Tíminn - 25.05.1991, Side 8
8 Tíminn Laugardagur 25. maí 1991
Magnús Guðmundsson segir að ástandið í frumbyggjahéruðum
Alaska og víðar á norðurslóðum sé vægast sagt hrikalegt:
VIÐ FENGUM ÁFALL
Magnús Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður, sem gerði kvikmynd-
ina Lífsbjörg í Norðurhöfum, er nýkominn heim frá Alaska þar sem
hann var á meðal frumbyggjanna. Árasir umhverfísvemdarsamtaka á
frumbyggjana og lífsviðurværi þeirra hafa verið svo gengdarlausar að
framtíð þeirra hefur verið lögð í rúst. Magnús er þessa dagana að
vinna að gerð sérstakrar myndar um þessa ferð og í helgarviðtali við
Tímann tjáir hann sig um það sem fyrir augu bar í Alaska, friðunar-
samtök, eðli þeirra og tilgang og annað því tertgt.
- Það var greint frá því í Tímanum í vik-
unni að bandarískir lögfræðingar væru
farnir að skrifa um svokölluð hvalréttindi
og samkvæmt þeirra skoðunum eru rétt-
indi hvala jafnhá eða jafnvel hærri en rétt-
indi manna. Hver er þín skoðun á þessari
þróun?
Þessi þróun er einfaldlega ógnvekjandi.
Þessi hugmyndafræði sem farin er að tröll-
rfða hinum vestrænu samfélögum í dag, að
dýr hafi ekki aðeins jafnan rétt á við menn,
heldur séu jafnvel ofar í þróunarstiganum
og hafi þar af leiðandi miklu meiri rétt til lífs
og athafna, er út af fyrir sig skelfileg hug-
myndafræði. Þegar hún er tekin alvarlega og
henni beitt til fullnustu, þá hittir hún svo
hrikalega þá sem minnst mega sín og hafa
minnst tök á að verja sín sjálfsögðu mann-
réttindi til lífs og athafna. Þetta hefur skilið
eftir sig auðn, félagslega, fjárhagslega og
menningarlega, víða á norðurslóðum og
þessi hugmyndafræði virðist vera vaxandi.
Styrkur hennar fer vaxandi vegna mjög út-
hugsaðs áróðurs af því tagi.
Ég þarf nú sennilega ekki að fjölyrða um
hversu þetta er and- kristið í sjálfu sér.
Þetta er andsnúið öllum okkar siðgæðishug-
myndum sem við erum alin upp við, svo ég
tali nú ekki um lífsbjargarhugmyndum. Svo
eru hvalir teknir út sérstaklega og þeir not-
aðir sem einhvers konar reðurtákn eins og
var í fornum frjósemismessum. Hvalurinn
er tákn og hann er sennilega reðurtákn fyrir
þessa geldinga sem í þessu standa. Þegar
lærðir menn eru farnir að skrifa um sérstök
hvalréttindi verða vafalaust haldnar ráð-
stefnur með þessum greyjum neðansjávar
einhvern tímann. Mér skilst að þeir séu byrj-
aðir á því að reyna að spjalla við þá með
lúðrum og trompetum og slíkum græjum,
en enn sem komið er virðist hvorugur skilja
hinn.
Þetta væri í sjálfu sér mjög fyndið ef þetta
væri ekki tekið alvarlega af sumum. Ég get
ekki skemmt mér yfir þessu eftir að hafa
ferðast um kaldar norðurslóðir, alla leið frá
Síberíu til Norður- Noregs, öfugan hring,
og séð hvernig fólk hefur verið leikið af þess-
um hreyfingum. Við íslendingar eru tiltölu-
lega vel settir, við höfum nokkuð fjölbreyti-
lega möguleika á að bjarga okkur þó að ein-
hver ákveðin dýrategund verði ekki veidd
einhverra hluta vegna, hvort sem það er
vegna friðunaraðgerða okkar sjálfra eða
þrýstings utan frá. Aðrir þjóðflokkar eru
verr settir, þeir hafa ekki eins fjölbreytta
möguleika og þegar búið er að eyðileggja
alla markaði fyrir afurðir þessa fólks hefur
það ekkert annað lífsviðurværi en styrki frá
hinu opinbera. Þetta er stolt fólk sem hing-
að til hefúr getað bjargað sér án aðstoðar
annarra. Svo kemur eitthvað fólk frá New
York eða Hamborg og telur þessu fólki trú
um að það sé ekki aðeins blóðþyrstir morð-
ingjar heldur sé allt þess lífshlaup af hinu
illa.
