Tíminn - 25.05.1991, Síða 15

Tíminn - 25.05.1991, Síða 15
Pi!R.< t iW rS. Laugardagur 25. maí 1991 ÍÞRÓTTIR íþróttir helgarinnar: Keppni hefst í 3. og 4. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í dag hefst keppni á Islandsmót- inu f knattspymu, 3. og 4. deild karla. Þrír leikir vom þó á dagskrá í gærkvöld, en það vom leikir Dal- víkur og KS á 3. deild. Ármanns og Víkverja í 4. deild og Árvakurs og Gróttu í 4. deild. Eftirtaldir leikir verða í dag: 3. deild Kópavogsv. ÍK-Þróttur N. kl.15.00 Ísaíj.völl. BÍ-Völsungur kl.14.00 Ólafsfj.v. Leiftur-Magni kl.14.00 Áskógsvöll. Reynir Á-UMFS. kl.14.00 4. deild A Þorláksh.v.Ægir-TBR kl.14.00 Njarðv.v. UMFN-Leiknir R. kl.14.00 4. deild B Varmárvöll. UMFA-Geislinn kl.14.00 Ólafv.völl. Vík.Ól.-Stokkseyri kl. 14.00 4. deild C Gervigrasv.Árvakur-Grótta kl.14.00 Gervigrasv. Léttir-Snæfell kl.17.00 Grafárv.v. Fjölnir-Hafnir kl.14.00 4. deild D HvammsLv. Kormákur-SM kl.14.00 Hofsósvöll. UMF Neisti-Þiymur kl. 14.00 Blönduóvöll.Hvöt-HSÞ-b kl.14.00 4. deild E SeyðisQ.v. Huginn-Valur Rf. kl.14.00 Sunnudagur Sand.völl. Reynir S.-UMFB kl.14.00 Ath. breytingar frá mótabókl Af öðmm íþróttaviðburðum um helgina má nefna unglingamót ÍA og ESSÓ í sundi sem fram fer á Jaðarsbakkalaug á Akranesi, en alls em 360 keppendur skráðir til keppni. Þá verður haldið opið golfmót á Hellu — opna Endurvinnslumót- ið, á Strandarvelli. Ræst verður út frákl. 8.00 ídag. Önnur keppnin á íslandsmótinu í torfæmakstri verður haldin á Ak- ureyri í dag. Keppnin verður hald- in í malamámi Akureyrarbæjar, ofan bæjarins. Það er Bílaklúbbur Akureyrar og veitingahúsið Grei- finn sem halda keppnina. BL Knattspyma-Dómgæsla: Enskur dómari fundar meö hér- lendum dómurum Dómaranefnd KSÍ, í samstarfi við Knattspymudómararfélag Kópa- vogs, gengst fyrir fundi fyrir lands- dómara með enska 1. deildar dóm- aranum David Elleniy. Fundurinn verður haldinn á ÍSÍ hótelinu á mánudaginn 27. maí kl. 20. Á fúndinum verða rædd viðhorf enskra dómara til þeirra breytinga sem gerðar hafa verðið á knatt- spymureglunum nú nýverið. Svo og hugmyndir um samstarf dóm- ara og línuvarða, eftirlitskerfi með dómurum á Englandi, áhrif breyt- inga á aldurshámarki dómara á al- þjóðavettvangi á enska dómara og fleira. Allir landsdómarar em hvattir til þess að mæta á fundinn. Unglinga- og héraðsdómarar: Á þriðjudaginn 28. maí verður haldinn árlegur fundur fyrir alla unglinga og héraðsdómara í KDR og KDK, þar sem farið verður yfir helstu atriðin frá landsdómararáð- stefnunni sem haldin var nýlega. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Fyrirmæli sumarsins frá dóm- aranefnd KSÍ kynnt 2. Umræður. 3. kaffihlé. 4. David Elleray hinn enski mætir á fund- inn og sýnir skemmtilegt mynd- band frá Englandi um dómgæslu og hvemig tekið er á enskum dómaramálum. Allir unglinga- og héraðsdómar- ar eru hvattir til þess að mæta á fundinn, sem er mikilvægt vegna þeirra miklu breytinga sem gerð- ar hafa verið á knattspymulögun- um. BL Smáþjóðaleikarnir; Gullin orðin 23 í gærunnust 6 gullverðlaun á Ólympíuleikum smáþjóða I An- dorra. Iris Grönfeldt sigraði í spjótkasti, kastaði 56,20m. Þá unnu sundmennimir 8 verð- iaunapeninga í gær. Ragnheiður