir í Bangladesh: FÓRNARLÖMB FLÓDANNA FÁ LITLA AÐSTOÐ Mlldl flóð hafa verið í nokkrum héruðum í norðausturhluta Bangladesh vegna monsúnrign- inga og inikils vatnsstreymis yflr landamærin frá Indlandi. Yflr 200 manns hafa látið Hflð í flóðunum og talið er að þau hafl gert um milljón manns heimilislausa. Þetta eru aðrar náttúruhamfarim- ar sem dynja yflr Rangladesh, en ekld er langt siðan öflugur fellibyl- ur gekk yflr strönd landsins og lék nærliggjandi héruð grátt Staðfest hefur verið að yflr 138.000 manns hafi látist af völdum fellibylsins og að hann hafl gert tíu milljónlr manna heimilislausar, Fómar- lömb flóðanna hafa fallið í skugg- ann af fómarlömbum fellíbylsins í hjálparstarflnu, en neyðin er síst minni. Flóðin hófust reyndar fyrir um viku síðan, en em stöðugt að fær- ast í aukana. Veðurfræðingar sögðu síðdegis í gær að vatns- magnið í nær öllum ám í norð- austurhluta Bangladesh væri yfir hættumörkum. Yflrvöld hafa flutt yfir 1.000 fjölskyidur til ömggari svæða, en enn er fjöldi manna ínnikróaður á hóium og hæðum vegna flóðanna og geta hvorki hreyft legg né lið. Þorpin líkjast smáeyjum úti í vatninu og þús- undir manna hafast við á þökum húsanna. Mikill skortur er á bát- um til að flylja fólkið og er dryklg- arvatn flutt til fólksins á flekum gerðum úr bananatrjám, en 34 hafa látist úr blóðkreppusótt eftir að hafa dmkkið mengað vatn ánna. Reuter-SÞJ Þýskaland: Seðlabankastjór- inn segir af sér Karl Otto Pöhl, seðlabanka- stjóri Þýskalands, ætlar að láta af embætti í lok október á þessu ári. Theo Waigel fjármálaráð- herra og Pöhl tilkynntu þetta í gær. Afsögn Pöhls hefur legið í loftinu undanfama daga, en hann hefur mjög gagnrýnt hvemig staðið var að samein- ingu Þýskalands. Waigel og Pöhl lögðu báðir áherslu á að engin breyting yrði á peninga- stefnu stjómvalda í kjölfar af- sagnar bankastjórans og Pöhl sagði ástæður uppsagnarinnar væm eingöngu persónulegar. Það vakti dálitla undrun að Waigel tilkynnti afsögn Pöhls nokkrum klukkustundum á undan Pöhl og stjórnmálaskýrendur töldu það bera vitni um óánægju stjórnvalda meö bankastjórann. Til talsverðra árekstra hefur komið á milli Pöhls og stjórnvalda og hefur bankastjór- inn gagnrýnt hvernig staðið var að sameiningu þýsku ríkjanna. Hann hefur sagt að sameining gjaldmiðl- anna hafi verið stórslys. Hins vegar lögðu bæði Waigel og Pöhl á það áherslu að ágreiningurinn væri ekki ástæðan fyrir uppsögninni. Waigel sagði að hann hefði átt góð sam- skipti við Pöhl og saknaði hans. Pöhl, sem er sósíaldemókrati (SPD), varð seðlabankastjóri árið 1980 og hélt stöðu sinni þegar Helmut Kohl kanslari myndaði miðju- og hægristjórn árið 1982. Seðlabankastjóri Þýskalands er skipaður til átta ára og eru nú um fjögur ár eftir af seinna kjörtímabili Pöhls. Waigel sagði að eftirmaður Pöhls yröi valinn innan tveggja vikna. Talið er aö Hans Tietmeyer, sem á sæti í stjórnarnefnd seðla- bankans og er mikill trúnaðarvinur Kohls kanslara, eða Helmut Schles- inger varaseðlabankastjóri veröi fyrir valinu. