Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.05.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn '\r\ A -r-r** Föstudagur 17. maí 1991 BHMR: Aðgerðir stjórn- valda varasamar Launamálaráð BHMR hefur sent frá sér ályktun varðandi stöðu rík- isfjármála og bent á nokkur atríði í því sambandi. í fyrsta lagi er í ályktuninni talað um að ríkið hafí ekki efnt kjarasamninga við BHMR og þess vegna sé launaþáttur ríkisútgjalda verulega vanmet- inn. Einnig sé vanmetinn sá þáttur út- gjalda er varðar lögbundin fram- lög í Lífeyrissjóð starfsmanna rík- isins þar sem ríkið hafi ekki greitt þau framlög. Þá er bent á að ríkið eigi útistandandi 14 milljarða í óinnheimtum sköttum, sem er hærri fjárhæð en nemur nýjum hallatölum ríkissjóðs. Einnig er í ályktuninni vakin á því athygli að þrátt fyrir mjög góða afkomu fyrir- tækja skili þau mun minni skött- um en reiknað hafi verið með og að þrátt fyrir mjög háa raunvexti séu skattar af fjármagnstekjum engir. I ályktuninni varar Iaunamálaráð BHMR við aðgerðum af hálfu ríkisins er bitna á laúnafólki. Þar eru nefndar sérstaklega raunvaxtahækkanir, skerðingar á húsnæðislánakerfi, hækkanir á opinberum gjaldskrám og niðurskurð í velferðakerfinu. Þá skorar BHMR á launanefndir að hækka laun í samræmi við hækkun verðlags og bata viðskiptakjara. GS. Teikning af fyrirhugaðri kirkju í Hjallasókn í Kópavogi. Hvítasunnudagur í Kópavogi: Skóflustunga að nýrri kirkju og safnaðarheimili Á hvítasunnudag, þann 19. maí nk., mun Sigurbjöm Einarsson biskup taka fyrstu skóflustungu að nýrri kirkju og safnaðarheimili í Hjallasókn í Kópa- vogi. Athöfhin hefst kl. 14 með hátíðar- guðsþjónustu í messusal Hjallasóknar. Að lokinni blessun verður gengið frá messusalnum til kirkjulóðar að Álfa- heiði 17. Þar mun formaður sóknar- nefndar, Hilmar Björgvinsson, flytja ávarp og sunginn verður lokasálmur guðsþjónustunnar. Að því loknu mun dr. Sigurbjöm flytja ritningarorð og bæn og taka fyrstu skóflustunguna að hinni nýju kirkju og safnaðarheimili. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, flytur blessunarorð og helgar staðinn. Athöfninni lýkur með því að sunginn er sálmur. Skólahljómsveit Kópavogs undir stjóm Jónasar Bjömssonar ann- ast hljóðfæraleik, ásamt organistanum Elíasi Davíðssyni, sem jafnframt stjómar kór Hjallasóknar. Að athöfn lokinni er öllum viðstöddum boðið til kaffidrykkju í salarkynnum Digranes- skóla. —SE Fatan er orðinn full og vatn lekur niður á blöð og tæki Amar Páls Haukssonar þingfréttamanns. Tímamynd Ámi Bjarna Fréttamenn kvarta yfir leka í Alþingishúsinu! Alþingishúsið er farið að leka. Einn af þakgluggum hússins er úþéttur og nú pípir vatn inn um gluggann, en rigningar hafa verið sérstaklega miklar að undan- fðmu. Það er þingfréttaritari Ríkisút- varpsins sem mest verður var við Íekann, en umræddur þakgluggi er í kompu þeirri sem hann hefur til umráða. Starfsmenn Alþingis settu fótu undir iekann þegar hann kom í ljós, en hún hefur verið Rjót að fyílast að undan- fÖmu þegar regnið hefur barið þak Aiþingishússins. Amar Páli Hauksson þingfréttaritari segir það ekki vera í sínum verkahring að tæma vatnsfötur og er allt annað en ánægður með vistina í hripleku súðherberginu. Hann segir að búast megi við að það fari að ieka ofan á forseta þings ef svo heidur áfram sem horfir. Það er ekkert nýtt að leki sé í Al- þingishúsinu. Fréttum hefur löngum verið lekið í fréttamenn. Stundum hefur fréttaleki valdið uppnámi meðal þingmanna. Frægt er þegar þvf var ieldð í Amar Pái Hauksson að handhafi forsetavalds hefði keypt óeðiilega mikið áfengi á sériqörum. Nú fær Amar Páll hins vegar að kynnast annars konar leka. Alþingishúsið við Austurvöil var reist 1880-1881 og er því 110 ára gamalt. -EÓ Islendingar mótmæla geymslu á efnaúrgangi Framsóknarmenn skora á Mosfellsbæ: Kaupið Blikastaði! íslensk