Auðvelt að telja fólki
trú um einhverja vitleysu
Þegar þessi hugmyndafræði nær svona
flugi þá er náttúrulega aldrei að vita hvar
mörkin verða dregin. Þetta byrjaði á sínum
tíma með selum og þá var því jafnvel haldið
fram af þessum hreyfingum að selir væru
óskaplega gáfaðir. Allar rannsóknir sýna
hins vegar fram á hið gagnstæða, að selir
séu tiltölulega heimskir. Það gekk því ekki
almennilega hjá þeim að telja fólki trú um
gáfnafar sela. Þeir eru of sýnilegir og því til-
tölulega auðvelt að sjá að þetta eru engin
gáfnaljós en virðast afskaplega gáfaðir í sínu
umhverfi.
Það er hins vegar auðveldara að telja fólki
trú um einhverja vitleysu um hvalina þar
sem þeir eru svo lítt sjáanlegir. Þeir koma
rétt upp til að anda og sofa og það er því auð-
velt að búa til einhvern leyndardóm í kring-
um þessi stórglæsilegu dýr.
Ekki alls fyrir löngu sá ég sjónvarpsviðtal
við konu í Kaliforníu sem var ötull tals-
maður dýrafriðunarhóps og hún hélt því
fram að þróunarsagan væri ekki aldeilis
rétt. Spendýrin hefðu ekki þróast frá haf-
inu upp á land heldur séum við að þróast í
hafið og við endum öll sem hvalir, það sé
æðsta þróunarstigið. Við heyrum jafnvel
frá nýaldarsinnum sem sitja á miðilsfund-
um og einhver æðsta sál kemur í gegn og
tilkynnir að æðsta endurholdgungarstigið
sé hvalir. Svona gengdarlaust rugl virðist
ganga í fólk, en sem betur fer eru íslend-
ingar ekki svo skyni skroppnir að gleypa
við þessu, þó þeir séu yfirleitt tilbúnir til
að hlaupa eftir hvaða hindurvitnum sem
er.
Urðum lamaðir af skelfingu
- Nú ertu nýkominn frá Alaska, varðstu var
við eitthvað áþreifanlegt þar?
Já, mjög svo. Við fórum fjórir saman til Al-
aska og heimsóttum þar frumbyggjabyggðir.
Ég var sá eini sem hafði kynnt mér málið að-
eins fyrirfram og var því örlítið viðbúinn því
sem mætti okkur og þó ekki, því að hörm-
ungarnar voru svo gengdarlausar að manni
dauðbrá. Hinir sem voru með mér í för
höfðu ekki myndað sér neina sérstaka skoð-
un, þeir komu þarna sem tæknimenn í kvik-
myndahópnum. Þeir fengu sérstakt áfall,
urðu einfaldlega lamaðir af skelfingu af að
sjá raunverulegar afleiðingar athafna þess-
ara hreyfinga.
Ástandið þarna í frumbyggjabyggðunum
er mjög alvarlegt. Þeir hafa verið skot-
spónn Grænfriðunga og annarra hreyf-
inga í langan tíma. Þeir hafa valdið þeim
slíku tjóni að það er eiginlega ekki hægt
að lýsa því. f einu þorpi, þar sem eru 600
íbúar, er fólkið svo örvæntingarfullt, að á
einu ári voru samtals 104 sjálfsmorð og
sjálfsmorðstilraunir. Örvæntingin er slík
að fólkið sér ekki fram á að það eigi neina
tilveru eða framtíð. Þetta er selveiðifólk
og nú er búið að svipta það öllu lífsviður-
væri og það er ennþá herjað á það. Það
virðist vera tilgangur þessara hreyfinga
að hrekja þetta fólk í burtu frá sínum
heimkynnum.
Að vera vitni að þessari eymd, að þessu von-
leysi, hjá fólki sem hafði það ljómandi gott
til skamms tíma, hjá fólki sem ekki ennþá
skilur hvað dundi á því, er hörmuleg Iífs-
reynsla. Það er eins og allt í einu hafi hrun-
ið yfir það dauði og djöfull sem það botnar
hvorki upp né niður í.
- Nú hafa þessar hreyfingar lýst því yfir að
þær vilji ekki hrekja frumbyggjana frá sín-
um heimabyggðum.
Þessar hreyfingar hafa verið að búa til þá
ímynd að ef frumbyggjarnir ekki sætta sig
við það að vera „nobel savage", eins konar
síðasta- móhíkana- ímynd og áfram viljtir,
þá sé ekki hægt að líta á þá sem frumbyggja,
þeir séu of þróaðir og því óalandi og óferj-.
andi. Það virðist vera sem þessar hreyfingar
afneiti allri þróun þessara samfélaga.
