Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 2
HELGIN Laugardagur 25. maí 1991 FÁNASIENGUR SNARI Starrahólum 8-111 Reykjavík - sími 72502 - Fax 72850 Upplýsingar alla daga frá kl. 9-22. Verð á SNARA FÁNASTÖNGUM með jarðfestingum, línu og hún. 6 metra fánastöng kr. 25.870,- m/vsk. 8 metra fánastöng kr. 31.270,- m/vsk. 10 metra fánastöng kr. 43.600,- m/vsk. GREIÐSLUSKILMÁLAR. HRARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að byggja að- veitustöðvarhús í Ólafsfirði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Rafmagnsveitna rík- isins við Óseyri 9, Akureyri, frá og með þriðjudeginum 28. maí 1991 gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins á Akureyri fyrir kl. 14:00, miðvikudaginn 5. júní 1991, og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „FRARIK 91002, að- veitustöð í Ólafsfirði". Reykjavík, 22. maí 1991 Rafmagnsveitur ríkisins REYKJAVÍKURHÖFN Umsjónarmaður fasteigna Reykjavíkurhöfn óskar að ráða umsjónarmann fast- eigna. Starfið felst í daglegu eftirliti með öllum hús- eignum Reykjavíkurhafnar, umsjón með nauðsyn- legu viðhaldi, rekstri veitukerfa, eftirliti með umhverfi og þjónustu við leigjendur. Boðið er uppá góða starfs- aðstöðu og fjölbreytilegt starf. Leitað er að áhugasömum manni sem getur starfað sjálfstætt og haft frumkvæði í starfi. Iðnfræðimenntun og einhver tölvuþekking æskileg. Umsóknarfrestur er til 10. júní n.k. Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður hafnarþjónustu Reykja- víkurhafnar. Hafnarstjórinn í Reykjavík Til sölu nýlegur amerískur ísskápur, Frigidaire, ásamt nýlegri Gen- eral Electric þvottavél og ónotuðum General Electric þurrkara. Frábær tæki sem fást á hálfvirði, aðeins kr. 130 þús. Uppl. í síma 91-45975. Benidikt eða Hjördís. í járngreipum Gottskálks... Skjal um jarðakaup Bjöms í Ögrí við sögu hinna alræmdu Hvassa- fellsmála. Árið 1482 var hann enn stúdent í háskólanum í Rostock í Þýskalandi, en sex árum síðar er hann kominn til Ólafs Rögnvalds- sonar, frænda síns, og orðinn kirkjuprestur á Hólum. Þegar Ólaf- ur andaðist 1495 tók Gottskálk við stójsforráðum og var kjörinn biskup af klerkum norðanlands. Hann sigldi til Niðaróss til biskupsvígslu og kom ekki til stóls síns fyrr en 1499. Þetta sama haust bar fundum þeirra Jóns Sigmundssonar fyrst saman, því að Jón kom þá til Hóla og átti brýnt erindi við hinn nývígða biskup. Ribbaldar og kvennagull Sigmundur, faðir Jóns, hafði verið prestur í Húnavatnsþingi og var einn mesti ribbaldi 15. aldar. Þessi vígði drottins þjón líktist meir stiga- manni en presti og varð frægur um land allt er hann rændi Miklabæ, hið forna prestssetur, sem hann hafði verið dæmdur frá. En kvennagull hefur hann verið, því að ein tigin- bornasta kona landsins, Sólveig Þor- leifsdóttir í Vatnsfirði, gerðist lags- kona hans, en var þá orðin ekkja eft- ir Orm Loftsson hirðstjóra. Með henni átti hann Jón þann, sem hér kemur við sögu, og mun hann vera fæddur um 1455. Sólveig unni Jóni syni sínum mjög og virðist ekki hafa mátt neita hon- um um neitt. Hann fékk af henni þær jarðir er hann vildi. Að henni látinni settist hann að öllum jörðum hennar og bolaði öðrum erfingjum