stjómvöld hafa ákveðið að mótmæla, á fundi aðildarríkja Par- ísarsamkomulagsins um mengun sjávar, áformum breskra stjómvalda að geyma geislavirk úrgangsefni í neðanjarðargeymslum undir sjávar- botni við Dounreay í Skotlandi eða Sellafield á vesturströnd Englands. Stjórn Framsóknarfélags Kjósar- sýslu hefur skorað á bæjarstjórn Mosfellsbæjar um að leita samninga við eigendur Blikastaða um kaup á landi jarðarinnar. {ályktunni er skorað á bæjarstjórn- ina að hvika ekki frá núverandi landamerkjum milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Nú er verið að rannsaka jarðlög við Dounreay og Sellafield með tilliti til þess hvor staðurinn sé betur til þess hæfur að geyma geislavirk úrgangs- efni. Áformað er að gera djúp jarð- göng út frá ströndinni á öðrum hvor- um staðnum og geyma úrgangsefnin í þeim. Göngin verða undir sjávar- botni að stærstum hluta. Eftir að bú- ið er að koma efnunum fyrir verður steypt fyrir munna ganganna þannig að ekki verður hægt að fylgjast með ástandi þeirra. Mörg hundruð ár munu líða áður en efnin verða orðin skaðlaus mönnum og dýrum. Ekkert er minnst á þessa aðferð við að geyma úrgangsefni í Parísarsam- komulaginu, sem ísland og Bretland eru aðilar að. Á fundi aðildarríkja Parísarsamkomulagsins í fyrra bar Bættar horfur á kísiljárnmarkaðnum. Jón Sigurðsson framkv.stjóri Grundartanga: Markaðurinn er að komast í jafnvægi Horfur á kísiljámmarkaönum hafa batnað að undanförnu. Mun- ar mestu að framleiðendur hafa dregið mikið saman seglin. Birgð- ir hafa minnkað og jafnvægi fram- boðs og eftirspurnar er að nást. Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri íslenska járnbiendifélags- ins, segir að ekkl sé von tii þess að þetta skill sér í bættum rekstrí fyr- írtækisins fyrr en í fyrsta lagi á síðasta fjórðungl ársins. „Það þarf ýmislegt að gerast tii þess að vonimar rætist Þangað til er ekkert hægt að segja. Þessa mánuðina er að nást jafnvægi miUi framboðs og eftirspumar. Birgðir framleiðenda um allan heim eru að minnka. Þegar þær verða nægi- lega Utiar er hægt að fara taia við kaupenduma um hærra verð. Þetta stafar fyrst og fremst af því að menn, m.a. við, hafa dregið saman framleiðsiu. Við höfum ekki rekið nema annan ofninn síð- an um miðjan apríl og reiknum fastiega með þyí að svo verði fram í september. Útlitið er ekki bjart- ara en það. Þegar verðið hækkar breytir það hins vegar fljótt afar mlklu. En það er samdráttur í stálfram- leiðslu ( heiminum. Hún þarf að aukast á ný til að breytingamar vari eitthvað til frambúðar. Annars er þessi markaður mjög sveiflu- kenndur. Ég hef stundum sagt að þetta sé eins og að gera út á Íoðnu,“ segir Jón Sigurðsson. -aá. ísland upp tillögu um að reglur yrðu einnig settar um þessa geymsluað- ferð, en hún náði ekki fram að ganga. Ekki er talið útilokað að fram- kvæmdir við jarðgöngin hefjist strax á næsta ári þannig að á fundinum í ár kann að gefast síðasta tækifærið til aö hafa áhrif á áform stjórnvalda í Bretlandi. Norsk stjórnvöld hafa þeg- ar ákveðið að gerast meðflutningsað- ilar að tillögunni og líklegt er talið að fleiri þjóðir bætist í hópinn. -EÓ Yfirgangur Bæjarmálaráð Einingar í Mosfellsbæ telur það yfirgang af hálfu Reykjavíkur- borgar að gera kauptilboð í land sem annað sveitarfélag hefur skipulagt sem framtíðaríbúðabyggð sína og sérstak- lega að ætlast til lögsögubreytingar í því sambandi. Bæjarmálaráð ályktar að Mosfellsbær hafni forkaupsrétti á kaupsamningi milli Reykjavíkurborgar og eigenda Blikastaða. Jafnframt að hafnað skuli viðræðum við Reykjavíkurborg um breytingu á lögsögumörkum milli sveit- arfélaganna í tengslum við umræddan kaupsamning. Bæjarmálaráðið hvetur bæjarstjóm og íbúa Mosfellsbæjar að standa gegn allri skerðingu á Iögsögu bæjarins í þessu sambandi. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.