Runólfsdóttir vann gull og sama gerðu íslensku sveitimar í 4xl00m fjórsund. Helga Sigurðardóttir og Ingl- björg Arnardóttir unnu silfur- verðlaun og þau Amþór Ragn- arsson, Magnús Már Ólafsson, Ama Þ. SveinbjÖmsdóttir og Bryndís Ólafsdóttir unnu bronsverðlaun. Júdómenn hlutu 6 verðlaun í gær, þar af 2 gull. Gullin hlutu þeir Freyr Gauti Sigmundsson og Eiríkur Kristinsson. Silfur unnu Sigurður Bergmann, Halldór Hafsteinsson og Baldur Stefánsson. Bronsverðlaun vann Gunnar Jóhannesson. BL Knattspyrna - Landsliðið: Leikið í Albaníu í dag mætir iandsliðið í knatt- spyrau, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, Albönum ytra. Á morgun leika síðan A-landslið þjóðanna. Líklegt byrjunarlið íslands í leikn- um á morgun er þannig: Bjarni Sigurðsson, Sævar Jónsson, Guðni Bergsson, Ólafur Kristjáns- son, Gunnar Gíslason, Þorvaldur Örlygsson, Ólafur Þórðarson, Rúnar Kristinsson, Sigurður Grétarsson, Eyjólfur Sverrisson og Arnór Guð- jónsen. Á varamannabekk yrðu því Ólafur Gottskálksson, Einar Páll Tómasson, Anthony Karl Gregory, Hlynur Stefánsson og Andri Mar- teinsson, sem kom inn í hópinn fyr- ir Ragnar Margeirsson sem er meiddur. BL Einar Þorvarðarson handknattleiksmarkvörður: „Ekkert á hreinu hvaö ég geri næsta vetur“ - hefur verið i viðræðum við Selfyssinga um að taka við þjálfun liðsins „Það Iiggja engar ákvarðanir fyrir og því er ekkert á hreinu hvað ég geri næsta vetur. Þetta er nokkuð snúið mál og ég ætla að taka mér góðan tíma til að ákveða mig,“ segir Einar Þor- varðarson, markvörður Vals í handknattleik og aðstoðar- landsliðsþjálfari, í samtali við Tímann í gær. „í dag er það landsliðið sem gengur fyrir en ég á erfitt með að segja hvað gerist næstu 2-3 vikurnar." Hverju mundir þú svara ef Þor- bergur mundi biðja þig að fara sjálfan í markið? „Ég tel það ekki raunhæft fyrir mig í dag, ekki eins og málin standa, en ef svo færi þyrfti ég að fara að æfa með landsliðinu strax og taka þetta föstum tök- um eins og áður. Ef ég fer að spila með landsliðinu mundi það þýða það að ég færi ekki að skipta mér af þjálfun næsta vet- ur, það eru alveg hreinar línur. Ef ég hins vegar tek að mér þjálfun kemur alveg til greina að spila, en ég hef þó ekki mikinn áhuga á því. Ég yrði þá aldrei með nema í einhverju aukahlut- verki. Framundan eru líka spennandi verkefni með Valsliðinu svo sem Evrópukeppni, þannig að það er margt sem kemur til greina," sagði Einar Þorvarðarson. Þorbergur Aðalsteinsson lands- liðsþjálfari hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á því að fá Ein- ar á ný í mark landsliðsins, en Einar sýndi það og sannaði í úr- slitakeppni Islandsmótsins í vor að hann er enn besti markvörð- ur landsins. BL Handknattleikur: Hallgrímur á leið í Val? Hallgrimur Jónasson, mark- vörður ÍR-inga sem féllu í 2. delid í vor, mun hafa hug á þvf að ganga til liðs við Vaismenn og hefur mætt á æfingar hjá fé- laginu að undanfómu. Geir Sveinsson iandsliðsmað- ur, sem lék á Spáni í vetur, er líklega á heimleið og fari svo mun hann að öllum líkindum leika með sínum gömiu félög- umíVal. Þá gætu Vaismenn einnig misst menn, því Jón Kristjáns- son mun vera að velta fyrir sér að halda heim á leið og