hennar burtu. Hálfþrítugur að aldri er hann orðinn sýslumaður í Vaðla- þingi, síðar fær hann sýsluvöld í Húnavatnssýslu. Hann kvæntist auðugri ekkju og fékk með henni fjölda jarða. Sjálfur bjó hann á mörgum stórbúum, svo sem Urðum í Eyjafirði og Víðidalstungu. Kona hans andaðist árið 1493. Tveir synir hennar af fyrra hjónabandi deyja skömmu síðar, þá ferst einnig annar sonur Jóns af slysförum, svo að allar jarðir hennar, sem voru geysimiklar, lenda hjá Jóni Sigmundssyni og Einari syni hans. Hann er því orðinn einn af jarðauðugustu mönnum norðanlands, þegar hann gengur að eiga Björgu Þorvaldsdóttur árið 1497. Og þá voru drög lögð að sár- um harmleik þessa metnaðargjarna og auðuga höfðingja. Sáttaumleitan Jafnskjótt og Gottskálk biskup var kominn til landsins úr vígsluför sinni mun Jón Sigmundsson hafa fengið einhvern pata af því að biskup grunaði skyldleikameinbugi með honum og síðari konu hans. Valdi hann því þann kostinn að fara á fund biskups og bauðst til að leggja þetta mál í rannsókn. Kvað hann hvorugt þeirra hjóna vita til þess að með þeim væri frændsemi svo náin að varðaði við kirkjulög, en sagðist fús til að skilja við konu sína ef svo væri. í för með Jóni Sigmundssyni var Jón Þorvaldsson, mágur hans, ábóti á Þingeyrum, og virðast þeir nafnar hafa getað sannfært biskup um það að engir frændsemismeinbugir væru með þeim hjónum. Lét Gott- skálk mál þetta kyrrt liggja og hreyfði ekki við því fyrr en í maí- mánuði 1505, er hann ritaði Jóni stefnubréfið. Tólf presta dómur Ekki er nú kunnugt vegna hvers Gottskálk hefur svo lengi sýnt Jóni Sigmundssyni slíka vægð, sennilega hefur hann ætlað að geyma sér mál- ið til betri tíma og ekki viljað hætta sér út í deilur við svo mikinn höfð- ingja í upphafi biskupsdóms síns. með hendi vinar hans, Jóns lögmanns Sigmundssonar. En biskup gleymdi ekki sökinni, sem hægt var að vekja upp hvenær sem var. Víst er um það að Jóni Sig- mundssyni leist ekki árennilegt að hætta sér aftur í greipar Gottskálki og því sinnti hann ekki stefnubréfi hans. Hinn 19. júní lét biskup tólf presta dóm lýsa yfir fjórmenningsmein- bugum með þeim Jóni og Björgu, konu hans, og sundurskilið þeirra hjónaband, en sjálfan hann skyldug- an til að taka lausn og skrift af bisk- upi heima á Hólum. Til var í bréfa- bók Gottskálks biskups svofelldur eiðstafur, er Jóni Sigmundssyni var stílaður undir lausnina: „Til þess Krístján II. Jóni Sigmundssyni varö minna gagn en skyldi að liðsinni konungs. leggur þú lausn á helga bók að þú skalt svo héðan í frá skilinn vera að félagi og líkamslosta við þá konu, Björgu Þorvaldsdóttur, og ei skaltu að borði vera með henni eða innhýs- is um nótt eða í nokkrum grun- semdarstað. Ei skaltu tala við hana nema í opinberum stöðum að vitn- um nærverandi, áheyrendum og ásjáendum orð og verk ykkar; sé svo guð þér hollur ef þú heldur þetta, en gramur ef þú lýgur." Gottskálk reið til þings sumarið 1505 og lét lesa tylftardóm presta sinna yfir Jóni Sigmundssyni í Lög- réttu. Jón mótmælti dómnum og á næsta alþingi lagði hann fram varn- arskrá í meinbugsmálinu ásamt vitnisburðum og íylgiskjölum. Hann bar það fram sér til varnar að hann hefði löglega