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit BAGDAD • írösk yflrvöld neit- uðu ásökunum bandarískra yfír- valda um að þrír írakar heföu skot- ió á bandaríska þyriu á vemdar- svæðunum í gær. AHMADI - Vel hefur gengiö að siökkva eldana f ohulindum Kú- væta. Tekist hefur að slökkva elda í um 100 lindum á sextíu dögum. Eldur logar enn í um 400 olíulind- um. SAN FRANCISCO - Fyrrver- andl utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, Eduard Shevardnadze, sagði í gær að sér fyndist að Sameinuðu þjóðimar ættu að beita sér fyrir þvf að stríð brjótist ekki út milli ein- stakra lýðvelda Sovétríkjanna og stjómarinnar í Kremf. SEOUL - Roh Tae-woo, forseti Suður- Kóreu, sagði í gær að for- sætisráðherra iandsins yrði ekki iátinn taka pokann sinn, en það hefur verið ein af meginkröfum andófsmanna og stjómarandstöð- unnar. Forsetinn sagði að ríkis- stjómin þyrfti ekkert að breytast vegna mótmælanna og skipaði ráð- herrum stjómarinnar að beita sér af hörku til aö bæla niður mótmæl- ín. Til harðra átaka kom í gær f borginni Kwangju þegar andófs- maður, sem fraradi sjálfsmorð til að mótmæla stjóm lanðsins, var borinn til grafar. PARÍS - Hinn nýi forsætisráð- herra Frakka, Edith Cresson, réðst harkalega á óbeinar innflutnings- hömiur Japana og þann ójöfnuð sem ríkti f viöskiptum Japana og Evrópubúa. Hún er þymir í augum japanskra kaupsýslu- og stjóm- málamanna, en þegar hún var ut- anríkisviðskiptaráðherra Frakk- iands bcitti hún sér af alefli gegn japönskom fjárfestingum og inn- flutningi í Frakklandi og Evrópu. PHNOM PENH - Rfkisstjóm Kambódfu varaði f gær Sameinuðu þjóðimar við því að hún gæti þurft að iáta til skarar skríða gegn skæruiiðum Rauðra Khmera, þar sem þeir heföu æ ofan í æ brotið í bága við vopnahlésskilmálana. Vopnahlé rfkir milli skæmiiða og stjómarinnar og hafa Sameinuðu þjóðimar haft eftirlit með að það sé haldið. LOS ANGELES - Bandarisk kona myrti þýskumælandi ferða- mann í strætisvagni í Beverly Hills hverfinu í Bandaríkjunum í gær og hélt tíu öðrum í gísUngu. Sérsveit- ir lögreglunnar yfirbuguóu konuna með þvf að skjóta hana til bana. Að sögn eins farþegans bölsótaðist konan eitthvað út í blökkumenn og nasista. LUANDA - Yfirmenn stjóraar- hersins í Angóla sögðu að skæro- liðar UNITA heföu brotið vopna- hlésskilmálana aöeins nokkmm klukkustundum eftir að formlegt vopnahlé tók gildi, en það var f gær. VÍN - Óháð verkafyðssamtök í Al- baníu, sem krefjast 50-100% launahækkana og rannsóknar á dauða fjögurra manna sem voru að mótmæla kommúnistum þann 2. apríl síðastliðinn, efndu til verk- falia í gær til að leggja áherslu á kröfur sfnar. Talið er að 90% iðn- aðarins sé lamaður vegna verk- fallsins. JÓHANNESARBORG • Mikfli húsnæðisskortur er nú í Suður- Afríku. í gær sagði F.W. de Klerk, forseti landsins, að byggja þyrfti hús á næstu 20 árum en byggð heföu verið þegar evrópskir land- nemar komu til landsins áríð 1652. RÓM - Týrkinn Mehmet Ali Agca, sem reyndi að myrða Jóhannes Pái páfa fyrir 10 ámm, sagði í blaða- viðtali sem birtist í gær aö sovéska leyniþjónustan KGB og búlgarska ríkisstjómin hefðu staðið á bak við morötilræðið. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.