leika með KA-mönnum næsta vetur. Þá er einnig óvíst að Einar Þor- varðarson leiki áfram með Val. Ársþing HSÍ um helgina: Búist við stormasömu þingi - 45 breytingartillögur við reglugerðir liggja fyrir þinginu Ársþing Handknattleikssam- bands íslands verður haldið á Flughótelinu í Keflavík um helg- ina, en þingstörf hófust reyndar í gærkvöld. Búist er við stormasömu þingi þar sem óvenju margar breyting- artillögur liggja fyrir þinginu. Meðal þess sem breyta þarf að margra mati er keppnisfyrirkomu- lagið í 1. deild karla. Menn eru mjög óhressir með liðið keppnis- tímabil, enda aðsókn að leikjum léleg. Sér í lagi var það úrslita- keppnin sem var algjörlega mis- heppnuð. Fyrir þinginu liggur til- laga frá FH um að taka upp úr- slitakeppni með svipuðu sniði og þekkt er úr körfuboltanum. Þá liggja fyrir tillögur frá fram- kvæmdastjórn HSÍ um leik- mannaskírteini og tillaga frá ÍBV og Fram um að leyfa tveim erlend- um leikmönnum að leika með hverju liði í meistaraflokki karla og kvenna. Rétt til þingsetu eiga 83 fulltrúar með atkvæðisrétti, auk áheyrnar- fulltrúa. Jón Hjaltalín Magnússon, for- maður HSf, gefur áfram kost á sér til formennsku, en hann hefur sætt nokkurri gagnrýni að undan- förnu. BL inirrvT ST Tíminn 27 Námskeið og próf vegna löggildingar fasteigna- og skipasölu Fyrirhugað er að efna til námskeiðs og prófa vegna löggildingar fasteigna- og skipasala sem hefst í september nk. ef næg þátttaka fæst. Fyrirkomulag námskeiðs og prófa verður þannig: Námskeið: Próf: I. hluti september-desember 1991 janúar 1992 II. hluti janúar-apríl 1992 maí 1992 III. hluti september-desember 1992 janúar 1993 Kostnaður við að taka þátt í námskeiði er nú áætlaður kr. 120 þúsund fyrir hvern námskeiðs- hluta, en verður ákveðinn þegar fjöldi þátttak- enda liggur fyrir. Kostnaður við þátttöku í prófi er kr. 15.000. Þeir, sem óska eftir að taka þátt í námskeiðinu og/eða gangast undir próf, skulu tilkynna það til ritara prófnefndar, Viðars Más Matthíassonar hæstaréttarlögmanns, Borgartúni 24, 105 Reykjavík, fyrir 15. júní nk. Innritunargjald, kr. 5000, skal fylgja tilkynningu. Gjaldið er endur- kræft ef námskeiðið fellur niður eða tilkynnandi fellur frá þátttöku áður en námskeiðið hefst. Nánari upplýsingar veitir dómsmálaráðuneytið, Arnarhvoli, sími 609010. Reykjavík, 23. maí 1991. Prófnefnd löggiltra fasteignasala. Frá Menntaskólanum við Sund Laus er til umsóknar staða námsráðgjafa (2/3 staða). Einnig er laus til umsóknar stundakennsla í sál- firæði (8 st. v.) og stjömufræði (11 st. v.). Umsóknarfrestur er til 12. júní n.k. Umsóknum skal skila á skrifstofu skólans, þar sem rektor, konrektor og kennslustjóri veita allar nánari upplýsingar. Símar 33419 og 37580. Frá Fósturskóla íslands Umsóknir fyrir næsta skólaár þurfa að berast fyrir 4. júní n.k. Skólastjóri Bændur 12 ára drengur óskar eftir að komast í sveit í sumar. Hefur áhuga á hestum. Upplýsingar í síma 91-641874 eftir kl. 17.00. Til sölu heyhleðsluvagn af gerðinni KSL-280, árg. ‘82. Uppl. í síma 98-68858. GARÐSLATTU R Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Upplýsingar í stma 41224, eftir kl. 18.00.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.