beðið og fastnað sér konu sína samkvæmt réttum landslögum, án þess hann vissi neina meinbugi á ráði þeirra. Einnig færði hann sér það til afbötunar að hann hefði farið á fúnd biskups haustið 1499 og lagt frændsemis- málið í hendur honum til rannsókn- ar og hafi hann þá ekki fundið neitt við þaö að athuga. Bann, stefnur og sektir Þetta sama sumar lýsti Gottskálk biskup Jón Sigmundsson í bann. Um veturinn stefndi hann Björgu Þorvaldsdóttur á sinn fund til Hóla og kvaðst mundu forboða hana og bannsetja ef hún hlýddi ekki stefn- unni. TVeysti hún sér ekki til annars en hlýða biskupsboði og kom um miðjan vetur til Hóla. Biskup og dómprestar Hólastaðar dæmdu kon- una í stighækkandi fjársektir fyrir ólöglegan hjúskap og öll brot önnur sem af honum leiddu: 15 merkur skyldi hún greiða fyrir frændsemis- meinbugi, aðrar 15 fyrir fyrstu barn- eign í þeim meinum, fyrir aðra barneign 30 merkur og fyrir hina þriðju 60 merkur. Fyrir kirkjulega þjónustu er hin seka kona hafði not- ið í tíu hjúskaparár skyldi hún gjalda stórar greiðslur. Henni var dæmt að sverja sjöttareið fyrir lík- amlegar samvistir við Jón Sig- mundsson, síðan skilnaðardómur- inn gekk um hjúskap þeirra, eða gjalda Hólakirkju 60 merkur að öðr- um kosti. Skyldi þessi sakeyrir allur goldinn að næstu fardögum. Til þess að gefa nokkra hugmynd um hve mikið fé þetta var skal þess getið að tvær merkur munu hafa numið að verðgildi einu kýrverði. Með þessum stigbundnu fjársektum tókst Gott- skálki að hafa út úr Björgu Þorvalds- dóttur allmargar jarðir, sem voru séreign hennar. En næsta ár lagði hann löghald á margar jarðir Jóns Sigmundssonar, þar sem byggðar voru kirkjur, og lét dæma þær af honum vegna kirkjureikninga, og skyldi svo vera uns allar kirkju- skuldir hefðu verið greiddar. Jón Sigmundsson varð þá að hrökklast úr Húnavatnssýslu, því honum var þar ekki lengur vært fyrir veldi bisk- ups. Jón siglir á konungsfund Jón Sigmundsson átti nú ekki ann- ars úrkosta en að fara af landi brott, ef vera mætti að hann fengi þar nokkra leiðrétting mála sinna. Hann sigldi til Noregs þar sem Kristján konungsefni var ríkisstjóri. Kon- ungsefni, sem síðar varð Kristján II., tók Jóni vel, enda bar hann sjálfur þungan hug til hins kaþólska klerkaveldis og hafði góð skilyrði til að skilja kærur hans og klögumál. Hann fékk Gauta, erkibiskup í Niða- rósi, til að skrifa Stefáni Skálholts- biskupi bréf og biðja hann að kveðja háklerka stiftisins í dóm og dæma í málum Gottskálks og Jóns Sig- mundssonar. Það er auðsætt af bréfi erkibiskups að Jón hefur kunnað vel að túlka mál sitt í Noregi, því að erkibiskup virðist gruna að hann hafi verið órétti beittur, enda býður hann Skálholtsbiskupi að stilla svo til að Jón Sigmundsson fái konu sína aftur, „ef það finnst meina- laust“, og eignir sínar, sem hann hafi ranglega verið sviptur. En Krist- ján ríkisstjóri gerði ekki endasleppt við Jón Sigmundsson, því að hann skipaði hann lögmann norðan og vestan á íslandi. Fór Jón við svo bú- ið heim til íslands síðsumars 1509 og þótti för sín hafa orðið allgóð. Illar viðtökur á Hólastað Þótt það væri fáheyrt á þessum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.