Frumbyggjar sem kynnst hafa vestrænum
lifnaðarháttum vilja auðvitað að einhverju
marki nýta sér þá. Tæknin okkar er það
framarlega að hver sækist ekki eftir henni.
Frumbyggi sem er á árabát myndi heldur
kjósa að vera á vélbát ef hann gæti það og ef
hann gæti skotið af byssu í stað þess að
skutla spjóti, þá kýs hann það því það auð-
veldar honum lífið. Það er ekkert athugavert
við að hann horfi á sjónvarp eða skoði vídeó-
spólu ef hann langar til, hann er áfram
frumbyggi í sínu landi fyrir það.
Kerfisbundið ráðist á fá-
menn og veik samfélög
- Ekki er það tilgangur þessara samtaka að
koma öllu á vonarvöl á norðurslóðum?
Ég satt að segja veit það ekki. Það er kerfis-
bundið ráðist á fámenn og oft á tíðum veik
samfélög manna. Hvort sem það er ætlunin
þeirra að rústa lífsgrundvelli fólks hér á
norðurslóðum eða ekki, þá er það afleiðing-
in. Þegar þeir sjá afleiðingarnar þá skyldi
maður halda að skynsamlegir einstaklingar
með lágmarksmannkærleika í sálu sinni,
áttuðu sig og sneru blaðinu við. En því er
víðs fjarri, þeim vex ásmegin og halda áfram
og reyna að finna nýjar aðferðir til þess að
gera þessu fólki grikk. Hver sem tilgangur-
inn er þá er staðreyndin sú að þetta hefur
hörmulegar afleiðingar í för með sér.
- Hvaða sjónarmið ráða þá ferðinni?
Það er augljóst að tilgangurinn er sá að ná
inn sem mestum peningum í fyrirtækið.
Þau virðast stjórnast verulega af gróðaffkn.
Ég hef enga trú á að leiðtogar Greenpeace
eða annarra samtaka af þessu tagi trúi
innst inni þessari hvalaþvælu sem þeir að
predika. Þeir vita betur, þetta eru engir
hálfvitar, ég hef talað við marga þeirra og
sumir eru afskaplega vel gefið fólk. Hins
vegar er til fullt af fólki sem er ekki eins vel
að sér og það er þaðan sem peningarnir
koma. Síðan hafa þeir alls konar þræla í
kringum sig sem vinna fyrir ekki neitt við
að boða trúna.
Ætla aðberjast áfram
gegn íslendingum
Það er löngu orðið ljóst að þeir láta sér ekki
nægja að friða hvali og seli. Ég spáði því
1989 að þeir myndu fljótlega fara í það að
vernda allan fisk í hafinu og nú hefur það
gerst tveimur árum síðar. Þeir eru farnir að
hlekkja sig við troll og ég veit til þess að hér
á landi hefur verið sendinefnd frá Green-
peace sem hefur það verkefni með höndum
að grafa upp alla neikvæða þætti í sambandi
við íslenskar fiskveiðar. Þeir hafa verið að
reyna að finna út einhverja hluti sem þeir
geta notað sér til framdráttar til aukinna ár-
asa á ísland. Þetta veit ég og hef sannanir
fyrir þessu.
í krafti lygaáróðurs og peningamagns hef-
ur friðunarsamtökum tekist að koma í gegn
banni við netaveiðum við vesturströnd
Bandaríkjanna og ýmsu fleiru og við íslend-
ingar verðum að vera sérstaklega á varð-
bergi gagnvart þessu. Þessir sjómenn sem
urðu fyrir þessu höfðu ekki fjárhagslegt
bolmagn til þess að rísa gegn þessum
áróðri. Umhverfisverndarsamtökin dembdu
í þennan áróður mörgum milljónum. Þar
var dregin upp hryllingsmynd af sjómönn-
um og trillukörlum, sem einhverjum nátt-
úrufjandsamlegum ófreskjum. Þessir trillu-
karlar sem reru út og veiddu sér til lífsvíð-r
urværis voru orðnir hinir verstu glæpa-
menn.
Ég er ekki í nokkrum vafa um það að þegar
þessi hugmyndafræði nær að breiðast út þá
einskorðast hún ekki aðeins við eitt dýr. Það
er sjálfgefið að öll nýting mannkynsins á
dýrastofnum verður sett þarna á oddinn.
