Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.05.1991, Blaðsíða 9
Laugardagur 25. maí 1991 HELGIN 17 LISTMUNUM STOLIÐ ÚR ÍRÖSKUM SÖFNUM DAVID KEYS: Ýmsum fágætustu listafjársjóöum heimsins, sem metnir eru á mörg hundruð milljónir steriingspunda, var stolið í nýafstaðinni borgarastyrjöld í írak — og er nú búist við að mikill fjöldi merkra hluta komi fram ólöglega á alþjóðlegum fornmunamarkaði. Álitið er að fornminjayfirvöld í Bagdad hafi tilkynnt Interpol um þjófnaðinn. Svo er að skilja sem fimm stór söfn f írak hafi verið rænd flestum sýningargripum sínum, en þar á meðal eru ævafornir mesópótam- ískir'skartgripir, assýrískir hlutir úr fflabeini, fagrir babýlonskir leirmunir, 4000 ára gamlar högg- myndir og 5000 ára gamlar áritað- ar leirtöflur. Meðal merkustu munanna, sem óttast er að hafi verið stolið úr einu safni — Nasiriyah safninu í Suður- írak — eru a.m.k. hundrað hlutir úr kopar, keramík og gulli, sem fundust við uppgröft breska fornleifafræðingsins Sir Leonard Woolley á hinum frægu konunga- gröfum við Úr á þriðja áratug þess- arar aldar. Aðrir konunglegir mun- ir frá Úr eru varðveittir f British Museum og hjá Philadelphia Uni- versity Museum í Pennsylvaníu. Önnur söfn í írak, auk Nasiriyah, sem orðið hafa fyrir barðinu á ræningjum, eru þau í Kirkuk í Norður-írak, Basra, Kufah og Am- arah, í suðurhluta landsins. MikiII meirihluti stolnu hlutanna hefur aldrei komist á prent — þannig að ekki einungis eru mun- irnir sjálfir glataðir heldur líka sú þekking sem hefði mátt af þeim fá. Það verður líka erfiðara að hafa upp á og endurheimta þá forngripi sem ekki hafa birst í bókum. Fornleifafræðinga grunar að meirihluta stolnu munanna verði smyglað á alþjóðlegan fornmuna- markað með aðstoð milliliða í ná- grannalandi íraks — íran. Sumir sýningarmunanna í safn- inu — einkum freskur og lág- myndir — voru of stórir til að þjóf- arnir gætu tekið þá með sér. Þessi listaverk eyðilögðust í eldum sem geisuðu um mörg safnanna eftir að ræningjarnir höfðu lokið verki sínu. Þó er álitið að munirnir úr bæði írakssafninu í Bagdad og hinu fræga AI Sabah safni með ís- lamskri list í Kúveit séu heilir á húfi, faldir á öruggum stað ein- hvers staðar í írak. Virtir íraskir fornleifafræðingar fluttu bæði söfnin af stríðssvæðum til að vernda þau gegn mögulegri eyði- leggingu í Flóastríðinu. Engu að síður voru allmörg stór fornmunasöfn í einkaeign í Kúveit rænd meðan á hernámi íraka stóð — og hafa sumir munirnir úr þeim nú stungið upp kollinum á alþjóðlega forngripamarkaðnum í Beirút. : Safaríkar steikuríjjrvali. Storgtesileg^^^ðu Kjötborð. Nautakjótog I. svína Tilbúin á grillið kg ^autapiparsteíkkQ-w*' Qvínaskinka kg Nautahamborgarar stk. 65«a brauðfylgir lyinarpylsur ipylsubrauð kg 75. stk 6 Mikið úrval af grillvörum og áhöldum 13.950' Gasgrili. Grillko[ Opið á sunnudögum W. Wliklagarði Wliðvangi, Garðabæ og JL- husinu. yyx KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD A1IKLIG4RDUR ALLAR BUÐIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.