Það er þegar byrjað, það er farið að herja á
bændur í Bandaríkjunum, það er farið að
herja á alla sem nýta náttúruna sér til lífs-
viðurværis. Þetta er einhver sjúkdómur sem
er að breiðast út um heiminn. Þetta er ein-
hvers konar geðveiki sem virðist ekki háð
neinum takmörkum.
- Nú hefurðu hrellt þessi samtök víða um
heim undanfarin ár, hafa þau eitthvað skipt
sér af því sem þú ert að gera núna?
Ég hef fengið ágætan vinnufrið að undan-
förnu. Hins vegar veit ég að þeir fylgjast ansi
vel með ferðum mínum því þeir hringdu í
þennan bæ í Alaska þar sem við vorum og
kröfðust skýringa á því hvað Magnús Guð-
mundsson væri að gera þarna. Bæjarstjór-
inn kom til mín og sagði: Greenpeace voru
að hringja og spurðu hvað þú værir að gera
hér. Mér dauðbrá því ég vissi ekki hvernig í
ósköpunum þau vissu að ég væri þar, því ég
hafði ekki tilkynnt þeim neitt um mfnar
ferðir. Það var augljóst að þau höfðu haft
uppi á mér þarna úti á eyju í Beringshafi og
voru svo djarfir að krefjast skýringa á því hjá
innfæddum hvað ég væri að gera þarna eins
og það kæmi þeim eitthvað við. Bæjarstjór-
inn vildi gefa þeim langt nef en það var eins
og hann óttaðist hefndarráðstafanir Green-
peace.
Skyldleiki við nasisma
Það er langt frá því að ég sé einhver kross-
fari um þessi mál né önnur. Hins vegar er ég
blaðamaður, eða öllu heldur það sem kallast
journalisti á Skandinavísku sem er öllu víð-
tækara, og hef áhuga á að skoða þetta mál út
frá þeirri forsendu. Þetta er nefnilega eitt
merkilegasta þjóðfélagsfyrirbæri sem komið
hefur upp síðan Hitler og nasisminn var upp
á sitt besta.
Að mörgu leyti er samnefnari á milli hug-
myndafræði þessara hreyfinga og nasism-
ans. Þetta er það sem kallað hefur verið al-
ræðishugmyndafræði. Ég hef ekkert á móti
því að fólk vilji ekki éta kjöt eða fisk og vilji
bara éta gras, það er hið besta mál ef það
heldur því bara fyrir sjálft sig. Vandinn er
sá með svona offara og fólk í krossferðum
að það þarf alltaf að þvinga sinni hug-
myndafræði upp á aðra, og ef það gengur
ekki með góðu þá skal það svo sannarlega
rekið inn með illu. Slíkt get ég aldrei fallist
á því það stangast algjörlega á við mína lífs-
skoðun.
Eins og ég segi þá er ég að skoða þetta sem
áhugamaður, mér finnst þetta svo merkilegt
fyrirbæri að ég get ekki látið það kyrrt liggja
að skoða þetta aðeins nánar.
- Hefurðu fengið einhver hótunarbréf frá
þessum aðilum?
Ég hef nú ekki fengið nein hótunarbréf
lengi. Það var mikið um slíkt í rúmt ár eftir
að Lífsbjörgin kom út en ég hef fengið frið
nokkuð lengi. Ég hef í sjálfu sér ekki tekið
þessar hótanir alvarlega, kannski eru þeir
orðnir leiðir á mér og það er ágætt, þá hef í
vinnufrið. - Hvenær má eiga von á nýju
myndinni?
Ég er í rauninni að vinna að tveimur mynd-
um. Eftir Alaskaferðina og hörmungarnar
sem ég varð vitni að þar ákvað ég að gera sér
mynd um það og það má búast við henni
nokkuð fljótlega. Hluti af því sem þar kemur
fram verður síðan í stærri mynd þar sem
málin eru skoðuð í stærra samhengi.
Ef að opinberun á sannleikanum, á at-
höfnum og gerðum þessara hreyfinga, sem
mun koma fram í þessum myndum, yrðu
þess valdandi að þær sneru frá villu síns
vegar og færu að sinna raunverulegum
umhverfismálum, þá væri það hið besta
mál. Ég hef engan áhuga á að útrýma umv-
herfisverndarsinnum, það er vafalaust hið
besta fólk. Ég teldi hins vegar réttast fyrir
mannkynið allt að þetta fólk myndi snúa
sér í rétta átt, að umhverfisvernd, og frá því
að gera einhver dýr að goðumlíkum fyri-
bærum.
Stefán Eiríksson.
Laugardagur 25. maí 1991
Tíminn 21
Timamynd; Árnl BJami